Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 68
68 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Víkverja er sama hvað nútímasundlaugaarki- tektar segja; það kem- ur fátt í staðinn fyrir gömlu góðu flísalögn- ina, sem Guðjón Sam- úelsson notaði til dæmis með svo góðum árangri í Sundhöll Reykjavíkur. x x x Annað vandamál íBláa lóninu er að búningsklefarnir anna varla þeirri umferð, sem þar er. Þeir eru alltof troðnir og ekki hannaðir til að hýsa margt fólk. Aukinheldur eru þeir alltof nálægt sturtunum og þurrk- svæðinu, þannig að bleyta berst á milli og allt er á floti í búningsklef- anum. Það er líka því að kenna, að útlendir gestir fá lélegar leiðbein- ingar um að menn eigi að þurrka sér í sturtuklefanum en ekki inni í búningsklefanum. Og ekki varð Víkverji var við neitt starfsfólk, sem sinnir því sjálfsagða hlutverki sundlaugarvarða að þurrka bleytu af gólfum og segja gestum til. Geta forsvarsmenn Bláa lónsins, sem rukka fólk um 1.400 krónur fyrir sundsprettinn, ekki kippt þessu í lag? Víkverja finnst nýjaIkea-búðin smart. En hún er alltof stór. Skrifari dreif sig með alla fjölskylduna suður í Garðabæ og þrátt fyrir orkustopp í kaffi- teríu Ikea (þar sem er hægt að fá tveggja rétta máltíð fyrir fimm manna fjöl- skyldu á 2.700 krónur) voru allir fjölskyldu- meðlimir að nið- urlotum komnir þegar búið var að ganga í gegnum alla búðina og urðu að fara heim að leggja sig. Annaðhvort er það stærðin á búðinni eða að húsið sýgur orku úr viðskiptavin- um. Svo mikið er víst að næst ætlar Víkverji bara í t.d. baðdeildina. x x x Bláa lónið er vinsæll staður; þóhefur Víkverji ekki komið þangað síðan skömmu eftir að nýja baðhúsið var opnað. Nú, allmörgum árum síðar, finnst Víkverja stað- urinn ekki hafa elzt vel. Ómeð- höndlaða steypan, sem var svo anzi hreint smart fyrst eftir opnun, er orðin blettótt og sjúskuð og húsið og umhverfið virðist almennt talað þurfa á andlitslyftingu að halda.         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Í dag er föstudagur 27. október, 300. dagur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hvalveiðar og mótmæli SÍÐAN hvalveiðarnar byrjuðu að nýju, nú fyrir nokkrum dögum, hefi ég skoðað fréttir á allnokkrum vef- síðum í Bandaríkjunum, en hef ekki séð neinar mótmælagreinar í því landi, enn sem komið er. Ég held að sagnir af mótmælum séu orðum auknar. Ég álít að Íslendingar hafi fullan rétt til þess að veiða hval og þurfi ekki nein leyfi eða meðmæli frá út- löndum. Ekki man ég eftir því að útlend- ingar hafi nokkru sinni spurt Íslend- inga um það hvað þeir – það er út- lendingarnir – megi gera, eða að útlendingar hafi komið til Íslands og beðið Íslendinga um leyfi til þess að þeir, útlendingarnir, megi fá að lifa og starfa í sínum löndum – eða beðið Íslendinga um leyfi til þess að fá að stunda námugröft, sinna akuryrkju, stunda dýraveiðar á landi og í ám, vötnum og sjó, eða bora eftir olíu og gasi í hafinu innan landhelgi sinna landa, svo að fátt eitt sé nefnt. Tryggvi Helgason, flugmaður. Saga af einum möffinspoka EITT af því „bakkelsi“ sem er vin- sælt á mínu heimili er svokallað Möffins (eða Muffins) með súkku- laðimolum frá Kexverskmiðjunni á Akureyri. Þetta góðgæti selst í 400 gr. plastpokum, lokuðum með klemmum af framleiðanda. Seljandi kemur hér ekkert nærri, setur bara pokana upp í hillu. Hinn 12. þessa mánaðar keypti ég einn slíkam möffinspoka í Hag- kaupum í Skeifunni í Reykjavík og kostaði hann 427 kr., sem mér þótti dýrt. Minnugur þess hve neytendur eru taldir hafa lélegt verðskyn datt mér í hug að athuga málið. Fór ég í Hagkaupsbúðina í Kringlunni, en þar kostuðu samskonar möff- inspokar 368 kr. eða 59 kr. minna en í næstu Hagkaupsbúð í Skeifunni. Til að tryggja að hér færi ekkert á milli mála fór ég á ný í Hagkaup í Skeifunni og fékk staðfest að rétt verð þar væri 427 kr. og svo hefði verið nokkuð lengi. Það er furðulegt að slíkur verð- munur skuli vera á sömu vöru hjá þessum verslunum Hagkaupa í sam- liggjandi íbúðarhverfum. Kaupi t.d. 500 viðskiptavinir 500 möffinspoka í Hagkaupum í Skeif- unni, greiða þeir 29.500 kr. meira en þeir hefðu greitt fyrir jafnmarga poka í Hagkaupum í Kringlunni. Eru þetta heiðarleg viðskipti eða fé- flétting? Nýlega hafa kaupmannasamtök kvarað sáran yfir stórfelldum stuldi viðskiptamanna sinna úr búðunum – sjálfsagt réttilega – en þá verða samtökin sjálf að gæta sín að seilast ekki á óskammfeilinn og óréttlátan hátt of djúpt niður í vasa viðskipta- manna sinna. Fyrrgreindan dag var möff- inspokinn 88 kr. ódýrari í næstu Nóatúnsverslun, sem vart telst til neinna sérstakra hagkaupa, og í Bónusverslunum var verðið 189 kr. lægra en í Hagkaupum í Skeifunni, og var sama verð, 238 kr., um allt land. Ingvar Hallgrímsson. Blár gári týndist frá Hátúni BLÁR gári týndist frá Hátúni 10a sl. miðvikudag. Þeir sem hafa orðið hans varir eða vita um hann eru beðnir að hringja í síma 534 1775. Simbi týndist í Garðabæ SIMBI týndist í Garðabæ 31.05.2006. Hann er bröndóttur, með hvíta bringu, var með gula ól, merki og merktur í eyra, 01G133. Hans er sárt saknað. Ef einhver veit um afdrif hans vin- samlega hafið samband í síma 840 3080 eða 565 1019. Morgunblaðið/RAX árnað heilla ritstjorn@mbl.is 95 ára afmæli. Ídag, 27. októ- ber, er 95 ára Einar Guðmundsson, vél- gæslumaður, til heimilis að Kletta- borg 2, Akureyri. Eiginkona Einars er Elísabet Jóhanna Sigurðardóttir. Þau eru að heiman. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. WWW.HASKOLABIO.ISSTÆRSTA KVIKMYNDAHÚS LANDSINS HAGATORGI • S. 530 1919 Varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins BYGGÐ Á METSÖLUBÓK ARNALDAR INDRIÐASONAR eeee SV, MBL eee MMJ, KVIKMYNDIR.COM eee EGB, TOPP5.IS NICOLAS CAGE SÝNIR STÓRLEIK Í MYNDINNI. eee ROLLING STONE eeee EMPIRE eee BBC eeee TOPP5.IS HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN. eeeee H.J. MBL eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee H.S. – Morgunblaðið MÝRIN kl. 5 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára. WORLD TRADE CENTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12.ára. THE QUEEN kl. 5:50 - 8 B.i. 12.ára. THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16.ára. AN INCONVENIENT TRUTH kl. 6 - 10:10 LEYFÐ BÖRN kl. 8 B.i.12.ára. eee Ó.H.T. RÁS2 eeee HEIÐA MBLBÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON BESTA MYND MARTINS SCORSESE TIL ÞESSA eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS SJÁIÐ EINA BESTU MYND ÁRSINS. BETRI LEIKHÓPUR HEFUR EKKI SÉST Í KVIKMYND Í LANGAN TÍM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.