Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,              Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Fréttaskýring 8 Umræðan 28/31 Úr verinu 12 Viðhorf 28 Viðskipti 14/15 Bréf 30 Erlent 16/17 Minningar 32/37 Menning 18/19 Dagbók 44/49 Akureyri 20 Víkverji 46 Austurland 20 Velvakandi 46 Suðurnes 21 Staður og stund 48 Landið 21 Stjörnuspá 48 Daglegt líf 22/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Töluverð hreyfing er að komast á sölu Icelandair út úr FL Group. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa a.m.k. tveir bankar lýst áhuga á að kaupa félagið. Mark- mið þeirra er væntanlega að setja fé- lagið á markað, þó þannig að kjöl- festufjárfestar eignist stóran hlut í því. Telja má víst, að bankarnir telji sig geta náð umtalsverðum hagnaði út úr þessum viðskiptum. » 1  Greiningardeild Landsbankans kynnti í gær nýja hagspá sína. Sam- kvæmt henni er gert ráð fyrir því að eftir örstutt aðlögunarskeið á næsta ári stefni í nýtt hagvaxtarskeið hér á landi á árunum 2008–2010 vegna áframhaldandi stóriðjufram- kvæmda. Reiknar deildin með um 270 milljarða króna viðbótarfjárfest- ingu í orku- og iðjuverum á árunum 2008–2014, að afkastageta í áliðnaði muni aukast um ríflega 500 þúsund tonn og að orkuframleiðsla muni aukast um 900 MW. » 27  Jarðboranir hf. hafa gengið frá samningum við ítalska fyrirtækið Drillmec um kaup á nýjum há- tæknibor. Nýi borinn kostar um 1,4 milljarða króna og er sá fimmti sem Drillmec framleiðir fyrir Jarðbor- anir. Borinn verður útfærður sam- kvæmt óskum sérfræðinga Jarðbor- ana til að tryggja að hann henti sem best íslenskum aðstæðum, en borinn mun geta nýst jafnt við háhitabor- anir sem og boranir eftir olíu og gasi. » 52 Erlent  Alríkisdómari í Bandaríkjunum heimilaði í gær hópmálshöfðun á hendur tóbaksfyrirtækjum fyrir að blekkja reykingamenn og fá þá til að halda að „léttar“ sígarettur væru hættuminni en aðrar sígarettur. » 1  Leiðtogi kommúnistaflokksins í Sjanghæ í Kína var sviptur embætt- inu í gær vegna meintrar spillingar. Talið er að brottvikningin kunni að vera liður í tilraunum Hu Jintaos, forseta Kína, til að treysta enn stöðu sína. » 16  Forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar í Sómalíu bað í gær þjóðir heims að hjálpa henni í bar- áttunni við íslamista. Hann lýsti þeim sem hryðjuverkamönnum og sakaði þá um tengsl við al-Qaeda, en því hafa íslamistarnir neitað. » 17 Eftir Boga Þór Arason og Silju Björk Huldudóttur „ÞAÐ er mikið fagnaðarefni fyrir skákheiminn ef loks tekst að sameina heimsmeistaratitlana í skák,“ segir Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari í skák, en í ráði er að sameina heimsmeistaratitlana í skák með einvígi sem hófst á laugardag í Elista, höfuðstað sjálfsstjórnarlýðveldisins Kalmykíu við Kaspíahaf í Rússlandi. Markmiðið með einvíginu er að binda enda á klofning skákheimsins frá árinu 1993. Í einvíginu teflir búlgarski stórmeistarinn Vasel- in Topalov, stigahæsti skákmaður heims, við rúss- neska stórmeistarann Vladimir Kramnik sem er í 4. sæti á stigalista Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. Aðspurður segir Helgi Áss þá Topalov og Kramnik hafa mjög ólíkan skákstíl. „Topalov þykir tefla mjög hvasst og sókndjarft en Kramnik teflir öllu agaðra og byggir á meiri stöðubaráttu.“ Að sögn Helga Áss höfðu margir fyrir fram spáð því að Topalov væri í betra formi en Kramnik, enda hafi gengið afar vel hjá Topalov á síðustu misserum. Kramnik hefur hins vegar haft betur í þeim tveimur skákum sem þegar hafa verið tefldar og segir Helgi Áss að mögulega megi skýra það með því að Kramnik henti einvígisformið betur en Topalov. Þriðja skák þeirra félaga verður tefld í dag, en alls verða telfdar tólf skákir og nemur verðlaunaféð einni milljón dollara eða 70 milljónum króna. Bendir Helgi Áss á að Topalov hafi haft yfirhönd- ina í annarri skák þeirra félaga, en að lokum tapað henni. „Hann tók miklar áhættur í þeirri skák og byggði upp vænlega sóknarstöðu, en tókst ekki að láta kné fylga kviði og tefla skákina til sigurs. Þann- ig að það má segja að þetta sé í raun ósanngjörn staða miðað við skákirnar sjálfar,“ segir Helgi Áss, en bendir jafnharðan á að ekki megi gleyma að Kramnik hafi fengið heimsmeistaratitil sinn árið 2000 þegar hann sigraði Kasparov sem þótti, að sögn Helga Áss, stórkostlegt afrek á sínum tíma. Spurður hvor sé líklegri til að standa uppi sem sigurvegari segir Helgi Áss of snemmt að spá fyrir um það, en bendir á að Kramnik sé nú kominn í góða stöðu með tvo sigra og geti með leikstíl sínum haft mikil áhrif á það hvers konar skákir eru tefldar. Heimsmeistaratitlarnir í skák loks sameinaðir Í HNOTSKURN »Árið 1993 klauf Garrí Kasparov, þáóumdeildur heimsmeistari í skák, sig út úr FIDE vegna deilu um skipulagningu heimsmeistaraeinvígis skáksambandsins. »Kasparov ákvað að heyja eigið heims-meistaraeinvígi við enska stórmeist- arann Nigel Short. Kasparov sigraði. »Alþjóðaskáksambandið refsaði Kasp-arov með því að svipta hann titlinum og skipulagði heimsmeistaraeinvígi milli Anatolís Karpovs, sem var heimsmeistari FIDE á undan Kasparov, og hollenska stór- meistarans Jan Timman. Karpov vann. FÁTT þykir sumum skemmtilegra en að sparka bolta og nota hvert tækifæri sem gefst til þess að æfa skotfimina. Þegar ljósmyndari Morgun- blaðsins átti leið um gamla Þrótt- arvöllinn hitti hann fyrir knáa stráka, þá Vilhjálm Kaldal Sig- urðsson, Hilmi Jökul Þorleifsson og Alfreð Baarrikaad Valencia, sem voru að æfa sig með knöttinn eftirsótta. Morgunblaðið/Eyþór Skotfimin æfð á Þróttarvelli MIKIL mildi þykir að þrjú börn sluppu án teljandi meiðsla þegar fólksbifreið var ekið á barnavagn á Hjallabraut í Hafnarfirði í gær- dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði barst til- kynning um óhappið kl. 16.02 og er ökumaður bifreiðarinnar á níræð- isaldri. Slysið varð með þeim hætti að móðir var á gangi yfir gangbraut með tvíbura í barnavagni og eldra systkini sér við hlið þegar bifreið var ekið á vagninn. Við það kast- aðist barnavagninn á eldra systk- inið sem hlaut lítils háttar meiðsli á fæti við höggið. Tvíburarnir sluppu hins vegar ómeiddir. Að sögn vitnis á vettvangi keyrði ökumaður bifreiðarinnar gegnt rauðu ljósi við gangbraut- ina. Hann sakaði ekki í óhappinu. Sluppu án meiðsla Maður á níræðisaldri ók á barnavagn í gær HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára karlmann, Loft Jens Magnússon, í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir stór- fellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars Björnssonar á veit- ingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í desember 2004. Ákærði var einnig dæmdur til greiðslu nærri 15 millj- óna króna í skaðabætur og máls- kostnað. Dómurinn taldi sannað að ákærði hefði gerst sekur um að greiða Ragnari heitnum hnefahögg með þeim afleiðingum að Ragnar lést en í ákæru var krafist refsingar fyrir stórfellda líkamsárás, sem hafði í för með sér brot í hliðartind fyrsta hálshryggjarliðs og rof í slagæð við hálshrygg. Við þetta varð mikil blæðing inn á höfuðkúpu sem leiddi til dauða Ragnars. Ákærði krafðist sýknu í málinu ellegar til vægustu refsingar. Hann mundi ekki eftir samskiptum sínum við Ragnar á veitingastaðnum vegna ölvunar. Var því stuðst við frásagnir sjónarvotta og skýrslu sérfræðinga. Bar vitnum saman um að ákærði hefði slegið Ragnar hnefahögg með þeim afleiðingum að hann hneig í gólfið. Að fengnum þessum fram- burðum, og samhljóða áliti lækna um að dánarorsökin hefði verið högg efst á háls, var talið full- sannað að ákærði væri sekur um árásina. Ásetningur ósannaður Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði hefði fráleitt haft vilja til þess að vinna Ragnari meiri háttar líkamstjón og ósannað var að hann hefði borið ásetning til að slá í háls Ragnars fremur en andlit. Ölv- un ákærða gæti þó aldrei réttlætt framferði hans en hún gæti horft til skýringar á verknaðinum, sem beindist að manni sem ákærði hvorki þekkti né átti neitt sökótt við þegar þeir hittust í fyrsta sinni. Vitni sögðu að Ragnar hefði á engan hátt átt upptök að árásinni og taldi dómurinn að ekkert gæti réttlætt hana. Að því virtu, sem og því hve langt væri liðið frá árásinni og hve óvægna umfjöllun ákærði hefði sannarlega hlotið hjá ein- stökum fjölmiðlum þrátt fyrir ósannaða sök, þótti hæfileg refsing tveggja ára fangelsi. Ákærði var dæmdur til að greiða ekkju hins látna 8,3 milljónir kr. í bætur og þremur börnum hans 3,8 milljónir kr. auk 2,8 milljóna kr. í sakarkostnað. Málið dæmdi Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Verjandi var Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. og sækj- andi Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari. Tveggja ára fangelsi fyrir banvæna líkamsárás Ekkert sem réttlætti árásina á ókunnugan mann á Ásláki þriðjudagur 26. 9. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Stjarnan er líklegust til afreka í kvennahandboltanum >> 3 CAPPELLO SIGURVISS REAL MADRID ÞARF AÐ ENDURHEIMTA STOLTIÐ WENGER FAGNAR 10 ÁRA STARFSAFMÆLI » 2 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði aldrei neitt annað verið uppi á teningnum en að semja við Ólaf og Heimi. „Árangur þriggja síðustu ára segir allt sem segja þarf. Ólafur verður áfram og megnið af leik- mannahópnum einnig,“ sagði Jón Rúnar. Aðspurður hvort Norðmað- urinn Andrei Schei Lindbæk og Daninn Peter Matzen yrðu áfram í herbúðum liðsins sagði Jón að það væru meiri líkur á því að þeir væru á förum. Heimir Guðjónsson sagði við Morgunblaðið að hann hefði ekki tekið ákvörðun um að vera áfram í herbúðum FH fyrr en síðdegis í gær. „Ég verð í draumastarfinu. Það sem ég mun gera er að halda utan um þjálfun ungra og efnilegra leikmanna félagsins. Ég verð með þá á séræfingum í Risanum í vetur og verð auðvitað með Ólafi í meist- araflokksstarfinu líkt og á síðasta ári. Í kuldaúlpu í Risanum Ég verð því í kuldaúlpunni í Ris- anum megnið af vetrinum og mér líst ljómandi vel á þetta nýja um- hverfi sem FH-ingar ætla að bjóða upp á. Ég verð í fullri vinnu við að þjálfa hjá félaginu og það er eitt- hvað sem verður spennandi að tak- ast á við.“ Heimir var spurður að því hvort hann hefði verið í við- ræðum við Fram þess efnis að taka að sér þjálfun liðsins. „Já, vissulega hafa menn haldið að ég væri á förum í það starf. Það er laust starf hjá Fram og þeir eru að leita sér að þjálfara. En ég held að það sé spennandi verkefni hjá okkur í FH framundan. Við ætlum að taka skref upp á við í starfi okk- ar, og ná enn betri árangri. Ungir knattspyrnumenn í FH fá nú þetta tækifæri og ég er þakklátur fyrir að fá að vera hluti af þessu liði. Það er gott að vera í Krikanum.“ Heimir var spurður að því hvort hann væri að undirbúa að taka við starfi Ólafs á næstu misserum sem aðalþjálfari FH. „Við skulum nú ekki alveg missa okkur í slíkum pælingum. Það er ótímabært að hugsa um slíka hluti en vissulega stefni ég að því að fá tækifæri til þess að þjálfa mfl. karla í nánustu framtíð,“ sagði Heimir. Ólafur áfram í Krikanum Reuters Fögnuður Kevin Nolan og El-Hadji Diouf leikmenn Bolton fagna marki þess fyrrnefnda gegn Portsmouth í gær ÓLAFUR Jóhannesson, þjálfari Ís- landsmeistaraliðs FH í Lands- bankadeild karla, hefur samið við félagið til eins ár en undir hans stjórn hefur liðið fagnað Íslands- meistaratitlinum undanfarin þrjú ár. Að auki hefur Heimir Guð- jónsson samið við FH á ný og verð- ur hann aðstoðarþjálfari liðsins. Heimir mun sjá um þjálfun ungra og efnilegra leikmanna félagsins en margir höfðu orðað hann við nýliða Fram. Heimir verður aðstoðarmaður Ólafs KEVIN Nolan, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, var sá fyrsti sem fann leiðina í gegnum vörn Portsmouth á leiktíðinni en hann tryggði Bolton 1:0-sigur í gær með marki sem hann skoraði í fyrri hálfleik. Sam Allardyce, knatt- spyrnustjóri Bolton, hefur ef- laust fagnað markinu vel sem og sigri liðsins en hann hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir að fréttaskýringaþáttur BBC bendlaði hann við mútur og ólögleg at- hæfi í starfi sínu sem knatt- spyrnu- stjóri. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmo- uth, kom einnig mikið við sögu í umræddum þætti þar sem þrír umboðsmenn stað- hæfðu að Allardyce væri alltaf til í að taka við greiðslum und- ir borðið í viðskiptum með leikmenn. Milan Mandaric, fyrrum stjórnarformaður Po- utsmouth, var kvaddur með virktum í gær en hann hefur látið af því embætti. Markið sem Nolan skoraði var það fyrsta sem heimaliðið hafði fengið á sig í 472 mín- útur í úrvalsdeildinni. Sam Allardyce Nolan fann leið framhjá varnarmúr Portsmouth Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Leifur Sigfinnur Garðarsson verður áfram þjálfari karla- liðs Fylkis í knattspyrnu. For- ráðamenn Árbæjarliðsins réðu ráðum sínum á fundi í gærkvöld og þar var ákveðið að Leifur yrði áfram við stjórnvölinn. Hann tók við þjálfun liðsins fyrir tímabilið og gerði þriggja ára samning en eins og venja er með end- urskoðunarákvæði af beggja hálfu. Fylkismenn höfnuðu í áttunda sæti Landsbanka- deildarinnar en ekki mátti tæpara standa því ef Grind- víkingum hefði tekist að skora annað mark gegn FH hefði það fellt Árbæinga. ,,Það var vilji okkar allra að halda Leifi en þó svo að ár- angur liðsins hafi verið undir væntingum höfum við verið mjög ánægðir með störf hans. Hann er agaður og góður þjálfari sem hefur komið með ýmislegt nýtt inn í félagið sem við þurftum á að halda. Við ætluðum okkur meira en raunin varð á en liðið spilaði á köflum mjög skemmtilegan fótbolta en það vantaði að skora fleiri mörk,“ sagði Hörður Antonsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, við Morgunblaðið. Hörður segir að það standi til að styrkja liðið fyrir baráttuna á næstu leiktíð. Leifur Sigfinnur áfram í brúnni hjá liði Fylkis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.