Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 20

Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 20
|þriðjudagur|3. 10. 2006| mbl.is daglegtlíf Börn læra í gegnum leik og það á við um stærðfræði líka. Svíar hafa þróað stærðfræðikennslu fyrir 1–3 ára börn. » 23 menntun „Ég veit ekki um neina íþrótt sem er jafnmikil áreynsla, and- lega og líkamlega, og dansinn,“ segir Heiðar Ástvaldsson. » 24 tómstundir Skrúbb Karolina komin í vinnugallann og tilbúin til að þrífa sviðahausa. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Íhúsi Sláturfélags Suðurlandsá Selfossi er mikið um að veraá þessum árstíma því sauð-fjárslátrunartíminn er í al- gleymingi. Fyrir utan venjubundna starfskrafta bætast margir í hópinn til að vinna í sauðfjárslátruninni í nokkrar vikur. Þegar blaðamann bar þar að garði í kaffitíma sátu við eitt borðið í matsalnum fimm ungmenni frá Finnlandi sem höfðu komið til Ís- lands eingöngu til að vinna í slát- urtíðinni. „Við komum hingað fimm saman í hóp en það vinna líka tveir aðrir Finnar hérna. Þetta er í fyrsta skipti sem við komum til Íslands en vinir okkar unnu hér í sláturtíðinni í fyrra og við ákváðum að skella okk- ur í ár,“ segir Karolina Hintsala og vinir hennar Susanna Timlin, Jukka Antila, Lari Kujala og Teemo Le- skelá kinka kolli henni til sam- þykkis. Þau eru öll um tvítugt og eru frá Mið-Finnlandi. Flest þeirra eru að taka sér frí í eina önn frá há- skólanámi til að ferðast og vinna og segja þau nokkuð algengt að ung- menni í Finnlandi geri það. Þau komu hingað í byrjun september og dvelja í tvo mánuði. Ekki erfið vinna Spurð hvers vegna þau hafi ákveð- ið að koma hingað til að vinna í slát- urhúsi frekar en að gera eitthvað annað verður fátt um svör. „Við vit- um það eiginlega ekki en t.d. ég vildi sjá eitthvað annað og nýtt,“ segir Karolina en ekkert þeirra hafði unn- ið við sláturhússtörf áður. Starf þeirra í sláturhúsinu er að þvo sviðahausa og saga þá í tvennt. Þau segja vinnuna ekki erfiða né ógeðslega en hugsa að þau eigi ekki eftir að vinna við slíkt aftur þó þau kunni ekki illa við þessa vinnu. „Það er gaman að vinna hérna núna því það er mikið af fólki og fjöri í kring- um sláturtíðina. Við þekkjum samt kannski ekki marga samstarfsmenn okkar því við fimm erum mikið sam- an í hóp.“ Aðspurð hvort þau viti hvað mörg þjóðerni vinni í sláturtíð- inni svarar Jukka að einhver hafi sagt að það væru töluð sjö tungumál í sláturhúsinu en hann vildi samt ekki staðfesta það. Finnarnir búa saman í húsi á Sel- fossi og segja fínt að vera þar. „Við kunnum ágætlega við Ísland, við höfðum ekki miklar hugmyndir um það þegar við komum hingað en ætl- um að reyna að ferðast aðeins um landið um helgar,“ segir Karolina. Þrátt fyrir að kunna vel við sig í slát- urtíðinni segist ekkert þeirra stefna að því að koma aftur í hana á næsta ári. „Eitt skipti er nóg,“ segja þau. Morgunblaðið/IG Pása Finnarnir fimm í kaffi, f.v.: Susanna Timlin, Karolina Hintsala, Jukka Antila, Lari Kujala og Teemo Leskelá. Saga og skrúbba sviðahausa NÝR gátlisti hjálpar foreldrum ungra barna að kanna hvort öryggismál heimilisins séu í lagi. Það er Forvarnahús Sjóvár sem gefur listann út, sem og sérstakt kort með mæli- stiku sem notað er til að kanna hvort hættuleg bil eru á heimilinu. Að sögn Herdísar Storgaard, forstöðu- manns Forvarnahússins verða um 60% allra slysa á börnum á heimilum þeirra og sum eru mjög alvarleg. Mörg þeirra megi þó fyrirbyggja með því að tryggja að öryggis- atriði á heimilinu séu í lagi. „Gátlistinn er alveg nýr og við höfum flokkað atriði á honum eftir herbergjum,“ segir hún en list- inn er ætlaður foreldrum barna yngri en sex ára. Á honum er farið skipulega í ör- yggisatriði í eldhúsi, baðherbergi, barna- herbergi, stiga, glugga og gler, hurðir, raf- magn og rafmagnstæki og loks almenn öryggisatriði á heimilinu. Kortið er í raun ferkantað spjald sem er níu sentimetrar að lengd en það er sú fjar- lægð sem má mest vera milli hluta eigi barn ekki að komast á milli þeirra eða festast með ófyrirséðum afleiðingum. Herdís segir kortið kærkomið hjálpartæki til að kanna hvort bil á heimilinu séu örugg. „Þetta geta verið bil milli rimla á handriði, bil frá gólf- plötu upp í handrið, opnanleg fög á glugg- um og fleira í þeim dúr.“ Bæði gátlistann og kortið má nálgast hjá Forvarnahúsi Sjó- vár. Þá er hægt að prenta listann af heima- síðu Forvarnahússins, www.forvarnahus- id.is. Gátlisti fyrir heimilið Morgunblaðið/Ásdís Öryggi Spjaldið má nota til að mæla hvort bilið í opnanlegum fögum glugga sé hættulega mikið. forvarnir daglegt líf Ljósfeður hafa ekki starfað hér á landi í meira en sjötíu ár en í Svíþjóð eru í dag starfandi fimmtíu ljósfeður. » 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.