Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 57
Er þetta hún Birna
litla?
Svona hljóma ævin-
lega móttökurnar þeg-
ar ég hitti Dísu föð-
ursystur mína, og svo
segir hún mér að ég
sé sæt og ég trúi
henni, því ekki er
hætta á að hún fari
með rangt mál.
Frænka mín, ljúfling-
urinn, svo góð og
hrekklaus og leggur
ávallt þeim lið sem
eiga undir högg að
sækja. Hún hefur alla
tíð haft óþrjótandi áhuga á okkur
systkinabörnum sínum og afkom-
endum okkar. Hún vissi alltaf
fyrst af flutningum, trúlofunum,
óléttum, barnsfæðingum, náms-
ferli og yfirleitt öllu því sem mik-
ilvægast er í lífinu og við höfum öll
orðið betri manneskjur af kynnum
okkar við hana.
Ég var svo ljónheppin að fá að
skríða upp í til Dísu á morgnana,
þegar hún til nokkurra ára leigði
herbergi hjá foreldrum mínum í
nýbyggðri blokk inni í Laugarnesi.
Hún sagði mér sögur úr sveitinni
og við gáfum hvor annarri skip og
fórum í frúna í Hamborg.
Skemmtum okkur. Á vorin gaf hún
mér nýjar gallabuxur og strigaskó
og við fórum í sveitina til ömmu og
Andrésar.
Þar var nafna hennar Pálma-
dóttir, jafnaldra mín, sem kynnti
mig fyrir undrum leggs og skeljar
og við áttum bú í gömlum hænsna-
kofa með torfþaki. Þar spiluðum
við á gamla olíubrúsa, sem okkur
þóttu vera gítarar, og sungum
undir. Buðum Dísu og Rönku í
kaffi. Stundum ömmu. Alltaf gam-
an. Góðar minningar, eins og allt
sem tengist Dísu.
Mestan part af sínum starfsferli
vann Dísa í Farsóttarhúsinu. Það
fannst mér upplagður áningarstað-
ur þegar ég átti leið á Borgar-
bókasafnið, sem í þá daga var í
höllinni hvítu við Þingholtsstræti.
Á „Farsótt“ var mér alltaf vel tek-
ið. Ég var sett niður við feikna-
mikið borð í eldhúsinu og í minn-
ingunni finnst mér eins og allar
eldhúskonurnar hafi snúist í kring
um mig og sýnt áhuga þessum
unga bókhneigða gesti. Mér voru
bornar kræsingar og kökur, sem
mér finnst eins og alltaf hafi komið
beint úr ofninum stóra.
Seinna, þegar
amma fór að gamlast,
flutti Dísa austur á
bernskuslóðirnar í
Laugardal og annað-
ist hana þar til hún
dó árið 1971. Hún bjó
síðan með Andrési
bróður sínum á
Hjálmsstöðum þar til
hann lést sumarið
1999.
Til Dísu og Andrés-
ar var gott að koma.
Og hjá þeim gest-
kvæmt mjög. Alltaf
opið hús og faðmur.
Dísa töfraði fram góðgerðir.
Heimabakkelsi að íslenzkum sið,
pönnsur, skonsur og piparkökurn-
ar hennar! Þær allra beztu í heimi.
Andrés glettist við börnin og sagði
þeim spennandi og taugatrekkj-
andi trölla- og svaðilfarasögur af
sjálfum sér og öðrum hetjum Ís-
landssögunnar.
Dísa kunni spilagaldra og hún
var líka alltaf til í að spila. Það
kunnu dætur mínar vel að meta og
þegar við dvöldumst í sumarhús-
inu í túnjaðrinum þurftu þær oft
að bregða sér á bæ og taka í spil
með Dísu eða líta til með Andési í
fjósi eða heyskap. Og eins og ég
áður lærðu þær í umgengni við
þau systkini dulítið um hin sönnu
verðmæti lífsins. Verðmæti sem
mölur og ryð vinna ekki svo glatt
á. Þegar lagt var úr hlaði stóðu
þau á hellunni og báðu okkur
guðsfylgdar og blessunar. Ekki
ónýtt veganesti það.
Eftir lát Andrésar fluttist Dísa
að dvalarheimili aldraðra í Hvera-
gerði, og tveimur árum síðar á
Grund í Reykjavík, þar sem allur
ættboginn kemur að finna hana.
Enginn á því heimili fær tíðari
heimsóknir. Hjá henni hittir mað-
ur fólk af öllum kynslóðum og þeg-
ar fjöldskyldumeðlimir hittast
kemur Dísa oftar en ekki til tals.
Þetta minnir á örlög ættmóðurinn-
ar í „Hundrað ára einsemd“ eftir
nóbelsskáldið Gabríel García, þeg-
ar afkomendur hennar finna sér
það til skemmtunar að kasta
henni, háaldraðri, á milli sín.
Blíð og góð eins og alltaf stend-
ur nú Þórdís Pálsdóttir frænka
mín á þröskuldi tíræðisaldursins.
Við þau tímamót árna ég henni
allra heilla og þakka af heilum hug
allar góðu stundirnar.
Árný Birna Hilmarsdóttir.
Þórdís Pálsdóttir
AFMÆLI
Rúmgaflar
Stólar
Speglar
ALLT FYRIR
SVEFNHERBERGIÐ
Komið og gerið góð kaup
Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40
Fataskápar Dýnur
Kommóður
Náttborð
OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18
VW Passat árg. '02, ek. 53 þús.
km. V. 1.500 þús. Áhv. 1.150 þús.
Vantar bíl á milli. Uppl. í s. 866
1441.
Volvo árg. '93, ek. 173 þús. km.
Volvo 850 GLE '93, ekinn 173 þ.
Skoðaður 2007. Ssk. Mp3. Leður.
Vel með farinn og mikið endur-
nýjaður. Tveir dekkjagangar á
felgum. Verð 300 þ. S. 898 2179.
Mercedes Benz Sprinter 316
CDI sk. 06/2006. Ekinn 800 km.
Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum og
speglum. Hraðastillir, fjarst. sam-
læsingar ESP, ASR, ABS loftkæl.
Með öllu. Sendibíll skráður 5-6
manna.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
Corolla 4WD til sölu árg. '96, 1,8
l, 5 gíra, ekinn 195 þús., sk. '07.
Sumardekk á álfelgum, CD/MP3,
ný tímareim, smurbók. Fínn bíll
í góðu standi. Verð 295.000. Uppl.
í síma 820 9080.
Bílar til sölu
Mercedes Benz 316 CDI Sprint-
er Maxi dísel. Nýr. 156 hestöfl.
Sjálfskiptur. ESP stöðugleikakefi,
225/75 R 16 hjólbarðar.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16b,
Kópavogi,
s. 544 4333 og 820 1070.
Árg. '99, ek. 150 þús. km. Einn
með öllu, 5 gíra, 200+HP, v/s-dekk
á áfelgum, vél nýlega mikið end-
urnýjuð, DVD, 5000W sound sys-
tem, aukahlutir um milljón. Ásett
1.450 þ. Tilboð óskast. Sími 663
5538.
Hjólbarðar
Tilboð til 29.10. 195/65 R 15 nagla-
dekk 4 stk. + vinna 27.900 kr.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333.
Tilboð til 29.10. 175/65 R 14 nagla-
dekk 4 stk. + vinna 25.900 kr.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333.
Matador MP 58 ný vetrardekk
tilboð 12 R 22.5 MP 460 33.900 kr.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333.
Camac jeppadekk - tilboð 4
stk. 235/75 R 15 + vinna 49.000 kr.
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogi,
s. 544 4333.
Geymum
hjólhýsi, fjallabíla og fleira.
Húsnæðið er loftræst, upphitað
og vaktað.
Stafnhús ehf.,
símar 862 1936 - 8991128
GeymslurBílar Kerrur
Fjölnotakerrur. Frábærar fjölnota
galv. kerrur, 500 kg. Stærð á
burðarfleti 1,55 mx2,80 m. Léttar
og meðfærilegar. Verð aðeins
89.000 kr. Símar 896 9319 & 869
2688. www.topdrive.is
Bílar aukahlutir
HÖGGDEYFAR
Fyrir bílinn: Gabriel höggdeyfar,
gormar, stýrisliðir, vatnsdælur,
sætaáklæði, sætahlífar fyrir
hesta- og veiðimenn, burðarbog-
ar, aðalljós, stefnuljós, ASIM
kúplingssett.
GS varahlutir,
Bíldshöfða, sími 567 6744.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
RÁÐSTEFNA um lífstærðfræði, til
minningar um Kjartan G. Magnús-
son, verður haldin á morgun, laug-
ardag, í Háskóla Íslands.
Kjartan var
prófessor í stærð-
fræði við Háskóla
Íslands þegar
hann féll frá í jan-
úar sl., 53 ára að
aldri. Rannsóknir
Kjartans frá því
hann kom til
starfa við háskól-
ann voru að
mestu á sviði líf-
stærðfræði, en það er vísindasvið
sem hefur vaxið mjög á síðustu ár-
um, bæði að umfangi og mikilvægi.
Viðfangsefni ráðstefnunnar er að
kynna rannsóknir sem tengjast
áhugasviðum Kjartans innan lífs-
tærðfræði og hefur verið boðið til
hennar sex innlendum og erlendum
sérfræðingum.
Fyrir hádegi mun Greg Donovan,
yfirmaður vísinda hjá Alþjóðahval-
veiðiráðinu, fjalla um aðferðafræði
við að stjórna hvalveiðum þannig að
varðveisla stofnanna sé tryggð. Síð-
an mun Bjarte Bogstad, sérfræðing-
ur hjá Hafrannsóknastofnuninni í
Bergen, fjalla um líkanagerð til að
lýsa viðgangi fisktegunda í Barents-
hafi og samspili þeirra sl. 25 ár og
Lorna Taylor, sérfræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnun, lýsir tölfræðileg-
um álitamálum sem taka þarf á við
mat á stikum í fiskveiðilíkönum.
Eftir hádegi fjallar Ólafur Niel-
sen, sérfræðingur við Náttúrufræði-
stofnun, um líkön af tengslum fálk-
ans og rjúpunnar. Björn Birnir,
prófessor í stærðfræði við Kaliforn-
íuháskólann í Santa Barbara, fjallar
um stærðfræðilíkön þar sem leitast
er við að greina þætti sem ráða
göngumynstri fisktorfa og Gunnar
Stefánsson, prófessor í stærðfræði
við Háskóla íslands, fjallar um friðun
svæða sem stjórnkerfi fiskveiða.
Ráðstefnan er haldin í sal 132 í
Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla
Íslands við Sturlugötu. Hún hefst
klukkan 9 með setningu Kristínar
Ingólfsdóttur, háskólarektors. Fyr-
irlestrarnir eftir hádegi hefjast kl.
14, en á undan fyrirlestri Ólafs verð-
ur sýnt stutt myndskeið úr kvik-
mynd sem Magnús Magnússon kvik-
myndagerðarmaður vinnur að um
fálkann og rjúpuna.
Ráðstefnan er öllum opin. Nánari
upplýsingar um hana er að finna á
vefslóðinni www.raunvis.hi.is/KGM.
Ráðstefna um
lífstærðfræði
Kjartan G.
Magnússon
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
standa fyrir mánaðarlegum fjáröfl-
unarmálsverði í Friðarhúsi, Njáls-
götu 87 (á horni Njálsgötu og
Snorrabrautar) í kvöld, föstudags-
kvöldið 27. október, kl. 19. Sjá nán-
ar: www.fridur.is.
Í fréttatilkynningu er vakin at-
hygli á því að Kjartan Ólafsson, fv.
framkvæmdastjóri Samtaka her-
námsandstæðinga, mætir á fundinn
og ræðir um símhleranamálið sem
hefur verið í fréttum upp á síðkast-
ið. Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
Fjáröflunarmáls-
verður herstöðva-
andstæðinga
KYNNINGARFUNDUR fyrir ung-
linga sem áhuga hafa á borgara-
legri fermingu 2007 og aðstand-
endur þeirra verður haldinn
laugardaginn 28. október kl. 11–12
í Háskólabíói, sal 1.
Næsta námskeið Siðmenntar til
undirbúnings borgaralegri ferm-
ingu verður kynnt, gerð grein fyrir
umsjónarmönnum og væntanlegri
athöfn næsta vor, segir í frétta-
tilkynningu frá Siðmennt – félagi
siðrænna húmanista.
Borgaraleg
ferming kynnt
STAÐALÍMYNDAHÓPUR Femín-
istafélags Íslands hefur opnað vef
með fréttum og auglýsingum sem
sýna kynin í úreltum kynhlutverk-
um; www.stadalryni.blogspot.com.
Síðan verður uppfærð út Femín-
istavikuna sem nú stendur yfir.
Staðalrýni
femínista
JAFNRÉTTISNEFND ÍTR stendur
fyrir málþingi um jafnrétti og frí-
tímann í dag, föstudaginn 27. októ-
ber, kl. 13:00-16:00 í Kornhlöðunni
við Lækjarbrekku.
Málþingið er haldið í tilefni af 10
ára afmæli jafnréttisnefndar ÍTR
og er öllum opið. Skráning fer fram
á netfanginu jafnretti@itr.is. Dag-
skrá málþings má sjá á heimasíðu
ÍTR http://itr.is
Málþing ÍTR um
jafnrétti og frítíma