Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 25 Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Prófkjörið hefst í dag, föstudaginn 27. október. Kosið er í dag í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 12.00 – 21.00, en á morgun verður kosið á sjö stöðum í átta kjörhverfum, frá kl. 10.00 -18.00. Sjá nánar í blaðinu Framboð í Reykjavík sem þegar hefur verið dreift í öll hús í Reykjavík, í blaðaauglýsingum á morgun og á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is Hverjir mega kjósa? A. Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. B. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við alþingiskosningarnar 12. maí 2007 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa? Kjósa skal 10 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 10 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 10 frambjóðendur. Munið eftir skilríkjum! Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík ATKVÆÐASEÐILL í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 27. og 28. október 2006 Ásta Möller, alþingismaður Birgir Ármannsson, alþingismaður Björn Bjarnason, ráðherra Dögg Pálsdóttir, hrl. Geir H. Haarde, forsætisráðherra Grazyna M. Okuniewska, hjúkrunarfræðingur Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Illugi Gunnarsson, hagfræðingur Jóhann Páll Símonarson, sjómaður Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur Marvin Ívarsson, byggingafræðingur Pétur H. Blöndal , alþingismaður Sigríður Andersen, lögfræðingur Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Steinn Kárason, umhverfishagfræðingur Vernharð Guðnason, form. Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Vilborg G. Hansen, landfræðingur Þorbergur Aðalsteinsson, sölu- og markaðsstjóri ATHUGIÐ. Kjósa skal 10 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 10 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 10 frambjóðendur. Kjósið 10 frambjóðendur í töluröð FJÖRMIKIÐ og fjölbreytt tónlistar- líf virðist ætla að setja svip sinn á helgina. Karlakórinn Fóstbræður ríður á vaðið með afmælistónleikum sínum með Sinfóníuhljómsveitinni í Há- skólabíói á morgun kl. 17 eins og frá var greint í blaðinu í gær. Óperutónleikar eru án efa ekki haldnir jafn oft og unnendur óp- erutónlistar kysu en á laugardags- kvöld kl. 20 verða einir slíkir í Saln- um. Þar syngja Auður Gunnarsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Bjarni Thór Krist- insson með Jónasi Ingimundarsyni, og lofa bæði einsöngsaríum, dúettum, tríóum og kvartettum úr óperum eftir Beethvoen, Mozart, Donizetti, Verdi, Wagner, Dvorák, Smetana, Tsjaí- kovskíj og fleiri. Söngvarana fjóra þarf vart að kynna; þeir hafa allir margoft sungið sig inn í hjörtu tón- leikagesta, bæði með Jónasi, og öðr- um. Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust í gær. Af því tilefni verður opið hús í Dómkirkjunni á morgun frá kl. 11–17 þar sem tónlistarmenn sem taka þátt í dagskrá Tónlistardaganna verða við æfingar, spilirí og söng og geta gestir og gangandi kíkt inn til að hlusta og forvitnast um það sem verð- ur á tónleikum. Dómkórinn og org- anistinn, Marteinn H. Friðriksson, verða að sjálfsögðu í kirkjunni en líka Skólakór Kársness, Kirkjukór Nes- kirkju, ungir listamenn út Tónlistar- skólanum í Reykjavík, Anna Sigríður Helgadóttir og fleiri. Við hátíð- armessu á sunnudag verður svo flutt Laudate dominum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og Missa brevis KV 194 eftir Mozart með einsöngvurum, kór og lítilli hljómsveit. Splakk, pojng, hríííí Það er heillandi og „öðruvísi“ að sjá slagverksleikara einan á sviði innan um alla þá hljóðfæragnótt sem til- heyrir slagverkinu. Slagverkstón- leikar eru heldur ekkert hversdags- brauð en á sunnudag kl. 15.15 verða fyrstu tónleikar í röðinni 15.15 haldn- ir – og nú ekki lengur í Borgarleik- húsinu, heldur í Norræna húsinu. Það er hollenski slagverksleikarinn Frank Arnink sem leikur en hann hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurra ára skeið. Verkin sýna stór- an hluta af öllum þeim fjölbreytileika sem slagverkshljóðfærin búa yfir og má því vænta góðrar veislu bæði fyrir augu og eyru. Slagverkshljóðfæri teljast nánast allir hlutir sem mynda hljóð, hvort sem slegið er á þá, strok- ið eða blásið og því er hljóðheimurinn nánast endalaus. Efnisskráin er for- vitnileg og endurspeglar þennan fjöl- breytileika í blöndu af íslenskum og útlendum verkum; en meðal tón- skáldanna eru Lárus Halldór Gríms- son og Anna Þorvaldsdóttir. Orgelið er ekki síður magískt hljóðfæri en slagverkið og heimur þess bæði stór og margslunginn. Í til- efni af 55 ára afmæli Félags íslenskra organista hefur félagið kallað til leiks einn fremsta organista Evrópu, Stef- an Engels, sem leikur á elsta orgel landsins enn í notkun; orgelið í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir verða á sunnudag kl. 17. Kammermúsíkin á sinn trausta vinahóp og á sunnudagskvöldið kl. 20 verða tónleikar í Kammermús- íkklúbbnum þar sem eingöngu verð- ur leikin tónlist eftir einn af meist- urum þess forms, Róbert Schumann. Sif Tulinius, Elfa Rún Kristinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Sigurgeir Agnarsson og Edda Erlendsdóttir leika þar þrjú öndvegisverk tón- skáldsins: Fantasiestücke op. 88, f. fiðlu, selló og píanó, Píanókvartett í Es-dúr, op. 47 og Strengjakvartett nr. 3 í A-dúr, op. 41,3. Á sama tíma á sunnudagskvöld syngur Ingunn Ósk Sturludóttir í Salnum með Guðrúnu Önnu Tóm- asdóttur sönglög eftir Grieg, Síbelíus og íslensk tónskáld. Kammermúsíkantar Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari, Edda Er- lendsdóttir píanóleikari, Sif Tulinius fiðluleikari og Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari ásamt Sigurgeiri Agnarssyni sellóleikara. Slagverk, söng- ur og sígildur Schumann Fjölbreytt tónleikahald um helgina HÁTÍÐ til heiðurs leikskáldinu Jon Fosse verður haldin á morgun og sunnudaginn í Þjóðleikhúsinu í samvinnu við Norska sendiráðið í Reykjavík. Jon Fosse sjálfur verð- ur aðalgestur hátíðarinnar ásamt hinum virta sænska leiklist- argagnrýnanda Leif Zern sem hef- ur skrifað bók um skáldið. Þriðji gestur hátíðarinnar er Berit Gull- berg útgefandi frá Stokkhólmi en hún hefur haft veg og vanda af því að kynna verk Jon Fosse um heim allan. Jon Fosse er eitt vinsælasta leik- skáld Evrópu um þessari mundir en á þessu ári sýndi Þjóðleikhúsið Sumardag eftir Fosse á Smíðaverk- stæðinu en það var í fyrsta sinn sem verk eftir þetta vinsæla leik- skáld er sýnt í íslensku atvinnuleik- húsi. Dagskrá Fosse-hátíðarinnar hefst á morgun kl. 15 á Smíðaverk- stæðinu með leiklestri á verki Fosse, Nafninu og syninum í þýð- ingu Hjalta Rögnvaldssonar. Um kvöldið verður svo síðasta sýninga á verkinu Sumardagur að höfundi viðstöddum. Á sunnudaginn kl. 15 verður málþing um höfundarverk Fosse á Smíðaverkstæðinu, aðalfyrirlesari þar er Leif Zern. Þátttakendur í pallborði eru; Berit Gullberg útgef- andi, Atli Ingólfsson tónskáld og Hallmar Sigurðsson, leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins. Að loknu pallborði mun Hlín Agnarsdóttir ræða við Jon Fosse. Í tengslum við hátíðina sýnir Leikhópurinn Jelena unglingaverk- ið Purpura eftir Fosse í Verinu, Loftkastalanum, 28. og 29. október kl. 21. Hátíð til heiðurs Fosse Þekktur Jon Fosse er eitt vinsælasta leikskáld Evrópu um þessar mundir og er heil hátíð tileinkuð honum í Þjóðleikhúsinu um helgina. Leikskáldið Jon Fosse verður á Íslandi um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.