Morgunblaðið - 14.10.2006, Side 22

Morgunblaðið - 14.10.2006, Side 22
22 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Bíladellan hefur fylgt mér frá barnæsku, hún hefur breyst en hún minnkar ekki. Það er alltaf eitt- hvað nýtt að koma fram sem er spennandi að spá í. Þessi bílaórói er einhvern veginn í blóðinu, ég hef allt- af verið að spá í bíla,“ sagði Rögn- valdur Jóhannesson, bílasali og aðal- eigandi Bílasölu Selfoss, sem vart verður rekinn á gat þegar bílar eru annars vegar. Bílasala Selfoss er ein fjögurra bílasala á Selfossi sem allar eru í ná- grannar við Suðurlandsveg neðan Biskupstungnabrautar. Hún hefur verið starfandi í 40 ár og er elsta bílasala landsins, stofnuð af Sverri Andréssyni. Corvettan er djásn „Ég fékk minn fyrsta bíl 15 ára, það var gamall Volvo en núna eru mínir aðal bílar Touareg og svo djásnið, 78 módel af Chevrolet Cor- vette sem er tveggja manna sportbíll sem ég fékk frá Bandaríkjunum. Með honum er ég að láta gamlan draum rætast en mig hefur langað í svona bíl frá því ég var pjakkur og sú löngun leið ekkert hjá. Það var því ekki annað að gera en að láta undan henni. Ég hélt að ég myndi róast í þessu en svo er ekki, ég er alltaf að spá í bíla, það gerist bara ósjálfrátt, ég spái í hönnun bílsins og alla virkni hans. Ég les mikið um bíla og hrein- lega drekk í mig nýjar upplýsingar sem koma fram. Með þessari virku bíladellu tekst mér að blanda saman persónulegu áhugamáli og vinnunni. Það eru sjö eða átta svona Cor- vettur á Selfossi af um 40 sem eru í landinu. Allir eigendurnir eru algjör- ir dellumenn sem finnst bara sjálf- sagt að eiga svona bíl þó svo aðrir sjái lítið vit í því enda er notagildi þeirra ekki mikið. Mér finnst hins vegar ofboðslega gaman að eiga svona bíl. Mér finnst alveg unun að horfa á hann inni í bílskúr, maður þarf ekkert endilega að keyra mikið, það er bara gaman að eiga fallegan bíl. Þessi bíll er smíðaður fyrir dellu- menn enda tveggja dyra sportbíll og djásn í augum okkar dellumann- anna,“ sagði Rögnvaldur. „Það er gaman að vinna við bíla- sölu hérna á Selfossi. Hérna hafa tugir manna vinnu af umsvifum með bíla, bílasölu og þjónustu umboð- anna. Hjá mér vinna 5 menn og selja um 100 bíla á mánuði, þar af 20 – 25 nýja bíla fyrir Heklu en við afgreidd- um um 300 nýja bíla á síðasta ári. Stór hópur fólks sem kemur hingað er af höfuðborgarsvæðinu og skoðar bíla á öllum bílasölunum. Það virðist vera ákveðið sport að koma hingað austur á Selfoss og kaupa bíl enda er Selfoss orðinn bílasölubær.“ Umsvifin aukast „Framtíðin lítur vel út, það hefur aðeins dregið úr sölu en samt er hún mjög góð. Við eigum von á miklum vexti í framtíðinni hér á svæðinu bæði er um að ræða að fyrirhuguð er mikil uppbygging fyrirtækja hér í nágrenni við okkur og svo fer umferð vaxandi milli Selfoss og höfuðborg- arsvæðisins,“ sagði Rögnvaldur. „Bíladellan er í blóðinu og hún minnkar ekki“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Djásnið Rögnvaldur Jóhannesson, bílasali á Selfossi, með uppáhaldsbílinn sinn, Chevrolet Corvette árgerð ’78, fyrir framan Bílasölu Selfoss. Selfoss | „Það kennir ýmissa grasa. Hér eru gersemar af gömlum bókum sem ég verð var við að fólk hefur áhuga á að skoða og kaupa. Svo koma menn hér inn, spyrja og spjalla um bækur og þjóðleg fræði,“ sagði Bjarni Harðarson, nýr bóka- kaupmaður á Selfossi, en hann hefur ásamt konu sinni opnað Sunnlenska bókakaffið við Austurveg. Húsnæðið er ekki stórt í sniðum en þar er andrúmsloft fyrri tíma sem bækurnar eiga sinn þátt í að skapa og svo vitneskjan um áhuga kaup- mannsins á þjóðfræði og öllu því sem óvenjulegt kann að reynast. Bjarni hefur á boðstólum nýjar og eldri bækur og sumar stórar sem hann kallar gjafabækur við góð til- efni. Þá hefur hann fengið bækur frá bókasöfnum til að selja. Svo er í einu horninu skápur fullur af gömlum bókum og ljóðabækur eru áberandi. „Þetta á að vera sem breiðust lína og sérstaðan liggur í því að vera með sunnlenskar bækur og nátt- úrlega söluháar bækur, bæði nýjar og gamlar.“ Á meðan staldrað var við kom inn fyrir þröskuldinn Jón Eiríksson, fyrrverandi oddviti Skeiðahrepps og gjaldkeri Afréttamálafélags Flóa og Skeiða til 43 ára. Hann heilsar bóka- kaupmanninum með virktum enda með bók í undirbúningi sem kemur út með vorinu. Þar er á ferðinni bók um Skeiðin sem fjallar meðal annars um afrétt Flóa- og Skeiðamanna. Það verða 500 myndir í bókinni og sagt frá örnefnum á Skeiðunum. Bjarni bókakaupmaður fagnar gestinum og býður upp á kaffi. „Já, já, þetta fer vel af stað, það er ein- hver sala alla daga, bæði í bókum og kaffi,“ segir hann og skenkir gest- inum í bollann. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bókakaffi Bjarni Harðarson tók vel á móti Jóni Eiríkssyni í bókabúðinni. Þar ríkir andi bóka og þjóðlegra fræða AKUREYRI FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Hildingur ehf. hefur keypt 44% hlut í Sandblæstri og málmhúð- un hf. og er nú stærsti hluthaf- inn í félaginu. Tveir stjórnendur hjá félaginu hafa aukið sinn eignarhlut og eiga 18% hvor, þetta eru Tómas Ingi Jónsson, fjármálastjóri félagsins, og Helgi Gústafsson, framkvæmda- stjóri Ferro Zink, sem er dótt- urfélag Sandblásturs og málm- húðunar í Hafnarfirði. Jón Dan Jóhannsson fram- kvæmdastjóri mun láta af störf- um en eiga áfram 20% hlut í fé- laginu og sitja í stjórn þess. Tómas Ingi Jónsson tekur við starfi framkvæmdastjóra. Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Hildings, segir að Sandblástur og málm- húðun sé afar traust og öflugt félag með farsæla rekstrarsögu. „Við teljum sóknarfæri vera í starfsemi félagsins á ýmsum sviðum. Nýr framkvæmdastjóri mun taka við stjórnartaumunum en við munum áfram njóta starfskrafta fráfarandi fram- kvæmdastjóra, sem tekur sæti í stjórn félagsins,“ segir Bjarni Hafþór. Tómas Ingi Jónsson, sem tek- ur við starfi framkvæmdastjóra hjá félaginu, telur þessar breyt- ingar á eignarhaldinu styrkja félagið. „Það skiptir miklu máli fyrir okkur að fá að starfsem- inni öflugan fjárfesti eins og Hilding, það styrkir innviði fé- lagsins og gerir það betur í stakk búið til að takast á við ný verkefni í framtíðinni. Starfsem- in hefur vaxið umtalsvert á hverju ári og við sjáum ekki annað en að framhald geti orðið á því.“ Hann segir að ekki verði miklar breytingar á starfsem- inni en nýjum mönnum fylgi þó alltaf nýir siðir og áherslur muni eitthvað breytast. Starfsmenn 60 talsins Sandblástur og málmhúðun hf. var stofnað á Akureyri árið 1960. Félagið hefur vaxið jafnt og þétt og starfsmenn eru yfir 60 talsins. Félagið þjónar ein- staklingum og málmiðnaðarfyr- irtækjum og eru helstu þættir í starfseminni stálsmíði, zinkhúð- un, stálsala og sala á vörum tengdum málmiðnaði. Fram- leiðsluvörur eru m.a. ljósastaur- ar, vegrið og girðingar svo fátt eitt sé nefnt. Aðalstarfsemin fer fram við Árstíg 6 á Akureyri þar sem er verslun, stálsmíði og zinkhúðun. Dótturfélagið Ferro Zink, sem staðsett er í Hjalla- hrauni 2 í Hafnarfirði, rekur verslun með stál og vörur tengdar málmiðnaði, auk þess að vera þjónustustöð fyrir zink- húðun. Hildingur ehf. kaupir Sandblástur og málmhúðun Ljósmynd/aðsend Undirritun Fulltrúar nýrra eigenda Sandblásturs og málmhúðunar hf. Frá vinstri: Helgi Gústafsson, framkvæmdastjóri Ferro Zink, Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Hildings, Tómas Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Sandblásturs og málmhúðunar, og Jón Dan Jó- hannsson, fráfarandi framkvæmdastjóri. Í DAG, laugardag, verður svokallað „gítar workshop“ í Upplýsinga- og menningarmiðstöðinni Húsinu sem starfrækt er í gamla barnaskólanum að Skólastíg 2 á Akureyri. Þar heldur fyrirlestur og sýnikennslu gítarsnill- ingurinn Thiago Trinsi. Thiago mun sýna og kenna lagasmíði, uppbyggingu hljóma, samhljóm, tónskala, sólótækni, ýmsar aðferðir og tækni í ýmsum gerðum tónlistar ásamt notkun á nú- tímatækni, tölvum og effectum. Einnig mun Thiago fræða þátttakendur um það að gera tónlist að sínu aðalat- vinnutæki og að markaðssetja sjálfan sig. Thiago Trinsi er atvinnugítarleikari frá Brasilíu. Til margra ára starfaði hann við að útsetja og spila inn á plöt- ur, auglýsingar, útvarps- og sjónvarps- efni í Brasilíu en þessa dagana starfar hann hér á Íslandi við að kenna gít- arleik og vinnur að því að búa til gít- arnámskeið á DVD. Thiago hefur mikla reynslu og þekkingu á hinum ýmsu gerðum tónlistar, allt frá rokki og metal yfir í djass og fusion, einnig salsa, bossanova og margt fleira. Fyrirlestur og sýni- kennsla gítarleikara MENNINGARMESSA verður haldin á Rimum í Svarfaðardal, sunnudaginn 15. okt. og hefst hún kl. 13 og stendur til kl. 18. Þar er öllum starfandi félögum, kór- um, klúbbum og hand- og hugverksfólki í Dalvíkurbyggð gefinn kostur á að kynna sig og starfsemi sína og einnig nýbúum og menningarvinum. Milli klukkan 15 og 17 verður dag- skrá á sviði þar sem kórar og annað tón- listarfólk úr byggðarlaginu, kemur fram. Þess utan verður lítið svið til hlið- ar við stóra sviðið, brúsapallurinn, þar sem óvæntar uppákomur verða hvenær sem er á deginum. Menningarmessa í Svarfaðardal ,,DALVÍKURBYGGÐ – fjölbreytileiki, styrkur til framtíðar“ er yfirskrift íbúa- þings sem haldið verður í Dalvíkurskóla laugardaginn 21. október næstkomandi og stendur frá kl. 10.30 til 17.00. Íbúa- þing er vettvangur þar sem allir íbúar hafa tækifæri til að koma sínum hug- myndum og ábend- ingum á framfæri. Á íbúaþinginu verður leitast við að svara þeirri spurningu hvernig íbúar Dalvíkurbyggðar vilja sjá byggðarlagið sitt þróast. Í hverju liggur sérstaða Dal- víkurbyggðar og hvaða tækifæri felast í þeim fjölbreytileika sem þar er að finna, t.d. varðandi búsetukosti, náttúru og mannlíf? Hver eru skilaboð íbúa til bæj- arstjórnar um samfélags- og skólamál, skipulagsmál, atvinnulíf og málefni dreif- býlisins, svo eitthvað sé nefnt. Hvar telja íbúar að hægt sé að gera betur? Fyrir þingið verður unnið með nem- endum í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og mun þeirra sýn á sveitarfélagið sitt verða kynnt á þinginu. Umsjón með íbúaþinginu er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta og umsjón með gerð aðalskipulags Dalvíkurbyggð- ar hefur Teiknistofa arkitekta. „Á íbúa- þing eiga allir erindi og hægt er að lofa fróðlegum, gagnlegum og skemmtilegum degi,“ segir í fréttatilkynningu. Sjá einnig www.dalvik.is og www.ibu- athing. Íbúaþing haldið í ,,Dalvíkur- byggð“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.