Morgunblaðið - 03.10.2006, Page 43

Morgunblaðið - 03.10.2006, Page 43
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir virðulegu einbýlishúsi í nágrenni miðborgarinnar, t.d. í Þingholtunum. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. EINBÝLISHÚS Í NÁGRENNI MIÐBORGAR- INNAR ÓSKAST, T.D. Í ÞINGHOLTUNUM – STAÐGREIÐSLA – MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 2006 43 menning Fríða Á. Sigurðardóttir send-ir frá sér nýja skáldsögu íhaust, þá fyrstu í átta ár. Bókin nefnist Í húsi Júlíu, en hún segir frá tveimur systrum og stormasömum samskiptum þeirra. Þegar Lena kemur heim öllum að óvörum eftir áratuga langa dvöl í útlöndum og sest að í húsi Júlíu fara þau hjól að snúast sem bjóða hættunni heim. Þetta er sam- tímasaga sem varpar fram þeirri spurningu hvers vegna konur fórni sér iðulega fyrir aðra. Það eru vissulega tíðindi að Fríða Á. Sigurðardóttir skuli senda frá sér nýja skáldsögu eftir nokk- urt hlé. Ný skáldsaga eftir Guð- berg Bergsson eru líka tíðindi en titill hennar er athyglisverður: Hryllileg saga. Bragi Ólafsson sendir líka frá sér skáldsögu í haust, þá fyrstu eftir að hann flutti sig um set frá Bjarti til Eddu en bókin heitir Sendiherrann og er aðalsöguhetjan ljóðskáld. Steinar Bragi gefur út nýja skáldsögu í haust með þeim magnaða titli, Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins, en útgefendur segja um að ræða mauksoðinn rófuköggul af glæpa- þriller.    Eiríkur Guðmundsson, ritstjóriVíðsjár, sendir nú frá sér skáldsöguna Undir himninum sem hlýtur að vekja eftirvæntingu, enda var fyrsta bók Eiríks umtöluð fyrir stílgaldur, 39 þrep á leið til glötunar, sem hann segir að hafi verið skrifaða til að stöðva fram- gang fasismans í heiminum og gef- in var út í Svörtu línu Bjarts fyrir tveimur árum. Í kynningu á nýju bókinni segir að Eiríkur hafi fljót- lega lent á hálfgerðum flótta eftir útkomu fyrstu bókarinnar, því að í ljós kom að konur af öllu tagi þótt- ust geta gert tilkall til bókarinnar, þóttust vera ein persóna hennar. Hann mætir nú aftur til leiks og tekst á við skáldskapinn og veru- leikann og greinarmuninn þar á.    Einnig verður forvitnilegt að sjánýjar skáldsögur eftir Stefán Mána, Skipið, og Auði Jónsdóttur, Tryggðapantur. Jökull Valsson sendir frá sér aðra skáldsögu sína, Skuldadagar, sem lýst er sem ís- lenskri Trainspotting, en margir veittu fyrstu skáldsögu Jökuls at- hygli, Börnin í Húmdölum. Árni Þórarinsson og Páll Pálsson halda áfram samstarfi sínu við krimma- skrif og senda nú frá sér Farþeg- ann, sögu um leigubílstjóra sem fer afdrifaríkan túr. Arnaldur Indr- iðason sendir frá sér spennusöguna Konungsbók en þar mun vera á ferð bók sem gæti komið aðdáend- um höfundarins á óvart, sagan ger- ist í Kaupmannahöfn árið 1945 og titillinn vísar til Konungsbókar Eddukvæða. Ólafur Jóhann sendir einnig frá sér nýja skáldsögu undir titlinum Aldingarðurinn. Stella Blómkvist sendir frá sér bókina Morðið í Rockville og Sigrún Dav- íðsdóttir, fréttaritari RÚV í Lond- on, sendir frá sér skáldsöguna Feimnismál. Að endingu gefur Ný- hil út þrjár skáldsögur, þar á með- al eftir Hauk Má Helgason. Skáldsögurnar koma AF LISTUM Þröstur Helgason » Þetta er samtíma-saga sem varpar fram þeirri spurningu hvers vegna konur fórni sér iðulega fyrir aðra. Fríða Á. Sigurðardóttir Bragi Ólafsson Eiríkur Guðmundsson Haukur Már Helgason Morgunblaðið/ÞÖK Bækur Margar nýjar skáldsögur bætast senn við bókakost þjóðarinnar. throstur@mbl.is Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Einbýlishús óskast nú þegar Æskileg staðsetning: Garðabær, Seltjarnarnes eða Arnarnes. Rétt eign má kosta allt að 150 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Æskileg stærð 350-400 fm Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA EINBÝLISHÚS SSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA - ÉG HRÖKK við á einu augnabliki á frumsýningu Íslensku óperunnar á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart á föstudagskvöldið. Ég var niðursokkinn í að fylgjast með óperunni, þegar rámur bassi heyrð- ist allt í einu segja við sessunaut minn: „Áttu alka-seltzer eða eitt- hvað?“ Þarna var hinn geðfúli, tyrkneski ráðsmaður, Osmin, kominn og hann var illilega timbraður. Osmin var í þjónustu hins svokallaða pasja Sel- íms, en pasja var á sínum tíma nokkurskonar aðalsmannstign í Tyrklandi. Selím hafði rænt Konst- önzu, unnustu aðalsmannsins Bel- monte ásamt þjónustustúlku henn- ar og þjóni Belmontes, og óperan fjallar um tilraunina til að bjarga þeim. Lykilatriði í þeirri tilraun er að hella Osmin fullan, rúlla honum inn í teppi og henda honum burt. Eins og sjá má er húmorinn alls- ráðandi og það er ekki síst honum að þakka að þessi uppfærsla er ein- staklega vel heppnuð. Prýðilegt samræmi er á milli tónlistarinnar og þess sem maður sér; í rauninni er húmorinn innbyggður í músíkina og leikstjórnin undirstrikar þetta megineinkenni hennar á sérlega smekklegan máta. Allskyns hugvit- samlegar lausnir leikstjórans Jamie Hayes koma á óvart og krydda sýninguna, án þess að valta yfir tónlistina eins og stundum vill verða þegar þessi ópera er sett upp. Þarna um kvöldið veltist ég um af hlátri hvað eftir annað og það á við um aðra líka. Frábær frammistaða söngvara Brottnámið úr kvennabúrinu er óvenjuleg ópera að því leyti að söguþráðurinn, dramað, kemur að mestu fram í tali, ekki söng. Það reynir því töluvert á leikhæfileika söngvaranna og verður að segjast eins og er að frammistaða þeirra olli ekki vonbrigðum á frumsýning- unni. Bjarni Thor Kristinsson bassi var í hlutverki Osmins og var í einu orði sagt stórkostlegur. Ekki aðeins var söngurinn magnaður heldur var Bjarni sjálfur svo sann- færandi í þessu hlutverki, bæði fyndinn og samt illgjarn og villi- mannslegur, að lengi verður í minnum haft. Finnur Bjarnason tenór stóð sig líka afburðavel. Rödd hans hefur breikkað og þroskast síðan ég heyrði í honum síðast og þótt hún hafi vissulega óvenjulegan blæ blandaðist hún ágætlega hinum röddunum í uppfærslunni. Finnur er rétta týpan í hlutverkið; Bel- monte í túlkun hans er viðkvæm sál, kannski dálítið einföld en líka hrein; þannig á hann einmitt að vera. Sömu sögu er að mestu að segja um sópraninn Angelu Gilbert, sem er í hlutverki Konstönzu. Eilítill taugaóstyrkur einkenndi söng hennar í upphafi en hún náði sér heldur betur á strik í öðrum þætti óperunnar. Hin krefjandi aría Martern aller Arten var t.d. stór- fengleg í meðförum hennar. Ekki er hægt að neita því að sterkur út- lenskur hreimur truflaði að nokkru flæðið í sýningunni, en það vandist er á leið og frammistaða hennar á söngsviðinu gerði að verkum að hægt var að fyrirgefa allt annað. Þau Katharina Th. Guðmundsson og Snorri Wium í hlutverkum þjón- ustufólksins voru líka frábær, Snorri var óborganlega fyndinn og söng ákaflega fallega; frammistaða Katharinu var sömuleiðis aðdáun- arverð. Og Pálmi Gestson var í hlutverki Selíms, en það er talandi rulla ein- göngu. Pálmi var athyglisverður; hann minnti meira á nýríkan bónda en veraldarvanan aðalsmann. Það gerði Selím þó mannlegri; fyrir vikið varð endir óperunnar, þar sem kærleikurinn verður öllu öðru yfirsterkara, trúverðugri en ella. Sjarmerandi og ævintýraleg Ekki mæðir mikið á kórnum í þessari óperu, en það sem heyrðist hljómaði yfirleitt ásættanlega. Og hljómsveitin var oftast með allt sitt á hreinu undir öruggri stjórn Kurts Kopecky og samspil hennar og söngvaranna heppnaðist að flestu leyti eins og best verður á kosið. Leikmynd Snorra Freys Hilm- arssonar er sérlega skemmtileg; bakgrunnurinn borgarmynd sem í upphafi er alþakin litlum ljós- deplum. Það er afar heillandi, eins og maður sjái borgina úr mikilli hæð, sem undirstrikar að Belmonte kemur til sögunnar svífandi í loft- fari. Í þessari uppfærslu er óperan færð til þarsíðustu aldamóta og gefur það sýningunni léttan In- diana Jones blæ, þótt myndirnar um hann gerist síðar. Útkoman er sjarmerandi og ævintýraleg og hæfir tónlistinni prýðilega. Bún- ingar Filippíu Elísdóttur gleðja líka augað og passa prýðilega inn í heildarmyndina. Og lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar er hæfilega látlaus og í samræmi við annað. Í stuttu máli er Brottnámið úr kvennabúrinu stórglæsileg, skemmtileg sýning með sterkum heildarsvip; án efa með því besta sem sést hefur á fjölum Íslensku óperunnar í lengri tíma. Húmorinn allsráðandi í óperunni TÓNLIST Íslenska óperan W. A. Mozart: Brottnámið úr kvenna- búrinu. Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky. Aðstoðarhljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason. Leikstjóri: Jamie Hayes. Leik- mynd: Snorri Hilmarsson. Búningar: Fil- ippía Elísdóttir. Ljós: Björn B. Guðmunds- son. Konstanza: Angela Gilbert. Blonde: Katharina Th. Guðmundsson. Belmonte: Finnur Bjarnason. Pedrillo: Snorri Wium. Osmin: Bjarni Thor Kristinsson. Selim: Pálmi Gestsson. Föstudagur 29. sept- ember. Óperusýning Morgunblaðið/Golli Góður „Finnur Bjarnason tenór stóð sig líka afburðavel. Rödd hans hefur breikkað og þroskast síðan ég heyrði í honum síðast,“ er meðal þess sem kemur fram í jákvæðum dómi um Brottnámið úr kvenna- búrinu. Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.