Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Colombo. AFP. | Sjötíu uppreisnarmenn úr
röðum tamílsku Tígranna á Sri Lanka létu
lífið í gær þegar níu bátum þeirra var sökkt
í sjóorrustu undan norðausturströnd lands-
ins, að sögn talsmanna varnarmálaráðu-
neytisins. Á sama tíma hafna Tígrarnir
ásökunum um að hafa þvingað þúsundir
múslíma til að yfirgefa heimili sín í Muttur.
Samkvæmt frásögn hersins átti sjóorr-
usta gærdagsins sér þann aðdraganda, að
sjóherinn kom auga á 23 báta Tígranna
undan strandbænum Mullaitivu á norðaust-
urströnd landsins. Í kjölfarið hafi svo skoll-
ið á fimm tíma orrusta sem endaði með því
að hópur Tígranna á 14 bátum var rekinn á
flótta. Tígrarnir hafna þessu hins vegar al-
farið og segja þrjá menn sína hafa fallið.
Vísa ásökunum á bug
Talsmenn Tígranna vísuðu í gær frá
ásökunum um, að hafa þvingað þúsundir
múslíma til að yfirgefa heimili sín í bænum
Muttur á austurströnd landsins um
helgina. Hjálparsamtök segja hins vegar
þúsundir manna á vergangi, eftir að
ástandið í Muttur og nágrannabæjum tók
að ókyrrast á ný.
Tugir féllu
í sjóorrustu
á Sri Lanka
Þúsundir múslíma hafa
flúið frá bænum Muttur
London. AP. | Vatnslitamyndir og
skissur eftir leiðtoga Þriðja ríkisins
og listamanninn, Adolf Hitler, verða
boðnar upp á listmunauppboði í Suð-
vestur-Englandi í dag en áhuginn á
verkunum er slíkur að gripið hefur
verið til sérstakra ráðstafana til að
anna væntanlegri eftirspurn.
Eins og kunnugt er reyndi Hitler,
eða „foringi“ nasista, fyrir sér sem
listmálari, en hafði ekki erindi sem
erfiði, áður en hann sneri sér að
stjórnmálum fyrir alvöru. Listaverk-
in sem verða boðin upp eru frá þess-
um tíma en um er að ræða 21 vatns-
litaverk og tvær skissur sem búist er
við að muni seljast á allt að 720.000
íslenskar krónur stykkið.
Verkin fundust á sínum tíma á
bóndabæ í Belgíu, ekki langt frá
þeim stað, er Hitler var staðsettur í
Flæmingjalandi á dögum fyrri
heimsstyrjaldarinnar.
Búist er við að eftirspurnin verði
svo mikil, að uppboðshaldarar hafa
sett upp fjölda símalína til að svara
fyrirspurnum forvitinna kaupenda.
Mikill áhugi
á list Hitlers
♦♦♦
VINIR indversks læknanema halda á lofti
myndum af honum í Pétursborg í Rússlandi í
gær, en hann var myrtur þar sl. sunnudag.
Morðið er rakið til vaxandi kynþáttahaturs og
þjóðernisöfga í Rússlandi, sem mannréttinda-
samtök segja að stjórnvöld beri að hluta til sök
á vegna tregðu sinnar til að bregðast við.
Nítján morð á þessu ári eru talin tengjast ras-
isma og starfsemi rússneskra öfgahópa.
AP
Nítjánda fórnarlamb öfgaþjóðernissinna
Shanghæ. AP, AFP. | Leiðtogi
kommúnistaflokksins í Shanghæ í
Kína var sviptur því embætti í
gær vegna spillingar. Ekki hefur
jafnháttsettur maður í Kína verið
látinn taka pokann sinn í rúman
áratug en fréttaskýrendur telja
hugsanlegt að þetta sé meðal ann-
ars liður í tilraunum Hu Jintaos
forseta til að treysta enn stöðu
sína.
Xinhua-fréttastofan skýrði frá
því að alríkisstjórnin í Peking
hefði rekið Chen Liangyu sem
leiðtoga flokksins í Shanghæ og
einnig vísað honum burt úr
stjórnmálaráðinu. Er hann borinn
mörgum og miklum sökum, meðal
annars að hafa notað með ólögleg-
um hætti tugi milljarða króna úr
eftirlaunasjóði Shanghæ-borgar.
Er Chen líka sakaður um að hafa
þegið mútur af yfirmönnum ólög-
legra fyrirtækja og hann er sagð-
ur hafa haldið hlífiskildi yfir fólki,
sem gerst hafi sekt um alvarleg
lögbrot. Þá hafi hann veitt ætt-
ingjum sínum alls kyns ólöglega
og ósiðlega fyrirgreiðslu.
Brottrekstur Chens kemur
ekki á óvart en í ágúst var fyrrum
samstarfsmaður hans, Qin Yu,
héraðsstjóri í Shanghæ, rekinn
fyrir hneykslið í kringum eftir-
launasjóðinn. Þá var mikið fé úr
sjóðnum notað til að braska með í
fatseignaviðskiptum. Fréttaskýr-
endur telja samt að pólitíkin komi
hér ekki minna við sögu en spill-
ingin.
Fyrir dyrum stendur 17. þing
kínverska kommúnistaflokksins
og búist er við að Hu forseti muni
nota það til sýna og sanna að
hann sé óumdeildur leiðtogi
flokksins og alls ríkisins. Chen
var hins vegar einn helsti stuðn-
ingsmaður Jiang Zemins, fyrrver-
andi forseta, og tilheyrði
Shanghæ-klíkunni, sem svo var
kölluð. Með því að reka hann er
Hu Jintao að minna á að í Kína
getur enginn embættismaður
kommúnistaflokksins talið sig al-
veg öruggan.
Endurspeglar hörkuna
Í Shanghæ, annarri stærstu
borg Kína og miðstöð fjármála-
lífsins í landinu, er að finna flesta
hörðustu stuðningsmenn Zemins,
fyrrverandi forseta, en þótt hann
hafi látið af leiðtogaembætti 2002,
á sér enn stað mikil valdabarátta
milli hans og Hus.
Segja fréttaskýrendur að hark-
an í henni endurspeglist í brott-
rekstri Chens því að það sé ekki
daglegt brauð, að háttsettir menn
í kommúnistaflokknum séu reknir
úr embætti. Gerðist það síðast um
miðjan síðasta áratug.
Háttsettur frammámaður í
Shanghæ rekinn úr embætti
Chen Liangyu Hu Jintao
Víðtæk spilling sögð ástæðan en pólitíkin er líka sögð koma við sögu
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
BENEDIKT páfi XVI. sagði á fundi
með fulltrúum múslíma í gær, að við-
ræður milli kristinna manna og
múslíma væru „lífsnauðsynlegar“ í
heimi, sem einkenndist af trúarlegri
togstreitu. Stóð fundurinn aðeins í
hálfa klukkustund en þótti takast
vel. Lýstu sumir múslímsku fulltrú-
anna ánægju sinni með hann.
„Ég vil nota þetta tækifæri til að
ítreka og leggja áherslu á þá virð-
ingu, sem ég ber fyrir íslam,“ sagði
páfi en fundinn, sem fram fór í Cast-
el Gandolfo, sumardvalarstað páfa,
sátu sendiherrar og aðrir sendimenn
22 íslamskra ríkja. Var fundurinn
tilraun til að sefa reiði múslíma eftir
að páfi vitnaði í orð 14. aldar keisara,
sem gagnrýndi sumar kenningar
Múhameðs spámanns sem „illar og
ómanneskjulegar“.
Albert Yelda, sendiherra Íraka í
Páfagarði, sagði að fundi loknum, að
kominn væri tími til að „byggja brú“
á milli trúarbragðanna.
„Páfi lagði áherslu á virðingu sína
fyrir múslímum um allan heim og við
fögnum því,“ sagði Yelda og bætti
við, að múslímar hefðu af eðlilegum
ástæðum fyrst við ræðu páfa. Hún
hefði sært þá og allir hefðu rétt til að
tjá tilfinningar sínar.
„Kristaltær“ boðskapur
Mohamed Nour Dachan, forseti
samtaka nokkurra múslímskra hópa
á Ítalíu, sagði, að boðskapur páfa
hefði verið „kristaltær“.
„Það er ekki minna áhugamál
okkar en kristinna manna að við
ræðumst við,“ sagði Dachan og tók
fram, að hvað hans samtök varðaði,
hefði þessu máli verið lokið.
Hina umdeildu ræðu sína flutti
páfi í háskólanum í Regensburg í
Þýskalandi 12. þessa mánaðar og
vitnaði þá í bók, sem út kom 1402 en
í henni segir frá viðræðu austróm-
verska keisarans Manuels II
Paleologus og hámenntaðs Persa um
kristni og íslam. Talið er, að hún hafi
átt sér stað í herbúðum skammt frá
Ankara í Tyrklandi 1391.
Vildi umræðu
um trúarbrögðin
Keisarinn hélt því fram, að trú
væri aðeins unnt að rækta með orð-
um, ekki valdi, og hann hafnaði
þeirri skipun Múhameðs, að sverði
skyldi beitt við boðun íslamstrúar.
Páfi hefur áður harmað viðbrögð
múslíma við ræðunni í Regensburg
og hann leggur áherslu á, að hann
hafi ekki verið að gera orð austróm-
verska keisarans að sínum. Í raun
hafi hann verið að hvetja til umræðu
um hlutverk trúarbragðanna.
Í Evrópu voru almenn viðbrögð
við ræðu páfa þau, að honum hefðu
orðið á mistök en þó urðu ýmsir til
að taka upp hanskann fyrir hann,
m.a. Barroso, forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins.
Páfi átti fund með múslímum
Segir að kominn sé tími til að „byggja brú“ milli trúarbragðanna
Í HNOTSKURN
» Ræðuna, sem múslímarfyrtust við, flutti páfi í há-
skólanum í Regenburg í
Þýskalandi 12. september.
» Páfi hefur harmað við-brögðin en ræðan og deil-
an um skopmyndirnar af Mú-
hameð hafa vakið ótta við
árekstur á milli menningar-
heima.
» Svo virðist sem fundurinní gær hafi tekist vel og
vakið áhuga á meiri viðræðu.
PERVEZ Musharraf,
forseti Pakistans, full-
yrti í breska blaðinu
Times í gær, að banda-
ríska leyniþjónustan,
CIA, hefði á laun greitt
stjórn hans milljónir
Bandaríkjadala fyrir að
framselja 369 meinta
liðsmenn al-Qaeda-
hryðjuverkasamtak-
anna. Að sögn blaðsins eru slíkar greiðslur
ólöglegar en Musharraf hefur ekki gefið
upp hversu háar þær voru.
Forsetinn lætur þessi ummæli falla í
nýrri ævisögu sinni, „In the Line of Fire“,
og þýða má sem „Í eldlínunni“, en útgáfa
hennar hefur þegar valdið miklu fjaðrafoki.
Times hefur hafið birtingu valdra kafla
úr bókinni en að þess sögn er búist við að
efni þeirra muni verða Bandaríkjastjórn æ
meiri höfuðverkur eftir því sem á líður, eftir
að Musharraf lýsti því yfir fyrir helgi, að
hún hefði hótað að sprengja Pakistan aftur
á steinöld yrði stjórn landsins ekki sam-
vinnuþýð í hryðjuverkastríðinu svokallaða.
Greitt fyrir
al-Qaeda-liða
Pervez Musharraf