Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Ný og spennandi saga um Benedikt búálf og vini hans sem notið hafa mikilla vinsælda á undanförnum árum. Grátbrosleg saga Súperamma í sumarfríi Benedikt búálfur kemst í hann krappanHvað er til ráða þegar stórt skrímsli er leitt og langar að gráta? Framhald hinnar vinsælu og margverðlaunuðu bókar Nei! sagði litla skrímslið. Amma og Óli lenda í æsi- spennandi eltingarleik við vasaþjófa í fríinu sínu. Sólrík saga fyrir upprennandi leynilöggur. Leikstjórinn Baltasar Kor-mákur virðist hafa hitt áóskastund þegar hann lýsti því yfir í viðtali í Morgunblaðinu í síðustu viku að hann vonaði að Ís- lendingar fjölmenntu í kvikmynda- hús til að sjá Mýrina og aðrar ís- lenskar myndir. Sú ósk hefur sannarlega ræst, allavega fyrstu viku Mýrarinnar í bíóhúsum. Það er þó ekki víst að óskastund sé ein- göngu um að þakka þar sem Mýrin er bæði vel heppnuð, gerð eftir þekktri sögu og hefur víðast hvar fengið góða umsögn í fjölmiðlum. Samkvæmt upplýsingum frá Guð- mundi Breiðfjörð, markaðsstjóra kvikmyndadeildar Senu, höfðu um 27 þúsund manns séð Mýrina um há- degisbil í gær. Og það einungis á einni viku. Það þýðir að tæplega fjögur þúsund Íslendingar hafa á degi hverjum gert sér ferð í bíó til að sjá myndina. Samkvæmt Guð- mundi hefur verið uppselt á Mýrina í Smárabíói klukkan 20 alla daga frá frumsýningu myndarinnar. Það hefur oft verið gert að um-talsefni síðustu ár að Íslend- ingar séu allt of latir að sjá íslensk- ar myndir í bíó. Ástæða þess er ekki enn fundin en mörgum hugsanlegum hefur verið varpað fram. Sumum þykja ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn ekki nógu lunknir í að gera góð handrit og sumum þykja samtöl í íslenskum myndum upp til hópa stirð og óraunveruleg. En þetta hefur ekki alltaf verið svona.    Mest sótta íslenska kvikmyndinfrá upphafi er talin vera Með allt á hreinu Ágústs Guðmunds- sonar. Varnagli er sleginn hér þar sem mælingar á áhorfendafjölda voru ekki með sama hætti og í dag. Áætlað er þó að um og jafnvel yfir 100 þúsund miðar hafi verið seldir á Með allt á hreinu, sem frumsýnd var árið 1982. Myndirnar Land og synir (1980), Morðsaga (1977) og Óðal feðranna (1980) voru allar sýndar rétt undir 100 þúsund áhorfendum og tugir þúsunda sáu Engla alheimsins (2000), Stellu í orlofi (1986), Útlag- ann (1981), Djöflaeyjuna (1996), Punkt, punkt, kommu, strik (1981), Nýtt líf (1983) og Hrafninn flýgur (1984).    Athyglisvert er að svo virðist semtímabilið 1977 til 1986 hafi ver- ið langsamlega farsælast hvað miðasölu á íslenskum myndum varðar, utan áranna 1996, 2000 og svo 2002, þegar Hafið eftir Baltasar var sýnd rúmlega 50 þúsund bíó- gestum. Þá getur maður velt fyrir sér hvort það sé tilviljun að mest sóttu íslensku myndirnar síðustu ár eru byggðar á áður birtu efni, skáldsög- um, eins og í tilfelli Djöflaeyjunnar, Engla alheimsins og Mýrarinnar, eða leikriti, eins og Hafið.    Ekki er gott að henda reiður áhvers vegna, með nokkrum undantekningum, það hefur í næst- um tvo áratugi ekki þótt eftirsókn- arvert að fjölmenna á íslenskar myndir. Íslendingar hafa jafnan tal- ist mikil bíóþjóð og hlýtur fjöldi kvikmyndahúsa og bíósala á höf- uðborgarsvæðinu að styðja þá full- yrðingu. Að auknu framboði af öðr- um menningarviðburðum sé um að kenna er hæpið að mínu mati, á þeirri viku sem Mýrin hefur verið í sýningu hafa staðið yfir tónlistarhá- tíðin Airwaves og listahátíðin Se- quenses auk fjölda annarra menn- ingartengdra viðburða. Það er von mín að áhugi Íslend- inga á íslenskum kvikmyndum sé kominn til að vera. Misjafnt gengi íslenskra kvikmynda » Þá getur maður veltfyrir sér hvort það sé tilviljun að mest sóttu íslensku myndirnar síð- ustu ár eru byggðar á áður birtu efni … Mýrin Íslensk mynd um íslenskan veruleika virðist leggjast vel í landsmenn. birta@mbl.is AF LISTUM Eftir Birtu Björnsdóttur Um sönghæfileika RegínuÓskar þarf enginn aðefast en Regína hefur ímörg ár verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Síðastliðinn þriðjudag kom út önnur sólóplata söngkonunnar, Í djúpum dal. Þar syngur hún ellefu ný lög við íslenska texta sem allir fjalla um lífsins stóru stef. Hvernig plata er þetta? „Þetta er svona tilfinningaplata, myndi ég segja. Ljúf og tilfinn- ingarík þar sem söngurinn er í for- grunni og mikið lagt upp úr vönd- uðum textum. Lögin eru úr mörgum áttum. Eitt lagið er t.d. nokkurs kon- ar R&B-lag, annað er út í djassinn meðan það þriðja er ekta popp. Þetta er frekar fjölbreytt þó að hljómurinn sé svipaður í þeim öllum.“ Og hvernig er sá hljómur? „Það var lagt upp með það að hafa sönginn framarlega. Það er heldur ekkert verið að drekkja lögunum í svaðalegum útsetningum heldur er lögunum og röddinni leyft að standa. Hljómurinn er eiginlega svolítið hrár.“ Hver eru yrkisefnin? „Það er allur skalinn. Platan byrj- ar voða jákvæð: ástfangin og allt í himnalagi. Hún endar svo á lagi um dauðann. Það má segja að textarnir taki á því sem allir eru að kljást við í lífinu: ástinni, dauðanum og öllu þar á milli.“ Hverjir semja textana og lögin? „Það er fólk úr öllum áttum. Stef- án Hilmarsson á t.d. tvo alveg æð- islega texta og Magnús Þór Sig- mundsson á eina þrjá texta. Ég sem svo einn texta auk þess að semja annan með Kalla Olgeirs og Barða Jóhannssyni við lag sem við sömdum saman, en Barði sá um að taka plöt- una upp og útsetja lögin. Þau koma einnig úr ýmsum áttum en eiga það þó sameiginlegt að vera ný.“ Hvernig gekk samstarfið við Barða? „Alveg frábærlega. Við náðum mjög vel saman strax frá byrjun. Hann er mjög ákveðinn karakter og mjög „prófessjónal“ í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann einfaldlega vinnur vinnuna sína mjög vel og af tilfinningu.“ Hvernig sker þessi plata sig frá fyrri sólóplötunni þinni? „Í fyrsta lagi er hún öll á íslensku. Hún er líka tekin upp á svolítið ann- an hátt en sú fyrri. Þá komum við í hljómsveitinni saman og tókum bara upp. En nú var Barði með puttana í þessu. Ég söng og gerði raddirnar og kom svo bara og hlustaði og „kom- menteraði“ á það sem hann var bú- inn að gera eftir á. Mér fannst mjög gaman að fara svona að þessu.“ Hvernig á svo að fylgja útgáfunni eftir? „Ég verð með útgáfutónleika á miðvikudaginn í næstu viku, hinn 1. nóvember, á nýja sviði Borgarleik- hússins. Þar ætla ég að hafa sæta og lágværa tónleika með fjögurra manna bandi.“ Fjölbreytt tilfinningaplata Morgunblaðið/Ómar Tónleikar og plata Regína Ósk heldur útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu nk. miðvikudag til að fagna því að út er komin önnur sólóplata hennar. Regína Ósk Óskarsdóttir gefur út aðra sólóplötu sína, Í djúpum dal www.regina.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.