Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.2006, Blaðsíða 24
heilsa 24 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Margir kvíða deyfingunnieinna mest þegar fariðer til tannlæknis.Nú er hinsvegar til einföld leið sem gerir deyfinguna þolanlegri. Elín Sigurgeirsdóttir hefur starfað sem tannlæknir frá því hún lauk sér- námi í tann- og munngervalækn- ingum frá Bandaríkjunum fyrir þrettán árum. Hún segir að deyfingin í dag sé gott dæmi um það hvernig tæknin hefur verið nýtt á sviði tann- lækninga undanfarin ár, íslenskir tannlæknar séu duglegir að tileinka sér nýjungar og fylgist vel með. Sársaukaboðin trufluð Fyrst er deyfikrem borið á svæðið sem á að deyfa. Á deyfisprautuna er settur titrari sem veldur því að nálin titrar með hárri tíðni á meðan deyf- ingunni er dælt á sinn stað. Tauga- endarnir skynja titringinn fyrst og geta þá ekki flutt taugaboð um sárs- auka á sama tíma. Þannig ruglar titringurinn sársaukaboðin til heil- ans og hleypir þeim ekki að. Sárs- aukinn sem sjúklingurinn skynjar er því í lágmarki. Auk þess bjóða æ fleiri tannlæknar sjúklingum sínum upp á að horfa á myndefni á meðan þeir liggja í stólnum. Lýsing í samráði við tannlækni Aðspurð um kröfur samfélagsins um að allir hafi skjannahvítar tennur segir Elín það vera merki um heil- brigði, frískleika og fegurð að hafa hvítar tennur. Hún tekur undir að kröfurnar um hvítar tennur séu orðn- ar miklar og jafnvel óraunhæfar. Það geti hins vegar vel átt rétt á sér að lýsa tennur, valdi litur tannanna sjúk- lingi hugarangri. Þó sé hægt að fara offari í þeim efnum sem öðrum. „Ég mæli eindregið með því að fólk ráð- færi sig við tannlækninn sinn vegna tannlýsinga,“ segir hún og bendir einnig á að neysluvenjur fólks geti haft áhrif á lit tannanna. Ýmislegt matarkyns eins og til dæmis te, kaffi, rauðvín, karrýréttir og fleira með miklum litarefnum geti dekkt tennur. –En hvað með silfrið? Vill einhver nota það í dag? „Silfurfyllingar hafa vissulega staðist tímans tönn. Þær þykja kannski ekki fallegar en hafa marga kosti og voru lengi vel það sem virk- aði best,“ segir Elín. „Í dag eru gjarnan settar hvítar plastfyllingar ef holan er ekki of stór en plastið er tæplega nógu gott í stórar uppbygg- ingar eins og jaxla því hætt er við að plastið dragist saman þegar það harðnar. Þannig geta myndast gluf- ur meðfram fyllingunni og brúnirnar skemmst. Þrátt fyrir þetta hafa tannlæknar stundum látið undan þrýstingi sjúklinga sem vilja bara hvítt efni. Lengi vel var ekkert ann- að hvítt fyllingarefni í boði en plastið með kostum sínum og göllum.“ Postulínsfyllingar í stað silfurs Elín heldur glaðbeitt áfram, enda erum við að ræða hennar hjartans mál og talið að berast að nýjung sem hún hefur tekið til notkunar á sinni stofu. „Í dag er hins vegar mun auð- veldara að verða við óskum sjúk- linga um hvítt efni sem er nógu gott. Hægt er að setja postulín í stórar holur sem litlar með tiltölulega ein- földum hætti og oftast í einni heim- sókn til tannlæknis. Svona fleygir tækninni fram!“ Blaðamanni eru sýndar myndir af tönnum með silfurfyllingum og aðr- ar myndir af sömu tönnum sem fyllt- ar hafa verið með postulínsfyllingu (cerec-fyllingu) eftir að silfrið hefur verið fjarlægt. Ekki þarf frekari vitna við. Blaðamanni finnst þessi fylling vissulega fallegri en silf- urfylling og ljóst að eigandi tann- anna hefur fulla ástæðu til að brosa álíka breitt og Julia Roberts! En hvers vegna er þetta allt í einu orðið svona auðvelt, þ.e.a.s. að fá postulín? „Tæknin virkar þannig að borað er út fyrir fyllingunni, farið er inn í munninn með litla myndavél og tönnin þannig skönnuð út frá öllum hliðum. Gert er rafrænt líkan af fyll- ingu, byggt á upplýsingum þrívídd- armyndarinnar sem er því næst sent rafrænt yfir í fræsara sem sker út úr postulíni fyllingu sem passar í hol- una,“ segir Elín. „Þetta er mikill kostur fyrir sjúklinginn sem fær þarna hvíta fyllingu í holuna sína og það, í langflestum tilfellum, í aðeins einni heimsókn til tannlæknis.“ Neytendur vilja hvítar fyllingar – Er þá hægt að segja að tann- lækningar, þar sem tennur eru lýst- ar og hvítar fyllingar eru settar flokkist undir fegrunaraðgerðir til þess gerðar að verða við út- litskröfum samfélagsins? „Í dag vill neytandinn fá hvítar fyll- ingar, það er staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá“, segir Elín. „En við skulum ekki gleyma því að markmið tannlækna er að bæta og stuðla að góðri heilsu. Það sem gerist við tannlækningar er hins vegar mjög sjáanlegt borið saman við margar aðrar greinar lækninga eins og til dæmis geðlækninga eða lækninga á meltingarvegi, svo eitthvað sé nefnt. Tannlækningar eru einfaldlega mjög sýnilegar og fyrst og fremst lækning en ekki fegrunaraðgerð. Því svara ég spurningunni um hvort tannlækn- ingar séu fegrunaraðgerðir neitandi, en vissulega leið til þess að mann- eskjan líti betur út en áður. Þeim sem eru veikir, sama hvert líffærið er, líð- ur betur eftir lækningu og líta þar af leiðandi betur út. Ég tel réttara að hugsa ekki um tannheilsu og fegurð- ardýrkun í sömu andrá heldur finnst mér gamla og góða máltækið eiga ágætlega við í þessu sambandi; Heil- brigð sál í hraustum líkama.“ Fyrir Postulínskubburinn eins og hann lítur út áður en hann er mótaður fyrir holuna. Eftir Svona lítur postulínskubb- urinn út eftir fræsingu. Postulín Í stað silfurfyllingarinnar áður hefur nú verið komið fyrir postulíni í tönninni. Silfur Hér eru silfurfyllingar í tönnunum upp á gamla mátann, en silfrið hefur staðist tímans tönn. Morgunblaðið/Golli Tölvumynd Tönnin er skönnuð frá öllum hliðum og rafrænt líkan búið til. Nýjungar í tannlækningum Þróunin á sviði læknavísinda er hröð og tannlækningar þar ekki undanskildar. Breytingar í faginu kalla á símenntun tannlækna og á Íslandi er gnótt tannlækna sem fylgist vel með. Katrín Brynja Hermannsdóttir kynnti sér nýjungarnar og komst að því að nú er jafnvel ekki tiltökumál lengur að láta deyfa sig. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. UM ÞESSAR mundir eru ríflega 40.000 börn og unglingar að setjast á skólabekk. Þar af eru líklega um 4.000 nýliðar að feta sín fyrstu skref í umferðinni. Flestir sem nú eru fullorðnir ólust upp við það að vera sjálfum sér nógir hvað varðar ferðir um næsta ná- grenni og fóru um gangandi, hjólandi eða með strætó. Þetta er breytt og forráðamenn aka nú stórum hluta barna í skóla. Nú er svo komið að við marga skóla myndast umferðaröng- þveiti hvern morgun. Öngþveitinu fylgja óþægindi vegna hávaða og út- blásturs auk þess sem umtalsverð slysahætta skapast þegar börnin eru að skjótast á milli bíla. Ýmsar vísbendingar gefa til kynna að kyrrseta fólks hafi aukist. Ekki síst vegna hraðvaxandi bílaeignar. Fólksbílum á hverja 1.000 íbúa í Reykjavík fjölgaði t.d. um 33% á ár- unum 1996 – 2003. Samkvæmt könn- un á vegum Lýðheilsustöðvar nær ekki þriðjungur nemenda í 6., 8. og 10. bekk að hreyfa sig skv. ráðlegg- ingum. Einungis um helmingur nem- enda á þessum aldri gengur eða hjól- ar til skóla. Sumir eiga ekki val og verða að aka börnum til skóla af einhverri ástæðu. Þeir eru líka margir sem aka börnum til skóla einmitt vegna auk- innar umferðar og mögulegrar slysa- hættu sem getur samhliða fylgt. Þetta er vítahringur sem vert væri að brjóta upp. Auðvelt að bæta við hreyfinguna Hreyfingarleysi og ofþyngd eru vaxandi meðal ungs fólks. Ofþyngd getur fylgt heilsufarslegur, sálrænn og félagslegur vandi. Ein leið til að bæta úr er að gera hreyfingu að sjálf- sögðum kosti við daglegar athafnir, eins og t.d. ferðir um nánasta ná- grenni. Börn ættu samkvæmt ráð- leggingum Lýðheilsustöðvar að hreyfa sig að lágmarki klukkustund á dag og daglegar gönguferðir til og frá skóla eru þar gott innlegg. Við þurfum að ganga með börn- unum til að kenna þeim að finna bestu og öruggustu leiðina í skólann, gangandi eða hjólandi. Börn þurfa til- sögn til að læra að forðast hættur í umferðinni en besta leiðin til að forð- ast slys er að þau kynnist hættunum. Munum eftir endurskinsmerkjunum og að börn á hjóli verða að vera með öryggishjálm – og að þar þurfum við, þau fullorðnu, að vera góð fyrirmynd. Gefum okkur tíma og göngum í skólann með barninu. Á göngunni gefst gott tækifæri til að ræða heims- málin, fá hreyfingu í skrokkinn og hreint loft í lungun. Bæði barni og foreldri verður gott af því. Göngum með barninu í skólann Morgunblaðið/Ásdís Samvera Á leiðinni í skólann geta foreldrar og börn rætt saman og hreyft sig í leiðinni. hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð Haukur Þór Haraldsson sviðsstjóri verkefnasviðs á Lýðheilsustöð. Morgunblaðið/Þorkell Skokk Fullorðnir eiga að hreyfa sig minnst hálftíma á dag. Almennar hreyfiráðleggingar  Fullorðnir hreyfi sig með miðl- ungs eða mikilli ákefð í minnst þrjá- tíu mínútur daglega  Börn og unglingar hreyfi sig með miðlungs eða mikilli ákefð í minnst 60 mínútur daglega. Dæmi um miðlungs ákefð er rösk ganga, garðvinna, heimilisþrif, sund og hjólreiðar. Dæmi um mikla ákefð eru fjall- ganga, skokk, hlaup og flestar íþróttir stundaðar með árangur í huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.