Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 72
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Austan 15–20
m/s sunnanlands,
annars 8–13 m/s.
Rigning eða
slydda, úrkomulítið norðan-
og austanlands. » 8
Heitast Kaldast
8°C 0°C
ÞJÓÐSKJALASAFN Íslands hefur
birt skjöl sem varða símhleranir á ár-
unum 1949–1968 en safnið hafði áður
afmáð persónugreinanlegar upplýs-
ingar um þá sem hlerað var hjá.
Gögnin voru birt í gær á vef safnsins.
Alls er um að ræða um 60 blaðsíður
og er drjúgur hluti þeirra handskrif-
aðar síður úr sakadómsbók Saka-
dóms Reykjavíkur.
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð-
ingur hafði áður fengið aðgang að um-
ræddum skjölum vegna rannsóknar
sem hann kynnti á Söguþingi í maí sl.
Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þing-
maður og ritstjóri Þjóðviljans, óskaði
í kjölfarið eftir að fá aðgang að öllum
gögnum um símhleranir á þessum ár-
um og með úrskurði menntamála-
ráðuneytisins fékk hann fyrir
skömmu aðgang að gögnum sem ein-
göngu vörðuðu hann.
Í tilkynningu á vef safnsins segir að
í framhaldi af úrskurði menntamála-
ráðuneytisins og vegna „hins mikla
áhuga almennings á aðgangi að skjöl-
unum“ hafi safnið nú ákveðið að birta
þessi skjöl í heild sinni.
Í skjalabunkanum sem birtur var í
gær er einkum að finna beiðnir og úr-
skurði um símhleranir, auk þess sem
forsíður Þjóðviljans eru tvívegis lagð-
ar fram, beiðnunum til stuðnings.
Fram kemur að heimildir voru veittar
til að hlera síma vegna inngöngu Ís-
lands í Atlantshafsbandalagið árið
1949, heimsóknar Dwight D. Ei-
senhower, yfirhershöfðingja banda-
lagsins árið 1951 og komu Banda-
ríkjahers sama ár. Einnig voru
veittar heimildir til símhlerana þegar
verið var að semja um landhelgi Ís-
lands við Breta árið 1961 og þegar
Lyndon B. Johnson, þáverandi vara-
forseti Bandaríkjanna, heimsótti
landið árið 1963 og að síðustu vegna
utanríkisráðherrafundar Atlantshafs-
bandalagsins árið 1968.
Birtir skjöl um hleranir
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í HNOTSKURN
» Skjöl um símhleranir áárunum 1949–1968 voru
birt síðdegis í gær á vefnum
www.skjalasafn.is.
» Ekki eru birtar „persónu-greinanlegar“ upplýs-
ingar í skjölunum og vísað í
ákvæði 71. gr. stjórnarskrár-
innar.
» Í greininni segir að allirskuli njóta friðhelgi einka-
lífs, heimilis og fjölskyldu.
SAMÞYKKT var á sérstökum auka-
fundi bæjarstjórnar Grindavík-
urbæjar í gær að bærinn legði fram
tilboð í rúmlega 5.500 hektara land
sem kennt er við Járngerðarstaði og
Hópstorfu og umlykur bæinn. For-
stjóri Bláa lónsins hf. segir fyrirtækið
hafa gert bindandi samning við land-
eigendur um sölu á meirihluta lands-
ins og lýsir furðu sinni á ákvörðun
bæjarstjórnar.
Að sögn Hallgríms Bogasonar,
bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í
Grindavík, var samstaða í bæj-
arstjórn um að leggja fram tilboð sem
er ögn hærra en þær 715 milljónir
sem Bláa lónið hf. hefur boðið í landið.
„Grindavíkurbær á tiltölulega lítið
land og Bláa lónið hf. hefur gert tilboð
í allt land umhverfis okkur ef svo má
segja,“ segir Hallgrímur. „Grindavík
þarf sárlega á þessu landi að halda og
við erum að reyna að fá landeigendur
til að selja okkur landið frekar en
Bláa lóninu hf.“ Hann bætir við að
einhugur sé í bænum um þetta.
Landið er afar víðfeðmt en það er
óskipt í eigu tæplega 80 einstaklinga.
Þetta gerir sölu landsins afar erfiða
þar sem ekki er hægt að selja hluta úr
því nema með samþykki allra eig-
enda. Grímur Sæmundsen, forstjóri
Bláa lónsins hf., segir að þess vegna
hafi landeigendur óskað eftir að fyr-
irtækið gerði tilboð í landið allt en
Grindavíkurbær hafi engan áhuga
sýnt á landinu fyrr en skyndilega nú.
Hann segir fyrirtækið hafa áhuga á
að reisa heilsulindarhótel við Bláa
lónið og treysta stöðu fyrirtækisins
nærri lóninu. „Við höfum engan vilja
til að standa í illdeilum við neinn. Við
fórum út í þetta svona [að kaupa allt
landið] af því að landeigendur vildu
það og bærinn hafði ekki sýnt neinn
áhuga á að eignast landið.“ Bláa lónið
hf. hafi því engar fyrirætlanir um það
land sem liggur næst þéttbýli Grinda-
víkur og ekkert sé því til fyrirstöðu að
bærinn kaupi það land af Bláa lóninu
hf. og öðrum landeigendum jarð-
arinnar, verði samstaða um slíkt.
Þessum vilja fyrirtækisins hafi verið
komið á framfæri við bæjarstjórn
Grindavíkurbæjar fyrir fundinn í gær
og því veki samþykkt hennar nú
nokkra furðu.
Grindavíkurbær og Bláa lónið keppa um land
.
41
.
*
)
'*
)
>
#
=
P
I!
Q
5
$%*
!"
#$MA (
% ""&
'"
! $
!"$
! $
># =
J I
# )
7??
5%
!("
$
(*)
3%
6
7%
$%&
7%
5%
61
ÞRIÐJU langreyðinni var landað í
gær og er hún jafnframt sú stærsta
sem veiðst hefur til þessa, um 70 fet
að sögn Gunn-
laugs Fjólars
Gunnlaugssonar,
starfsmanns
Hvals hf.
Hvalur 9 hélt
aftur á miðin út
af Reykjanesi í
gær og er búist
við að hann komi
með fjórðu lang-
reyðina að landi
á morgun, tefji bræla ekki för skips-
ins.
Fyrsta langreyðin sem veiddist
var 68,2 fet en þótti fremur rýr. Það
á ekki við um þá sem landað var í
gær. „Feitur og pattaralegur,“ sagði
Gunnlaugur Fjólar um hvalinn þann.
Morgunblaðinu höfðu í gærkvöldi
borist um 13.300 tölvupóstskeyti
með mótmælum gegn hvalveiðum en
þau voru um 12.000 í fyrrakvöld.
Bréfin eru send að undirlagi dýra-
verndarsamtakanna IFAW.
Stærsta lang-
reyðin til þessa
Búið er að flensa
þrjá hvali.
MIKIL hálka var á Hellisheiði í gær
og lentu nokkrir ökumenn í vand-
ræðum. Einn ók á víravirki sem
skilur akreinar í sundur fyrir ofan
Litlu-Kaffistofuna og annar missti
bifreið sína út af veginum við
Hveradalabrekku. Nokkrir til við-
bótar urðu að yfirgefa bifreiðar
sínar. Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi var um 15 sentimetra jafnfall-
inn snjór á heiðinni í gær, slabb og
hálka. Lögregla sagði að fullt til-
efni væri fyrir ökumenn að skipta
yfir á vetrardekkin og hætta að
flækjast um á sumardekkjunum.
Víðar um land bárust fregnir af
hálku, m.a. af Vatnaleið á Snæfells-
nesi, Holtavörðuheiði og Öxnadals-
heiði. Raunar er víða hált og sum-
staðar mjög hált á Norður- og
Austurlandi.
Ökumenn í vand-
ræðum í hálku
Í NÝRRI skoðanakönnun sem Norð-
urlandaráð hefur látið gera kemur
fram að Íslendingar telja mögu-
leikann til náms og rannsókna í öðr-
um norrænum ríkjum mikilvægasta
þátt Norðurlandasamstarfs. Þegar
íslenskir þátttakendur voru beðnir
að nefna lönd og samtök sem mik-
ilvægt væri að land þeirra starfaði
með á alþjóðavettvangi nefndu 69%
Norðurlönd, 52% Evrópusambandið,
23% Bandaríkin og 22% Kína. Skipt-
ar skoðanir eru um mikilvægi sam-
starfs við Bandaríkin. Stór hluti
danskra þátttakenda, eða 44%, taldi
það mikilvægt. Meðal Norðmanna
voru 36% sömu skoðunar og 23% ís-
lensku þátttakendanna. Aðeins 17%
Finnanna og 10% Svíanna nefndu
Bandaríkin sem mikilvægan sam-
starfsaðila. Nokkur munur er á því
hvaða málaflokka þjóðirnar telja
mikilvægasta í norrænu samstarfi.
Íslendingar leggja langmesta
áherslu á möguleika til náms og
rannsókna og viðurkenningu prófa í
öðrum norrænum ríkjum.
Vilja samstarf við
Norðurlöndin
Morgunblaðið/Ómar
Votviðri Margir vegfarendur í Reykjavík máttu hugga sig við það í gær að enginn er verri þótt hann vökni. Þessir
voru þó séðir og hafa væntanlega frekar þurft að hafa hugfast að vera sáttir þrátt fyrir þrengslin.