Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGA móðgaði páfinn í Róm marga múslima, þegar hann dró í efa að íslam stæði að öllu leyti jafnfætis kristni að siðgæði. Reidd- ust þá svo margir meðal múslima að hann neyddist til að rétta út ítrekaða sátt- arhönd. Þó munu fáir efast um að hann telji kristnina vera sýnu betri skoðun en íslam; verandi sjálfur stærsti höfðingi kristinna kirkna. En tímarnir eru þó orðnir þannig nú, að sjálf trúarbrögðin eru notuð sem virki milli ríka heimsins og hins fátæka. Því er sérlega aðkall- andi fyrir hinn nýja páfa að auð- sýna frumkvæði í friðarpólitíkinni; og þá þess heldur sem hann barð- ist með nasistum Þýskalands í síð- ari heimsstyrjöldinni; ólíkt fyr- irrennara sínum, sem var þolendamegin í því stríði. Má hann því trúlega hafa sig allan við ímyndarsköpun sína; enda þótt vammlaus sé; ef hann ætlar að keppa við uppljóstranirnar sem sí- fellt virðast vera að streyma fram um gerðir Nasista-Þýskalands. Einkum munu múslimar í van- þróuðu löndunum trúlega eiga erf- itt með að skilja nasismatímann í Evrópu. Lesbók Morgunblaðsins birti síð- an grein eftir vin minn og rithöf- undafélaga, Jón Val Jensson, guð- fræðing, þar sem hann bar blak af páfanum er varðaði ummæli hans um íslam; en varð nú á að móðga heiðnina í staðinn: Var hann þar að gagnrýna barnaútburð og annan þykkskinnungshátt í ýmissi heiðni fyrri tíma sem hvarf með eingyðis- trúarbrögðunum. Virtist hann nú gleyma að hann gæti verið að móðga ýmsa arftaka þessara trúar- bragða í nútímanum; nefnilega ása- trúarsöfnuðinn á Íslandi, (sem og hindúa og hare krishna-fylgjendur hérlendis?); enda mun kristnin jafnan ganga út frá því að hún hafi kveðið evrópsku heiðnina í kútinn fyrir margt löngu; ólympstrúna fyrir tveimur árþúsundum tæpum, og ásatrúna fyrir árþúsundi. Væri því við hæfi ef ásatrúar- menn á Íslandi gerðust jafn skel- eggir í víðsýni sinni og umburðar- lyndi og Jón Valur í trúarbragða- umræðu sinni í fjölmiðlum og sýndu fram á hliðstæðurnar milli sinna trúarbragða og kristni. Enda getur einmitt verið að heimurinn hafi sérlega þörf nú á dögum fyrir að heyra í sér-evrópskri rödd í trú- málum; í stað trúarbragða sem eru einkum runnin undan rifjum Gamla testamentis Hebrea. Enda virðist mér við fyrstu sýn, að ólíkt lýðræð- islegra, evrópskara og nútímalegra sé að búa við marga guði en fáa; að maður tali ekki um einhvern ger- ræðislegan einvald á himnum! Vera má að ásatrúin eigi sér ekki eins mikla siðfræðilega þrætu- bókarlist og kristnin, en kannski endurspeglar hún þó betur hlut- skipti okkar jarðarbúanna einmitt vegna þess. Einnig má vera að hún lofi ekki eins stórfenglegu fram- haldslífi og kristnin; en er þá vænt- anlega síður að lofa upp í ermina á sér, líkt og stjórnmálamönnum hættir til. Annar kostur við ásatrú tengist landkynningu okkar: hún getur beint athygli heimsins í meira mæli að fornbókmenntum okkar Íslend- inga. Mætti nú í framhaldi af þessu hugsa sér að ásatrúarmenn bættu um betur og freistuðu þess að taka höndum saman við skoðanabræður sína um fyrirrennara sinna trúar- bragða; nefnilega gömlu ólymps- trúna. En endurreisnarmenn henn- ar mun nú mega finna í löndum svo sem á Grikklandi og Ítalíu. Einnig hefur sú trú fengið að lifa áfram óáreitt í hugum lesenda forn- grískra og rómverskra bókmennta allt frá falli Rómaveldis. Nú ætti að blása nýju lífi í glæður þessara höf- uðandstæðinga frumkristninnar, í von um að ferskir vindar næðu þá að leika um trúardeilur hinna stöðnuðu eingyðistrúarbragða. Þetta væri líka tillitssemi við alla þá Evrópubúa sem nú gerast þreyttir á kristninni, og leita í auknum mæli til sinna fjölgyðis- legu róta. Enda virðist líklegt að þörfin fyrir hið hátimbraða trúar- bákn kristinna miðalda fari nú ört minnkandi með vaxandi ein- staklingshyggju. TRYGGVI V. LÍNDAL, þjóðfélagsfræðingur, Laugavegi 139, Reykjavík. Skoðanakúgun páfans Frá Tryggva V. Líndal. Tryggvi V. Líndal Í SUMAR fór ég hringveginn um landið. Ég skoðaði margar virkjanir hjá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Mikið er lagt í það að sýna ferðafólki virkjanir og er vel að því staðið. Skólafólk í nágrenni stöðvanna er ráðið til að taka á móti fólki og leiðbeina því. Útlendingar notfæra sér þetta í vaxandi mæli. Stórkostlegt og aðdáunarvert var að skoða framkvæmdir við Kára- hnjúkavirkjun, en ekki var leyft að skoða stöðvarhúsið í Fljótsdal. Þar voru öryggisverðir við vörslu vegna mótmælenda og hryðjuverka út- lendinga. Landsvirkjun þarf að leggja í mikinn kostnað vegna að- komandi fólks og stendur vel að því. Verkfræðikunnátta og jarð- fræðiþekking hefur þróast á Íslandi síðustu áratugina. Margar vatns- aflsvirkjanir hafa verið byggðar og á síðustu árum jarðvarmavirkjanir. Hönnun mannvirkja og áætlanir hafa staðist. Iðnaðarmenn og stjórnendur vinnuvéla hafa staðið sig frábærlega vel. Öll verkstjórn í verklegum framkvæmdum býr nú að mikilli reynslu. Íslensk verk- þekking stendur í miklum blóma. Við Kárahnjúka hefur verið unnið við erfiðar aðstæður á hálendi í vetrarveðrum, en verkum skilað á áætluðum tíma. Undanfarið hafa fjölmiðlar haldið á lofti frásögnum af mótmælendum við framkvæmdirnar Austanlands, en minna sagt frá þeim fjölmörgu, sem verkin vinna á nákvæman hátt við erfiðar aðstæður. Landsfrægt fólk Ómar, Vigdís og Bubbi stóðu fyrir fjöldagöngu í Reykjavík til að mótmæla Kára- hnjúkavirkjun og vilja berjast fyrir því að afskrifa hana ónotaða. Þarna hafa sjálfsagt verið með Vinstri grænir, tvístígandi samfylking- arfólk og trúgjarnir sakleysingjar. Ómar talar um að þriggja metra moldarlag fari undir Hálslón. Mikið af mold og gróðri hefur verið fjar- lægt úr Vatnsmýrinni og ann- arsstaðar á höfuðborgarsvæðinu vegna mannvirkja íbúanna og til hagsældar fyrir þjóðina. Malbikað hefur verið yfir fuglahreiður og blóm í Vatsnsmýrinni og víðar í Reykjavík. Enginn mótmælir þessu. Haldið er á lofti í fjölmiðlum ein- hliða áróðri Ómars Ragnarssonar. Enginn talar um að fá óháða nefnd til að meta sannleiksgildi hans full- yrðinga. Svo langt er gengið í áróðri sjálf- skipaðra náttúruverndarsinna við að mótmæla löglegum og lýðræð- islegum ákvörðunum um virkj- unarframkvæmdir að það er farið að valda tortryggni og virka nið- urlægjandi fyrir þá sem starfa við slíkar verklegar framkvæmdir. Reynslan sýnir að vísindamenn, verkfræðingar, tæknimenn og verk- takar við virkjanaframkvæmdir eiga það ekki skilið. ENGILBERT INGVARSSON, Hólmavík. Aðdáunarverðar fram- kvæmdir við Kárahnjúka Frá Engilbert Ingvarssyni: TIL AÐ efla atvinnulíf og sam- félögin utan höfuðborgarsvæðisins þarf fyrst og fremst að virkja mann- auðinn og styðja við smá og meðalstór fyr- irtæki. Efla menntun, t.d. með staðbundnu háskólanámi, bæta samgöngur og skapa fólki með stutta form- lega skólagöngu ný tækifæri til náms. Við eigum fyrst og fremst að skapa fólki jöfn tækifæri og skilyrði til að virkja sköp- unarkraftinn í sjálfu sér. Sértækar allsherj- arlausnir tilheyra gær- deginum. Nú eiga að taka við nýir tímar þar sem nýsköpun, stuðn- ingur við lítil og með- alstór fyrirtæki og menntun fólksins eru í fyrirrúmi. Auk þess þarf að ráðast í aðgerðir til stuðnings atvinnu- rekstri og nýsköpun af öllu tagi. Ekk- ert gerist án hvatningar og stuðnings og hann getur verið af ýmsu tagi. Beinn og óbeinn, ekki síst í formi skattaafslátta og slíkra ívilnana. Þar eru margar leiðir færar og fyr- irmyndir víða um Skandinavíu og Evrópu. Að mínu mati eiga stjórnvöld að vinna framkvæmdaáætlun um að- gerðir til stuðnings atvinnurekstri í smáum og meðalstórum fyrirtækjum. Markmið aðgerðanna á að vera að auðvelda fólkinu að stofna fyrirtæki, búa vel að nýsköpunarstarfi og greiða fyrir vexti og viðgangi lítilla og með- alstórra fyrirtækja. Í þessu tilliti þarf að endurskoða skattalögin sér- staklega og fara norrænu leiðina í stuðningi við nýsköpun og smærri atvinnufyrirtæki. Virkjum framtak fólksins Starfsemi smárra og meðalstórra fyrirtækja er drifkraftur framfara í efnahags- og atvinnu- málum okkar. Það sýnir reynslan og því eigum við að styðja sérstaklega við framtak ein- staklingsins. Virkja kraftinn í fólkinu sjálfu í stað þess að færa lausn- irnar á fati pólitískra allsherjarlausna. Þannig verður til yfir helmingur af þjóðar- framleiðslu Evrópu og allt að 75% nýrra starfa í atvinnulífinu verða til í nýjum, litlum og með- alstórum fyrirtækjum. Þaðan kemur krafturinn og framtak fólksins. Þann mátt eigum við að virkja með skynsamlegum stuðningi og ívilnunum sem eru gagnsæjar og aðgengilegar frumkvöðlum og hug- myndaríku fólki sem vill ráðast í stofnun lítils eða meðalstórs fyr- irtækis. Fyrirtækis sem kannski verður stórveldi síðar. Virkjum framtak fólksins og ráð- umst í stuðning við atvinnurekstur með slíkum hætti. Aðgerðir til stuðn- ings atvinnurekstri Björgvin G. Sigurðsson fjallar um atvinnumál og nýsköpun Björgvin G. Sigurðsson » Virkjumframtak fólksins og ráð- umst í stuðning við atvinnu- rekstur með slíkum hætti. Höfundur er alþingismaður og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. SAMEIGNARFÉLAG í eigu eins aðila hljómaði eitthvað ein- kennilega, hlutafélag var greinilega of rót- tæk breyting fyrir marga. Þess vegna er nú kýlt á opinbert hlutafélag og svei mér ef það virðist ekki vera lausnin á málinu. Útvarpsstjóri hefur að vísu tilkynnt að það skipti hann engu máli hvaða stafir komi á eftir nafninu, bara að ráðrúm skap- ist til breytinga. Ég held hann hafi rétt fyrir sér. Ríkis- útvarpið hefur of lengi verið í tilvist- arkreppu til að hægt sé að láta reka á reið- anum mikið lengur. Það gleymist oft að viðskiptaumhverfi þessa fjölmiðlarisa hefur gjörbreyst á undangengnum árum. Sú var tíð að allar sjónvarpsauglýsingar fóru um þessa ríkis- stofnun, nú er svo komið að mikill meiri- hluti fer annað. Stöð 2 hefur margfaldar auglýsingatekjur á við Ríkisútvarpið, sem einungis fær 30% prósent sinna tekna af aug- lýsingum. Á meðan hefur afnotagjaldið ekki hækkað til samræmis við verðlag. En kannski er erfitt fyrir stjórnvöld að samþykkja mjög hátt afnotagjald fyrir ríkisstöðina á meðan aðrar stöðvar sjást alveg ókeypis. Það er því athyglisvert að sjá í nýju lögunum að skattheimta í stað afnotagjalda gerir ekki ráð fyrir hærri heildartekjum frá neytendum. Nýtt stjórnkerfi skal geta aukið innlenda dagskrá veru- lega fyrir óbreytt fjármagn. Ég trúi því að þetta sé gerlegt og þar er komin meginástæða þess að ég styð frum- varp menntamála- ráðherra. Ég skal al- veg viðurkenna að ég vildi gjarnan sjá öðru- vísi breytingar. Ég gæti t.d. vel hugsað mér að fastar væri kveðið á um leikið dagskrárefni. Svo er pólitísk stjórn ekki endilega mín ósk- astjórn í svona fyr- irtæki. Samt trúi ég því staðfastlega að hún verði mikil betr- umbót á núverandi fyrirkomulagi, þ.e.a.s. útvarpsráði. Saga útvarpsráðs er stórmerkileg. Afskipti þess af mannaráðn- ingum hafa verið ærið hallærisleg, og á ég þá ekki bara við fréttastjóramálið. Ráðið leggur síðan línurnar að dag- skrárgerð og þar fer gjarnan sam- an hentistefna og skortur á fag- legu mati. Á árum áður ólu menn með sér draum um að í þessu ráði sætu ekki bara stjórnmálamenn. Það var eitt af fyrstu baráttu- málum Bandalags íslenskra lista- manna að eiga fulltrúa í útvarps- ráði og fyrir því var barist áratugum saman. Svipaðar hug- myndir heyrast enn og munu von- andi heyrast áfram. Samt segi ég: nýju lögin gefa kost á sóknar- færum sem rétt er að láta á reyna og það strax. Hvað innlenda dagskrá áhrærir virðist raunverulegur áhugi á að snúa frá núverandi framtaksleysi. Kannski hefur hneisa Ríkis- útvarpsins orðið mest fyrir þá sök að keppinautarnir hafa tekið upp þráðinn og lagt út í margvíslega innlenda dagskrárgerð, m.a. leikna gamanþætti sem ekki væru í stöð- ugri framleiðslu ef þeir nytu ekki vinsælda og einfaldlega borguðu sig með þeim auglýsinga- og áskriftartekjum sem fást. Frum- leikann er svo helst að finna hjá fátækustu stöðinni. Þannig er auð- velt að benda á gróskuna hjá einkafyrirtækjunum á móti lin- kindinni hjá ríkisfyrirtækinu sem þó fær verulega forgjöf ár hvert í formi afnotagjalda. Það er alþekkt að ríkisrekstur hefur innbyggða tilhneigingu til að tútna út rétt eins og að það er svo miklu auðveldara að hlaupa í spik en að grennast. Mér finnst Ríkis- útvarpið líka vera eins og helst til þybbinn klunni sem ekkert gengur í megrunarkúrunum þrátt fyrir góðan vilja. Til þess þarf raun- verulegt átak sem erfitt er að koma við með óbreyttu stjórnar- formi. Úrelt lög, sem m.a. gera ráð fyrir að ráðherra velji millistjórn- endur undir útvarpsstjóra, hafa lengi staðið í veginum fyrir nú- tímavæðingu stofnunarinnar. Þess vegna verður að veita Ríkisútvarpinu nýtt umboð til breytinga. Stofnunin hefur þurft að heyja varnarbaráttu allt of lengi. Það er kominn tími til að hún fái að marka sér nýja sérstöðu á fjölmiðlamarkaðinum. Ég tel góðar líkur á að það takist með þessum nýju lögum. Ríkisútvarpið ohf. Ágúst Guðmundsson fjallar um Ríkisútvarpið »Kannski hef-ur hneisa Ríkisútvarpsins orðið mest fyrir þá sök að keppi- nautarnir hafa tekið upp þráð- inn og lagt út í margvíslega innlenda dag- skrárgerð … Ágúst Guðmundsson Höfundur er kvikmyndaleikstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.