Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 23 Moskvu. AFP. | Aðstoðarinnanríkis- ráðherra Rússlands, Andrej Noví- kov, segir peningaþvætti í Rússlandi nema um 10 milljörðum dollara á ári hverju, eða um 680 milljörðum króna. ,„Peningaþvætti nemur um það bil 250 til 300 milljörðum rúblna,“ hafði fréttastofan Ria Novosti eftir ráð- herranum. Novíkov sagði að pen- ingaþvætti hefði færst í aukana í Rússlandi og vitað væri um 7.500 til- felli á síðasta ári. Réðust inn í banka Fyrir tæpum tveimur vikum réð- ust fulltrúar innanríkisráðuneytisins inn í bankann Vek í miðborg Moskvu vegna rannsóknar á meintu peninga- þvætti sem talið var nema 500 millj- ónum dollara, sem samsvarar 34 milljörðum króna. Stjórnendur annars banka, sem nefnist á ensku New Economic Posi- tion, eru sagðir hafa notað fjölda fé- laga til að fela slóð um 480 milljóna dollara frá árinu 2004 til 2005. Rússnesk yfirvöld hafa haft sam- starf við önnur ríki í rannsóknum á peningaþvætti, meðal annars Aust- urríki, Þýskaland, Ísrael, Lettland, Litháen og Sviss, að sögn innanrík- isráðuneytisins í Moskvu. Peninga- þvætti eykst ♦♦♦ Washington. AP, AFP. | George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær lög þess efnis að koma skuli upp nýrri 1.125 km langri girðingu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós til að draga úr aðstreymi ólöglegra innflytjenda. Bush undirritaði lögin, sem eru mjög umdeild, aðeins 12 dögum fyrir kosningar í Bandaríkjunum og ljóst er að hann telur þau munu verða sér og sínum flokki, Repúblikanaflokkn- um, til framdráttar. Bush kallaði lögin „mikilvægt skref“ í umbótaátt. „Því miður höfum við Bandaríkjamenn ekki ráðið full- komlega yfir okkar eigin landamær- um um áratugaskeið og þess vegna er jafnmikið af ólöglegum innflytjendum hér og raun ber vitni. Okkur ber skylda til að takast á við þetta og tryggja okkar eigin landamæri,“ sagði Bush en áður hefur Bandaríkja- þing samþykkt að verja sem nemur um 82 milljörðum ísl. kr. í mannhelda girðingu á landamærunum. Mexíkóstjórn mjög óánægð Stjórnvöld í Mexíkó eru mjög and- víg fyrirhugaðri girðingu á landa- mærunum og halda því fram að það vandamál, sem ólöglegir innflytjend- ur í Bandaríkjunum eru, verði ekki leyst með girðingu. Segja þau að und- irritun Bush sé fyrst og fremst af pólitískum rótum runnin og spá því raunar að ekkert verði af girðingar- framkvæmdum. Benda þau á að fyrr- nefndir rúmlega 80 milljarðar króna dugi hvergi fyrir kostnaði við girð- inguna. Á Bandaríkjaþingi hafi hann verið áætlaður á bilinu 412 til 550 milljarðar kr. Áætlað hefur verið að um 10 millj- ónir Mexíkómanna búi nú í Banda- ríkjunum og að um fjórar milljónir þeirra séu þar ólöglega. Á síðasta ári voru um 1,2 milljónir manna hand- teknar er þær reyndu að komast til Bandaríkjanna og yfir landamærin inn í Texas, Nýja Mexíkó, Arizona og Kaliforníu. Stjórnvöld í Mexíkó hafa hótað að bera girðingarmálið upp hjá Samein- uðu þjóðunum og þau hafa einnig birt sérstaka yfirlýsingu um málið hjá Samtökum Ameríkuríkja. Naut hún þar stuðnings 27 aðildarríkja þeirra. Bush undirritaði girðingarlögin Reuters Á verði Landamæravörður á ferð við girðingu á landamærum Bandaríkj- anna og Mexíkó. Fyrirhugað er að girðingin verði meira en 1.000 km löng. Seoul. AFP. | Hungur hefur orðið til þess að fleiri Norður-Kóreumenn hætta lífi sínu með því að reyna að flýja yfir landamærin til grannríkj- anna, að sögn hugveitunnar Int- ernational Crisis Group (ICG) í gær. Í nýrri skýrslu hvetur hugveitan stjórnvöld í Kína til að hætta að flytja norður-kóreska flóttamenn aftur til heimalandsins þar sem þeir eiga á hættu að verða fyrir ofsókn- um eða teknir af lífi. Önnur lönd voru einnig hvött til að taka á móti norður-kóresku flóttafólki. ICG spáir vaxandi straumi flótta- fólks frá Norður-Kóreu í vetur vegna yfirvofandi hungursneyðar. Tugir þúsunda manna hafa flúið þrengingarnar í landinu en aðeins um 9.000 þeirra hafa fengið dval- arleyfi í öðrum löndum, flestir þeirra í Suður-Kóreu en einnig í Bandaríkjunum og Evrópu. Hinir búa í felum í Kína og fleiri grann- ríkjum Norður-Kóreu af ótta við að þeir verði fluttir þangað aftur og teknir af lífi. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóð- anna hefur óskað eftir meiri fjár- framlögum frá ríkjum heims vegna hjálparstarfsins í N-Kóreu og segir að rúmur þriðjungur barna í landinu þjáist af alvarlegri vannæringu. Stofnunin kveðst aðeins hafa fengið um 8% af þeim fjárframlög- um sem hún þurfi til að sjá nauð- stöddum Norður-Kóreumönnum fyrir um 150.000 tonnum af matvæl- um næstu tvö árin. Fleiri flýja frá N-Kóreu 4 Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október. Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára - Aðalstræti 6 Sími: 561-2620 og 561-2624 www.sigurdurkari.is Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann í 4. sæti Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður og formaður menntamálanefndar Alþingis hefur verið einn afkastamesti þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Auk þess að taka þátt í þeim aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem aukið hafa frelsi og bætt hag almennings, hefur hann staðið að tugum þingmála að eigin frumkvæði eða í félagi við aðra þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf duglega og kjarkmikla málsvara sjálfstæðisstefnunnar á Alþingi. SETJUM SIGURÐ KÁRA Í 4. SÆTI. Stuðningsfólk DUGUR OG ÞOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.