Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hér kveður við nýjan tón í íslenskri bókmenntaflóru FL GROUP og Sinfóníuhljómsveit Íslands hafa ákveðið að styrkja Barna- og unglingageðdeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss (BUGL) um allt að 20 milljónir króna á næstu fjórum árum og verður fjármunun- um varið til að móta sérstakt stuðn- ingsverkefni á vegum bráðaþjónustu deildarinnar, sem gengur undir heit- inu „Lífið kallar“. Verkefnið var kynnt á blaða- mannafundi í húsnæði BUGL við Dalbraut í gær. Það miðar að því að styrkja börn og unglinga, sem orðið hafa fyrir áfalli og í kjölfarið misst lífslöngunina, til að móta nýja lífs- sögu. FL Group er aðalstyrktarfyr- irtæki Sinfóníuhljómsveitarinnar og hluti samkomulags þar að lútandi er að halda árlega styrktartónleika til stuðnings ofangreindu verkefni, auk þess sem leitað verður til tónleika- gesta um frjáls framlög. Verkefnið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 12–18 ára sem komið hafa á bráðamóttöku deildar- innar og þurfa á eftirmeðferð að halda en verkefnið byggist á fjöl- skylduviðtölum, einstaklingsmeð- ferð, hópmeðferðartímum og fræðslu undir leiðsögn sérfræðinga BUGL. Hrefna Ólafsdóttir yfirfélagsráð- gjafi þakkaði fyrir þetta framtak FL Group og frumkvæði að því að styrkja innra starf stofnunarinnar. Þau hefðu um tíma haft hug á því að hrinda þessu verkefni úr vör en ekki getað sem skyldi. Nýverið hefði ver- ið sett á laggirnar bráðamóttöku- teymi sem tæki á móti öllum börnum og unglingum sem lentu í bráðaerf- iðleikum. Nær helmingur þess hóps væri þar vegna sjálfsvígshættu. Þessi hópur færi vaxandi og honum þyrfti að sinna betur og vonin væri sú að hægt yrði að þróa meðferðar- úrræði sem einnig myndi nýtast ann- ars staðar út í samfélaginu. Það væri mjög mikilvægt að fá fjármagn til verkefnisins í fjögur ár og yrði fylgst reglubundið með árangrinum af því og hann metinn. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sagði að félagið hefði ákveðið að helga þessa árlegu styrktartón- leika næstu 4–5 árin þeirri starfsemi sem færi fram á BUGL þannig að stofnunin hefði rýmri fjárráð en ella. Ekki væri hægt að tala um árangur enn sem komið væri þar sem verk- efnið væri rétt farið af stað en von- andi yrði hægt að sjá árangurinn strax á næsta ári. Skjólstæðingar BUGL þurfi á öllum þeim stuðningi að halda sem fáanlegur sé. Morgunblaðið/Ásdís Styrkveiting Frá blaðamannafundinum í gær. Talið frá vinstri: Hrefna Ólafsdóttir, yfirfélagsráðgjafi BUGL, Hannes Smárason, forstjóri FL Group, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, og Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, staðgengill yfirlæknis BUGL. FL Group styrkir BUGL um 20 millj. næstu 4 árin Stuðningsverkefni fyrir unglinga sem orðið hafa fyrir áfalli NÍTJÁN frambjóðendur taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna alþingiskosninganna í vor, en próf- kjörið fer fram í dag og á morgun. Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík sem náð hafa 16 ára aldri mega kjósa, sem og stuðnings- menn flokksins sem undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Frambjóðendur í prófkjörinu eru: Ásta Möller alþingismaður, Birgir Ármannsson alþingismaður, Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráð- herra, Dögg Pálsdóttir hæstarétt- arlögmaður, Geir H. Haarde for- sætisráðherra, Grazyna M. Okuniewska hjúkrunarfræðingur, Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Illugi Gunnarsson hagfræðingur, Jóhann Páll Símonarson sjómaður, Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur, Marvin Ívarsson byggingafræðingur, Pétur H. Blöndal alþingismaður, Sigríður Andersen lögfræðingur, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Steinn Kárason umhverfishagfræð- ingur, Vilborg G. Hansen landfræð- ingur, Vernharð Guðnason, formað- ur Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, og Þorberg- ur Aðalsteinsson, sölu- og markaðs- stjóri. Kjósa á 10 frambjóðendur, hvorki færri né fleiri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 10 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Kosið er í átta kjörhverfum, en nánari upplýsingar um þau er að finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is. Prófkjörið er sameiginlegt fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin. Úrslit eru væntanleg á laugardagskvöld. Nítján frambjóð- endur eru í kjöri Prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjavík ELLEFU gefa kost á sér í fjögur efstu sætin í prófkjöri Samfylking- arinnar í Norðvesturkjördæmi sem fram fer um helgina. Kosið er í 16 kjördeildum, en þær verða opnar frá kl. 12–18 á laugardeginum og 10–12 á sunnudeginum. Allir sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna geta kosið í prófkjörinu. Þeir sem taka þátt í prófkjörinu eru: Anna Kristín Gunnarsdóttir al- þingismaður, Sauðárkróki, Bene- dikt Bjarnason, nemi við Háskólann á Bifröst, Ísafirði, Björn Guð- mundsson smiður, Akranesi, Bryn- dís Friðgeirsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Ísafirði, Einar Gunn- arsson kennari, Stykkishólmi, Guð- bjartur Hannesson skólastjóri, Akranesi, Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, Bolung- arvík, séra Karl Matthíasson, fyrr- verandi alþingismaður, Reykjavík, Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor á Hvanneyri, Snæfellsbæ, Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi, Ísafirði, og Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi, Akranesi. Kjósendur eiga að merkja við fjögur nöfn á listanum með tölustöf- unum 1, 2, 3 og 4. Upplýsingar um kjörstaði er að finna á heimasíðu Samfylkingarinn- ar, www.xs.is. Samfylkingin fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu kosn- ingum. Ellefu frambjóð- endur taka þátt Prófkjör Samfylkingar í NV-kjördæmi SENDIHERRA Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, segir að fundi sínum með Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í gærmorgun hafi lokið með því „að við ákváðum að vera sammála um að vera ósammála“ um hvalveiðar Íslendinga. Í yfirlýsingu eftir fundinn sagði ráð- herrann að veiðiaðferðir Íslendinga væru „viðbjóðslegar“. Að sögn Sverris Hauks lýsti Brad- shaw á fundinum vonbrigðum breskra stjórnvalda með þá ákvörðun ís- lenskra stjórnvalda að hefja á ný hval- veiðar í atvinnuskyni. Það var Bradshaw sem boðaði Sverri Hauk á sinn fund. „Við skipt- umst á skoðunum um ýmsa þætti [hvalveiði]málsins; lagaleg rök, sjálf- bærnirök, útrýmingarhættu á vissum tegundum og efnahagsleg rök,“ sagði Sverrir Haukur. Hann segir að fundurinn hafi staðið í um hálftíma og farið ákaflega kurt- eislega fram. „Ég fór yfir ýmsa þætti, sem hafa verið margendurteknir á Ís- landi, og leiðrétti ýmislegt sem ef til vill var ekki nógu skýrt hjá Bretum.“ Engin rökræn ástæða Í yfirlýsingu frá Ben Bradshaw eft- ir fundinn var haft eftir honum að Bretar skildu ekki hvers vegna Ís- lendingar hefðu tekið þessa ákvörðun og hann hefði gert íslenska sendiherr- anum ljóst að bæði ríkisstjórn Bret- lands og almenning hryllti við hvala- drápi, ekki síst þegar engin rökræn ástæða væri fyrir veiðunum. Þá hefði hann beðið sendiherrann að hugleiða áhrif veiðanna á ímynd og orðspor þjóðarinnar. Sorglegar sjónvarpsmyndir Bradshaw sagðist ekki í neinum vafa um hvaða álit Bretar hefðu á veið- unum. „Breska stjórnin telur blóðuga slátrun þessara dýra algjörlega til- gangslausa og aðferðirnar sem notað- ar eru til að drepa langreyðarnar eru sérstaklega grimmdarlegar og við- bjóðslegar,“ var haft eftir ráðherran- um. Sjónvarpsmyndir sem sýndu hvalskip draga þessa stórkostlegu skepnu sem síðan hefði verið slátrað í augsýn almennings væru sorglegar og yllu velgju og væru varla til þess falln- ar að laða fleiri ferðamenn til Íslands. Sagði aðferðirnar viðbjóðslegar Ben Bradshaw Sverrir Haukur Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.