Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 39
TÖLVUFÍKN er ný árátta sem
tengist vaxandi tölvunotkun í nú-
tíma þjóðfélagi. Tölvueign Íslend-
inga er með því mesta sem gerist í
heiminum og börn byrja mjög
snemma að umgang-
ast tölvur. Því þarf að
fylgjast vel með
tölvunotkun þeirra og
reyna að koma í veg
fyrir að þau verði
tölvufíklar. Mikilvægt
er að hafa stjórn á
notkuninni, því tölvu-
fíkn líkist spilafíkn að
því leyti að ein-
staklingar missa
stjórn á hegðun sinni.
Stærsti hluti þeirra
sem ánetjast tölvu-
fikn stundar tölvu-
leiki og spila þá oftast í gegnum
Netið við aðra einstaklinga. Þessir
einstaklingar geta verið félagar úr
næsta umhverfi eða frá öðrum lönd-
um og jafnvel öðrum heimsálfum.
Einstaklingarnir ganga inn í mis-
munandi hlutverk í leiknum og leik-
urinn getur gengið í marga mánuði.
Drengir eiga frekar á hættu að
ánetjast tölvuleikjafíkn en stelpur,
en þó þekkist þetta hjá báðum kynj-
um. Einstaklingum með lágt sjálfs-
mat er hættara við að ánetjast
tölvufíkn. Ekki er óalgengt að ein-
staklingur með tölvufíkn eyði frá 8
upp í 16 tímum á sólarhring í tölvu-
notkun. Einstaklingur í þessu
ástandi vanrækir aðra hluti í lífi
sínu eins og nám, starf og samveru
með vinum og fjölskyldu. Grunn-
þörfum líkamans er ekki sinnt. Ein-
staklingarnir sleppa svefni, hreyf-
ingu, hollum máltíðum og þrifum.
Fylgikvillar netfíknar geta oft verið
þeir sömu og hjá vímu-
efnaneytendum eins og
sinnuleysi, félagsleg
einangrun,
þunglyndi, skapofsa-
köst og veruleikafirr-
ing.
Foreldrar standa
ráðalausir frammi fyrir
þessu vaxandi vanda-
máli og algengt að
þessa sé ekki getið í al-
mennu forvarnarstarfi.
Þegar einstaklingur er
langt leiddur í tölvufíkn
er erfitt að snúa honum
til baka. Hann afneitar fíkninni en
er í tölvunni nánast allan sólar-
hringinn, allt annað verður að víkja,
hann fer á bak við foreldra eða nán-
ustu aðstandendur til að komast í
tölvu með öllum ráðum. Þegar hér
er komið þarf einstaklingurinn á
sérhæfðri meðferð að halda. Í for-
varnarskyni er æskilegt að for-
eldrar stýri tölvunotkun barna
sinna, þannig að börn og ungmenni
sitji ekki meira en 2 klst. á dag við
skjáinn. Reynslan hefur sýnt að góð
líðan barna sem hafa tölvufíkn
eykst með minni tölvunotkun. Mælt
er með því að hafa tölvurnar mið-
lægt á heimilinu, ekki í svefn-
herbergjum barnanna. Foreldrum
er jafnframt bent á að fara á heima-
síðu www.saft.is þar sem leiðbein-
ingar eru um öruggari tölvunotkun
barna.
Til að aðstoða foreldra í að bregð-
ast við þessari vaxandi fíkn barna
og ungmenna, eru þrír meginþættir
nauðsynlegir:
1. Upplýsingamiðstöð er lýtur að
heilbrigði barna, þar sem for-
eldrar fá allar upplýsingar er
varða þennan vanda og önnur
sambærileg málefni..
2. Stöðugt sé upplýst um forvarnir á
þessu sviði.
3. Meðferðarúrræði verði fyrir
hendi.
Tölvufíkn er vaxandi vandamál
meðal barna og ungmenna
Steinunn Guðnadóttir fjallar
um tölvufíkn » Þegar einstaklingurer langt leiddur í
tölvufíkn er erfitt að
snúa honum til baka.
Hann afneitar fíkninni
en er í tölvunni nánast
allan sólarhringinn …
Steinunn Guðnadóttir
Höfundur er fyrrverandi bæjar-
fulltrúi í Hafnarfirði gefur kost á sér í
6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Suðvesturkjördæmi.
TENGLAR
..............................................
www.steinunn.is
!
"
# $
%
%
&
'
( ) *++ ) ,*+ *-++
.
%
%
"
/ 01+ 2 "
#
3 3
4- 2 /3
"
5
04- 2
$ !
6
$
,*+ 74++
8889
$
! SKYLT er skeggið hökunni, seg-
ir í málshættinum. Það er eins með
skeggið og hökuna og
slagorðin stétt með
stétt og mannúð og
mildi. Hvoru tveggja
er samofið sögu og
hugmyndafræði okk-
ar ágæta flokks. Í
slagorðunum felst
skuldbinding okkar
gagnvart þeim sem
standa höllum fæti í
samfélaginu, þeim
hafa ekki aðstæður til
að vera sinnar eigin
gæfu smiðir.
Þeim þurfum við að
rétta hjálparhönd af
því saga okkar og
flokksmenning kennir
okkur að við eigum að
bera virðingu fyrir
þessum hugsjónum.
Við eigum hins vegar
ekki að hjálpa þeim
sem geta hjálpað sér
sjálfir. Sú hjálp, sá
skerfur, er oft tekinn frá þeim sem
sannarlega þurfa á hjálpinni að
halda. Þetta gildir gagnvart
ákveðnum öldruðum og þetta gildir
gagnvart ákveðnum öryrkjum hvað
svo sem hver segir. Þessi hópar
eru efnahagslega jafn misjafnir og
aðrir hópar samfélagsins en það
eru líka til hópar innan um sem
hafa það verulega skítt. Við eigum
að einbeita okkur að þeim til að
gera vel við þá. Þetta rökstyð ég
með því að ekkert þjóðfélag getur
gengið út frá því að geta tryggt
öllum sama rétt, til
dæmis frá Trygg-
ingastofnun.
Við Íslendingar eig-
um að taka höndum
saman og styðja þá
sem standa höllum
fæti. Grettistak í
þeirra þágu þarf ekki
að auka útgjöld úr al-
mannatryggingunum
sem dæmi. Við flytjum
fjármagn til innan
kerfisins frá efnuðum
eignamönnum til
þeirra sem ekkert
eiga. Menn þurfa að
hafa kjark og þora að
taka á málinu strax –
vilji er allt sem þarf,
sagði ástsæll leiðtogi
okkar og það á svo
sannarlega við í þessu
máli. Það er sögulegt
skylda okkar sjálf-
stæðismanna að fara
þessa leið, því okkar er ábyrgðin
að hér verði ekki slitinn sundur
friðurinn um mannúð og mildi eða
stétt með stétt.
Mannúð, mildi
og stéttarsátt
Jóhann Páll Símonarson
fjallar um mannleg samskipti
og stéttarsátt
Jóhann Páll
Símonarson
» Við Íslend-ingar eigum
að taka höndum
saman og styðja
þá sem standa
höllum fæti.
Höfundur er sjómaður og tekur þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.