Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Veður 8 Viðhorf 28 Staksteinar 8 Umræðan 28/29 Fréttaskýring 10 Bréf 29 Viðskipti 14 Minningar 30/36 Erlent 15/16 Staðurstund 38/44 Listir 17 Myndasögur 44 Höfuðborgin 18 Dægradvöl 45 Akureyri 18 Dagbók 48 Landið 19 Víkverji 48 Suðurnes 19 Leikhús 42 Daglegt líf 20/25 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Meðferðardeild er ekki í fangels- inu á Litla-Hrauni og hefur það ver- ið gagnrýnt af nefnd á vegum Evr- ópuráðsins. Tillaga um að slík deild verði sett á stofn hefur verið felld á Alþingi. »12  Veiðigjald hefur lækkað á hverju ári frá því að til þess var stofnað. Er þetta fyrst og fremst vegna aukins kostnaðar útgerðarinnar, hækkandi olíuverðs og gengisbreytingar. »1  Áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála hefur ómerkt málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins á samruna Dagsbrúnar og Senu vegna form- galla í málsmeðferðinni. »4  Bankastjóri stakk af með 790 milljarða ISK í tölvuleiknum Eve- Online á dögunum. Aðrir spilarar í leiknum höfðu treyst einum spilara fyrir þeim peningum sem þeir höfðu safnað sér í leiknum en hann stakk síðan af með þá. »52 Viðskipti  Glitnir kynnti þjóðhagsspá grein- ingardeildar bankans á morgunverð- arfundi í gær. Spáir deildin að verð- bólga verði 7,1% á þessu ári og að kaupmáttur rýrni tímabundið á næsta ári. Hagvöxtur á næsta ári verður 0,3% samkvæmt spá grein- ingardeildar Glitnis. »14 Erlent  Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, var harðlega gagnrýndur í gær fyrir að fyrirskipa aðeins tak- markaða rannsókn á framgöngu stjórnarinnar í stríðinu í Líbanon. Skipuð verður rannsóknarnefnd sem hefur ekki vald til að víkja ráðherr- um úr embætti. »15  Elsta kona heims, Maria Esther de Capovilla, lést á sjúkrahúsi í Ekvador 116 ára að aldri. Hún dó úr lungnabólgu á sunnudag, að því er fjölskylda hennar sagði í gær. »15  Kúrdísk skæruliðasamtök segj- ast bera ábyrgð á hryðjuverki í ferðamannabænum Antalya í fyrra- dag en þar týndu þrír menn lífi í öfl- ugri sprengingu. Þau segjast einnig hafa sprengt þrjár sprengjur í bæn- um Marmaris á sunnudag. »15 vera með þrjú til fjögur þúsund pör þegar best lætur.“ Brynjúlfur bendir þó á að krían færi sig alltaf til milli varpstöðva. Þannig hafi kríuvarpið við Jökulsá á Breiðamerkursandi vaxið og talið hafi verið að allt að tíu þúsund pör hafi verið þar í sumar. TALIÐ er að villikettir og minkur hafi átt umtalsverðan þátt í mikl- um kríuungadauða í Óslandinu við Höfn í Hornafirði og þar sé því fundin ein af skýringum þess hversu fáir kríuungar komust á legg. Brynjúlfur Brynjólfsson hjá Fuglaathugunarstöð Suðaustur- lands, segir að um það sé rætt að sést hafi bæði til minks og heim- ilislausra katta á svæðinu. Sjálfur segist hann hafa séð þar ketti og engin spurning sé um að þeir hafi valdið ungadauða, þó ekki sé vitað í hversu miklu magni. Á síðasta ári hafi þó sést einn köttur sem hafi hreinlega hreinsað hluta af varpinu í Óslandi þannig að ef þeir eru fleiri í ár mega ungarnir sín lítils. „Það var lítill blettur í varpinu sem virðist hafa sloppið því þar komust upp ungar. Ég taldi þarna einu sinni rúmlega 100 en það er bara allt of lítið. Þetta er varp sem á að Ungadauði vegna villikatta og minks TILLAGA minnihluta samgöngu- nefndar um að þess verði krafist að ríkisstjórnin dragi þegar til baka ákvörðun sína um að skera niður framkvæmdir á vegaköflum úti á landi var felld með atkvæðum meiri- hlutans á fundi nefndarinnar í gær. Í tillögu minnihlutans var þess einnig krafist að útboðum við ákveðna vegakafla yrði flýtt til að vinna upp glataðan tíma vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar frá 27. júní sl. Kristján L. Möller, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að í tillögunni hafi einnig verið bent á að vegaáætlun hafi verið samþykkt sem lög frá Alþingi, og enginn nema Alþingi geti fellt slíkt úr gildi. „Það er framkvæmdavaldsins – ríkisstjórnarinnar – að framfylgja þessum lögum, ef á að fella þetta úr gildi verður Alþingi að gera það. […] Miðað við hvað ýmsir þingmenn stjórnarinnar hafa sagt leyfi ég mér að efast um að það sé þingmeirihluti á Alþingi fyrir þessum frestunum,“ segir Kristján. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kom á fundinn og fór yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar, en Kristján segir ekkert nýtt hafa kom- ið fram í máli ráðherra. Eftir standi að um hlutfallslega afar lága upp- hæð sé að ræða, um 1.100 milljónir á þessu ári, og að auki séu þær fram- kvæmdir sem um ræðir á Norðvest- ur- og Norðausturlandi, þar sem áhrifa þenslu hafi ekki gætt. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur ekki í sér niðurskurð Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra kom ekki á fund nefndarinnar, eins og minnihlutinn óskaði eftir, en á fundinum ítrekuðu fulltrúar minni- hlutans þá ósk sína að hann kæmi á fund nefndarinnar til að ræða efna- hagsleg áhrif þess að fresta þessum framkvæmdum. Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og for- maður samgöngunefndar, mótmælir því að ákvörðun ríkisstjórnarinnar feli í sér niðurskurð á framkvæmd- um. Um sé að ræða frestun vega- framkvæmda sem fulltrúar frá Vegagerðinni hafi sagt að hefðu ver- ið á eftir áætlun hvort sem var. Í raun hafi ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar ekki ennþá orðið til þess að fram- kvæmdir hafi tafist. Hann bendir á að nú sjáist merki um að verðbólgan sé að minnka og því sé ekki ljóst hvort til mikilla frestana muni koma. Aðspurður hvort þingmeirihluti sé fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar segir Guðmundur að þingmenn stjórnarflokkanna geri sér grein fyrir því að hemja þurfi verðbólguna og tillaga stjórnarandstöðunnar sé aðallega sýndarmennska. Hann seg- ir að fjármálaráðherra hafi ekki komist á fund nefndarinnar sem ekki hafi verið skipulagður með hlið- sjón af því hvenær hann gæti kom- ist. „Samfylkingin hefur ítrekað beiðni um að hann komi og við von- umst til að hann sjái sér fært um að koma á fund nefndarinnar síðar meir.“ Tillaga um að draga frestun vegaframkvæmda til baka felld í samgöngunefnd Kaflar sem voru á eftir áætlun Morgunblaðið/ÞÖK Framkvæmdir Ekki er ljóst hvort til mikilla frestana kemur. HANNES Hlífar Stefánsson vann Héðin Steingrímsson í fyrstu skák- inni af fjórum í einvígi þeirra um Ís- landsmeistaratitilinn í skák, sem fram fór í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Fyrsta skákin þróaðist með þeim hætti að Héðinn komst í erfiða stöðu strax í upphafi en tókst að koma sér aftur inn í skákina þegar á leið. Und- ir lok skákarinnar mátti ekki miklu muna á þeim tveimur en báðir áttu þá lítinn tíma eftir og í miklu tíma- hraki lék Héðinn af sér og átti Hannes sigurinn vísan eftir það. Fjöldi áhorfenda kom á skákstað og sá Helgi Ólafsson stórmeistari um skákskýringar. Næsta einvíg- isskák þeirra fer fram í dag klukkan 17 í Orkuveitu Reykjavíkur og er einvígið öllum opið. Morgunblaðið/Eggert Hannes vann fyrstu skákina STÚLKAN sem lést í bílslysi á Eiðavegi skammt utan Egilsstaða í fyrrakvöld hét Unnur Bettý Guðmundsdóttir, til heimilis í Víði- mýri 8 á Sauðár- króki. Hún fædd- ist 5. september 1987 og hefði því orðið 19 ára næstkomandi þriðjudag. Lést í bílslysi Unnur Bettý Guðmundsdóttir 22 ÁRA gömul ís- lensk kona, Hulda Björk Hauksdótt- ir, beið bana þeg- ar rúta og vörubif- reið rákust saman á Suður-Jótlandi í fyrradag. Þrír voru fluttir á sjúkrahús, þar af er einn í lífshættu. Hulda var farþegi í rútunni sem rakst á vörubifreiðina í Løgumkloster að sögn lögreglu. Þá slasaðist ökumaður rútunnar lífshættulega. Að sögn lögreglu átti slysið sér stað í langri og hættulegri beygju. Hulda Björk fæddist 22. maí 1984 í Reykjavík og hafði verið búsett í Dan- mörku undanfarin ár. Hún var barn- laus en lætur eftir sig danskan sam- býlismann. Lést í bílslysi í Danmörku Hulda Björk Hauksdóttir                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                      ELLEFU ára piltur var fluttur á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss eftir að ekið var á hann á Sundlaugavegi við Laugardals- laug á sjöunda tímanum í gær- kvöldi. Pilturinn sem ekki var með hjálm fann til eymsla í mjöðm en að sögn lögreglunnar í Reykjavík slapp hann vel að öðru leyti og má þakka fyrir að hafa ekki hlotið meiðsli á höfði. Lögregla bendir hjólreiðamönnum á að vera ávallt með hjálm þegar hjólin eru tekin fram. Ekið á pilt á hjóli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.