Morgunblaðið - 03.10.2006, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 37
góðar minningar um yndislega föð-
ursystur.
Ég bið góðan guð að styrkja elsku
Hörpu, Andreu, Marinó, Katrínu,
Freyju og Nóa Jón í þeirra miklu
sorg.
Ólöf, Kjartan
og Eydís Arna.
Elsku Sigrún mín.
Fyrir 50 árum hittumst við fyrst í
Barnaskóla Hafnarfjarðar, þá litlar
stelpur, urðum strax bestu vinkonur
og höfum verið það æ síðan.
Við höfum stutt hvor aðra í storm-
um lífsins og samglaðst þegar vel
hefur gengið.
Hafðu þökk fyrir þetta allt, kæra
vinkona.
Sérhvert vinarorð vermir
sem vorsólar ljós.
Sérhver greiði og góðvild
er gæfunnar rós.
hvort sem leið þín liggur,
um lönd eða höf.
Gefðu sérhverjum sumar
og sólskin að gjöf.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig og blessuð sé
minning þín.
Þín,
Vilborg.
Hún var lítil og nett, með dökkar
krullur, rjóð í kinnum og glaðleg.
Hver þessara eiginleika varð til
þess, að ég valdi Sigrúnu úr hópi
föngulegra kvenna, sem sóttu um
stöðu fulltrúa hjúkrunarforstjóra
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
geri ég mér ekki alveg ljóst, senni-
lega voru það þeir allir, ásamt þeim
góða þokka, sem hún hafði til að
bera.
Ég áttaði mig fljótt á því að Sig-
rún var heppileg í starfið, hún hafði
þá starfsreynslu, sem nýttust vel, en
hún hafði m.a. starfað lengi við mót-
töku heimilislækna í Domus Medica.
Þessir tímar voru á margan hátt erf-
iðir, tölvutæknin var að taka við og
tilheyrði Sigrún þeirri kynslóð, sem
hafði menntast við aðra tækni en
þurfti nú að tileinka sér þessa nýju.
Sigrún stóð undir öllum væntingum.
Þetta var árið 1993, þá kynntist ég
Sigrúnu. Hún átti þá tvö hjónabönd
að baki, sem bæði höfðu endað með
skilnaði. Hún var því einstæð móðir
með tvær ungar dætur á sínu fram-
færi. Fljótt gerði ég mér ljóst að Sig-
rún var góðum gáfum gædd og hefði
notið sín í langskólanámi, en ekki
var það jafnsjálfsagt á þeim árum og
nú er, hún elst fimm systkina og síð-
ar einstæð móðir með tvö börn.
Sigrún var afbragðs starfsmaður,
þjónustuviljug, glaðlynd, samvisku-
söm og ekki síst góður ráðgjafi og
vinur. Ég bar að jafnaði undir hana
það sem ég sendi frá mér, hún kom
gjarnan með góðar athugasemdir,
gagnrýni og vinsamlegar ábending-
ar og er mér óhætt að segja að ég
hafi alltaf tekið þær til greina. Ís-
lenskt mál var okkur báðum hug-
leikið og var það oft umræðuefni
okkar á milli, að ógleymdri afbragðs
stærðfræði- þekkingu hennar, en
þar kvað hún mig gersamlega í kút-
inn, þegar við ræddum sólargang og
fleira tengt þeim fræðum.
Við Sigrún urðum góðar vinkonur.
Höfðum báðar gaman af hinu ljúfa
lífi, fórum saman í leikhús, veitinga-
hús og þáði ég heimboð á fallegt og
menningarlegt heimili hennar oftar
en einu sinni en þar hallaði nokkuð á,
þar var hún í stærra hlutverki en ég.
Hún var afar nægjusöm og í þeim
lífsgæðakröfum sem nú ríkja, gerði
hún ótrúlega litlar kröfur fyrir sjálfa
sig. Þrátt fyrir afbragðs gáfur og
hæfileika starfaði hún alltaf í lág-
launastörfum. Ein stærsta lífsfylling
Sigrúnar var tónlist. Hún var afar
músíkölsk og söng í Kvennakór
Reykjavíkur og síðar með Gosp-
elsystrum. Þar naut hún sín vel.
Sigrún var sérstök og kannski
nokkuð sérsinna Hún gekk aldrei
með úr, ekki veit ég hvernig hún
fylgdist með tímanum; þegar hún
hlustaði á fagra tónlist, sem var
hennar einlæga hugðarefni, lá hún
gjarnan fyrir og naut tónlistarinnar
út í ystu æsar, en skeytti minna um
hverjir voru flytjendur, og bækur
las hún sitjandi við borð, ekki í rúm-
inu fyrir svefn, þannig að hennar
bækur voru ekki á náttborðinu,
fleira mætti telja.
Hún ræktaði heilsuna vel og við
vorum sammála um að ganga væri
holl heilsurækt, en hvorug okkar
átti bíl, Sigrún gekk því alltaf til og
frá vinnu u.þ.b. 30 mín. hvora leið.
Fyrir rúmu ári síðan fór Sigrún í
aðgerð vegna góðkynja meinsemd-
ar, og allt leit vel út. Tíminn sem í
hönd fór var henni þó erfiður, það
gekk afar hægt að ná þrótti á ný, en
hún lét ekki deigan síga og sl. sumar
fór hún til Ítalíu með kórnum sínum,
í ferðalag austur á land og til Te-
nerife með Hörpu dóttur sinni,
börnum hennar og vinum. Það var
því reiðarslag, þegar hún fór í eft-
irlit í ágúst sl. að illkynja meinsemd
kom í ljós í heila. Þá voru dagar Sig-
rúnar taldir.
Sigrún átti einstöku barnaláni að
fagna. Glæsilegar dætur hennar, vel
menntaðar afbragðskonur voru
hennar gleðigjafi og ekki síst barna-
börnin, tvær stúlkur og einn dreng-
ur, en von er á öðrum dreng í jan-
úar. Naut Sigrún sín vel í
ömmuhlutverkinu, sem hún sinnti af
áhuga og miklum krafti.
Ég var afar snortin af að sjá, af
hve mikilli alúð og kærleik, systurn-
ar tvær, dætur Sigrúnar, sinntu
móður sinni í hennar dauðastríði
Nú er hugur minn hjá þeim, og
öðrum ástvinum, flyt ég þeim ein-
lægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Magnúsdóttur.
Bergljót Líndal.
HÁLF öld er liðin síðan stúlka
kom ný inn í bekkinn minn í Barna-
skóla Hafnarfjarðar. Hún flutti utan
af landi og þekkti hvorki hætturnar í
Hellisgerði né skildi hvað var að
ramba og teika. Þetta var Sigrún.
En hún var ljúf, skemmtileg og klár
og bjó í útjaðri bæjarins þar sem
ævintýrin voru líka. Ekki leið á
löngu áður en hún varð hluti af þess-
um bekk ólíkra krakka sem áttu
fyrstu skólaárin saman undir góðri
stjórn Eyjólfs kennara. Tengslin
sem mynduðust á þessum aldri
héldust sterk þótt nemendurnir
færu í allar áttir.
Fyrir sex árum sótti ég um vinnu
á Heilsuverndarstöðinni. Þegar ég
kom þar fyrst í leit að umsókn-
areyðublöðum gekk ég yfir virðu-
legu kastalabrúna við Barónsstíg-
inn. Þar mætti ég konu sem kallaði
undrandi: „Langt síðan ég hef séð
þig!“ Þetta var Sigrún. Þarna hitt-
umst við, gömlu bekkjarsysturnar,
aftur. Við stóðum á brúnni, ugglaust
lengi, og rifjuðum upp hvað við viss-
um um hin bekkjarsystkinin og hvað
gerst hefði í okkar lífi og þeirra síð-
ustu áratugina. Þar hafði Sigrún
fylgst vel með þótt flutt væri inn-
eftir. Hvers vegna við vorum á
brúnni komst ekki til tals.
Vinnuna fékk ég og hissa urðum
við enn þegar í ljós kom að við unn-
um í sama húsi. Hvað Sigrún var ná-
kvæmlega að gera vissi ég ekki, en
vissi þó að hún hélt m.a. utan um
eldgömul skjöl frá upphafi hússins.
Öll gögn, ný og gömul, sem um
hendur Sigrúnar fóru, nutu þess að
þar fór kona sem ekki fleipraði með
upplýsingar. Við hittumst hvert há-
degi hjá kokkunum okkar ágætu,
fyrst Skarpa og síðan Haraldi, borð-
uðum og þar var gjarnan spjallað.
Sigrún ræddi hlutina óhikað, en allt-
af þannig að gefa viðmælendum gott
rými og hún hlustaði vel. Hún var
oft með sögur úr kórstarfinu, ekki
síst af ferðalögunum erlendis.
Þeirra naut hún alltaf, líka ferðanna
sem hún fór í sumar, bæði með
kórnum og með fjölskyldunni. Sig-
rún ræddi vart nema aðspurð um
eigin fjölskyldu, dætur og barna-
börn, systkini og foreldra, en þegar
þau komu til tals fylltust augun af
birtu og hlýju.
Smám saman fór Sigrún að þreyt-
ast, blóðþrýstingur hækkaði, en
henni féll illa að taka sér hlé. Góð-
kynja æxli var fjarlægt en Sigrún
var áfram orkulaus og ekki vel lík
sjálfri sér, þótt erfitt væri að til-
greina hverju munaði. Aftur og aft-
ur reis hún upp. Jafnoft var ég sann-
færð um að nú færi hún að ná sér.
Um miðjan september fréttist á
Heilsuverndarstöðina að samstarfs-
kona okkar væri komin á líknardeild-
ina. Fáum dögum síðar kvaddi hún.
Þetta var Sigrún. Ég kveð hana með
söknuði og hugsa með samúð til að-
standenda hennar og vina.
Guðrún Bjarnadóttir.
Okkur setti hljóða þegar fregnir
bárust af andláti félaga okkar í Mál-
fundafélaginu Hörpu.
Kynni okkar af Sigrúnu hófust fyr-
ir rúmum sjö árum, þegar stofnend-
ur Hörpu tóku nokkra nýliða inn í
hópinn og Sigrún varð einn af
strengjum Hörpunnar sem hljómar
mánaðarlega yfir vetrarmánuðina.
Sigrún var góður félagi, mætti vel
og var áhugasöm. Oftast lagði hún á
sig að mæta á fundi beint af söng-
æfingum, ætíð brosandi og glaðleg
þrátt fyrir langan vinnudag og
strangar söngæfingar. Hún gaf okk-
ur örlitla innsýn í líf sitt og starf og
hugleiðingar um ýmis málefni í gegn-
um ræður sínar og innlegg í umræð-
ur um ræðuefnin eða líðandi stund.
Við fylgdumst með veikindum og
baráttu Sigrúnar sl. vetur og glödd-
umst þegar bati virtist í nánd. Í vor
þegar við kvöddumst leit allt vel út,
Sigrún farin að hressast og við áttum
ekki von á öðru en að hitta hana á ný
þegar haustaði.
Því miður varð það ekki og stórt
skarð er komið í litla hópinn okkar,
þar sem Sigrúnar mun verða minnst
og saknað. Einn af strengjum Hörp-
unnar hefur slitnað og hljómur henn-
ar verður ekki samur.
Við erum þakklát fyrir að hafa
kynnst Sigrúnu og sendum aðstand-
endum hennar samúðarkveðjur.
Félagar í Málfundafélag-
inu Hörpu.
Sest ég við sólarlag,
sátt er við liðinn dag,
svæfir mig
svefni værum
mjúka mildingshöndin þín.
(Eygló Eyjólfsdóttir)
Nú hefur Sigrún, söngsystir okk-
ar, kvatt og haldið í ferðina miklu
sem að endingu bíður okkar allra.
Vissulega hefðum við viljað njóta
samvista við hana miklu, miklu leng-
ur, en það er nú einu sinni svo að
mennirnir áætla en Guð ræður. Sig-
rún gekk til liðs við Gospelsystur
Reykjavíkur fyrir níu árum þegar
kórinn var stofnaður, en hafði fyrir
þann tíma m.a. sungið með Kvenna-
kór Reykjavíkur. Hún var ötul liðs-
manneskja, lét sig sjaldnast vanta á
æfingar og naut þess að taka þátt í
uppákomum og söngferðum á vegum
kórsins, hvort heldur sem var hér
innanlands eða lengri og sögulegri
ferðum út fyrir landsteinanna, svo
sem til Kölnar árið 1999, pílagríms-
ferðina til New Orleans og New York
árið 2001 og nú síðast til Ítalíu í sum-
ar, en þá voru einmitt liðin 20 ár frá
fyrstu ferð hennar þangað með söng-
stjóranum sínum, sem þá leiðbeindi
dætrum Sigrúnar, Hörpu og Andreu,
í stúlknakór Mýrarhúsaskóla. Alltaf
létt í lund og kát lífgaði hún upp á
hópinn og tók þátt í öllu sem bauðst.
Okkur, sem með henni voru á Ítalíu í
sumar, duldist ekki að Sigrún gekk
ekki heil til skógar þótt engin okkar
væri búin undir þennan snögga við-
skilnað, en það var heldur ekki í
hennar anda að vera eitthvað að tví-
nóna við hlutina. Það er líka ánægju-
legt til þess að vita að eftir heimkom-
una frá Ítalíu auðnaðist henni að fara
í ánægjulega ferð um Austurland,
landsfjórðung sem hún hafði ekki áð-
ur heimsótt neitt að ráði, og eftir það
í þriggja vikna dvöl á Tenerife með
Hörpu dóttur sinni og hennar dætr-
um. Trúlega hefur stjórnandann
mikla vantað góða rödd í kórinn sinn
og því boðað Sigrúnu til sín nú á
haustmánuðum þrátt fyrir söknuð
okkar sem á eftir henni horfum. Við
sendum dætrum Sigrúnar, foreldr-
um, systkinum og öðrum ástvinum,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Kærar þakkir fyrir samfylgdina og
ógleymanlegar söngstundir.
Gospelsystur Reykjavíkur
og Margrét J. Pálmadóttir
PRESTS- og djáknavígsla fór
fram í Dómkirkjunni á sunnudag.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, vígði Jóhönnu Guðrúnu Ólafs-
dóttur til djákna. Hún hefur verið
ráðin sem skóladjákni í Garða-
sókn, Kjalarnessprófastsdæmi.
Tveir guðfræðingar voru vígðir
til prests, Hans Guðberg Al-
freðsson, sem kallaður hefur verið
af Garðasókn til þjónustu sem
skólaprestur í Garðabæ, og Guð-
mundur Örn Jónsson, sem skip-
aður hefur verið prestur í Vest-
mannaeyjaprestakalli,
Kjalarnessprófastsdæmi.
Séra Hjálmar Jónsson þjónaði
fyrir altari, Dómkórinn söng, org-
anisti var Marteinn H. Frið-
riksson.
Séra Halldór Reynisson lýsti
vígslu og vígsluvottar auk hans
voru
séra Jóna Hrönn Bolladóttir,
séra Friðrik Hjartar, séra Krist-
ján Björnsson, Þórdís Ásgeirs-
dóttir djákni og Hólmfríður Mar-
grét Konráðsdóttir djákni.
Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon
Biskup, prestar og djákni Guðmundur Örn Jónsson, Jóhanna Guðrún
Ólafsdóttir, Karl Sigurbjörnsson biskup og Hans Guðberg Alfreðsson.
Prests- og djáknavígsla
í Dómkirkjunni
FRÉTTIR
Varmá á náttúru-
minjaskrá
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi leiðrétting frá Karli
Tómassyni, forseta bæjarstjórnar
Mosfellsbæjar og oddvita Vinstri
hreyfingarinnar – græns framboðs:
„Ég undirritaður Karl Tómasson
óska eftir að Morgunblaðið birti eft-
irfarandi leiðréttingu.
Í grein minni sem birtist í blaðinu
26. september sl. segir að Varmá sé
ekki á náttúruminjaskrá. Hið rétta
er að Varmá er ekki að finna í til-
lögum Umhverfisstofnunar að Nátt-
úruverndaráætlun fyrir 75 svæði
enda þótt hún sé á náttúruminja-
skrá. Ég harma þessi mistök.“
Hestar og kindur á
skotsvæðinu í eign
nokkurra aðila
VEGNA frétta í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag um skemmdarverk á
skilti sem kveður á um bann á með-
ferð skotvopna í landareigninni For-
sæti III í Vestur-Landeyjum skal
tekið fram að hestarnir á jörðinni
eru í eigu annars vegar landeiganda
og hins vegar annarra, en kindurnar
á svæðinu eru líklega eign bænda í
Vestur-Landeyjum.
LEIÐRÉTT
FÓKUS, félag áhugaljósmyndara,
verður með opið hús þriðjudaginn 3.
október kl. 20.00. Það verður haldið í
húsakynnum félagsins að Faxafeni
12, Reykjavík.
Sett verður upp ljósmyndasýning
af þessu tilefni, auk þess verður
starfsemi félagsins kynnt í máli og
myndum.
Félagið hefur verið starfandi í
rúm sjö ár og er opið öllu áhugafólki
um ljósmyndun, jafnt byrjendum
sem lengra komnum.
Félagsmenn eru nú um 70 talsins.
Hægt verður að skrá sig í félagið á
staðnum eða á vefsíðu Fókuss,
www.fokusfelag.is
Enn fremur má geta þess að
næsta laugardag (7. okt.) ætla fé-
lagsmenn að fjölmenna í sína árlegu
haustlitaferð.
Allt áhugafólk um ljósmyndun er
velkomið að heimsækja félagið á
fundinn í kvöld og kynnast starfsemi
þess.
Félag áhuga-
ljósmyndara
með opið hús
í Faxafeni
ALÞJÓÐASKÓLINN á Íslandi tók
til starfa innan veggja Sjálandsskóla
í Garðabæ í haust og stunda nú 18
nemendur af ýmsu þjóðerni þar
nám. Þetta er þriðja starfsárs Al-
þjóðaskólans en hann var staðsettur
í Víkurskóla í Reykjavík sl. tvo vet-
ur. Nemendur Alþjóðaskólans eru á
aldrinum 5 – 13 ára.
Skólastjóri Alþjóðaskólans er
Berta Faber. Hún leggur áherslu á
að í skólanum sé tvítyngt námsum-
hverfi og að nemendur skólans læri
íslensku þótt kennt sé á ensku, segir
í fréttatilkynningu. Alþjóðaskólinn á
gott samstarf við Sjálandsskóla og
t.d. eru nemendur skólanna saman í
list- og verkgreinum, morgunsöngi,
hádegismat og frímínútum.
Kennari frá Alþjóðaskólanum hef-
ur einnig tekið að sér að kenna nem-
endum í 1. – 4. bekk Sjálandsskóla
ensku. Börn úr Sjálandsskóla sem
hafa góða enskukunnáttu fá einnig
að koma inn í tíma í Alþjóðaskólan-
um. Ávinningurinn af sambúð skól-
anna er því gagnkvæmur.
Berta Faber er hálf íslensk og hálf
bandarísk en ólst upp í Saudi-Arabíu
þar sem hún gekk sjálf í alþjóð-
legan skóla. Vefur Alþjóðaskólans er
á slóðinni www.internationaschool.is
Tvítyngt námsumhverfi
í Alþjóðaskólanum