Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 47 www.bygg.is Komnar eru í sölu 133 íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldri í Sjálandshverfi í Garðabæ. Um er að ræða sex húsa þyrpingu sem nefnd eru „Jónshús“. Húsin eru 6 hæðir nema miðjuhúsið sem er 4 hæðir en í því verður þjónustusel. Húsin standa á sameiginlegri lóð og mynda sameiginlegt garðrými sem opnast til sjávar. Í húsunum verða 2ja til 4ra herbergja íbúðir í ýmsum stærðum. Í öllum íbúðum eru 2 neyðarhnappar sem tengjast íbúð húsvarðar og vaktmiðstöð. Þjónustusel verður á 1. hæð í miðri þyrpingunni. Þar verður að finna matsal og margvísleg rými til þjónustu fyrir eldri borgara. Tenging verður við garð þar sem áætlað er að koma fyrir „púttgreen“ og dvalarsvæði sem hvetja fólk til útiveru. Jónshús E N N E M M / S IA / N M 21 41 1 Íbúðir fyrir 60 ára og eldri Sæla við sjávarsíðuna í Sjálandshverfinu í Gar›abæ með stóru þjónustuseli fyrir eldri borgara Íbúðir af ýmsum gerðum til sölu. Upplýsingar gefur fasteignasalan Fjárfesting Í HÖRÐU, síbreytilegu sam- keppnisumhverfi hafa kröfur um sjálfbæra þróun og al- menn umhverfisvitund orðið til þess að ný og breytt lög og reglur um umhverfismál hafa tek- ið gildi. Fyrirtæki og stofnanir hafa í vaxandi mæli orðið fyrir þrýst- ingi frá hluthöfum, við- skiptavinum, neytend- um og öðrum hags- munaaðilum í að bæta umhverfisframmistöðu sína. Þessi þrýstingur hefur víða leitt til um- hverfisbóta, meiri um- hverfisskilvirkni (eco-efficiency) og hagræðingar í rekstri fyrirtækja. Í stuttu máli þýðir þetta minni aðföng og vistvænni, lægri rekstrarkostnað og skilvirkari stjórnun sem leiðir af sér meiri arðsemi fyrirtækja. Ábati fyrirtækja og stofnana af umbótastarfi á sviði umhverfismála og innleiðingu umhverfisstjórnunar- kerfa er ekki aðeins fjárhagslegur, heldur einnig samfélagslegur og vist- fræðilegur. Náttúran og auðlindir nýtast betur og á endurnýjanlegan hátt. Góð ímynd fyrirtækja er mikil- væg í þessu sambandi því gott orð- spor er gulls ígildi. Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að það er hagrænn ávinn- ingur, eða með öðrum orðum, bein- harðir peningar sem eru aðaldrif- krafturinn í umhverfisstjórnun í samspili félagslegra þátta og vist- fræði. Með öðrum orðum, samspil náttúru, samfélagslegra hagsmuna og arðsemi. Málefnaleg umræða um auðlindanýtingu verður að byggja á þessum þrem grunn- þáttum. Samkvæmt skoð- unum umhverfissér- fræðinga og ráðgjafar- fyrirtækja um um- hverfismál er góð umhverfisstjórnun nú viðurkennd sem sjálf- sagður hluti af stjórn- unarstefnu fyrirtækja. Fyrirtæki sem taka frumkvæði við um- hverfisbætur eru að öllu jöfnu vel rekin, þau eru álitin betri viðskipta- vinir t.d. banka og tryggingafyrir- tækja og viðskiptavinir sópast gjarna að þeim vegna trausts þeirra og trúverðugleika. Tækifæri fyrirtækja og stjórnenda sem ná að tileinka sér góða umhverfisstjórnun getur leitt til fjölmargra sóknarfæra á öllum svið- um viðskiptalífsins. Helstu verkfæri og aðferðir við umhverfisstjórnun eru t.d. grænt bókhald þar sem skráð og mæld er orku- og hráefnanotkun, en jafnframt umhverfisáhrif af rekstri. Við vistvæna vöruþróun er lögð áhersla á að vara eða þjónusta sem verið er að þróa uppfylli skilgreindar umhverfiskröfur ásamt hefðbundn- um markaðskröfum. Með vistferilgreiningu eru metin heildarumhverfisáhrif vöru eða þjón- ustu yfir allan vistferil vörunnar, allt frá vinnslu hráefna í vöruna þar til henni er fargað eða hún endurunnin. Ef við náum að tileinka okkur notkun þessara aðferða og verkfæra mun okkur betur farnast við náttúr- vernd og auðlindanýtingu. Betra umhverfi, betra samfélag Steinn Kárason skrifar um hagrænt, samfélagslegt og umhverfislegt gildi umhverfisstjórnunar » Tækifæri fyrirtækjaog stjórnenda sem ná að tileinka sér góða umhverfisstjórnun get- ur leitt til fjölmargra sóknarfæra Steinn Kárason Höfundur er umhverfishagfræðingur og gefur kost á sér í 3.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í MORGUNBLAÐINU í gær er birt viðtal við formann Íbúa- samtaka Grafarvogs sem virðist hafa misskilið algjör- lega áform stjórnar Faxaflóahafna um stækkun á athafna- svæði hafnarinnar, eins og skýrt hefur verið frá síðustu daga. Undir fyrirsögninni „Allir á móti“ segir formaður Íbúa- samtaka Grafarvogs að umræður um land- fyllingu utan við Gufunesið séu al- gjörlega úr takti við vilja íbúanna og þær þurfi því ekki og eigi ekki að ræða frekar. Þá lætur hún þess einnig getið að ég sem formaður Faxa- flóahafna dansi ekki í takt og bætir því við, til þess að halda um- ræðunni á málefna- legu plani, að ég ætti að finna mér eitthvað annað að gera. Ef formaður Íbúasamtakanna hefði haft fyrir því að kynna sér ákvörðun og hugmyndir Faxaflóa- hafna, hefði hún getað sparað sér stóryrðin. Ákvörðun stjórnar fól í sér uppbyggingu á svæði Sunda- hafnar, bæði fyrir utan Klepp og við Skarfabakka sem gefur ríflega 20 hektara lands á næstu árum. Miðað við fyrirliggjandi umsóknir um lóðir, veitir ekki af. Hins vegar var ákveðið að efna til viðræðna við skipulagsyfirvöld í borginni um land hafn- arinnar í Gufunesi, þar sem m.a. Sorpa og húsnæði gömlu Áburð- arverksmiðjunnar er. Í því var ekki fólgin nein ákvörðun um landfyllingar, og ég undirstrikaði það ein- mitt í viðtali við Morgunblaðið og sagði að slíkt væri heilmikil ákvörðun og yrði því aðeins hugað að slík- um kosti, enda væri ráð fyrir honum gert á gildandi aðalskipulagi sem blandaðri byggð, bæði á núverandi landi og einnig á landfyll- ingum. Hvernig slík byggð á að líta út, er eitt af skipulagsverkefnum framtíðarinnar og al- gjör óþarfi að fara nú á taugum vegna þess að efnt sé til viðræðna um málið og möguleikum velt upp í ljósi gífurlegrar ásóknar í lóðir. Misskilningur for- manns íbúasamtaka Björn Ingi Hrafnsson svarar ummælum formanns Íbúasamtaka Grafarvogs um stækkun á athafnasvæði hafnarinnar Björn Ingi Hrafnsson »… og algjöróþarfi að fara nú á taug- um vegna þess að efnt sé til við- ræðna um mál- ið … Höfundur er formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Barnasængur - barnasett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.