Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 61
edda.is
Dag einn fæðist undurfögur
og ljúf prinsessa í fjarlægu
konungsríki. Eða hvað? Segja
myndirnar eitthvað annað?
Skemmtileg bók sem kemur
lesandanum sífellt á óvart.
Á vit kínverskra ævintýra
Aron er fjórtán ára þegar honum býðst
að fara til Kína með pabba sínum.
Hann órar ekki fyrir því ævintýri sem
bíður hans, kínversku borgirnar eru
yfirþyrmandi, fljótin breið,
mannmergðin mikil – svo ekki sé
talað um matinn sem er býsna
frábrugðinn því sem Aron er vanur ...
Einu sinni var ...
Kirkjukór frá Færeyjum
í heimsókn
Tónleikar í
Breiðholtskirkju
í Mjódd
laugardaginn 28. október kl. 20.00.
Kórinn syngur einnig í Færeyska Sjómannaheimilinu
sunnudaginn 29. október kl. 17.00
og í Tómasarmessu í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 20.00.
Ókeypis aðgangur.
Allir hjartanlega velkomnir.
Betesdakórinn frá Klaksvík 80 ára.
Í LISTSKÖPUN sinni hefur Egill
Sæbjörnsson starfað á mörkum
myndlistar, tónlistar og sviðslista.
Í innsetningum þar sem hann
blandar saman skjálist, gjörn-
ingum og efnislegum hlutum, sæk-
ir hann m.a. til dægurmenningar,
svo sem teiknimynda og popp-
tónlistar en Egill er einnig tónlist-
armaður og hefur gefið út hljóm-
plötur. Verk hans nú í Safni við
Laugaveg, „Ping Pong Dance“, er
framlag til Sequences-myndlist-
arviðburðarins en hann kemur
einnig fram á tónleikum á Airwa-
ves-tónlistarhátíðinni.
Ping Pong vísar til íþróttar sem
stundum er nefnd því nafni, en
innsetningin samanstendur af
stuttu tölvuunnu myndskeiði sem
varpað hefur verið á vegg, þar
sem standa tvær fötur, í aflokuðu
og myrkvuðu rými safnsins. Þar
sjást tvær borðtenniskúlur skoppa
um á skjánum í laufléttum dansi.
Hljóðsetningin leikur stórt hlut-
verk en þar heyrist tónlist og
ógreinilegt tal. Raddsetningin hef-
ur yfir sér skondið yfirbragð þar
sem kúlurnar virðast hafa öðlast
mannlega eiginleika; þær eiga í
samskiptum og sýna leikræna til-
burði þar sem leikið er á þyngd-
araflið líkt og um loftfimleikamenn
væri að ræða. Verkið mætti túlka
sem myndhverfingu fyrir vanga-
veltur listamannsins um samskipti
tveggja einstaklinga, sem á köflum
eru nokkuð „blúsuð“ eða trega-
blandin líkt og tónlistin gefur til
kynna.
Föturnar tvær gegna lykilhlut-
verki í atburðarásinni og við sköp-
un tengsla milli sýndarrýmis hins
tvívíða flatar myndbandsverksins,
safnrýmisins og ímyndunarafls
sýningargesta þar sem borðtenn-
iskúlurnar leika listir sínar á
mörkum hinna ólíku rýma.
Það er þessi leikur og einkum
hljóðsetningin sem gefa verkinu
gildi, en myndbandið sjálft hefur
dálítið æfingarkennt yfirbragð.
Egill útfærir hér skemmtilega en
kannski ekki þungvæga hugdettu í
verki sem er beintengt yfirskrift
myndlistarhátíðarinnar.
Þess má geta að þegar undirrit-
aða bar að hafði „sviðsmynd“ verið
stillt upp fyrir gjörning sem flytja
átti þá um kvöldið (sem hluta af
dagskrá Sequences-hátíðarinnar)
en ég hafði ekki tækifæri til sjá.
Auk trommusetts og nokkurs kon-
ar „steinsteypuvörðu“ höfðu hlutir
verið festir á vegg sem tengjast
m.a. stöðum og minningum í lífi
listamannsins. Hér virtist mynd og
sviðsetning sjálfsins vera til um-
fjöllunar í persónulegra og marg-
brotnara verki en getur að líta í
dansi borðtenniskúlnanna
Kúludans
MYNDLIST
Safn
Opið til 28. október 2006, miðvikudaga -
föstudaga kl. 14–18 og laugardaga -
sunnudaga kl. 14–17. Aðgangur ókeypis.
Ping Pong Dance – Egill Sæbjörnsson
Anna Jóa
Morgunblaðið/Ásdís
Ping Pong Dance „Raddsetningin hefur yfir sér skondið yfirbragð þar
sem kúlurnar virðast hafa öðlast mannlega eiginleika.“