Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á UNDANFÖRNUM dögum hef- ur mikil umfjöllun átt sér stað í fjöl- miðlum um málefni og stöðu mjólk- urframleiðslu og mjólkuriðnaðar í landinu. Þar hafa ýmsir aðilar komið fram, opinberir emb- ættismenn svo og for- svarsmenn ýmissa hagsmunasamtaka. Jafnframt hafa þessi mál verið til umræðu á vettvangi stjórnmál- anna. Steininn tók úr í yfirlýsingu Hróbjarts Jónatanssonar, lög- manns Mjólku, sem birtist í MBL föstudag- inn 20. október sl., þar sem hann beinir orðum sínum m.a. til landbún- aðarráðherra. Auk þess beinir hann orðum sínum að ein- staklingum, á hátt sem honum sæmir ekki. Í yfirlýsingu sinn vitnar Hróbjart- ur, annars vegar, til skýrslu Sam- keppniseftirlitsins (SE) um ákvörðun er varðar viðskipti Osta- og smjörsöl- unar sf. og Mjólku, og hins vegar til álits SE til landbúnaðarráðherra. Báðar þessar skýrslur er að finna á heimasíðu SE og eru því öllum að- gengilegar. Að gefnu tilefni tel ég nauðsynlegt að draga fram nokkrar staðreyndir um þessi mál og leiðrétta grundvall- aratriði í málflutningi Hróbjarts. Í yfirlýsingu sinni vitnar Hróbjart- ur í skýrslu SE, og segir að „Sam- keppniseftirlitið rekur skýrt og greinilega í álitsgerð sinni að mjólk- urafurðastöðvum hér á landi sé mismunað...“. Hér er nauðsynlegt að vekja athygli lögmanns- ins á yfirlýsingum Mjólku á undanförnum misserum, fyrri skrifum og greinargerðum lög- mannsins, misvísandi forsendum SE – eftir því hvor skýrslan er lesin – þ.e. um Osta- og smjör- söluna eða álit til land- búnaðarráðherra, þó svo að þær hafi báðar verið gefnar út á sama degi, um sama efni og af sömu stofnun. Yfirlýsingar Mjólku og skrif lögmannsins Í yfirlýsingum Mjólku og skrifum lögmannsins í rekstri málsins hjá samkeppnisyfirvöldum hefur hann al- farið hafnað því að Mjólka sé af- urðastöð í skilningi búvörulaga. Samt sem áður heldur hann því fram að nú- gildandi ákvæði búvörulaga mismuni mjólkurafurðastöðvum og þ.m.t. Mjólku. Þegar það hentar er Mjólka ekki afurðastöð, en þegar það hentar er Mjólka afurðastöð. Hið sama er uppi á teningnum þeg- ar kemur að skýrslum SE sem báðar eru birtar á sama degi en sín til hvors aðila. Í skýrslu Samkeppniseftirlits- ins um Osta- og smjörsöluna sf. segir að eftirlitið skorti valdheimildir, m.a. til að skera úr um hvort Mjólka teljist til iðnfyrirtækja annarra en þeirra sem framleiða mjólkurvörur. M.ö.o.: SE telur sig skorta valdheimildir til að skera úr um hvort Mjólka teljist afurðastöð eða ekki. Í áliti SE til landbúnaðarráðherra segir: „Núver- andi löggjöf felur því í sér mismunun gagnvart einstökum mjólkuraf- urðastöðvum...“. Með þessum orðum, í umfjöllun um fyrirtækið Mjólku ehf., hefur SE tekið afstöðu á þann veg að Mjólka sé mjólkurafurðastöð, og núverandi löggjöf mismuni af- urðastöðvum og þ.m.t Mjólku. Hafa verður hafa í huga að það er í raun grundvallarforsenda þess að SE geti sent landbúnaðarráðherra álit sitt um búvörulög eins og það leit út, að stofnunin hafi tekið þá afstöðu að Mjólka sé skilgreind sem afurðastöð, nokkuð sem stofnunin hafði ekki valdheimildir til að skera úr um í þeirri skýrslu sem send var til Osta- og smjörsölunnar á sama degi. Þetta er lögfræði sem ég skil ekki – lái mér hver sem vill. Mjólka ehf. nýtur ríkisstuðnings Eins og umfjöllun um Mjólku ehf. hefur verið á undanförnum mánuðum er nauðsynlegt að koma því á fram- færi að Mjólka tekur m.a. á móti mjólk frá framleiðendum á lögbýlum sem hafa mjólkurkvóta og þeir fram- leiðendur fá mánaðarlegar greiðslur úr ríkissjóði vegna sinnar framleiðslu – rétt eins aðrir mjólkurframleið- endur í landinu sem leggja inn í aðrar afurðastöðvar og hafa mjólkurkvóta. Mjólka starfar því einnig innan hins hefðbundna kvótakerfis – en ekki ut- an þess eins og lögmaður Mjólku og forsvarsmenn fyrirtækisins hafa stöð- ugt haldið fram á undanförnum mán- uðum. Ein af meginstoðum und- anþáguákvæða búvörulaga, gagnvart hinum almennu samkeppnislögum, snertir hagsmuni allra neytenda í landinu, en þar á ég við opinbera verð- lagningu algengustu mjólkurvara, eins og nýmjólkur, sem jafnframt eru nauðsynjavörur allra heimila. Með op- inberri verðlagningu er öllum neyt- endum í landinu gert jafnhátt undir höfði, og tryggður aðgangur að mjólk- urvörum á sama verði frá afurðastöð, sama hvar þeir búa í landinu. Það er ekki hægt að fullyrða, hvorki með lög- skýringum né almennri sanngirni, að það fyrirkomulag stríði gegn hags- munum almennings. Ég tel einsýnt að ef samkeppnislög ríkja um mjólk- urframleiðslu og mjólkuriðnað og verðlagningu þessara vara, verði þessum jöfnuði milli neytenda lagt fyrir róða, fyrir því höfum við skýr dæmi í okkar samfélagi. Að lokum vil ég benda Hróbjarti Jónatanssyni á, ef til frekari umfjöll- unar kemur þar sem vitnað er í álits- gerð SE, að Osta- og smjörsalan hef- ur lögvarinn rétt til þess að skjóta úrskurði eftirlitsins til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála, en þar liggur hinn endanlegi úrskurður stjórnsýslunnar, verði sá réttur nýtt- ur. Ótrúverðug lögfræði og ótrúleg skrif Hróbjarts Jónatanssonar Pálmi Vilhjálmsson skrifar um mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnað »Ég tel einsýnt að efsamkeppnislög ríkja um mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnað og verðlagningu þessara vara, verði þessum jöfn- uði milli neytenda lagt fyrir róða Pálmi Vilhjálmsson Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. BJÖRG Sím- onardóttir var kona, sem vildi að komandi kynslóðir gætu notið þess, sem hún fékk ekki að njóta. Hún ánafnaði Félagi heyrnarlausra andvirði af sölu fast- eignar sinnar og ósk hennar var að erfða- gjöfin yrði notuð til að texta innlent efni, túlka eða texta leiksýningar og gera þar með ís- lenska menningu að- gengilega fólki sem ekki heyrir eða er heyrnarskert af ýmsum orsökum. Stórmannleg gjöf hennar varð til þess að Félag heyrnarlausra stofnaði sérstakan sjóð, Styrktarsjóð Bjargar Símonardóttur. Í 4. gr skipulagsskrár sjóðsins sem samþykkt var 14. ágúst 2003 segir meðal annars um tilganginn: „Til- gangur sjóðsins er að styrkja táknmálstúlkun og textun á íslensku menningarefni hvort sem er í sjónvarpi, kvik- myndahúsum eða í leik- húsum. Úthlutun fer fram tvisvar á ári, 15. janúar og 15. sept- ember. Stjórn sjóðsins ber að auglýsa umsókn- arfrest um styrki 1. nóvember og 1. júlí ár hvert. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórn fyrir 1. ágúst og 1. desember.“ Það er okkur, sem í stjórn sjóðsins sitjum, sönn ánægja að kynna þenn- an sjóð fyrir framleiðendum innlends sjónvarpsefnis og íslenskra kvik- mynda, stjórnendum leikhúsa og leikstjórum, rekstraraðilum kvik- myndahúsa og framleiðendum aug- lýsinga, heimilda- og fræðslumynda tilvist þessa sjóðs. Með textun á ís- lensku efni er hægt að gera viðfangs- efnið aðgengilegt öllum. Á heimasíðu Félags heyrnarlausra www.deaf.is er hægt að finna krækju sem hefur að geyma hagnýtar upp- lýsingar um sjóðinn eins og skipu- lagskrá sjóðsins ásamt úthlut- unarreglum og umsóknareyðublaði. Hvetjum við þá sem telja viðfangs- efni sitt vera meðal mögulegra styrk- þega að hika ekki við að sækja um og leyfa þar með öllum að njóta þess í samræmi við ósk Bjargar Sím- onardóttur og stórmannalega gjöf hennar. Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir kynnir Styrktarsjóð Bjargar Símonardóttur » Það er okkur, sem ístjórn sjóðsins sitj- um, sönn ánægja að kynna þennan sjóð … Sigurlín Margrét Sig- urðardóttir Höfundur er varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðvesturkjördæmi. Styrktarsjóður Bjarg- ar Símonardóttur SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu hafa á starfstíma sínum ítrekað lýst yfir að óeðlilegt sé að úrvinnslu- iðnaður landbúnaðar- ins skuli búa við sérlög sem heimila atferli, sem eftir öllum al- mennum mælikvörðum þjóðfélagsins, í þessu tilfelli samkeppn- islögum, telst vera lög- brot. Þessi afstaða SVÞ byggist á þeirri sann- færingu, að það gangi illa að koma hér á al- mennum viðmiðunum um góða viðskiptahætti á meðan heil atvinnu- grein sé undanþegin og geti óáreitt farið á svig við samkeppn- islög. SVÞ eru fylgjandi gegnsæi og opn- um viðskiptaskilmálum milli birgja og smásala, að því marki að það feli ekki í sér skerðingu á viðskiptahags- munum aðila. Samtökin telja að slíkir viðskiptahættir séu val einstakra fyr- irtækja og stangist á engan hátt á við samkeppnislög. Því hljóta samtökin að hafna þeim augljósu hentirökum landbúnaðarráðherra, að með við- haldi sérstakra búvörulaga sé verið að vernda hagsmuni lítilla og með- alstórra verslana. Um- hyggja hans fyrir versl- uninni er hins vegar þakkarverð. Miðstýrð heildsöluverðlagning mjólkurvara er fortíð- ardraugur sem kveða þarf niður sem fyrst og afnema samtímis það skjól sem afurðastöðv- arnar njóta við að fara á svig við samkeppnislög undir vernd sérstakra búvörulaga. Sameining afurðastöðva til að ná ákveðinni hagkvæmni er lofsverð í samkeppnisumhverfi, en kallar á tafarlausar ákvarðanir um fríverslun með innfluttar landbún- aðarafurðir í núverandi stöðu. Það er landbúnaðarráðherra til vansa hvernig hann stingur ætíð höfðinu í sandinn og forðast að taka á þessum vanda, – því trauðla verða önnur orð höfð um þetta ástand. SVÞ hafa áréttað að þau boði ekki neinar byltingar, en vilji hins vegar sjá að ein lög gildi um viðskiptalífið og að tekin verði ákveðin skref til að koma á þeim veruleika. Vegna athafnaleys- is hefur óánægja landsmanna með þetta undanþágukerfi hrannast upp og er nú að springa í andlitið á ráða- mönnum. Því er mikilvægt að við- urkenna vandann og vinda þegar bráðan bug að því að leysa hann með því að afnema hin umdeildu sérlög. Ef fagráðherra landbúnaðarins vill ekki taka á þessu verða aðrir í rík- isstjórninni að þrýsta á um úrbætur. Ein lög skulu gilda í landi Sigurður Jónsson skrifar um búvörulög Sigurður Jónsson » Vegna athafnaleysishefur óánægja landsmanna með þetta undanþágukerfi hrann- ast upp og er nú að springa í andlitið á ráða- mönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. ÞEGAR sama fólk og myndað hafði samtök til að krefjast aukinna fjárveitinga úr ríkissjóði gekk niður Laugaveg til að krefjast ákvarðana, sem kosta ríkissjóð 350–400 millj- arða í skaðabætur, spurði ég í grein í Morgunblaðinu: Hver er orðinn ruglaður? Ómar Ragnarsson svarar mér með grein á bls. 49 í Morg- unblaðinu 21. október sl. og hvet ég alla að lesa grein hans. Ómar víkur að því að þekkt sé að þeir séu taldir ruglaðir sem koma með hugmyndir sem fara á skjön við þær hefðbundnu. Hann nefnir sem dæmi að margir hafi talið Kjarval ruglaðan þegar hann setti fram að nota mætti skip til að skoða hvali fremur en veiða. Ekki veit ég það. Hitt veit ég að hefði Kjar- val jafnframt heimtað hval og rengi á borð sitt hefði ég spurt hvort hann væri orð- inn ruglaður. Lítilsvirðing Ómar hefur svo sannanlega komið með hugmynd á skjön við það sem hefðbundið er. Hann leggur til að milljarða raforkuvirki verði breytt í minn- ismerki um kjark og framsýni í náttúruvernd. Í Mogga- greininni skýrir hann þá tillögu sína með tölum. Ómar bauð fólki að fylgja sér um Laugaveg að Alþingi og bera fram með sér þessa tillögu sína. Fimm- tán þúsund fylgdu honum. Nú hefur verið vakin sú spurning hvort göngufólkið hafi verið að taka undir kröfu hans eða gengið af öðr- um hvötum. Ýmsir þingmenn hafa sýnt Ómari þá lítilsvirðingu að halda fram að göngufólkið hafi ekki verið að taka undir tillögu hans. Það hafi verið að taka undir stefnu stjórnarandstöðunnar. Nýtt framboð og sátt Aðeins Alþingi getur tekið ákvarðanir um hugmynd Ómars. 15 þúsund manna gangan er því póli- tísk blindgata nema afl hennar sé leitt inn á Alþingi. Ég leyfi mér að full- yrða að þótt ýmsir þingmenn nuggi sér fast utan í Ómar í dag mun enginn stjórn- málaflokkur, sem nú situr á þingi, verða fá- anlegur til að leggja fram tillögur eða frum- varp um þá kröfu hans að breyta virkjun í minnisvarða. Ómar hefur haldið fram að tillaga hans varði stærsta mál Íslandssögunnar, margir eru sammála. Honum er því skyldast að opna sjálfur blind- götuna sem málið er í. Það gerir hann með þeim hætti einum að bjóða fram til Alþingis og gera fólki þannig kleift að láta í ljósi af- stöðu sína með kosn- ingu. Þá yrði umræðan upplýstari og mark- vissari og það, sem mestu máli skiptir, þjóðin gæti frekar lifað í sátt eftir að hafa af- greitt málið með kosn- ingu. Því hvern veg sem úrslit verða hafa Íslendingar tamið sér að una málalokum sem fengin eru með lýðræðislegri kosn- ingu. Því segi ég: Ómar, sýndu alvöru og stofnaðu flokk og bjóddu fram. Það kostar lítið. Birgir Dýrfjörð skrifar um hugmyndir Ómars Ragn- arssonar »… þá munenginn stjórnmála- flokkur, sem nú situr á þingi, verða fáanlegur til að leggja fram tillögur eða frumvarp um þá kröfu hans að breyta virkjun í minn- isvarða. Birgir Dýrfjörð Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Ómar Ragnarsson, stofnaðu nýtt framboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.