Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 2

Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.jpv.is Í þessari bók kynnumst við Barbapabba og vini hans Pétri. Barbapabbi flytur í dýragarðinn en lendir í ýmsum ævintýrum þegar hann fær ekki að vera þar lengur. Loksins, loksins er Barbapabbi kominn aftur! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                   Í dag Sigmund 8 Umræðan 38/48 Staksteinar 8 Bréf 448 Veður 8 Minningar 49/65 Úr verinu 16 Menning 58 Viðskipti 18/19 Leikhús 62 Erlent 20/23 Myndasögur 64 Listir 24/25 Dægradvöl 65 Akureyri 26 StaðurStund 66/67 Austurland 26 Víkverji 60 Landið 27 Velvakandi 60 Daglegt líf 28/35 Dagbók 68/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 * * * Innlent  Borgarráð hafnaði á fundi sínum í gær tveimur útfærslum á mis- lægum gatnamótum á mótum Bú- staðavegar og Reykjanesbrautar. Ekki þótti æskilegt að raska lífríki Elliðaánna. » Forsíða  Bæjarráð Grindavíkur sam- þykkti á aukafundi í gærkvöldi að leggja fram tilboð í 5.500 hektara land sem landeigendur og Bláa lónið ehf. höfðu komist að samkomulagi um að Bláa lónið ehf. keypti. » Bak- síða  Þjóðskjalavörður tók í gær ákvörðun um að gera skjöl um ákveðnar hleranir á kaldastríðstím- anum opinber. Persónugreinanlegar upplýsingar um þá sem hleraðir voru hafa þó verið huldar til að vernda einkalíf þeirra. » Baksíða Erlent  Tugir óbreyttra borgara biðu bana í aðgerðum Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í suðurhluta Afganistans fyrr í vikunni, að því er fullyrt var í gær. Embættismenn NATO segja að bandalagið aðstoði erindreka afganska varnarmála- ráðuneytisins við að sannreyna þessa fullyrðingu. » 22  Loftslagsbreytingarnar í heim- inum eru líklegar til að valda alvar- legri kreppu í gervallri veröldinni, að því er fram kemur í breskri skýrslu sem birt verður á mánudag. Segir þar að taki stjórnvöld og al- menningur ekki við sér og dragi úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda muni ekkert annað blasa við en efna- hagslegt hrun. » 20  George W. Bush Bandaríkja- forseti undirritaði í gær lög þess efn- is að koma skuli upp nýrri 1.125 km langri girðingu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós til að draga úr aðstreymi ólöglegra inn- flytjenda. » 23 Viðskipti  Hagnaður bæði Landsbankans og Straums-Burðaráss á þriðja fjórðungi ársins var nokkuð undir væntingum greiningardeilda. Meiri kostnaður skýrir að miklu leyti spá- skekkjuna varðandi afkomu Lands- bankans en gjaldeyristap og lakari afkoma af hlutabréfasafni skýrir að mestu leyti spáskekkjuna í tilviki Straums-Burðaráss. Landsbankinn hefur hagnast um 26,2 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins sem er 61% meira en í fyrra og hagnaður Straums-Burðaráss á sama tímabili nemur 14,1 milljarði og hefur ekki áður verið meiri. »18-20 LANDSBÓKA- SAFNIÐ hefur opnað aðgang að bréfasafni Hall- dórs Kiljans Lax- ness, samkvæmt upplýsingum sem Hannes Hólm- steinn Gissurar- son prófessor fékk frá safninu fyrir skemmstu. Í samtali við Morgunblaðið minnti Hannes á að haustið 2003 hefði bréfasafninu verið lokað til þriggja ára, að kröfu fjölskyldu Halldórs Laxness, nema fyrir Halldóri Guð- mundssyni og Helgu Kress. Hannes sagðist hafa kvartað yfir þessu enda hefði safnið verið gefið skilmálalaust árið 1996 og verið opið fram að þessu. Að auki væri jafnræðisregla brotin. Nú liti Landsbókasafnið svo á að safnið væri opið, enda þrjú ár lið- in. Bréfasafn Laxness opnað Hannes Hólm- steinn Gissurarson Þrjú ár síðan lokað var fyrir aðgang NÍU manns hafa verið handteknir vegna smyglsins með rússneska skipinu Altair sem upp komst á þriðjudagskvöld. Lögreglu grunar að áður hafi verið smyglað með skip- inu en það hefur oft áður komið til landsins, að sögn lögreglunnar á Húsavík. Engar upplýsingar hafa komið fram sem benda til að það hafi verið notað við fíkniefnasmygl. Lagt var hald á 43 lítra af vodka og 1.400 lengjur af sígarettum sem komu í land á Raufarhöfn þar sem skipið liggur við bryggju. Landfest- ar hafa verið innsiglaðar og er skip- inu óheimilt að sigla frá landi. Eng- inn hefur verið úrskurðaður í farbann vegna málsins og beiðni um slíkt hefur ekki verið lögð fram. Fimm úr áhöfn skipsins hafa verið handteknir en alls eru 17 manns um borð, allir frá fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Einn af þeim fjórum sem komu á tveimur sendibílum frá Akureyri og Reykjavík til að ná í góssið er Íslendingur en hinir þrír eru útlendingar sem hafa verið við störf hér á landi, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Húsavík. Lögregla hafði fylgst með skipinu og lét til skarar skríða þegar góssið var komið í hendur kaupenda. Verði skipverjar dæmdir til sektar er hægt að fara fram á áframhald- andi kyrrsetningu skipsins til að tryggja að sektin verði greidd. Skipið kyrrsett á Raufarhöfn Grunur leikur á að áður hafi verið smyglað með rússneska skipinu Altair Í HNOTSKURN » Lagt var hald á 43 lítra afvodka og 1.400 lengjur af síg- arettum. Ekki leikur grunur á fíkniefnasmygli. » Góssið fannst annars vegar áRaufarhöfn og hins vegar í bíl sem var stöðvaður austan við Húsavík. Vopnafjörður | Banaslys varð á Vopnafirði um kl. 11 í gærdag, þegar bifreið fór í sjóinn. Ökumaður, eldri kona úr þorpinu, var ein í bílnum og var látin þegar björgunarmenn úr björgunarsveitinni Vopna náðu til hennar. Um 50 manns komu að björgunaraðgerðum. Tildrög slyssins voru þau að bifreiðinni var ekið út af götunni Laxdalstúni, milli heilsugæslubyggingar og bílageymslu, og fór hún þar fram af um 10 metra háum grjótkanti. Mjög mikill straumur var í sjónum á þessum stað og áttu kafarar í erfiðleikum með að ná til bílsins, sem var svo dreginn upp í fjöru skammt frá slys- staðnum. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Banaslys á Vopnafirði HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann í fimm ára fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn dóttur sinni á árunum 1998 til 2004, þegar stúlkan var 8 til 14 ára. Með dómnum var dómur Hér- aðsdóms Reykjavíkur frá 13. mars staðfestur. Ákærði var sakfelldur fyrir flest ákæruefnin en þau alvarlegustu vörð- uðu margítrekað samræði við telpuna og önnur kynferðisbrot. Var hann sakaður um að hafa framið þessi brot þegar telpan var 8–14 ára en Hæsti- réttur taldi ekki sannað að þau hefðu verið framin fyrr en telpan var orðin 12 ára. Hæstiréttur féllst á með héraðs- dómi að brot ákærða væru mjög al- varleg og hefðu staðið yfir í langan tíma. Hefðu þau beinst gegn telpunni, sem hefði allt frá fæðingu búið við af- ar erfiðar uppeldisaðstæður. Hún naut ekki umönnunar og uppeldis ættmenna sinna nema í afar takmörk- uðum mæli og var ákærða fullkunn- ugt um það. Brást algerlega trausti barnsins Í stað þess að vernda barn sitt og hjálpa því við þessar hörmulegu að- stæður beitti hann barnið grófu kyn- ferðislegu ofbeldi og brást algerlega trausti þess og foreldraskyldum sín- um gagnvart því að mati héraðsdóms. Þótti hæfileg refsing því fimm ára fangelsi. Héraðsdómur var skipaður þremur dómurum og fimm í Hæstarétti, þeim Gunnlaugi Claessen, Árna Kolbeins- syni, Hrafni Bragasyni, Markúsi Sig- urbjörnssyni og Ólafi Berki Þorvalds- syni. Sá síðastnefndi skilaði sératkvæði og vildi dæma ákærða til greiðslu 2,5 milljóna króna bóta en meirihluti dómsins dæmdi hann til greiðslu 2 milljóna kr. bóta, sem var sama bótafjárhæð og dæmd var í hér- aði. Verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Ragnheiður Harðardóttir vararíkis- saksóknari Hlaut 5 ára fangelsi Framdi árum saman kynferðisbrot gegn barnungri dóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.