Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 30
matur
30 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Jagúartónleikar
Ótrúlega gaman að tjútta undir tónum fé-
laganna í hljómsveitinni Jagúar og því er til-
valið að skella sér á miðnæturtónleika þeirra í
Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldið
þar sem þeir munu prufukeyra nýtt efni í
bland við eldra. Jagúar hefur ekki komið fram
opinberlega í langan tíma, þannig að þyrstir
aðdáendur ættu að kætast og hita sig upp með
því að hlusta á nýjasta stuðlagið þeirra „Disco
Diva“ á vefnum:
www.myspace.com/jaguariceland
www.jaguar.is.
Handverkssýning
í Ráðhúsi Reykjavíkur
Margur völundurinn finnst hér á landi og
gaman að skoða ólíkustu hluti sem sköpun
þeirra leiðir af sér. Það verður einmitt hægt
um helgina þar sem stór sölusýning/markaður
á íslensku handverki og listiðnaði verður í
Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar verður að finna fjöl-
breytta íslenska hönnun, handverk og listiðnað
eftir sextíu þátttakendur. Þar munu lista-
mennirnir sjálfir kynna og selja vörur sínar
sem ýmist eru úr leðri, roði, hornum, beinum,
tré, gleri eða leir. Skartgripi, nytjahluti, hús-
gögn og fjölbreyttar textílvörur verður meðal
annars þar að finna.
Einnig verða tónlistaruppákomur í Ráðhús-
inu um helgina í tengslum við markaðinn.
www.handverkoghonnun.is.
Söngur í sveitinni
og Færeyingar í Breiðholti
Alltaf gaman að bregða sér út fyrir bæinn
og njóta atburða sem þar er boðið upp á. Til
dæmis aka í austurátt meðfram strönd lands-
ins og njóta ómældrar náttúrufegurðar og
koma við á Klaustri í kvöld og njóta tónleika
Söngfélags Skaftfellinga sem þar verða í fé-
lagsheimilinu kl. 21. Söngfélagið mun einnig
syngja í Þórbergssetrinu á Hala á laugardag
kl. 15, en setrið þykir mjög vel lukkað og full
ástæða til að kíkja á það.
Þeir sem verða í borginni ættu að bregða sér
í Breiðholtskirkju á laugardags- eða sunnu-
dagskvöld kl. 20 og hlusta á frændur okkar í
Betesdakórnum frá Klakksvík í Færeyjum
sem þar munu hefja upp raust sína. Kórinn
kemur einnig fram í Færeyska sjómannaheim-
ilinu á sunnudag kl. 17.
Íshokkí kvenna
Full ástæða er til að bregða sér í Egilshöll-
ina um helgina og hvetja kappsfullar stelpur á
skautum sem þar keppa á íshokkímótinu Ice-
landair Cup. Skautafélagið Björninn stendur
fyrir mótinu og fjögur lið koma að utan til að
taka þátt í því ásamt stelpunum úr Birninum
og SA.
mælt með …
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Morgunblaðið/Sverrir
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Andlitspitsur
Botn:
250 g spelt*, hægt er að nota
fínt og gróft til helminga
3–4 tsk. vínsteinslyftiduft*
1/2 tsk. sjávarsalt
1–2 msk. græn lífræn ólífuolía
125 ml heitt vatn
Blandið þurrefnunum saman í skál eða setj-
ið í matvinnslu- eða hrærivél. Bætið olíunni út
í, síðan vatninu og hnoðið deigið þar til það er
orðið að kúlu. Stráið smávegis af spelti á borð-
ið og fletjið deigið frekar þunnt út. Takið svo
disk í þeirri stærð sem þið viljið hafa pitsurnar
og skerið út í hringlaga botn – eða notið pip-
arkökumót eða annað skemmtilegt verkfæri til
þess að móta þær. Leggið bökunarpappír á
ofnplötu og deigið þar ofan á og forbakið við
200ºC í 3–4 mín. og setjið rakt viskustykki of-
an á þá svo botnarnir harðni ekki.
Sósa og álegg:
2 msk. tómatmauk*
1 dl tómatsúpa frá LaSelva
eða maukaðir tómatar
krydd eftir smekk
(t.d. hvítlaukur og oregano)
rifinn ostur/sojaostur
ólífur, tómatar, laukur eða það sem þið viljið
til að búa til andlit eða annað listaverk.
Hrærið tómatmauki og tómatsúpu saman
og búið til pitsusósu. Setjið sósu á pitsabotn-
inn, búið til andlit með grænmetinu og dreifið
úr ostinum eins og hann væri hárið. Bakið við
200ºC í um 5 mínútur eða þar til osturinn
bráðnar.
Litlar súperman bökur
Botn:
220 g spelt* nota má fínt og gróft til helm-
inga
3 tsk. vínsteinslyftiduft*
½ tsk. salt
1 ½–2 dl sjóðandi vatn
sesamfræ, ef vill
Blandið þurrefnum saman í skál og hnoðið
eða setjið í matvinnsluvél með hnoðara eða í
hrærivél. Bætið vatninu smám saman út í þar
til deigið er orðið að kúlu en gætið þess að
hnoða það ekki of mikið. Stráið smávegis af
spelti á borð, fletjið deigið út. Smyrjið köku-
botna, (það er gott að strá sesamfræjum þar
yfir), og setjið síðan deigið ofan í botninn. For-
bakið það við 200ºC í 3–5 mín.Takið þá bökuna
út úr ofninum og setjið rakt stykki ofan á botn-
inn svo hann verði ekki að tvíböku.
Fylling:
1–2 msk. lífræn kókosfita* eða ólífuolía
¼ rauðlaukur, smátt skorinn
300 g spínat*
½ tsk. karrí
¼ tsk. múskat
smá sjávarsalt
1 dl kókosmjólk, rjómi, sojamjólk eða vatn
200 g soðnar kartöflur, skornar í litla bita
ostur, sojaostur, geitaostur eða sá
ostur sem ykkur finnst bestur
Hitið kókosfitu eða olíu á pönnu og mýkið
laukinn í henni í 2–3 mínútur. Setjið spínatið
og kryddið á frekar heita pönnuna, helming af
spínatinu í senn því það sýður mjög fljótt nið-
ur. Hellið síðan kókosmjólkinni út á og látið
malla í 3–4 mínútur. Þegar fyllingin er tilbúin
er ostinum og kartöflunum bætt saman við og
blandan sett á forbakaða bökubotninn og bak-
að við 200ºC í um 15 mínútur.
Hjartaspagettí
½ poki speltspagettí*
vatn
sjávarsalt á hnífsoddi
pesto rosso frá LaSelva
gul og rauð paprika
rifinn ostur/sojaostur/parmesan (má sleppa)
Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeining-
unum á pokanum, sigtið vatnið frá og setjið í
skál. Setjið pesto rosso út á spagettíið, magn
eftir smekk. Skerið paprikurnar í tvennt og
skerið svo endana af, kjarnhreinsið og notið
myndajárn til að stinga út hjörtu. Blandið
saman við spagettíið ásamt osti ef vill. Það er
líka mjög gott að bæta klettasalati við ef þið
eruð í þannig skapi.
*frá Himneskri hollustu
Morgunblaðið/Eggert
Andlitspitsur Börn geta ekki haft annað en góða matarlyst þegar svona skælbrosandi og skemmtilegar pitsur eru á borðum.
Bráðhollt barnagóðgæti
Sólveig Eiríksdóttir matarhönn-
uður nýtur þess að opna matar-
kistur sínar fyrir börnunum og
gauka að þeim bragðgóðu góð-
gæti úr heimi hollustu og heil-
brigðs lífernis. Sannkölluð veisla
fyrir barnabragðlauka.
Hjartaspagettí Skemmtilegt spagettí fyrir káta og fjöruga krakka. Í paprikum eru líka A og
C vítamín sem eru góð fyrir litla kroppa í vetrarkuldanum.
Hugmyndaflug Sólveig ber matinn fram svo
hann vekur eftirtekt barna og forvitni.
Súpermanbökur Stjáni blái borðaði mikið
spínat eins og er í þessum bökum.