Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 23
Moskvu. AFP. | Aðstoðarinnanríkis-
ráðherra Rússlands, Andrej Noví-
kov, segir peningaþvætti í Rússlandi
nema um 10 milljörðum dollara á ári
hverju, eða um 680 milljörðum
króna.
,„Peningaþvætti nemur um það bil
250 til 300 milljörðum rúblna,“ hafði
fréttastofan Ria Novosti eftir ráð-
herranum. Novíkov sagði að pen-
ingaþvætti hefði færst í aukana í
Rússlandi og vitað væri um 7.500 til-
felli á síðasta ári.
Réðust inn í banka
Fyrir tæpum tveimur vikum réð-
ust fulltrúar innanríkisráðuneytisins
inn í bankann Vek í miðborg Moskvu
vegna rannsóknar á meintu peninga-
þvætti sem talið var nema 500 millj-
ónum dollara, sem samsvarar 34
milljörðum króna.
Stjórnendur annars banka, sem
nefnist á ensku New Economic Posi-
tion, eru sagðir hafa notað fjölda fé-
laga til að fela slóð um 480 milljóna
dollara frá árinu 2004 til 2005.
Rússnesk yfirvöld hafa haft sam-
starf við önnur ríki í rannsóknum á
peningaþvætti, meðal annars Aust-
urríki, Þýskaland, Ísrael, Lettland,
Litháen og Sviss, að sögn innanrík-
isráðuneytisins í Moskvu.
Peninga-
þvætti eykst
♦♦♦
Washington. AP, AFP. | George W. Bush,
forseti Bandaríkjanna, undirritaði í
gær lög þess efnis að koma skuli upp
nýrri 1.125 km langri girðingu á
landamærum Bandaríkjanna og
Mexíkós til að draga úr aðstreymi
ólöglegra innflytjenda.
Bush undirritaði lögin, sem eru
mjög umdeild, aðeins 12 dögum fyrir
kosningar í Bandaríkjunum og ljóst
er að hann telur þau munu verða sér
og sínum flokki, Repúblikanaflokkn-
um, til framdráttar.
Bush kallaði lögin „mikilvægt
skref“ í umbótaátt. „Því miður höfum
við Bandaríkjamenn ekki ráðið full-
komlega yfir okkar eigin landamær-
um um áratugaskeið og þess vegna er
jafnmikið af ólöglegum innflytjendum
hér og raun ber vitni. Okkur ber
skylda til að takast á við þetta og
tryggja okkar eigin landamæri,“
sagði Bush en áður hefur Bandaríkja-
þing samþykkt að verja sem nemur
um 82 milljörðum ísl. kr. í mannhelda
girðingu á landamærunum.
Mexíkóstjórn mjög óánægð
Stjórnvöld í Mexíkó eru mjög and-
víg fyrirhugaðri girðingu á landa-
mærunum og halda því fram að það
vandamál, sem ólöglegir innflytjend-
ur í Bandaríkjunum eru, verði ekki
leyst með girðingu. Segja þau að und-
irritun Bush sé fyrst og fremst af
pólitískum rótum runnin og spá því
raunar að ekkert verði af girðingar-
framkvæmdum. Benda þau á að fyrr-
nefndir rúmlega 80 milljarðar króna
dugi hvergi fyrir kostnaði við girð-
inguna. Á Bandaríkjaþingi hafi hann
verið áætlaður á bilinu 412 til 550
milljarðar kr.
Áætlað hefur verið að um 10 millj-
ónir Mexíkómanna búi nú í Banda-
ríkjunum og að um fjórar milljónir
þeirra séu þar ólöglega. Á síðasta ári
voru um 1,2 milljónir manna hand-
teknar er þær reyndu að komast til
Bandaríkjanna og yfir landamærin
inn í Texas, Nýja Mexíkó, Arizona og
Kaliforníu.
Stjórnvöld í Mexíkó hafa hótað að
bera girðingarmálið upp hjá Samein-
uðu þjóðunum og þau hafa einnig birt
sérstaka yfirlýsingu um málið hjá
Samtökum Ameríkuríkja. Naut hún
þar stuðnings 27 aðildarríkja þeirra.
Bush undirritaði
girðingarlögin
Reuters
Á verði Landamæravörður á ferð við girðingu á landamærum Bandaríkj-
anna og Mexíkó. Fyrirhugað er að girðingin verði meira en 1.000 km löng.
Seoul. AFP. | Hungur hefur orðið til
þess að fleiri Norður-Kóreumenn
hætta lífi sínu með því að reyna að
flýja yfir landamærin til grannríkj-
anna, að sögn hugveitunnar Int-
ernational Crisis Group (ICG) í gær.
Í nýrri skýrslu hvetur hugveitan
stjórnvöld í Kína til að hætta að
flytja norður-kóreska flóttamenn
aftur til heimalandsins þar sem þeir
eiga á hættu að verða fyrir ofsókn-
um eða teknir af lífi. Önnur lönd
voru einnig hvött til að taka á móti
norður-kóresku flóttafólki.
ICG spáir vaxandi straumi flótta-
fólks frá Norður-Kóreu í vetur
vegna yfirvofandi hungursneyðar.
Tugir þúsunda manna hafa flúið
þrengingarnar í landinu en aðeins
um 9.000 þeirra hafa fengið dval-
arleyfi í öðrum löndum, flestir
þeirra í Suður-Kóreu en einnig í
Bandaríkjunum og Evrópu. Hinir
búa í felum í Kína og fleiri grann-
ríkjum Norður-Kóreu af ótta við að
þeir verði fluttir þangað aftur og
teknir af lífi.
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð-
anna hefur óskað eftir meiri fjár-
framlögum frá ríkjum heims vegna
hjálparstarfsins í N-Kóreu og segir
að rúmur þriðjungur barna í landinu
þjáist af alvarlegri vannæringu.
Stofnunin kveðst aðeins hafa
fengið um 8% af þeim fjárframlög-
um sem hún þurfi til að sjá nauð-
stöddum Norður-Kóreumönnum
fyrir um 150.000 tonnum af matvæl-
um næstu tvö árin.
Fleiri flýja
frá N-Kóreu 4
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík,
27. og 28. október.
Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára - Aðalstræti 6
Sími: 561-2620 og 561-2624
www.sigurdurkari.is
Sigurð Kára Kristjánsson
alþingismann í 4. sæti
Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður
og formaður menntamálanefndar Alþingis
hefur verið einn afkastamesti þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu.
Auk þess að taka þátt í þeim aðgerðum
ríkisstjórnarinnar sem aukið hafa frelsi
og bætt hag almennings, hefur hann staðið
að tugum þingmála að eigin frumkvæði
eða í félagi við aðra þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf duglega og
kjarkmikla málsvara sjálfstæðisstefnunnar
á Alþingi.
SETJUM SIGURÐ
KÁRA Í 4. SÆTI.
Stuðningsfólk
DUGUR OG ÞOR