Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÚTLENDINGAVANDAMÁL?
Ögmundur Jónasson, formaðurBandalags starfsmanna ríkisog bæja, lýsti miklum áhyggj-
um af fjölgun útlendinga hér á landi í
ræðu sinni á þingi BSRB í fyrradag.
Ögmundur sagði meðal annars:
„Markaðurinn er nú opnari en dæmi
eru um frá fyrri tíð. Þegar saman fer
opinn vinnumarkaður og gífurleg
þensla sem haldið er uppi með gríð-
arlegum framkvæmdum af hálfu
einkaaðila og einnig á vegum hins op-
inbera þá er ekki að sökum að spyrja
– hingað streymir fólk án afláts. Á
þessu ári hafa sjö þúsund manns
komið inn á vinnumarkaðinn erlendis
frá; í septembermánuði einum um
tólf hundruð einstaklingar. Er þetta
heppileg þróun? Ég segi nei.“
Formaður BSRB sagði líka: „Í lág-
launastörf víða í atvinnulífinu og inn-
an velferðarþjónustunnar hópast nú
aðkomufólk sem boðið er upp á kjör
sem Íslendingar sætta sig ekki við;
kjör sem þetta fólk þiggur oft og tíð-
um fegins hendi vegna neyðar og
skorts í heimahögunum. Það er rangt
sem stundum er sagt að Íslendingar
sætti sig ekki við sum störf og flýi þau
af þeim sökum. Hið rétta er að þeir
sætta sig ekki við þau kjör sem í boði
eru og flýja þau þess vegna.“
Formaður BSRB málar þessa
mynd alltof dökkum litum. Það er
ekkert vont við opinn vinnumarkað
og hreyfanleika fólks á milli landa.
Íslendingar hafa notið góðs af opn-
um, norrænum og síðar evrópskum
vinnumarkaði þegar gefið hefur á
bátinn í íslenzku efnahagslífi – og líka
þegar vel gengur. Það hjálpar ís-
lenzkum útrásarfyrirtækjum í EES-
ríkjunum til dæmis gríðarlega að ís-
lenzkir starfsmenn þeirra þurfa ekki
að sækja um atvinnuleyfi upp á von
og óvon.
Það væri einfaldlega ekki hægt að
halda íslenzku efnahagslífi gangandi
án þess að útlendingar kæmu hér til
starfa til lengri eða skemmri tíma.
Því fer fjarri að allir, sem hingað
koma, hyggi á dvöl hér til langframa,
þótt sumir geri það. Ef dregur úr
þenslunni í efnahagslífinu mun um
leið draga úr ásókn fyrirtækjanna í
útlenda starfsmenn.
Það má til sanns vegar færa hjá
formanni BSRB að hluti af ástæðunni
fyrir því að Íslendingar fást varla
lengur í sum störf, t.d. á sjúkrastofn-
unum, er laun og aðbúnaður starfs-
fólks. Það þarf að bæta kjör þess fólk,
sem vinnur þessi mikilvægu störf. En
það er ekki eins og sumir gangi at-
vinnulausir af því að þeir vilji ekki
slík störf. Atvinnuleysi er hér lítið
sem ekkert. Verzlun og þjónusta sog-
ar t.d. til sín starfsfólk frá umönn-
unargeiranum og útlent vinnuafl
kemur í staðinn. Ef það hefði ekki
komið til, væru sumar stofnanirnar,
sem um ræðir, óstarfhæfar. Og þótt
launin þyki lág og vinnan mikil, eru
laun og vinnuaðstaða þar margfalt
betri en þetta fólk nýtur í heimalönd-
um sínum.
Það er hins vegar hárrétt hjá for-
manni BSRB að við verðum að koma í
veg fyrir að þjóðfélagið klofni vegna
þess að útlendu starfsfólki séu búin
miklu verri kjör og réttindi en gerast
hjá íslenzkum þegnum. Það gerist
með því að ganga stíft eftir því að ís-
lenzkum kjarasamningum sé fylgt í
hvívetna gagnvart erlendu starfs-
fólki. Og það gerist ekki síður með því
að tryggja að það erlenda fólk, sem
hér sezt að, njóti sama hreyfanleika á
vinnumarkaði og aðrir; að það geti
flutzt úr lægst launuðu störfunum í
betur launuð störf. Það gerist ekki
sízt með því að tryggja þessu fólki
vandaða kennslu í íslenzku – sem það
fær upp til hópa ekki í dag – og að-
gang að menntun fyrir sig og börn
sín.
Það á ekki að líta á fjölgun útlend-
inga hér sem vandamál. Langflestir,
sem hingað koma, hafa vinnu um leið
og þeir koma til landsins, ólíkt því,
sem gerist sums staðar í nágranna-
löndum okkar, þar sem innflytjendur
neyðast oft til að lifa á velferðarbót-
um af því að vinnumarkaðurinn er
þeim lokaður. Þetta fólk leggur mik-
ilvægan skerf til íslenzks samfélags.
BELTI OG BÁÐAR HENDUR
Lögreglan í Reykjavík hefur und-anfarnar vikur gert átak í því að
stöðva ökumenn, sem ekki nota örygg-
isbeltin og tala í farsíma undir stýri án
þess að nota handfrjálsan búnað. Það
sem af er október hafa um 120 verið
teknir malandi í símann og um 200
beltislausir.
Vafalaust hafa allir þessir ökumenn
haft á reiðum höndum útskýringar, af-
sakanir eða röksemdafærslur fyrir því
að nota ekki jafnsjálfsagðan öryggis-
búnað. Og þær hafa allar verið jafnlé-
legar. Það er nefnilega engin góð
ástæða fyrir því að nota ekki örygg-
isbúnað, sem annars vegar er fyrir
hendi í hverjum einasta bíl, sem er
framleiddur, og kostar hins vegar ein-
hverja þúsundkalla.
Af hverju þarf lögreglan að stöðva
fólk og kæra til að kenna því að nota
bílbelti og handfrjálsan búnað? Dugir
ekki heilbrigð skynsemi fólks? Er það
ekki nægilega sláandi staðreynd, að
það hefði getað bjargað sjö manns,
sem látizt hafa í bílslysum á árinu, að
nota öryggisbelti?
Það er hægt að segja sem svo að
menn beri ábyrgð á eigin lífi og verði
að eiga það við sjálfa sig hvort þeir
spenna beltin eða ekki. En hversu lík-
legur er sá, sem ekki spennir beltið
sjálfur, til að ganga á eftir því að t.d.
börn í bílnum, sem hann ekur, geri
það? Kannanir hafa sýnt að það er
ótrúlega algengt að börn á leikskóla-
aldri séu ekki spennt í bíl eða noti
rangan öryggisbúnað. Og hvað hand-
frjálsa búnaðinn varðar, verða öku-
menn auðvitað að átta sig á því að það
er ekki aðeins þeirra eigið líf og heilsa,
sem veltur á því að þeir séu með at-
hyglina í lagi og báðar hendur á stýri,
heldur líka farþeganna í bíl þeirra og
samferðamannanna.
Allt skynsamt, ábyrgt fólk hlýtur
bæði að spenna beltin og hafa báðar
hendur á stýri.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ÞAÐ er tómt mál að tala um skóla
án aðgreiningar ef fötluðum börnum
á aldrinum 10 til 16 ára stendur
ekki til boða lengd viðvera í skólum
líkt og börnum í 1.–4. bekk býðst.
Þetta er mat Ólafs Hilmars Sverr-
issonar, föður Kjartans sem er 9
ára og stundar nám í 4. bekk í
Foldaskóla. Kjartan er með Downs-
heilkenni og insúlínháða sykursýki
og þarf sökum hennar umönnun all-
an sólarhringinn.
Ágreiningur um hver
eigi að bera kostnaðinn
Að sögn Ólafs stendur öllum
börnum í borginni í 1.–4. bekk til
boða lengd viðvera og hefur Kjart-
an allt frá upphafi skólagöngu sinn-
ar nýtt lengda viðveru á frístunda-
heimilinu Regnbogalandi sem rekið
er á vegum ÍTR. „Sú þjónusta er
grundvöllur þess að hann geti sótt
nám í sínum hverfisskóla,“ segir
Ólafur og bendir á að þau hjónin
hafi átt mjög gott samstarf við
skólastjórnendur og starfsfólk ÍTR
varðandi lengda viðveru. Ólafur tek-
ur fram að sökum sykursýkinnar og
meðfæddrar þroskahömlunar sinnar
geti Kjartan eðlilega ekki verið einn
heima eftir að skóladegi lýkur. Með
lengdri viðveru er t.d. átt við
dægradvöl og aðstoð við heimanám
sem veitt er grunnskólabörnum eft-
ir að skólastarfi lýkur milli kl. 13 og
14 á daginn og stendur til kl. 17.
„Þegar börnin ljúka 4. bekk er
gert ráð fyrir að þau geti eftir það
verið heima hjá sér. Það á hins veg-
ar ekki við í þeim tilfellum þegar
börnin eru fötluð, þau geta ekki
verið ein heima eftir skóla.“ Að
sögn Ólafs hafa hann og Ragnheið-
ur Gunnarsdóttir, kona hans, skrif-
að borgaryfirvöldum og reynt að
leita eftir upplýsingum um það
hvort syni þeirra standi til boða
lengd viðvera á næsta skólaári. Seg-
ir hann að einu svörin sem þeim
hafi borist séu að starfshópur, sem
félagsmálaráðherra skipaði í mars
2005 til að fjalla um málaflokkinn,
hafi í síðasta mánuði skilað af sér
áfangaskýrslu. Í tillögum starfs-
hópsins er lagt til að gert verði
bráðabirgðasamkomulag milli ríkis
og sveitarfélaga um að lengd við-
vera fatlaðra grunnskólabarna í 5.–
10. bekk verði tryg
„Eftir því sem ég
geta ríki og sveitar
ekki komið sér sam
að bera kostnaðinn
segir Ólafur og ben
ekkert gert fyrir n
annaðhvort hann e
minnka við sig vinn
annast um soninn.
óviðunandi að fötlu
þá þjónustu sem þa
halda til þess að ge
hverfisskóla, enda
börnin aðlagist sínu
kost á að fylgja jaf
leikskóla og skóla.
vandanum bara vel
ana, sem þýðir að f
barna geta ekki ve
endur á atvinnuma
Kalla eftir lengdri viðveru til handa fötluðum börnum
Grundvöllur þess
börn geti sótt hve
Óska eftir svari Hjónin Ragnheiður Gunnarsdóttir og Ólafur Hilmar Sverrisson hafa skrifað borgaryf
STARFSHÓPUR um lengda viðveru
fatlaðra barna í grunnskólum telur
æskilegt að sveitarfélög bjóði upp á
lengda viðveru eftir að hefðbundnum
skóladegi lýkur fyrir öll börn fyrstu
ár þeirra í grunnskóla og að fötl-
uðum börnum standi slík þjónusta til
boða allt til 16 ára aldurs. Þetta kem-
ur fram í áfangaskýrslu með til-
lögum og greiningu sem starfshóp-
urinn skilaði af sér í síðasta mánuði.
Í skýrslu sinni leggur starfshóp-
urinn til að gert verði bráðabirgða-
samkomulag milli ríkis og sveitarfé-
laga um lengri viðve
grunnskólabarna í 5
að tvö ár meðan á en
um málefni fatlaðra
stendur yfir.
Í skýrslunni kemu
jafnaði eru um 62 föt
gangi og að alls séu þ
aldrinum 6–16 ára í
Áætlað er að kostna
viðveru grunnskólab
bekk geti, að frádreg
eldra, numið tæpum
króna árlega.
Snertir 620 börn