Morgunblaðið - 03.10.2006, Qupperneq 24
tómstundir barna
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Omega 3-6-9
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
GÓÐ HEILSA
GULLI BETRI
Fjölómettaðar
fitusýrur
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
„DANS er viss guðsgjöf,“ segir hinn
ástsæli danskennari Heiðar Ást-
valdsson og veit hvað hann syngur
en hann hefur kennt dans í fimmtíu
ár. Blaðamaður fór í danstíma í
Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í
Mosfellsbæ, þar sem sprækir krakk-
ar nutu tilsagnar Heiðars og Svan-
hildar Sigurðardóttur, og rifjaði upp
„styðja, styðja, cha cha cha“ grunn-
skólaáranna og um leið einmitt þá
staðreynd að menn eru gæddir mis-
jöfnum hæfileikum enda augljóst að
guðsgjöfin í salnum er danshæfileiki.
Heiðar segir þó alla geta lært að
dansa og raunar sé dans innri þörf
allra manna sem sjáist best á því að
börn hreyfi sig í takt við tónlist áður
en þau hafa lært að ganga.
„Sjálfsagður og eðlilegur þáttur í
uppeldi barns á að vera að læra að
dansa. Ég veit ekki um neina íþrótt
sem er jafnmikil áreynsla, andlega
og líkamlega, og dansinn,“ segir
Heiðar af sannfæringarkrafti. Að
auki sé dansinn sterkasta vopnið
gegn vímuefnavandanum. Krökkum
sem stundi ýmis áhugamál af kappi
gangi líka vel í náminu.
Dansnemendurnir sem Morg-
unblaðið tók tali eru einmitt „allt í
öllu“, byrjuðu ungir að dansa og eru
dugmiklir og efnilegir dansarar með
glæsta framtíðaráætlun.
Morgunblaðið/Golli
Fyrirmynd Nemendur í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar líta upp til kennara síns, Svanhildar.
Morgunblaðið/Golli
Af gleði Dans er innri þörf allra manna að áliti Heiðars sem hefur nú kennt í hálfa öld.
Sjálfsagður þáttur í uppeldi barns
Hvað er betra en að
dansa? Morgunblaðið
skellti sér í danstíma hjá
Heiðari Ástvaldssyni og
ræddi við unga dansara. thuridur@mbl.is
Ég hef mjög gaman af að hreyfa mig við tónlist ogfinnst allt skemmtilegt við dansinn. Ég fæ útrás
með því að dansa,“ segir Ásdís Magnea Erlendsdóttir.
Hún er 14 ára og hefur stundað dans frá fimm ára
aldri hjá Heiðari Ástvaldssyni. Nú æfir hún samkvæm-
isdansa einu sinni í viku og segist ekki komast oftar.
„Ég læri t.d. cha cha cha, jive, vals og samba og svo
erum við líka að fara að læra tangó. Ég hef keppt í
dansi og er að leita að dansfélaga.“
Dansáhugi Ásdísar er greinilega vakinn af tjáning-
arþörf en hún er líka í myndlistarskóla og í skáta-
starfi. Hún er ekki ein um listaáhugann í fjölskyld-
unni en móðir hennar hefur líka gaman af dansi.
Ásdís er með eldri nemendum í danstímanum en
stelpur eru mun fleiri en strákarnir og hún segir þær
einfaldlega hafa mun meiri áhuga á þessu. Hún segir
alla geta lært að dansa „ef maður nær að halda
takti“. Hver tími er 50 mínútur og að mati Ásdísar er
þetta góð líkamsrækt og hún segir andann í hópnum
fínan.
Hvað fyrirmynd í dansi snertir segist Ásdís ekki
beint geta sagt til um það en vilji þá helst benda á
kennarann sinn, Svanhildi Sigurðardóttur. Og hvað
skyldi þessi hressilega stelpa ætla sér í framtíðinni?
„Mér finnst líka gaman að leiklist og sönglist og ég
held að ég leggi það fyrir mig og dansinn.“ Allt er
þegar þrennt er: Leika, syngja og dansa.
Fæ útrás í dansinum
Sindri Snær Ólafsson var bara fjögurra ára gutti þeg-ar hann byrjaði að æfa dans og sér ekki eftir því.
Hann er nú 12 ára og hefur keppt í dansi með ágætis-
árangri. „Mamma sem æfði dans þegar hún var yngri
sendi mig fyrst og mér fannst þetta svo skemmtilegt að
ég hélt áfram. Þetta er skemmtilegur félagsskapur,
krakkarnir og kennarinn. Við strákarnir erum kannski
fjórir núna,“ segir Sindri Snær spurður um kynjahlut-
fallið. Félagar hans hafi ekki áhuga á dansi en hann eigi
góðan vin sem æfi líka.
Hann er á fullu í keppni og æfir þrisvar í viku, tvisvar
heima í Mosfellsbæ og einu sinni í Þróttarheimili í
Reykjavík. „Ég hef lært latíndansa og er nú að fara í
standarddansa með tilheyrandi kjólum hjá stelpunum.
Svo er ég líka í fótbolta og hef áhuga á trommuleik, er í
skólahljómsveitinni.“ Það var og – skyldi vera nægur
tími fyrir námið? „Já, já,“ segir Sindri Snær brosandi
og getur ekki gert upp á milli fótboltans og dansins
þegar hann er spurður út í hvað sé skemmtilegast,
þetta séu að sumu leyti ólíkar íþróttir. „En ef maður
stundar dans er sagt að maður verði tæknilegri fót-
boltamaður. Ég er það samt ekki,“ segir hann hlæjandi.
Ef marka má framtíðaráform Sindra Snæs koma fæt-
ur við sögu: „Ég ætla annaðhvort að leggja fyrir mig
dans eða fótbolta. Hvort ég verð atvinnumaður í fót-
bolta eða dansi fer eftir því í hvoru faginu ég verð
betri.“ Ákveðinn og ánægður strákur hér á ferð.
Fótbolti eða dans
ÞAÐ getur verið varasamur siður að kveikja
ljós og klóra sér svo í nefinu. Í nýrri bandarískri
rannsókn um smitleiðir kemur nefnilega fram
að kvefað fólk skilur vírusinn í 35% tilvika eftir
á hlutum sem það snertir, svo sem slökkvurum,
fjarstýringum, hurðarhúnum og símum.
Þvo sér um hendurnar
Hafi kvefaður maður skilið vírusinn eftir á
t.d. slökkvara eru 60% líkur á því að næsti mað-
ur smitist, snerti hann slökkvarann klukku-
stund síðar. Heilum sólarhring síðar eru enn
33% líkur á því að smitast ef menn bera höndina
í kjölfarið að vitum sér.
Til að varast smit er fólki ráðlagt að þvo sér
um hendurnar eins oft á dag og við verður kom-
ið, auk þess vitaskuld að klóra sér ekki í nefinu
eftir að það hefur kveikt ljós, skipt um rás á
sjónvarpinu, opnað dyr eða talað í síma.
Ekki kveikja
ljós og
klóra þér
svo í nefinu
Kvef Rannsakendur mæla frekar með því að kvefað fólk noti nef-
úða sem minnkar nefrennsli en að það snýti sér.
heilsa
Fullkomnaðu
verkið með
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
mbl.is
smáauglýsingar