Morgunblaðið - 26.09.2006, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ragnar HalldórÁgústsson
fæddist á Ánastöð-
um í Hjaltastaða-
þinghá í N-Múla-
sýslu 15. ágúst 1922.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri aðfara-
nótt 23. september
síðastliðins. For-
eldrar hans voru
Vilhelm Ágúst Ás-
grímsson bóndi á
Ásgrímsstöðum, f.
5. ágúst 1888, d. 26.
júlí 1971, og Guðbjörg Alexand-
ersdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1891,
d. 4. apríl 1974. Systkini Halldórs
voru: Karl Ásgrímur, f. 1910, d.
1991; Helga Jóhanna, f. 1912, d.
1996; Vilhelmína Ingibjörg, f.
1914, d. 2006; Sigrún Halldóra, f.
1917, d. 1997; Björn Arnar, f.
1918, d. 2001; Guðjón Sverrir, f.
1923, d. 1973; Guðgeir, f. 1927, d.
2005; Skúli Björgvin, f. 1929, d.
1995 og Heiðrún, f. 1934, d. 2002.
Hinn 23. júlí 1950 kvæntist Hall-
dór eftirlifandi eiginkonu sinni,
Brigitte Susanne Thieme Ágústs-
son, frá Dresden í Þýskalandi, f.
11. maí 1923. Börn þeirra eru: 1)
mars 1950. Börn þeirra eru Sara
Magnea, f. 1984, Silja Guðbjörg, f.
1992 og Eyþór Snær, f. 1994. 4)
Kári Erik, f. 16. apríl 1959, kona
hans Guðrún Hulda Sigtryggs-
dóttir, f. 9. janúar 1961. Börn
þeirra eru Ívar Freyr, f. 1983,
Halldór Gauti, f. 1988 og Katla
Ósk, f. 1994.
Halldór bjó ásamt foreldrum og
systkinum sínum að Ásgríms-
stöðum í Hjaltastaðaþinghá frá
tveggja ára aldri og allt þar til
hann og Brigitte hófu búskap að
Viðarsstöðum í sömu sveit árið
1950. Meðfram búskapnum vann
Halldór sem vöruflutningabílstjóri
og við vegavinnu. Á Viðarsstöðum
bjuggu þau hjónin til ársins 1969
þegar þau fluttust með fjölskyld-
una til Akureyrar, í Suðurbyggð
14. Þá hóf Halldór störf á tré-
smíðaverkstæðinu Haga og við
smíðar á fleiri stöðum. Síðar tók
Halldór við starfi húsvarðar við
Menntaskólann á Akureyri og
fluttust þau hjónin í húsvarðarí-
búð skólans. Eftir mörg góð ár á
heimavist MA lá leiðin í Þórunn-
arstræti 93, þar sem Halldór og
Brigitte ráku einnig gistiheimili.
Síðustu árin bjuggu þau hjónin
síðan í Lindasíðu 2 og á dvalar-
heimilinu Hlíð.
Útför Halldórs verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Friðrik Vilhelm, f.
26. júní 1951, kona
hans er Anna Sigrún
Guðmundsdóttir, f.
19. mars 1953. Börn
þeirra eru: Elma Rún
f. 1975, gift Eyjólfi
Erni Snjólfssyni, f.
1975, sonur þeirra
Skjöldur Orri; Davíð
Örn, f. 1984; Ágúst
Ingi, f. 1984. Dóttir
Friðriks frá fyrra
hjónabandi er Elín
Eydís, f. 1972, gift
Halli Birki Reynis-
syni f. 1969, börn þeirra Birgitta
Eva og Eyþór Alexander. 2) Pétur
Alexander, f. 16. okt. 1952, kona
hans Þórunn Steingrímsdóttir, f.
7. sept. 1952. Börn þeirra eru:
Steingrímur Halldór, f. 1972,
kvæntur Lindu Björk Sævars-
dóttur, f. 1973, börn þeirra Þór-
unn Björk, Egill Alexander og
Svanfríður Júlía; Óli Þór, f. 1976,
kvæntur Hallfríði Hilmarsdóttur,
f. 1978, dóttir þeirra Steinunn
Björg; Elsa Björg, f. 1979, sam-
býlismaður hennar er Örn
Traustason, f. 1975. 3) Eygló Sús-
anna, f. 20. jan. 1954, eiginmaður
hennar Tryggvi Gunnarsson, f. 30.
Þegar ég hugsa til baka þá eru
margskonar minningar um afa sem
koma upp í hugann. Hann var mikill
dugnaðarforkur og varð helst alltaf
að hafa eitthvað fyrir stafni enda
mat hann mikils dugnað og vinnu-
semi í fari annarra. Hann hafði ríka
kímnigáfu og stundum gaman af að
stríða sínum nánustu. Við barna-
börnin fórum ekki varhluta af því
og ég man eftir einu skipti þegar
hann bauð mér með sér að loka í
skólanum. Þá gekk hann á undan
inn í stofurnar og ég rölti á eftir,
nema þegar við fórum inn í eina
kennslustofuna, þá sendi hann mig
fyrst og án þess að kveikja ljósið
strax. Það var auðvitað líffræðistof-
an með beinagrindinni rétt fyrir
innan dyrnar. Mér brá að sjálfsögðu
í brún, en þótti þetta samt nógu
spennandi til þess að lengi á eftir
nauðaði ég í honum að fá að fara
aftur með að sjá beinagrindina.
Annað skipti fór ég í heimsókn til
afa og ömmu og í bílnum á leiðinni
sagði afi mér frá því að nú væru
hann og amma búin að eignast
barn. Hmm, þetta þótti mér vafa-
samt í meira lagi, enda bæði komin
nokkuð langt yfir þann aldur, en afi
hélt fast við sína sögu og mér þótti
ráðlegast að segja bara sem minnst,
a.m.k. þangað til ég sæi barnið með
eigin augum. „Barnið“ var auðvitað
kötturinn þeirra, hann Skuggi, sem
þau reyndar hugsuðu um eins og
barnið sitt, allt til enda. Mér eru
einnig minnisstæðar allar ferðirnar
fram í sumarbústað þar sem ég
fékk að saga spýtur með afa, sækja
vatn í lækinn fyrir ömmu og brasa
ýmislegt með þeim. Taka svo eina
kasínu eða leggja mig með afa á sóf-
anum og lesa fyrir hann eins og
eina sögu meðan amma bakaði
lummur handa okkur. Þegar ég lít
til baka þá sé ég hversu dýrmætar
stundir þetta voru og hversu heppin
ég er að hafa átt afa og ömmu sem
gáfu sér svona góðan tíma til að
sinna barnabörnunum og taka
þannig þátt í uppeldi þeirra. Víst er
að af þeim lærði ég margt gott og
gagnlegt sem ég bý að enn í dag.
Elsku afi, ég þakka þér fyrir tím-
ann sem við áttum saman, fyrir
súkkulaðistykkin sem þú laumaðir
gjarnan í vasann hjá mér til að taka
með heim handa krökkunum, spilin
sem við tókum þegar ég var í heim-
sókn og allar aðrar góðar minningar
sem ég á um þig. Hvíl í friði.
Elín Eydís.
Jæja elsku afi, þá er þínu hlut-
verki í þessu lífi lokið. Það var stórt
og þú skilaðir því vel frá þér. Við
sitjum eftir svo rík af frábærum
minningum um allar góðu stund-
irnar sem við áttum með þér og
ömmu. Við fórum saman að veiða, á
bát, í gegnum vök og með net í Ás-
grímsstaðavatnið. Þú fékst alltaf
fyrsta fiskinn, það var sama hversu
dræm veiðin var, alltaf fékkst þú
fisk. Það var alltaf stutt í gamanið
hjá þér. Þú sagðir okkur fyndnar
sögur að austan af hinum og þess-
um fírum, þú áttir það líka til að
bæta aðeins í til að sagan væri
skemmtilegri.
Ættarmótin þegar við hittumst
með systkinum þínum og afkom-
endum þeirra fyrir austan eru okk-
ur ógleymanleg og verða aldrei eftir
leikin.
Þú varst ekki bara góður afi held-
ur varstu okkur mikill vinur. Þú
fylgist með því sem við gerðum og
stóðst með okkur. Þú lagðir mikið
upp úr því að við systkinin pöss-
uðum okkar hluti vel og stæðum
saman. Þegar við komum í heim-
sókn var alltaf vel á móti okkur tek-
ið af einskærum hlýhug og ást frá
ykkur ömmu. Þegar við kvöddum
þá sagðir þú oft „farðu svo varlega
og klæddu þig vel“.
Nokkrum vikum áður en Steini
fékk bílprófið fóruð þið saman fram
í bústað að slá og þú lést Steina
keyra heim, ekki bara að bæjar-
mörkunum heldur alla leið heim í
Bakkahlíð. Steini var stressaður
alla leiðina en þú sagðir bara
„keyrðu bara rólega þá fer allt vel“.
Það var ógleymanleg ferð.
Þórunn, Egill, Svanfríður, Stein-
unn, Linda, Haddý og Önni fengu
líka að njóta ummhyggju þinnar og
ástar frá fyrstu kynnum og þakka
samfylgdina. Þau eru ófá Kit-Kat
stykkin og Smarties staukarnir sem
þú komst með, langafabörnunum til
mikillar ánægju.
Við vorum farin að finna það síð-
ustu misserin að þú varst orðin
þreyttur enda búinn að skila góðu
og farsælu verki. Það var þér líka
erfitt að sætta þig við heilsufar
ömmu. Það er samt svo skrýtin
raunveruleiki að þú sért dáinn og
það minnir okkur svo vel á það hvað
það er sem skiptir mestu máli í líf-
inu alveg eins og þið amma kennduð
okkur. Við vitum að núna líður þér
vel og það styrkir okkur. Tárin okk-
ar samanstanda af sorg, stolti, ást
og þakklæti fyrir að þú varst afi
okkar. Minning okkar um þig mun
alltaf hlýja okkur og kalla fram
bros.
Elsku pabbi við skulum vera dug-
leg að hjálpast að við geyma minn-
ingu afa og hugsa um ömmu fyrir
hann.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað.)
Hvíl þú í friði elsku afi okkar og
takk fyrir okkur.
Steingrímur Halldór,Óli Þór,
Elsa Björg og fjölskyldur.
Elsku afi, nú hefur þú skilið við
okkur. Okkur sárnar við tilhugs-
unina um hversu naumt það var að
við fengjum að deila með þér síð-
ustu augnablikum ævi þinnar og
kveðja þig almennilega. Á stundum
sem þessum erum við þakklát fyrir
allar þær góðu minningar sem þú
gafst okkur og sem koma til með að
ylja okkur um ókomna tíð. Þær eru
okkur einkum minnisstæðar stund-
irnar sem við eyddum með þér og
ömmu úti í Ólafsey. Þegar þú sigldir
hinn hressasti á gúmmíbátnum út
eftir, og fórst með okkur í göngu-
túra um eyjuna og sýndir okkur öll
hreiðrin sem þú og amma höfðuð
fundið.
Hvernig þú áttir það til að draga
upp sælgæti úr ólíklegustu stöðum
og lauma til okkar þegar enginn sá
til. Allar sögurnar og vísurnar sem
þú þuldir upp fyrir okkur í gegnum
árin. Sögurnar af því þegar mamma
var ung og brenndi dúkkuna sína á
eldavélinni. Stundirnar sem þú
varðir í að kenna Silju ,,Boli, boli,
bankar á dyr...“ og hlýddir henni
svo yfir í hvert skipti sem þið hitt-
ust. Þær dýrmætu minningar sem
við eigum um þig munu seint
gleymast. Því þó svo að þú sért bú-
inn að yfirgefa þennan heim mun
hluti af þér ætíð fylgja okkur.
Elsku afi, við biðjum þig að vaka
yfir ömmu og okkur hinum sem eig-
um eftir að sakna þín.
Guð geymi þig.
Sara Magnea, Silja Guðbjörg
og Eyþór Snær.
Halldór Ágústsson
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
LEGSTEINAR
SteinsmiðjanMOSAIK
Hamarshöfða 4 – sími 587 1960
www.mosaik.is
Elsku mamma okkar, dóttir og systir,
SIGURFLJÓÐ JÓNA HILMARSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 17. september sl.
Athöfn hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Salóme Ás Halldórsdóttir,
Rebekka Ás Halldórsdóttir,
Guðmundur Halldórsson,
Ingveldur Jenný Jónsdóttir,
Hilmar Jakobsson,
Sæunn K. Hilmarsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN ÓLAFSSON
trésmiður
frá Reynisvatni,
Silfurteigi 5,
lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt
föstudagsins 22. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Fanný Guðbjörg Guðmannsdóttir,
Sólveig Fanný Magnúsdóttir, Hallgrímur H. Gröndal,
Valdís Magnúsdóttir, Unnsteinn Hermannsson,
Halldóra Elín Magnúsdóttir, Guðmundur A. Sæmundsson,
Sigurður Sveinn Másson, Vaida Másson,
Jón Guðmann Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir okkar, mágur og stjúpfaðir,
ÖRLAUGUR BJÖRNSSON (MUGGUR),
Austurbrún 6,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi sunnu-
daginn 17. september.
Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu fimmtu-
daginn 28. september kl. 15.00.
Hreinn Björnsson, Sigríður Sigtryggsdóttir,
Sveinbjörn Björnsson, Ólína Geirsdóttir,
Þorsteinn Björnsson, Guðrún Halldórsdóttir,
Sturla Björnsson,
Yngvar Kárason, Sólrún Skúladóttir.
Ástær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR KRISTJÁN GÍSLASON
fyrrverandi bóndi á Höfða í Dýrafirði,
síðast til heimilis á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði að morgni laug-
ardagsins 23. september.
Útför hans fer fram frá Mýrarkirkju föstudaginn 29. september kl. 14.00.
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Fríður Guðmundsdóttir, Trausti Þorleifsson,
Gísli Rúnar Guðmundsson, Hrafnhildur Hilmarsdóttir,
Jóna Guðmundsdóttir, Sigurður R. Guðmundsson,
Vilborg Guðmundsdóttir, Gísli Óskarsson,
Sighvatur Dýri Guðmundsson,
barnabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
HULDA PÉTURSDÓTTIR,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu-
daginn 21. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Trausti Bertelsson, Erla Hjálmarsdóttir,
Ólafur Bertelsson,
Valgarð Bertelsson, Brandís Benediktsdóttir,
Jóhanna Bertelsdóttir, Haukur Brynjólfsson,
Heiðdís Andradóttir, Guðjón Sveinsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.