Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 45 synlegur er í ljósi þessara þátta. Stúdentspróf geti verið áfangi á leið nemanda til skilgreindra námsloka á tiltekinni námsleið. Tillögur starfsnámsnefndar eru gagnlegar og fela í sér veigamiklar breytingar á skipulagi framhalds- skólanáms. Ég tel að vinna eigi að málefnum framhaldsskólans á grundvelli þessara tillagna, með áherslu á samstarf við kennara og nemendur, í stað þess að knýja í gegn breytingar sem þorri kenn- ara og nemenda er andvígur. Hér blasa við mikilvæg viðfangsefni á næsta kjörtímabili í málefnum framhaldsskólans. » Tillögur starfsnáms-nefndar eru gagn- legar og fela í sér veiga- miklar breytingar á skipulagi framhalds- skólanáms. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og gefur kost á sér í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. NEMENDUR Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands ætla að sýna afrakstur leitar sinnar að nýjum viðskiptatækifærum á sviði íslenskrar hönnunar nk. laugardag, 28. október, kl. 13 í Hafnarhúsinu. Þrettán nemendahópar hafa síðast- liðnar fimm vikur þróað viðskipta- áætlanir byggðar á efniviði sem fund- inn hefur verið í íslenskri hönnun, allt frá arkitektúr til minjagripa. Útkom- an er ný sýn á þau tækifæri sem fólg- in eru í notkun hönnunar með ís- lenskum sérkennum. Sumir vilja meina að íslenskri hönnun hafi ekki ennþá tekist að ná sama virðingarstigi á alþjóðavett- vangi og nágrannaþjóðir okkar. Þessu er líkt við að íslensk hönnun sé óþroskuð, varla búin að slíta barns- skónum. Einhverjir velta fyrir sér or- sök þessa ástands en svarið er ekki einfalt. Það er ekki ætlunin hér að fara nánar í saumana á því heldur frekar að beina sjónum okkar að framtíð hönnunar á Íslandi. Nem- endur Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands hafa komist að þeirri niðurstöðu að íslensk hönnun eigi ríkt erindi inn í íslenskt við- skiptalíf. Saman hafa þeir fundið þrettán mismunandi útfærslur á við- fangsefninu með virðisaukningu að leiðarljósi. Íslenskri hönnun var gef- inn sopi af orkudrykk og fjallgöngu- skórnir teknir fram, því kanna átti ótroðnar slóðir. Samstarfsverkefni þessara tveggja háskóla er einstakt að því leytinu að hér er um nýsköpun að ræða. Tvær háskóla- stofnanir hafa á praktískan hátt stuðl- að að nýsköpunar- virkni nemenda sinna og reynt að efla með þeim frumkvöðlaanda. Hér er markmiðið ekki bara að leika sér að hugmyndum held- ur að slípa til nýjar hugmyndir svo þær geti skilað arði. Þetta er áhugavert í því ljósi að nýsköpunarvirkni er talin vera sá þáttur sem stuðli hvað mest að samkeppnishæfni þjóða og fyrirtækja. Nýsköpun verður ekki til af engu því forsendur hennar eru að- stæður sem hafa hvetj- andi áhrif á skapandi hugsun og framkvæmda- vilja. Fyrirtæki á borð við Marel, sem einmitt styrkir þetta verkefni, byggja á þeim krafti sem býr í nýsköpun. Und- irstaða þess að íslensk fyrirtæki haldi áfram að dafna er meðal annars fólgin í því að háskóla- nemendur hrærist í skapandi um- hverfi og séu hvattir til dáða. Sam- starfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands er góðs viti, en það þarf einnig að hafa í huga að góðar hugmyndir geta auðveldlega villst af leið á leið inn á markaðinn. Þess vegna er nauðsynlegt að nem- endur læri einnig öguð vinnubrögð við markaðssetningu hugmynda sinna, hvernig og hvar má sækja fjár- stuðning og skipuleggja starfsemina í kringum hið nýja tilboð. Öllu þessu er reynt að koma til leiðar í verkefnum nemenda þar sem skapandi hugsun og viðskiptalegu innsæi er blandað saman. Afraksturinn verður hægt að sjá á laugardaginn þar sem 24 áhuga- verðustu hönnuðir Íslands munu einnig kynna verk sín. Leitin að rjómanum Halldór Örn Engilbertsson fjallar um ný viðskiptatækifæri á sviði íslenskrar hönnunar og sýningu þar að lútandi » SamstarfsverkefniHáskólans í Reykja- vík og Listaháskóla Ís- lands er góðs viti, en það þarf einnig að hafa í huga að góðar hug- myndir geta auðveld- lega villst af leið á leið inn á markaðinn. Halldór Örn Engilbertsson Höfundur er aðjunkt í markaðsfræði við Háskólann í Reykjavík. TENGLAR .............................................. www.rjomi.is. vikur og mánuði, sem er mér gríð- arlega mikilvægt og hefur aukið baráttuþrek mitt og bjartsýni. Samband mitt við sjálfstæðismenn, ekki síst fjölmarga ósérhlífna þátt- takendur í starfi flokksins í Reykjavík, er mér ómetanlegt. Í þessu prófkjöri sæki ég fram. Ég geng stoltur af verkum mínum til prófkjörs og bíð þess með óþreyju að halda áfram á sömu braut. Ég fer þess á leit við sjálf- stæðismenn að þeir veiti mér áframhaldandi brautargengi og at- kvæði sitt í 4. sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. »Ég geng stoltur afverkum mínum til prófkjörs og bíð þess með óþreyju að halda áfram á sömu braut. Höfundur er alþingismaður og sækist eftir 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.