Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIKIL umræða hefur verið á und-
anförnum misserum um bætt kjör
aldraðra og bent hefur verið á það
óréttlæti sem allt of
margir eldri borgarar
búa við.
Mikið gæfuspor var
stigið þegar lífeyr-
issjóðakerfinu var
komið á á sínum tíma.
Kerfi sem í náinni
framtíð mun verða til
þess að gjörbreyta lífs-
skilyrðum okkar sem
munum hefja töku líf-
eyris eftir um það bil
tuttugu ár. Á þeim
tíma mun í langflestum
tilvikum eign fólks í líf-
eyrissjóðum nægja til
framfærslu að ekki sé
talað um þá sem frá
upphafi nýttu sér við-
bótarsparnað.
Á milli þeirrar kyn-
slóðar sem nú er komin
á eftirlaunaaldur og
þeirrar sem síðar mun
njóta lífeyrissjóðakerf-
is okkar til fulls hefur
myndast gjá sem þarf
að brúa. Eftir um það
bil tíu til fimmtán ár á
ekki að vera nein þörf á
sérstökum eða sértæk-
um aðgerðum til að
bæta kjör aldraðra. Okkar miklu
eignir í lífeyrissjóðum munu stórbæta
tekjur og afkomu eldri borgara.
Þar til því marki er náð er nauðsyn-
legt að vinna áfram í náinni samvinnu
við samtök aldraðra um að bæta kjör
þeirra tekjulægstu. Slíkar aðgerðir
eiga þó ekki endilega að ná til allra ef-
tilaunaþega því þrátt fyrir allt fer sá
hópur eldri borgara stækkandi sem
hefur það ágætt fjárhagslega. Margt
hefur þegar verið gert til að bæta kjör
hjá öldruðum og forsenda þess er sá
stöðugleiki sem núverandi ríkisstjórn
hefur stuðlað að og þar við bætist sá
kraftur sem íslenskt atvinnulíf hefur
búið yfir og hefur verið
nýttur vel öllum til hags-
bóta.
Undirstöðuefnið í þá
brú sem við þurfum að
byggja til að bæta veru-
lega hag eldri borgara
eru minni skerðingar.
Aldraðir búa við allt of
lág tekjumörk og bætur
skerðast við allt of lágar
tekjur. Þessu verðum við
að breyta.
Vinnuframlag eldri
borgara er vannýtt auð-
lind sem ekki er einungis
skynsamlegt að nýta
heldur þjóðhagslega
hagkvæmt. Margir aldr-
aðir vilja vinna lengur
hluta úr degi eða hluta
úr viku en hafa ekki
möguleika á því eins og
kerfið er uppbyggt í dag
vegna þeirra skerðinga
sem innbyggðar eru og
koma í veg fyrir að fólk
geti með reisn haldið
sjálfstæði sínu.
Mikil uppbygging er
framundan í öldr-
unarþjónustu lands-
manna, bæði með bygg-
ingu dvalarheimila, hjúkrunarheimila
og þjónustuíbúða aldraðra. Ég mun
beita mér fyrir því að þeirri uppbygg-
ingu verði hraðað enda er staða efna-
hagsmála á Íslandi í miklum blóma.
Bætum kjör aldraðra
Vernharð Guðnason fjallar um
málefni aldraðra
Vernharð Guðnason
»Mikil upp-bygging er
framundan í
öldrunarþjón-
ustu lands-
manna, bæði
með byggingu
dvalarheimila,
hjúkrunarheim-
ila og þjónustu-
íbúða aldraðra.
Höfundur er formaður slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna og sækist eftir
6. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík.
SAMRÆMD próf hafa verið mikið
í umræðunni að undanförnu og ekki
eru menn sammála um ágæti þeirra.
Umræðan snýst venjulega um hvort
prófin eigi rétt á sér
eða hvort eigi að fella
þau niður. Ef við lítum
á prófin og skoðum þau
gaumgæfilega, væri þá
ekki betra að breyta
fyrirkomulagi próf-
anna en að hætta alveg
við þau? Það mætti t. d.
byrja á því að breyta
fyrirkomulaginu þann-
ig að niðurstöður væru
ekki birtar frá hverjum
skóla fyrir sig heldur
birtar bara á landsvísu.
Þegar niðurstöður eru
birtar frá hverjum
skóla fyrir sig þá er
hættan alltaf að nið-
urstaðan verði ekki
rétt. Af hverju? Jú, í
sumum skólum eru
ákveðnir einstaklingar
beðnir að vera heima
vegna þess að þeir eru
ekki í stakk búnir til að
taka svona próf, með
öðrum orðum draga
því meðaltalið niður og
það er ekki gott fyrir skólann. Svo
eru einhverjir skólar sem byrja að
æfa nemendur í þriðja bekk í að taka
prófin og hlaða á nemendur prófum
til að fara yfir, svo þeim er nóg um. Í
öðrum skólum er látið nægja að fara
yfir eitt próf til að sjá hvernig prófin
líta út. Ef prófin eiga að vera sam-
ræmd þarf að samræma þau betur en
gert er í dag og koma í veg fyrir, þá
sérstaklega hjá nemendum í fjórða
bekk, að þeim finnist þeir ekki vera
annars flokks og geti ekki tekið þessi
próf eins og hinir gera. Fyrir börn
sem eru ólæs eru þessi próf of erfið
og er það þetta sem við viljum fyrir
börnin okkar, hræða þau með prófum
sem þau ráða ekki við? Ég held að
þessi próf séu góð fyrir kennarann til
þess að athuga hvernig nemendurnir
standa sig, þ.e. bekk-
urinn í heild sinni, en við
megum ekki gleyma að
barn í fjórða bekk er að
móta skoðun sína á
skóla og þá verðum við
að bera hag nemenda
fyrir brjósti, ekki hvort
skólinn kemur vel út á
landsvísu, því að í mörg-
um tilfellum er það því
miður ekki marktækt.
Prófin eiga ekki að
vera til að geturaða
grunnskólum landsins
eins og þau eru notuð í
dag. Um leið og nið-
urstöður prófanna birt-
ast koma greinar í dag-
blöðum landsins um að
þessi skóli sé bestur og
þessi sé á sínum stað
eins og vanalega. Sam-
ræmd próf eiga að vera
fyrir nemendurna og því
kemur það nemend-
unum einum við hvað
þeir fengu í einkunn.
Samræmd próf eiga að
vera fyrir kennarana til að sjá hvern-
ig nemendur þeirra standa sig gagn-
vart heildinni. Ekki skemma þetta
ágæta tæki fyrir nemendum og kenn-
urum, annað hvort með því að hætta
við það eða að nota það til að „ranka“
skólana. Leyfum nemendum að vera
nemendur og kennaranum að sinna
sínu starfi í friði.
Samræmd
próf eða ekki
Bjarni Gaukur Þórmundsson
fjallar um samræmd próf
Bjarni Gaukur
Þórmundsson
» Samræmdpróf eiga að
vera fyrir kenn-
arana til að sjá
hvernig nem-
endur þeirra
standa sig gagn-
vart heildinni.
Höfundur er kennari og stefnir á 7. –
8. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæminu.
MJÖG mikið er undir því komið
að það takist að nýta vel tíma
grunnskólabarna, allt frá fyrsta
degi. Á undanförnum árum hefur
Ísland komist í hóp þeirra þjóða þar
sem lífsgæði eru mest. Til þess að
halda þessari stöðu og til þess að
gera enn betur er mikilvægast að
bæta menntakerfið okkar. Grunn-
skólinn er hvað mikilvægastur því
þar er lagður sá grunnur sem flest
önnur tækifæri byggjast á. Við höf-
um efnahagslega getu til þess að
gera grunnskólann þann besta í
heimi og ekki er deilt um að íslensk
börn eru jafn vel gefin og börn í
öðrum löndum. Það er mat höfunda
að sveigjanleikinn sé lykilatriðið
þegar búa á til heimsins besta
grunnskóla.
Sveigjanlegri kjör kennara
Haldgott mat á gæðum skóla-
starfsins er lykill að því að umbylta
núgildandi launakerfi grunnskól-
ans. Í grófum dráttum er það svo að
nú er engin leið fyrir skólastjóra að
greiða góðum kennara hærri laun.
Það er því ekki bein tenging á milli
þess að standa sig vel í starfi og
njóta umbunar í launum. Kennarar
eru ekki ólíkir öðru fólki þar sem
umbun og viðurkenning fyrir vel
unnin störf hvetur okkur til dáða.
Við teljum því að það eigi að veita
skólastjórnendum rúmar heimildir
til þess að gera betur við þá kenn-
ara sem standa sig vel í starfi. Það
gengur ekki að eina færa leiðin til
að hækka góðan kennara í launum
sé að minnka við hann kennslu og
auka við hann stjórnunarstörf.
Menntakerfið er okkur það mik-
ilvægt að það hlýtur að vera alvar-
legt umhugsunarefni að þar, af öll-
um sviðum þjóðlífsins, skuli ekki
vera samhengi á milli launa og
frammistöðu.
Menntakerfið er aflvél hagkerf-
isins og jafnframt besta leiðin sem
við höfum til að veita börnunum
jöfn tækifæri í lífinu óháð efnahag
foreldra þeirra. Eitt vandasamasta
og mikilvægasta verkefni skóla-
yfirvalda er meðal annars að hlúa
sem best að þeim skólum þar sem
eru mörg börn sem búa við erfiðar
félagslegar aðstæður. Við þekkjum
það öll að nemendur í íslenskum
skólum búa við ólíkar félagslegar
aðstæður. Ein leið fyrir sveitarfélög
til að styrkja slíka skóla er sú að
verja til þeirra auknum fjármunum
sérstaklega og greiða góðum kenn-
urum við skólann hærri laun. Við
eigum að hverfa frá jafnlaunastefn-
unni sem gerir skólastarfið stirt og
ósveigjanlegt. Hún er ekki til þess
fallin að efla gæði menntunar í land-
inu og ekki til þess fallin að veita
jöfn tækifæri.
Sveigjanlegt skólastarf
Niðurstöður PISA-rannsóknar
gefa vísbendingar um að lítill mun-
ur sé á milli skóla á Íslandi. Í raun
kemur fram að Ísland og þau lönd
önnur sem sýndu lítinn sem engan
mun á milli skóla eru öll fyrir neðan
OECD-meðaltalið í lestrargetu og
stærðfræði og eiga mjög fáa nem-
endur sem gengur
mjög vel eða mjög illa í
námi. Út frá þessu
vakna spurningar um
of stífa ramma og of
lítinn sveigjanleika í
skólaumhverfi lands-
ins. Mikilvægt er að
losa ramma og mið-
stýringu, hleypa ólík-
um rekstrarformum
að og losa úr læðingi
þann mikla kraft sem
býr í fagfólki skól-
anna. Ef kennarar fá
sveigjanleika til at-
hafna fara mýmargar hugmyndir
fagfólksins í framkvæmd. Halda
þarf áfram vinnu við að losa ramma
laga, reglugerða og námskráa.
Hæfileg blanda sjálfstætt rekinna
skóla og opinberra er æskileg því
okkur miðar lítið sem ekkert áfram
ef skólarnir eru meira eða minna
steyptir í sama mót. Á síðustu árum
hafa víða sprottið fram athygl-
isverðar nýjungar í skólastarfi á
grunnskólastiginu og eftir því sem
fleiri sveitarfélög auka valfrelsi for-
eldra og nemenda, því fjölbreyttara
verður námsframboðið. Með því að
virkja hugmyndir margra eru mikl-
ar líkur á að við eflum skólastarf í
heild. Ólík rekstrarform skóla hafa
til að mynda mikil áhrif á skólakerf-
ið í heild sinni því þeir eiga auðveld-
ara með að skynja hlutverk sitt.
Hugmyndir kennara um kennslu-
hætti og form fara þar hraðar í
framkvæmd og ýta þannig við kröf-
um og skilningi foreldra og sam-
keppnishugsun í öðrum skólum.
Með sveigjanleika einkarekinna
skóla og auknu sjálfstæði skóla á
vegum sveitarfélaga verða viðbrögð
menntakerfisins hraðari, frum-
kvæði eykst og gæði skólastarfs
aukast. Við þurfum sveigjanlegt
skólakerfi sem leysir krafta úr læð-
ingi, eykur fjölbreytni og laðar
þannig fram það besta í skólastarf-
inu.
Leysum kraftinn úr læðingi
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
og Illugi Gunnarsson
fjalla um menntamál
»Menntakerfið erokkur það mikilvægt
að það hlýtur að vera al-
varlegt umhugsunarefni
að þar, af öllum sviðum
þjóðlífsins, skuli ekki
vera samhengi á milli
launa og frammistöðu.
Illugi
Gunnarsson
Þorbjörg Helga er borgarfulltrúi.
Illugi er hagfræðingur og býður
sig fram í 3. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Í NÓVEMBER árið 2005 tóku
yfirstjórn og sérfræðingar Trygg-
ingastofnunar ríkisins saman
skýrslu um sjúkratryggingar á Ís-
landi og framkvæmd þeirra. Þótt
nú sé ár liðið frá sam-
antekt þessari hefur
lítið farið fyrir við-
brögðum við henni ut-
an einhvers geð-
vonskutuldurs
einstakra ráðamanna.
Mér, sem sit í stjórn
Tryggingastofnunar-
innar, hefur frá upp-
hafi verið ljóst hvað
reglugerðafrum-
skógur sá er Trygg-
ingastofnun er læst
inni í er óaðgengilegur
venjulegum notendum
þjónustu hennar og
hversu brýna nauðsyn ber til þess
að gera þeim réttindi sín ljós og
auka þannig jafnrétti þeirra.
Í stjórnarskrá lýðveldisins Ís-
lands segir að allir skuli jafnir fyrir
lögum og að öllum skuli tryggður
lögboðinn réttur til nauðsynlegar
aðstoðar vegna sjúkleika (lög nr. 33
frá 1944, 65. og 76. grein).
Undanfarna áratugi hefur kostn-
aður við heilbrigðisþjónustu farið
allmjög vaxandi og því hafa allflest
lönd gripið til þess ráðs að velta
hluta þess kostnaðar yfir á neyt-
endur jafnvel þótt sýnt hafi verið
fram á að notendagjöld draga
ámóta úr kostnaði við nauðsynlega
þjónustu og ónauðsynlega. Hér var
því illu heilli ákveðið með almanna-
tryggingalögum frá árinu 1993
hvaða heilbrigðisþjónustu sjúkra-
tryggingar taka þátt í að greiða.
Nánari útfærslur á þeirri kostn-
aðarhlutdeild er svo að finna í
fjölda reglugerða þar sem ein-
staklingum er mismunað með mis-
háum notendagjöldum
eftir aldri, heilsu,
sjúkdómum og
tekjum. Það er aug-
ljóst að notendagjöld
geta leitt til heilsu-
skaða þeirra sem ekki
hafa efni á að greiða
þau. Jafnræðisrök
standa því ótvírætt til
þess að notendagjöld
séu höfð sem lægst
þannig að allir sjúk-
lingar fái notið al-
mannatrygginga. Eins
er ljóst að þær breyt-
ingar á almannatrygg-
ingalögum sem hafa verið gerðar á
umliðnum áratugum hafa verið til-
viljanakenndar og markast af
skyndiþörfum og áherslum líðandi
stundar en meginstefnan er afar
þokukennd. Enn fremur er ljóst að
þegar bætur sjúkratrygginga eru
tengdar tekjum hins tryggða er
blandað saman félagslegri aðstoð
og almannatryggingum en sam-
kvæmt lögum eru þessir tveir mála-
flokkar aðskildir.
Hér eru að vísu veitt svokölluð
afsláttarkort sem veita notendum
umtalsverðan afslátt af kostnaði
þegar ákveðnum kostnaðað-
armörkum er náð. Afláttarkort
þessi miðast hins vegar við alman-
aksár, þannig að einstaklingur sem
telst þarfnast rannsókna í desem-
ber nýtur aðeins afsláttar til 1. jan-
úar en hinn sem þarf slíkra rann-
sókna við í janúar nýtur afsláttar út
árið. Eðlilegra væri því að miða af-
sláttarkort við hlaupandi tólf mán-
aða tímabil í stað almanaksársins.
Í lok umræddrar samantektar
bjóða sérfræðingar Trygg-
ingastofnunar fram sérþekkingu
sína til þess að leggja drög að
reglum um samræmt afsláttarkort
sem næði yfir sem flesta mála-
flokka tryggingasviðsins í þeim til-
gangi að útrýma misrétti og rugl-
ingi og gera réttindi sjúklinga skýr
og gagnsæ.
Þetta tilboð stendur enn, að því
er ég best veit. Hugsanlega þurfum
við nýja ríkisstjórn til þess að því
verði tekið.
Misrétti í sjúkratryggingum
Sigríður Jóhannesdóttir fjallar
um sjúkratryggingar »… þær breytingar áalmannatrygg-
ingalögum sem hafa
verið gerðar á umliðn-
um áratugum hafa verið
tilviljanakenndar og
markast af skyndiþörf-
um og áherslum líðandi
stundar en meginstefn-
an er afar þokukennd
Sigríður
Jóhannesdóttir
Höfundur er kennari og fv. alþing-
ismaður og býður sig fram í 2.–3. sæti
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.