Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 27
LANDIÐ
Grazyna
María
í9. sæti
Vinnum saman!
Ágætu Reykvíkingar
Ég, Grazyna Maria Okuniewska býð mig fram í 9. sæti í prófkjöri
sjálfstæðismanna sem fram fer daganna 26.-27. október n.k.
Ég býð mig fram því að ég tel að rödd innflytjenda þurfi að heyrast í íslensku
samfélagi. Við búum í margmenningarsamfélagi í alþjóðavæddum
heimi. Við þurfum að nýta okkur möguleika slíks samfélags sem
eru fjölmargir og reyna að takmarka og koma í veg fyrir hugsanleg
vandamál sem hljótast af slíkum breytingum á samfélagsgerðinni.. Eitt
af því sem við þurfum að gera er að móta heildræna stefnu í málefnum
innflytjenda einkum um hvernig íslenskukennslu og samfélagsfræðslu
skuli háttað og auka upplýsingagjöf til innflytjenda til að auðvelda þeim
aðlögun að íslensku samfélagi og útrýma ólæsi á meðal innflytjenda.
Ég vil einnig leggja áherslu á að fjölga þjónustuúrræðum við aldraða.
Það á fyrir okkur flestum að liggja að reskjast. Við þurfum að búa
öldruðum sem lagt hafa grunninn að velferð okkar ánægjulegt og
gefandi ævikvöld.
Ég vil jafnframt leggja áherslu á forvarnir gegn vímuefnum með eflingu
tómstunda- og íþróttastarfssemi sem standi öllum börnum til boða og
taka inn frumkvöðla og nýsköpunarfræðslu inn í námskrár grunn – og
framhaldsskóla. Þannig getum við styrkt atvinnulíf framtíðar og haldið
Íslandi efst á lista yfir ríkustu velferðarþjóðir heimsins.
Góði kjósandi.
Ég vona að ég fái þinn stuðning í 9. sætið í prófkjörinu svo við getum
unnið saman að því að gera gott samfélag miklu betra.
Með kveðju,
Grazyna María
Eftir Gunnlaug Árnason
Stykkishólmur | Nýtt fyrirtæki hef-
ur bæst við atvinnuflóru Hólmara.
Fyrirtækið Íslenskur æðardúnn ehf.
flutti starfsemi sína til Stykkis-
hólms.
Fyrirtækið var stofnað árið 1991
og hefur síðan þá flutt út æðardún.
Fyrirtækið hefur einnig frá árinu
2000 rekið æðardúnshreinsun sem
staðsett hefur verið fram til þessa á
Læk í Dýrafirði. Frá því að Íslensk-
ur æðardúnn ehf. keypti dúnhreins-
unina af þeim bræðrum Sæmundi og
Zófoníasi Þorvaldssonum á Læk
hafa þeir haft umsjón með hreins-
uninni. Nú var komið að tímamótum
og vildu þeir taka sér frí frá þessum
störfum.
Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri í
Stykkishólmi, hefur verið fram-
kvæmdastjóri Íslensks æðardúns
frá upphafi. Hún sagði að þegar
komið hefði fram vilji hjá þeim á
Læk að hætta að sjá um hreinsun
hefði annaðhvort orðið að leggja
starfsemina niður eða flytja hana á
nýjan stað, þar sem aðrir tækju við
umsjóninni og niðurstaðan hefði orð-
ið að flytja starfsemina í Hólminn.
Hún sagði að það hefði haft áhrif
að bæði hún og faðir hennar, Friðrik
Jónsson, búa í Hólminum en ekki
síður væri þetta góð staðsetning þar
sem mikil dúntekja væri við Breiða-
fjörð.
Erla sagði að það hefði tekið dálít-
inn tíma að komast af stað á nýjum
stað, en öll aðlögun væri nú að baki
og hreinsunin gengi vel.
Að sögn Erlu er reiknað með að
fyrirtækið hreinsi um 500 kíló af
dúni í haust. Það er minna en und-
anfarin ár sem stafar af því að minni
dúnn var tíndur í vor vegna kulda og
votviðris og eins tafði flutningurinn
starfsemina.
Mest fer í sængur Japana
Erla hefur alla tíð séð um söluna á
æðardúninum. Hún segir að lang-
stærsti hluti hans sé seldur til Jap-
ans. Verð á æðardúni er mjög
breytilegt á milli ára, þar eru miklar
sveiflur sem ekki er hægt að ráða
við. Um þessar mundir er verðið
mjög hátt og er verið að greiða fram-
leiðendum um og yfir 100 þúsund
krónur fyrir hvert hreinsað kíló, en
fyrir 10–15 árum fór verðið niður
undir 20 þúsund á kílóið. Erla segist
nú verða vör við að farið sé að hægja
á eftirspurninni, vegna þess hversu
verðið sé orðið hátt en eftirspurn
eftir æðardúni hafi verið töluverð
umfram framboð undanfarin ár.
Hún telur þó eftirspurn enn meiri en
framboð.
Æðardúnninn býr yfir ótrúlegum
eiginleikum og er hann ólíkur öðrum
dúni enda um að ræða 100% nátt-
úruafurð. Annar dúnn er framleidd-
ur í alifuglabúum, bæði andar- og
gæsardúnn. Íslenski æðardúnninn
er munaðarvara sem kaupendur í
Japan eru tilbúnir að greiða hátt
verð fyrir þegar hann er kominn í
sængur. Þeir vilja láta sér líða vel í
rúminu og eru tilbúnir að kosta
miklu til.
Það kom fram hjá Erlu að inn á
markaðinn hefði undanfarin ár kom-
ið meira af svikinni vöru, þar sem
t.d. brúnum andardúni sem væri af
allt öðrum og lélegri gæðum væri
blandað saman við íslenskan æðar-
dún. Kaupandinn ætti erfitt með að
átta sig á svikunum þegar dúnninn
væri kominn í sængur. Þetta væri
eins og í öðrum viðskiptum að það
mætti ekki slá af gæðakröfum.
Starfsemi Íslensks æðardúns ehf.
skapar 4 til 5 störf á meðan hreinsun
fer fram, frá sumri og fram á vetur.
Farið að hægja á eftir-
spurn eftir æðardúni
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Hreinsun Feðginin Friðrik Jónsson og Erla Friðriksdóttir í dúnhreinsi-
stöðinni. Á bak við sjást Agnieszka Krystyna og Marek Grzegorz Galanty.
Í HNOTSKURN
»Íslenskur æðardúnn hefurflutt starfsemi sína í
Stykkishólm. Við það skapast
4–5 störf við dúnhreinsun.
»Verð á æðardúni er í há-marki en vísbendingar eru
um að farið sé að hægja á
eftirspurn.
»Aldrei má slá af gæðakröf-unum, segir Erla Friðriks-
dóttir, framkvæmdastjóri Ís-
lensks æðardúns.
Hvolsvöllur | Það var mikið fjör í
afmælisveislu sem félagar í Kven-
félaginu Einingu héldu í Hvolnum á
Hvolsvelli. Fögnuðu konurnar 80
ára afmæli félagsins en það var
stofnað í Hvolhreppnum 1926.
Fjölmargir gestir heiðruðu fé-
lagskonur með nærveru sinni;
brottfluttir félagar, stjórnir allra
annarra kvenfélaga í sveitarfélag-
inu, stjórn Sambands sunnlenskra
kvenna og frú Ástríður Thoraren-
sen sem ættuð er fá Móeiðarhvoli
en amma hennar og nafna var
fyrsti formaður kvenfélagsins Ein-
ingar.
Fjölmargt var til skemmtunar
gert, stiklað á stóru í sögu félags-
ins, ýmsar skemmtisögur sagðar,
farið með bragi og vísur og einnig
voru söngatriði á dagskránni. Allt
skemmtiefnið var heimafengið og
sama má segja um glæsilegar kaffi-
veitingar. Var það samdóma álit af-
mælisgesta að afmælishófið hefði
verið skemmtileg og menningarleg
hátíð.
Tvær félagskonur voru gerðar að
heiðursfélögum, þær Kristín Þór-
arinsdóttir og Margrét Ísleifsdóttir,
og voru þeim þökkuð mikil og góð
störf í þágu félagsins.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Forystukonur Margir fyrrverandi formenn komu á afmælishátíð Einingar.
Tvær konur heiðraðar
Eftir Gunnar Kristjánsson
Grundarfjörður | Ingibjörg Torf-
hildur Pálsdóttir og Eiður Örn Eiðs-
son hafa selt rekstur Hótels Fram-
ness. Við rekstrinum taka Shelagh
Smith og Gísli Ólafsson.
Þau Ingibjörg og Eiður Örn hófu
rekstur Hótels Framness árið 1988.
Þær breytingar sem þau réðust í
tókust vel og hefur hótelið verið róm-
að fyrir notalegheit og góðan mat.
Unnið að endurbótum
Þau Shelagh og Gísli eru Grund-
firðingar, Gísli borinn og barnfædd-
ur en Shelag kom fyrir 20 árum frá
Suður-Afríku til að vinna í fiski. Síð-
ustu árin hefur hún unnið að ferða-
þjónustu, m.a. staðið fyrir skipulögð-
um skoðunarferðum um Grundar-
fjörð, svokölluðum Village Walking,
og þá oftast í samstarfi við Hótel
Framnes. Gísli hefur stundað fisk-
vinnslu og útgerð um árabil auk þess
að vera í bæjarstjórn.
Þau hjónin eru bjartsýn á hótel-
reksturinn og vonast til að sú við-
skiptavild sem skapast hefur undan-
farin ár muni nýtast til enn frekari
eflingar í rekstrinum. Þau ætla að
nota vetrarmánuðina til ýmissa end-
urbóta ásamt því að bæta við gisti-
rýmið en í dag er í hótelinu 21 her-
bergi.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Hótelfólk Eiður Örn Eiðsson og Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir og She-
lagh Smith og Gísli Ólafsson hafa skipt um hlutverk á Hótel Framtíð.
Hyggjast
efla hótel-
reksturinn