Morgunblaðið - 14.10.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.10.2006, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðurströnd 4 Sími 561 4110Vagnhöfða 23 - S: 590 2000 Bestu dekkin átta ár í röð! Í átta ár í röð hafa Toyo dekkin verið valin þau bestu af Tire Review Magazine, sem er tímarit sjálfstæðra hjólbarðasala í Bandaríkjunum. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Þú getur búið til blóm úr servíettum í öllum litum. Síðan getur þú notað þau sem borðskraut þegar afi og amma koma í heimsókn eða skreytt herbergið þitt með þeim. Það sem til þarf:  Servíettur  Skæri  Heftara eða band Það sem gera skal:  Klipptu servíettuna í tvennt og leggðu partana saman.  Brjóttu partana saman eins og harmonikku. Gættu þess að slétta vel úr brotunum.  Heftu einu hefti í miðju harmonikkunnar eða bittu með spotta.  Nú skaltu draga hvert lag servíettunnar út. Stundum getur verið erfitt að ná þeim í sundur en það tekst ef þú vandar þig. Þú vinnur með annan hlutann í einu. Servíettublóm Til hamingju með servíettublómið þitt. Morgunblaðið/Sverrir laugardagur 14. 10. 2006 börn LESIÐ ÚR TÁKNMÁLINU GETRAUN VIKUNNAR FELST Í AÐ KYNNA SÉR FINGRASTAFRÓFIÐ OG RÁÐA TÁKNMÁLSÞRAUT >> 2 Pöddurnar eru eins og engisprettufaraldur í geimnum, segir Ásgeir » 3 Nákvæmni Drengirnir í spilasal Nexus leggja metnað sinn í að vanda til verks þegar hetjurnar eru málaðar. Morgunblaðið/Golli Í húsi við hliðina á leikjaversluninni Nexus á Hverfisgötunni er spilasalur sem lætur lítið yfir sér. Þegar inn er gengið er eins og komið sé í annan heim. Tæplega þrjátíu strákar sitja niðursokknir við að mála og líma plastkarla. Þögn ríkir utan einstaka heróp sem berst fá spilaborði í einu horninu. Einbeiting skín úr hverju andliti þar sem máluð eru smáatriði frækinna stríðsforingja. Smátt og smátt breytast gráir plasthlutir í herskáa riddara sem storma fram á sjónarsviðið. Ungir, áhugasamir menn kenna piltunum spila- leiki. Drengirnir sitja sem límdir og með- taka vitneskju um stríðandi fylkingar geim- vera. Áhuginn er gífurlegur og málningar- blandið loftið er þykkt af eftirvæntingu. Fullkomin einbeiting Mamma. Já, engillinn minn. Má ég lesa þangað til ég sofna? Já, en ekki mínútu lengur. Lestrarhestur Á sama tíma og Yoko Ono var stödd í Reykjavík á dög- unum til að kynna listaverkið „Friðar- súluna“ hittist þannig á að fyrrver- andi ástkona Lenn- ons, May Pang, var einnig stödd hér á landi. Vildi svo (ó)heppilega til að þær gistu á sama hótelinu í Reykjavík og hittust við morgunverðarhlaðborðið. Samkvæmt veffréttasíðu Fox-sjón- varpsstöðvarinnar á Pang að hafa gefið sig á tal við Ono og óskað henni til hamingju með listaverkið. Ono mun hafa tekið hamingjuóskunum vel og þakkað fyrir sig. Að því er fram kemur í fréttinni var Ono hins vegar augljóslega brugðið því það sem eftir lifði morgunverðarins átti Pang fullt í fangi með að skjóta sér undan augn- gotum Ono og fylgdarliðs hennar. Ono og Pang hittust Laugardagur 14. 10. 2006 81. árg. lesbók AUSTANÁTT EÐA VESTANÁTT? SKIPTIR MÁLI HVAÐAN HANN BLÆS? ERU VEÐURGUÐIRNIR EKKI HAFNIR YFIR PÓLITÍSKT MOLDVIÐRI? » 8 Politkovskaja var einn af fáum merkisberum andófs sem enn voru uppistandandi » 3 ÓBORGANLEGAR GAMANSÖGUR! 4. sætið á lista Pennans yfir handbækur/ fræðibækur/ ævisögur. 10. sætið á heildarlista Pennans. Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur ith@mbl.is ÁÍslandi eru starfrækt áttaháskólabókasöfn, semskiptast í enn fleiri deildirog afgreiðslustaði. Lang- tærst er Háskólabókasafn, til húsa í Þjóðarbókhlöðu, sem er rannsóknar- og þjónustusafn Háskóla Íslands. Mikið hefur verið rætt um inn- kaupastefnu og fjárveitingar HÍ til afns síns að undanförnu. „Eigi að verða til nothæft háskóla- bókasafn á Íslandi þarf að taka bikar- nn frá Háskóla Íslands. Háskólarnir landinu og ríkið þurfa að taka saman höndum og gera það að sameiginlegu metnaðarmáli að byggja upp innlent bókasafn sem hægt er að bera saman við bestu háskólabókasöfn.“ Svo agði í pistli Jóns Ólafssonar, prófess- ors í heimspeki við Háskólann á Bif- öst, í Lesbók fyrir nokkru, þar sem hann gagnrýndi tilviljanakennd inn- kaup Háskólabókasafns. Hugmyndin um sameiginlegt bókasafn allra háskólanna er ekki ný – hún hefur m.a. verið rædd í stjórn Lbs-Hbs að því er fram kemur í nýrri meistararitgerð Áslaugar Agnars- dóttur í bókasafns- og upplýs- ngafræði. Í rannsókninni voru tíu kennarar HÍ einnig spurðir út í hug- myndina. „Sex kennarar voru á móti þeirri hugmynd, en fjórum fannst eitthvað til hennar koma,“ segir Ás- aug. Síður þykir þó snjallt að Lbs-Hbs jálft verði slík miðja. „Ef allir há- kólar í landinu nytu jafnt þjónustu Landsbókasafns Íslands sem ein- hvers konar allsherjar þjóðarhá- skólabókasafns væri staðan sú að aðrir háskólar hefðu bæði sitt heima- safn og aðgang að Landsbókasafninu en Háskóli Íslands hefði ekkert heimasafn heldur eingöngu Lands- bókasafnið. Sú staða væri afar óeðli- leg í ljósi þess að Háskóli Íslands hef- ur áratugum saman greitt fyrir megnið af fræðibókum safnsins og einnig fyrir lengdan afgreiðslutíma frá árinu 1999,“ segir í ritgerðinni. Millisafnalán víða virk Rektorar hinna háskólanna taka mis- jafnlega í hugmyndir um sameig- inlegt safn. Flestir þeirra frábiðja sér yfirbyggingu eða samruna og telja að nægileg samvinna sé þegar til staðar, bæði með sameiginlegu gagnaskrán- ingunni Gegni og með Landsaðgangi að rafrænum gagnasöfnum og tíma- ritum (hvar.is), sem skólarnir greiða flestir til samkvæmt reiknilíkani. Þá séu millisafnalán víða virk, ekki síst nýtist þau smærri skólunum vel. „Nemendur okkar eru duglegir við að panta bækur frá Bifröst, Reykjavík og Akureyri og það gengur mjög vel, þetta er yfirleitt komið hingað daginn eftir,“ segir Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum. „Að mínu mati yrði lítið gagn að [sameiginlegu safni] fyrir okkur,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands. „Ég sé ekki að uppbygging á sviði listanna yrði unn- in af þeirri ástríðu og þeim krafti sem við gerum nú og er hræddur um að okkar svið yrði einfaldlega látið sitja eftir. Það þarf að vera náin tenging á milli fræðasviðsins og viðkomandi bókasafns, ákallið þarf að koma frá þeim sem vinna við rannsóknirnar og kennsluna. Þessi nálægð er mikil hjá okkur.“ Misskilningur um Lbs-Hbs Hjálmar telur að eitt bókasafnskort, sem gilti í öll háskólasöfnin, væri betri lausn. Hingað til hafi aðrir stúd- entar einmitt notað safn LHÍ endur- gjaldslaust, en nemendur LHÍ þurft að borga annars staðar. „Þetta hefur pirrað okkur, en við vinnum sam- kvæmt þeirri hugsjón að kosturinn sé sameiginleg verðmæti þjóðarinnar.“ „Ef Jón Ólafsson er að tala um eitt safn í einu húsi á einum stað tel ég hugmyndina fásinnu. Hver háskóli mun alltaf vilja byggja upp eigið bókasafn og spyrja má hvort stofnun sem ekki ræður við það verkefni geti kallast „háskóli“,“ segir Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Ís- lands, og bendir á að með Gegni virki söfn allra háskólanna í raun að nokkru leyti eins og eitt safn og skipti t.d. með sér verkum um tímarita- kaup. Þess misskilnings gætir reyndar víða að Lbs-Hbs sé safn allra háskól- anna, enda er síðari hluti heitisins Háskólabókasafn. „En í lögum stend- ur að við séum safn Háskóla Íslands. Þess vegna veitum við nemendum HÍ forgang og forréttindi, við tökum frá lessæti fyrir þá á próftíma og þeir greiða ekki fyrir safnskírteini. Þetta hefur valdið úlfúð meðal nemenda annarra skóla – fólk skilur þetta ekki,“ segir Áslaug, sem er þjón- ustusviðsstjóri safnsins. » 4 Eitt kort – ekki eitt safn Morgunblaðið/Kristinn Metnaður „Hver háskóli mun alltaf vilja byggja upp eigið bókasafn og spyrja má hvort stofnun sem ekki ræður við það verkefni geti kallast „háskóli“,“ segir einn af rektorum landsins. May Pang laugardagur 14. 10. 2006 íþróttir mbl.is íþróttir Barcelona lofar flugeldasýningu í Japan >> 4 TRYGGVI KRYDDAR BOLTANN „ÉG VÆRI TIL Í AÐ FÁ ATLA JÓHANNSSON Í VÍKING“ VIKTOR RÆÐIR UM M-LIÐ MORGUNBLAÐSINS » 3 Morgunblaðið/Einar Falur Bestur Viktor Bjarki Arnarsson, Víkingi, heldur hér á verðlaunagrip sínum sem Morgunblaðið veitti honum í gær í tilefni þess að hann varð efstur í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins fyrir frammistöðu sína í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í sumar. ALFREÐ Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur valið lands- liðshóp sinn fyrir tvo vináttulands- leiki í Ung- verjalandi 27. og 28. október. Einn nýliði er í leikmanna- hópnum – Sig- fús Páll Sigfús- son, leikstjórn- andi Framliðs- ins. Nokkrir leik- menn geta ekki leikið í Ung- verjalandi vegna meiðsla, eins og Sverre Jakobsson, Roland Eradze og Jaliesky Garcia. Leikmannahópur Alfreðs er þannig að markverðir eru Birkir Ívar Guðmundsson, N-Lübbecke, og Björgvin Gústafsson, Fram. Aðrir leikmenn eru Alexander Petterson, Grosswallstadt, Arnór Atlason, FC Köbenhavn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Lemgo, Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt, Guðjón Valur Sigurðsson, Gum- mersbach, Logi Geirsson, Lemgo, Markús Máni Michaelsson, Val, Ólafur Stefánsson, Ciudad Real, Ragnar Óskarsson, Ivry, Róbert Gunnarsson, Gummersbach, Sigfús Páll Sigfússon, Fram, Sigfús Sig- urðsson, Ademar Leon, Snorri Steinn Guðjónsson, Minden, og Vignir Svavarsson, Skern. Landsliðshópurinn kemur saman í Frankfurt í Þýskalandi og verður þar í æfingabúðum frá kvöldi 23. október til 26. október. Þá fer hóp- urinn til Ungverjalands og leikur tvo landsleiki – fyrst í Ózd og síðan í Miskolc. Alfreð kallar á Sigfús Pál Sigfússon Sigfús Páll SIGURPÁLL Geir Sveinsson, at- vinnukylfingur úr Kili Mosfellsbæ, sigraði á einu af fjórum úrtökumótum sænsku atvinnumótaraðarinnar í gær en hann lék 54 holur á Kävlinge-vell- inum á 7 höggum undir pari samtals. Sigurpáll er því búinn að öðlast keppnisrétt á sænsku atvinnumóta- röðinni á næsta ári líkt og Heiðar Davíð Bragason, félagi hans úr Kili. Sigurpáll var 6 höggum betri en helstu keppinautar hans á þessum velli. Hann var sá eini af fimm ís- lenskum kylfingum sem kepptu á úr- tökumótinu sem fær fullan keppnis- rétt á næsta ári. Sigurpáll fékk 6 fugla (-1) í gær og þar af fjóra í röð á 12. – 15. braut en hann lék síðari 9 holurnar á 32 högg- um og samtals á 68 höggum. „Það er virkilega gaman að hafa náð þessum áfanga. Pútterinn var sjóðheitur á síðari 9 holunum. Það lít- ur út fyrir að ég verði mikið í Svíþjóð á næsta ári. Markmiðið er að komast á Evrópumótaröðina en ég tel að það sé best að fá reynslu á sænsku móta- röðinni áður en ég reyni við Áskor- endamótaröðina (Challenge Tour) og þá síðan úrtökumót Evrópumótarað- arinnar,“ sagði Sigurpáll í samtali við Morgunblaðið í gær. Auðunn Einarsson úr GK lék einn- ig á Kävlinge-vellinum en hann lék á 78 höggum, 6 höggum yfir pari vallar. Auðunn endaði í 17. – 22. sæti. Ottó Sigurðsson úr GKG komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Kävlinga- vellinum. Á Kristianstad-vellinum léku þrír íslenskir kylfingar. Stefán Már Stef- ánsson úr GR náði ekki að fylgja góðri byrjun sinni eftir en hann lék á 80 höggum í gær og samtals á 10 höggum yfir pari. Stefán lék á þrem- ur höggum undir pari á fyrsta keppn- isdegi og var þá efstur. Stefán endaði í 25. – 29. sæti og er með mjög tak- markaðan keppnisrétt á sænsku mótaröðinni á næsta ári. Magnús Lárusson úr Kili lék mjög illa á Kristianstad-vellinum í gær, notaði þar 89 högg, og endaði hann í 41. sæti, því neðsta af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. „Gaman að ná þessum áfanga“ Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Messur 38 Staksteinar 8 Kirkjustarf 39 Veður 8 Minningar 40/42 Viðskipti 16/17 Skák 45 Erlent 18/19 Staðurstund 46/52 Menning 20/21 Af listum 47 Akureyri 22 Myndasögur 52 Árborg 22 Dægradvöl 53 Landið 23 Dagbók 56/57 Daglegt líf 24/29 Víkverji 56 Forystugrein 30 Velvakandi 56 Umræðan 32/37 Bíó 54/57 Bréf 36 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Fjörutíu ný störf munu skapast hjá Íslenska járnblendifélaginu verði af flutningi magnesíumkís- ilverksmiðju Elkem hingað til lands. Forstjóri Járnblendifélagsins segir þá ákvörðun stjórnar Elkem að flytja verksmiðjuna til Íslands sýna þá möguleika sem fólgnir séu í orku- frekum iðnaði hér á landi. » 1  Osta- og smjörsalan misnotaði markaðsráðandi stöðu sína gagnvart Mjólku við sölu á undanrennudufti, að mati Samkeppniseftirlitsins, og braut þannig gegn samkeppn- islögum. Þá telur Samkeppniseft- irlitið þá undanþágu sem mjólk- ursamlög njóta frá ákvæðum samkeppnislaga skaðlega. Ennfremur segir í áliti Samkeppn- iseftirlitsins að innkoma Mjólku á markaðinn sýni að aukin samkeppni bæti hag neytenda og bænda. » 16  Krafa lífeyrisþega um að sá hluti lífeyris sem myndast hefur í formi vaxta, verðbóta og með annarri ávöxtun skuli bera 10% fjármagns- tekjuskatt í stað 38,45% tekjuskatts, mun verða tekin til efnismeðferðar hjá dómstólum, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta hefur verið baráttumál lífeyr- isþega, en talið er að um tveir þriðju hlutar lífeyris myndist með þessum hætti. » 4 Erlent  Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, var kjörinn áttundi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna á fundi allsherjarþings samtak- anna í gærkvöldi. Ban lofaði gagn- gerum breytingum á skipulagi og starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Hann tekur við af Kofi Annan um áramótin. » 1  Muhammad Yunus, sem nefndur hefur verið „bankastjóri fátæka mannsins“, og Grameen-banki hans hlutu í gær friðarverðlaun Nóbels fyrir að hafa hjálpað snauðu fólki í Bangladesh með lánum. » 18 laugardagur 14. 10. 2006 íþróttir mbl.is FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 enski boltinn Walcott skoraði glæsimörk sem minntu á mörk Thierry Henry >> 2 ÍSLENDINGASLAGUR HEIÐAR HELGUSON OG HERMANN HREIÐARSSON MÆTAST Á CRAVEN COTTAGE Í LONDON >> 2 Ívar Ingimarsson verður á sínum stað í vörninni en hann er einn fjög- urra leikmanna Reading sem spilað hafa hverja einustu mínútu í leikjum liðsins. Brynjar Björn Gunnarsson mun væntanlega hefja leik á bekkn- um en er líklegur til að koma við sögu í leiknum. Strákarnir hans Steve Coppells hafa komið feikilega á óvart og eru í 7. sæti deildarinnar en milljarðalið Chelsea er í öðru sæti með jafnmörg stig og Manchester United sem trónir í toppsætinu á betri marka- tölu. Þetta verður fyrsti deildarleikur- inn sem Reading og Chelsea eigast við í 76 ár en liðin áttust síðast við í deildarleik árið 1930 þar sem Read- ing hafði betur, 3:1. Félögin áttust síðast við í fjórðu umferð deildabik- arkeppninnar fyrir þremur árum þar sem Chelsea vann nauman sig- ur, 1:0, og skoraði Jimmy Floyd Hasselbaink sigurmarkið. Chelsea hefur tapað einum leik á tímabilinu en meistarar tveggja síð- ustu ára biðu óvænt lægri hlut fyrir Middlesbrough. Chelsea er eina lið- ið í deildinni sem skorað hefur í öll- um sjö leikjum sínum og því verða Ívar Ingimarsson og félagar hans í vörninni að vera vel á verði í dag. Sérstaklega verða þeir að hafa góð- ar gætur á Dider Drogba en Fíla- beinsstrandarmaðurinn er marka- hæstur, hefur skorað 8 mörk fyrir Chelsea á tímabilinu, þar af fimm í úrvalsdeildinni. Cole og Ballack ekki með Chelsea Fyrirliðinn Graeme Murty og framherjinn Kevin Doyle hafa báðir jafnað sig af meiðslum og eru klárir í slaginn en hjá Chelsea er ljóst að Ashley Cole getur ekki spilað vegna ökklameiðsla og þá er þýski lands- liðsmaðurinn Michael Ballack í banni. ,,Þessi leikur verður sérlega erf- iður og ekki síst vegna þess að mað- ur veit ekkert hvaða leikmönnum Jose Mourinho stillir upp. Margir leikmenn Chelsea hafa verið upp- teknir með landsliðun sínum og hann á eftir að sjá hverjir eru heilir og hverjir virðast vera þreyttir. En hvaða liði sem hann teflir fram veit ég að það verður topplið sem við þurfum að eiga við,“ segir Steve Coppell, stjóri Reading, en hans menn sýndu hvers megnugir þeir eru þegar Manchester United varð að láta sér lynda jafntefli á Ma- dejski Stadium. Fyrsti leikur Reading gegn Chelsea í 76 ár Það er stór dagur hjá Íslendingalið- inu Reading í dag en klukkan 16.15 verður flautað til leiks hjá nýlið- unum og Englandsmeisturum Chelsea á heimavelli Reading, Ma- dejski Stadium. Reading er ósigrað á heimavelli á leiktíðinni og gott betur en það því liðið hefur ekki tapað heimaleik frá því í 1. umferð- inni í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Reuters Fögnuður Kevin Doyle, leikmaður Reading – fyrir miðju, fagnar með samherjum sínum Leroy Lita og Steve Sidwell, eftir að hafa skorað mark.                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                   TRYGGJA þarf útlendingum gott aðgengi að íslenskunámi. Þetta kom m.a. fram í máli Magnúsar Stefáns- sonar félagsmálaráðherra á ársfundi Vinnumálastofnunar í gær. „Ég mun hafa tækifæri til þess sem félags- málaráðherra að beita mér fyrir því að koma þeim málum í betra horf en svo virðist sem þar séu kraftar nokk- uð dreifðir milli mismunandi aðila. Þetta er eitt af þeim málum sem ég vil sérstaklega beita mér fyrir að bæta, í samvinnu við samráðherra mína,“ sagði ráðherrann. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi og stefnuleysi í málefnum útlendinga en ráðherrann sagðist telja að sú gagnrýni væri að vissu leyti klisjukennd. Ákveðin stefna hefði verið í gildi sem birst hefði í gildandi lögum á hverjum tíma. „Þar má fyrst nefna að lengi hefur megináhersla verið lögð á að útlendingar, sem óska eftir að koma hingað til lands til dvalar, komi í þeim tilgangi að verða virkir þátttak- endur á vinnumarkaði. Þar hefur engin breyting orðið á en ljóst er að forgangur ríkisborgara frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins hefur orðið meira áberandi eftir til- komu nýju aðildarríkjanna á árinu 2004.“ Sagði Magnús að mikilvægt væri að kalla atvinnulífið sjálft til ábyrgð- ar, ekki síður en stjórnvöld. Flókið og erfitt væri að fóta sig í nýju umhverfi í landi þar sem aðrar reglur gilda en fólk hefur vanist í sínu heimalandi. Því væri mikilvægt að útlendingar sem vildu koma hing- að til starfa undirbyggju komu sína vel og kynntu sér íslenskar reglur. „Við verðum að vinna að því að reynsla okkar af innflytjendum verði jákvæð,“ sagði Magnús. Enn skæru innflytjendur á Íslandi sig úr í sam- anburði við aðrar þjóðir varðandi at- vinnuþátttöku. „Flestir innflytjend- ur koma hingað gagngert til þess að vinna og oft tímabundið. Það liggur fyrir að við höfum haft mikla þörf fyrir aukið vinnuafl en við þurfum að vera mjög vel vakandi yfir þróun mála,“ sagði félagsmálaráðherra. Útlendingar búi sig vel undir komu til landsins Í HNOTSKURN »Starfshópurá vegum fé- lagsmálaráðu- neytisins fer nú yfir stöðu út- lendinga á ís- lenskum vinnumarkaði. »Áhersla er lögð á að hóp-urinn skili tillögum til fé- lagsmálaráðherra í næsta mánuði og því ekki langt að bíða niðurstöðu hans. Magnús Stefánsson FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er gest- gjafi alþjóðlegs 4 daga samráðsfundar um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum sem lýkur á morgun, sunnu- dag. Frumkvæði að fundinum hafa samtök ungra forystu- manna á heimsvísu, Young Global Leaders, sem starfa á vettvangi hinnar árlegu Davos-ráðstefnu, World Economic Forum. Fundurinn að þessu sinni ber heitið Iceland Climate Change Action Summit og taka þátt í honum um 70 for- ystumenn víða að úr veröldinni úr alþjóðlegu viðskipta- lífi, í fjölmiðlum og frjálsum félagasamtökum. Tveir Íslendingar taka þátt í aðgerðahópi samtaka gegn gróðurhúsaáhrifum, þeir Björgólfur Thor Björg- ólfsson alþjóðlegur fjárfestir og Ólafur Elíasson mynd- listarmaður sem hittu forseta Íslands í gær. Ljósmynd/Gunnar Geir Vigfússon Loftslagsbreytingar ræddar HINN 15. september 1986 ritaði Míkhaíl Gorbachev, leiðtogi Sovét- ríkjanna Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta bréf þar sem hann kvartaði undan því að Bandaríkja- stjórn hefði ekki sýnt yfirlýstan vilja sinn í verki til að vinna að afvopnun stórveldanna. Framundan var fund- ur á bandarískri grund en Gorbac- hev sagðist sannfærður um að þeir Reagan yrðu að grípa persónulega til sinna ráða ef einhver árangur ætti að nást á slíkum fundi. „Það er þess vegna sem sú hugmynd hefur fæðst hjá mér að leggja til við yður, herra forseti, að við hittumst í allra nán- ustu framtíð, þar sem öll önnur mál- efni yrðu lögð til hliðar, á stuttum einkafundi, segjum á Íslandi eða í London, jafnvel bara í einn dag, í því skyni að eiga trúnaðarsamtal, þar sem við myndum sýna hvor öðrum fyllstu hreinskilni (hugsanlega að- eins með utanríkisráðherra okkar viðstadda).“ Segir Gorbachev í framhaldinu að vonandi gætu viðræður þeirra leitt til þess að öllum yrði ljós ótvíræður vilji þeirra til að ná samkomulagi í afvopnunarmálunum. Þetta bréf Gorbachevs er meðal þeirra gagna um fundinn í Höfða sem nú hafa verið gerð opinber og aðgengileg á netinu á heimasíðu National Security Archive við George Washington-háskólann í Washington í Bandaríkjunum. Thomas Blanton, forstöðumaður skjalasafnsins, opnaði heimasíðu þessa með formlegum hætti í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær en jafnframt afhenti hann borgaryfirvöldum sam- antekt á gögnum frá leiðtogafund- inum. Blanton var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um fundinn í Höfða sem haldin var í Ráðhúsinu í gær en þar var rætt um þann lærdóm sem má draga af þeim gögnum sem nú koma fyrir sjónir almennings.  Herslumuninn | Miðopna Ný gögn um fundinn í Höfða gerð aðgengileg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.