Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 58
|föstudagur|27. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Regína Ósk sendi á dögunum frá sér plötuna Í djúpum dal, sem hún vann með Barða Jóhannssyni. Þetta er önnur sólóplata Regínu Óskar og inni- heldur hún ellefu lög. » 60 tónlist Birta Björnsdóttir fjallar um velgengni Mýrarinnar fyrstu sýningarvikuna og veltir fyrir sér misjöfnu gengi íslenskra mynda í kvikmyndahúsum hér- lendis. » 60 af listum Aðalskona vikunnar er Guðrún Gunnarsdóttir. Hún segist ekki myndu geta valið á milli sam- starfsmanna sinna, Felix Bergssonar og Friðriks Ómars, þótt líf hennar lægi við. » 63 aðall Mary krónprinsessa í Dan- mörku á von á öðru barni sínu með ríkisarfanum Friðriki. Fyrir eiga þau soninn Kristján sem er eins árs en nýja barnið á að fæðast í maí. » 63 fólk Gagnrýnendur vestanhafs halda vart vatni yfir nýjustu mynd Martins Scorseses, The Departed. Myndin er frumsýnd hérlendis í dag, í Sambíóunum og Háskólabíói. »62 frumsýning Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Best í heimi er nýtt íslensktleikrit sem verður frum-sýnt af leikhópnumRauða þræðinum í Iðnó annað kvöld. Leikritið er óvenjulegt fyrir þær sakir að leikararnir fjórir sem taka þátt í því eru allir innflytjendur á Íslandi og leika á íslensku. „Þau eru öll lærðir leikarar að utan sem hafa búið hér á landi í mislangan tíma og koma frá Tyrk- landi, Englandi, Grikklandi og Frakklandi,“ segir María Reyndal leikstjóri, en blaðamaður hitti hana í Iðnó ásamt Hávari Sigurjónssyni leikskáldi. Aðspurð um hvað Best í heimi fjalli um svarar Hávar að leikritið sé um það hvernig það sé að vera útlendingur á Íslandi. „Þetta fjallar um það hvernig það er að aðlagast samfélaginu hér, samskipti útlend- inga og Íslendinga og í hvaða ljósi þeir sjá Íslendinga,“ segir Hávar. María kinkar kolli til samþykkis og bætir við: „Við vinnum með sögur sem við fengum frá innflytjendum. Í undirbúningsferlinu tókum við viðtöl við um þrjátíu innflytjendur og könnuðum reynslu þeirra af Ís- landi. Það er mikið grín í verkinu og beitt háðsádeila, en það er líka fjallað um mannlegar tilfinningar og því er það dapurlegt á köflum. Það er auðvitað partur af því að koma til nýs lands.“ Þrjár sögur sem fléttast saman Leikritið gerist að mestu leyti í flugvél sem er á leið til Íslands. „Við flökkum líka fram og til baka í tíma og sýnum bæði hvað bíður þessara einstaklinga og hvað var. Það eru þrjár sögur sem ganga í gegnum leikritið og fléttast saman. Þetta eru sögur þriggja mjög ólíkra einstaklinga sem búa hér og hafa mjög ólíka upplifun af því,“ segir Hávar. Ferlið að baki leikritinu var nokkuð langt að þeirra sögn, en þau hittust fyrst fyrir rúmum tveimur árum síðan til að ræða hugmyndina. „Leikverkið var þróað þannig að ég stofnaði leikhópinn fyrir um ári síð- an með því að auglýsa eftir leik- urum í Alþjóðahúsinu. Við byrj- uðum að vinna og fengum svo Hávar til liðs við okkur. Við spunn- um og bjuggum til grindur að sen- um og hann skrifaði þær út og bætti við frá eigin brjósti, þannig að allur leikhópurinn kemur að sköp- uninni,“ segir María. Útlendingar leika Íslendinga Athygli vekur að öll sýningin fer fram á íslensku en enginn leik- aranna talar hana reiprennandi. Hávar segir að hann hafi skrifað senurnar alveg eins og hann væri að skrifa fyrir íslenska leikara, að hann hafi ekki gefið neinn afslátt af því. „Þau leika líka alla Íslend- ingana sem koma fyrir í sýningunni. Þessi uppsetning staðfestir það að maður þarf ekkert að vera Íslend- ingur til að leika Íslending. Það er margt annað sem skapar persónuna en tungumálið. Það munar gríð- arlega miklu að þau eru öll mennt- aðir leikarar og hafa því heilmikla tækni á valdi sínu til að koma þessu frá sér þótt þau séu ekki með ís- lenskan framburð alveg á hreinu,“ segir Hávar. Taka má fram að sýn- ingin er textuð á ensku upp á vegg fyrir erlenda áhorfendur. Búum í lagskiptu samfélagi Spurð um sýn þeirra á málefni innflytjenda eftir að þau fóru af stað með verkið segjast þau bæði hafa lært ýmislegt. „Maður hafði ekki almennilega þekkingu á þess- um málum, samfélag okkar er orðið svolítið lagskipt og maður þarf að setja sig í ákveðnar stellingar og fara í leiðangur til að átta sig á því hvernig útlendingarnir lifa,“ segir Hávar og bætir við að leiksýningin sé ekki hugsuð sem baráttutæki í einhverri umræðu um málefni inn- flytjenda heldur ákveðin listræn sýn á þeirra aðstæður. „Við erum samt aðeins að skoða hvað mætti betur fara og velta upp ýmsum hlutum,“ segir María. Þetta er í fyrsta skipti sem María og Hávar vinna saman og segja þau samvinn- una hafa gengið vel og að þau eigi örugglega eftir að vinna meira sam- an í framtíðinni. „Nú er ég búin að klófesta Hávar og sleppi honum ekki,“ segir María að lokum og hlær. Listræn sýn á aðstæður innflytjenda Leikhópurinn Leikararnir fjórir eru allir menntaðir erlendis og eiga það sameiginlegt að vera innflytjendur á Íslandi. Leikstjóri: María Reyndal. Aðstoðarmaður leikstjóra: Marlene Pernier. Höfundar: Hávar Sigurjónsson ásamt leikhóp og leikstjóra. Leikmynda- og ljósahönnun: Egill Ingibergsson, Móeiður Helgadóttir. Búningahönnun: Dýrleif Ýr Örlygs- dóttir, Margrét Einarsdóttir. Tónlist: Þorkell Heiðarsson. Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Leikarar: Caroline Dalton, Dimitra Drakopoulou, Pierre-Alain Giraud og Tuna Metya. Best í heimi Málefni innflytjenda á Íslandi eru í brennidepli í nýju íslensku leikverki, Best í heimi, sem frum- sýnt verður í Iðnó annað kvöld. Þar leika mennt- aðir erlendir leikarar, búsettir hér á landi, inn- flytjendur og Íslendinga í ýmsum aðstæðum. Ísland María Reyndal leikstjóri og Hávar Sigurjónsson leikskáld unnu saman að leikritinu Best í heimi sem sýnt verður í Iðnó. Morgunblaðið/ÞÖK Breytingar Þær eru ýmsar aðstæðurnar sem innflytjendur lenda í hér á landi, bæði í vinnu og persónulegu lífi. „ÉG LEIK nokkrar persónur í verkinu, t.d íslenska tengda- mömmu, ungling og forstjóra elli- heimilis,“ segir Caroline Dalton, einn leikaranna í Best í heimi. Caroline hefur búið á Íslandi í þrjú og hálft ár og segist tala dá- litla íslensku. „Það er erfitt að leika á íslensku en það er líka mikil áskorun og gaman. Þegar maður hefur lært línurnar rennur þetta áfram.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Caroline leikur á Íslandi því hún fór með hlutverk Guðríðar í hinu víðförla leikriti Ferðir Guðríðar í fyrra, en þetta er í fyrsta skipti sem hún leikur á íslensku. Sýnir víða mynd af stöðu innflytjenda á landinu Aðspurð segir hún Best í heimi sýna stöðu innflytjenda á Íslandi á margan hátt. „Leikritið fjallar ekki endilega um einn hlut eða svarar einhverju en það sýnir víða mynd af stöð- unni. Ég held að þetta leikrit eigi eftir að opna augu fólks en ég vona að fólk taki það ekki of al- varlega því við viljum ekki að það verði eins og árás á Íslendinga, sem það er alls ekki,“ segir Car- oline sem kemur frá Englandi og lærði leiklist í Guildford School of Acting. Engin árás á Íslendinga Caroline Dalton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.