Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 20

Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENTVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF LANDSBANKINN hefur selt 6,76% hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf. en með söl- unni lýkur afskiptum Landsbankans af einu helsta umbreytingarverkefni síðari tíma í íslensku atvinnulífi sem hófst þegar bankinn ásamt öðrum festu kaup á HF Eimskipafélagi Ís- lands í september 2003. Í tilkynningu Landsbankans kem- ur fram að kaupandi bréfanna er Fjárfestingafélagið Grettir hf. sem keypti þau á genginu 17,3. Jafnframt keypti Landsbankinn 9,9% hlut í Tryggingamiðstöðinni (TM) af Gretti hf. á genginu 41. Selur allan hlut sinn í Gretti Þá hefur Landsbankinn selt allan hlut sinn í Gretti ehf. eða alls 35,39% hlutafjár félagsins. Eignarhalds- félagið Hansa ehf., sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, keypti þar af 33,6%. Kaupverð hlutar Hansa ehf. er um 6,3 milljarðar króna og miðast við markaðsvirði undirliggjandi eigna Grettis á kaupdegi en eignir félags- ins eru að stærstum hluta í skráðum félögum í Kauphöll Íslands. Landsbankinn selur hluti sína í Straumi-Burðarási og Gretti ÞÆR loftslagsbreytingar, sem nú eiga sér stað, eru líklegar til að valda alvarlegri kreppu um allan heim. Kemur þetta fram í breskri skýrslu, sem birt verður á mánudag, en í henni segir, að taki stjórnvöld og almenningur ekki við sér og dragi úr útblæstri og mengun, muni ekkert annað blasa við en efnahags- legt hrun. Í skýrslunni snýr Sir Nicholas Stern, fyrrverandi aðalhagfræðing- ur Alþjóðabankans, hinni efnahags- legu rökræðu við og segir, að bar- áttan gegn mengun og gróður- húsaáhrifum sé einmitt lífsnauð- synleg fyrir efnahagslífið, alveg öfugt við það, sem fram kom hjá George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, þegar hann ákvað að skrifa ekki undir Kýótó-sáttmálann vegna þess, að það myndi skaða banda- rískt efnahagslíf. Innihald Stern-skýrslunnar um efnahagslegar afleiðingar loftslags- breytinga hefur farið leynt hingað til eða þar til imprað var á því á ráð- stefnu umhverfisráðherra í Mexíkó fyrr í þessum mánuði. Í breska dag- blaðinu Guardian birtist síðan í fyrradag dálítið viðtal við Sir David King, aðalvísindaráðgjafa bresku stjórnarinnar, þar sem hann sagði undan og ofan af efni skýrslunnar. Hundruð milljóna manna á flótta „Það, sem fram kemur hjá Stern um þróunina út þessa öld, er, að verði ekki gripið í taumana, muni öll heimsbyggðin horfast í augu við gíf- urlega, efnahagslega afturför,“ sagði Sir David. Sagði hann skýrsl- una vera nákvæmustu, efnahags- legu greininguna, sem unnin hefði verið. Í skýrslunni er ekki síst fjallað um hækkandi sjávarborð. „Það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund hvaða afleiðingar það muni hafa. Borgir og fjölmennar byggðir víða um heim munu fara undir sjó og hundruð milljóna manna munu neyðast til að flýja annað,“ sagði Sir David og minna ummæli hans á það, sem fram kom hjá Margaret Bec- kett, utanríkisráðherra Bretlands, sl. þriðjudag. Þá sagði hún, að mengun og loftslagsbreytingar væru ekki bara umhverfismál, held- ur snertu þær allt okkar líf, efna- hagsmál, fjármál, landbúnað, hús- næðismál, samgöngumál, verslun og viðskipti, heilbrigðismál og alveg örugglega hættuna á auknum átök- um og ófriði. Kostnaðurinn við aðgerðir ekki mesti vandinn Fram kom hjá Sir David, að það, sem kæmi mest á óvart í skýrslu Sterns, væri, að það væri alls ekki jafnkostnaðarsamt og ætla mætti að grípa til aðgerða og draga úr meng- un. Mesti vandinn og hann ekki lítill væri hins vegar að ná samstöðu um aðgerðir. „Við höfum aldrei staðið frammi fyrir því áður, að allar þjóðir, mann- kynið allt, verði að taka eina sam- eiginlega ákvörðun. Krafan er sú, að menn ýti stundarhagsmunum sínum til hliðar, póltískum sem efnahags- legum, og fallist á að fórna ein- hverju í þágu barnanna og barna- barnanna. Það er erfitt,“ sagði Sir David og nefndi sem dæmi, að mán- uði áður en flóðbylgjan mikla varð á Indlandshafi, hefði nefnd vísinda- manna varað stjórnvöld í aðliggj- andi ríkjum alvarlega við fleka- hreyfingum á sjávarbotni. Engin þeirra tók mark á því. „Tveir millj- arðar króna í viðvörunarkerfi hafa líklega þótt of mikið fé. Það hefði þó getað bjargað lífi 150.000 manna.“ Reuters Mengun Gróðureyðing og mengun frá iðjuverum, bílum og annarri starf- semi er farin að ógna framtíð okkar mannanna og öllu lífríkinu. Hrun vegna mengunar Fram kemur í breskri skýrslu að hætta sé á að annar og verri heimur blasi við börnum okkar og barnabörnum Sydney. AFP. | Æðsti klerkur múslíma í Ástralíu vakti mikið uppnám þar í landi í gær þegar hann sagði, að ósið- lega klædd kona og án höfuðklúts væri ekkert annað en „holdið bert“ og byði í raun upp á nauðgun. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sagði á fundi með frétta- mönnum í gær, að ummæli klerksins væru „ógeðfelld og skammarleg“ enda væri verið að segja með þeim, að konum væri um að kenna, væri þeim nauðgað. Klerkurinn, Sheik Taj Aldin al-Hi- lali, reyndi að bæta um fyrir sér í gær með því að segja, að orð sín hefðu verið misskilin en Pru Gow- ard, jafnréttisfulltrúi áströlsku stjórnarinnar, hvatti í gær til, að al- Halili yrði rekinn úr starfi og vísað úr landi. „Með orðum sínum er hann að hvetja til glæpa. Ungir, múslímskir karlmenn, sem nauðga konum, geta nú vitnað í leiðtoga sinn verði þeir dregnir fyrir rétt,“ sagði Goward. Uppnám í Ástralíu STRAUMUR-BURÐARÁS Fjár- festingabanki var rekinn með 1.549 milljóna króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins á móti nær 6,5 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra. Þetta er um þremur millj- örðum minni hagnaður eða ríflega það en greiningardeildir höfðu spáð. Hagnaður bankans eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmir 20,9 milljarðar króna á móti 14,1 milljarða hagnaði fyrstu níu mánuði ársins í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 19,4% fyrstu þrjá fjórðunga ársins en það jafngildir 26,6% arð- semi á ársgrundvelli. Gjaldeyrismunur versnar um þrjá milljarða Hreinar rekstrartekjur bankans á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 67% frá sama tímabili í fyrra eða í um 2,8 milljarða. Mestu munar um að hreinar tekjur af veltufjáreign- um og veltufjárskuldum fóru úr lið- lega 3,5 milljörðum á þriðja árs- fjórðungi í fyrra í 1,16 milljarða nú. Þá var hreinn gjaldeyrismunur nei- kvæður um nær 3,3 milljarða á þriðja ársfjórðungi á móti aðeins 249 milljónum á sama tímabili í fyrra. Hreinar tekjur af fjáreignum á gangvirði lækkuðu úr tæpum 5,2 milljörðum í rúma 1,9 milljarða á þriðja fjórðungi í ár. Hins vegar jukust hreinar vaxtatekjur um meira en 1,6 milljarða og hreinar þóknanatekjur um rúmar 1.350 milljónir. Sem fyrr segir var hagnaður Straums-Burðaráss langt undir væntingum, einkum vegna lakari af- komu af hlutabréfasafni bankans og meira gjaldeyristaps en menn höfðu átt von á. Í Vegvísi Landsbankans segir að uppgjörið verði að teljast nokkur vonbrigði í ljósi hækkana á hlutabréfamörkuðum á þriðja árs- fjórðungi. Þá hafi bankinn verið með stærri stöðu gegn íslensku krónunni sem hafi aukið verulega á gjaldeyristapið. Afkoma Straums-Burðar- áss var langt undir spám Morgunblaðið/Árni Torfason Nokkur vonbrigði Stöðutaka gegn krónunni jók á gjaldeyristapið. Í HNOTSKURN »Þrátt fyrir mun minni hagn-að á þriðja ársfjórðungi en spáð var nam hagnaðurinn fyrstu níu mánuðina 14,1 millj- arði sem er methagnaður í sögu Straums-Burðaráss.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.