Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 43
vaxtaauki!
10%
MORGUNBLAÐIÐ hefur
tekið í notkun nýtt móttöku-
kerfi fyrir aðsendar greinar.
Formið er að finna ofarlega á
forsíðu fréttavefjarins
www.mbl.is undir liðnum
„Senda inn efni“.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að skrá
sig inn í kerfið með kennitölu,
nafni og netfangi, sem skráð er
í þar til gerðan reit. Næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð og er þá
notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur
þeirri hámarkslengd sem gefin
er upp fyrir hvern efnisþátt.
Þeir, sem hafa hug á að senda
blaðinu greinar í umræðuna eða
minningargreinar, eru vinsam-
legast beðnir að nota þetta
kerfi. Nánari upplýsingar eru
gefnar í síma 569-1210.
Nýtt mót-
tökukerfi
aðsendra
greina
OFT ER rætt um byggðamál eins
og þau séu einangrað fyrirbæri sem
tengist ekki öðrum málaflokkum.
Ekkert er eins fjarri raunveruleik-
anum. Þau eru þess eðlis að ekki er
hægt að setja þau í einn „kassa“ og
taka þau úr samhengi við önnur mál.
Byggðamál eru t.d.
mennta-, heilbrigðis-
og samgöngumál, þau
eru ekki aðeins bundin
við landsbyggðina
heldur tengjast þau
ekki síður höfuðborg-
arsvæðinu.
Þegar síðasta
byggðaáætlun var af-
greidd á alþingi voru
menntamál sett í for-
gang. Þrátt fyrir það
sést hvergi í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs
að ríkisstjórnin hafi þá
áherslu í huga. Hluti
vandans er örugglega
sá eins og bent hefur
verið margoft á að
byggðamál eru tekin
úr samhengi og stað-
sett í iðnaðarráðuneyti
í stað þess að vera í
forsætisráðuneyti. Við
breytta skipan mætti
t.d. fela hverju fag-
ráðuneyti ákveðna
þætti en forsætisráðu-
neytið sæi um sam-
þættingu.
Byggðaáætlun og
raunveruleikinn
Það er ekki nóg með
að ekkert bendi til að menntamál á
landsbyggðinni njóti sérstöðu held-
ur má færa rök fyrir því að þessu sé
þveröfugt farið í fjárlagafrumvarp-
inu. Það er t.d. mjög áberandi að sá
niðurskurður sem beitt er gegn
framhaldsskólunum kemur hvað
verst við minni skóla sem eru allir á
landsbyggðinni. Þá er sláandi mun-
ur á þróun fjárframlaga til Háskól-
ans á Akureyri og Háskólans í
Reykjavík.
Þessir tveir háskólar hafa verið í
svipaðri uppbyggingu, ungir skólar í
miklum vexti. Væri tenging milli
byggðaáætlunar og menntamála
hefði mátt ætla að gerður yrði nýr
samningur við Háskólann á Ak-
ureyri um áframhaldandi eflingu
skólans. Þessu er hins vegar öfugt
farið því nýr samningur var gerður
við Háskólann í Reykjavík sem
tryggir honum mun meira fjármagn
en áður. Þannig er stefna rík-
isstjórnarinnar í framkvæmd sú að
vinna gegn yfirlýstu forgangsverk-
efni byggðaáætlunar.
Byggðastyrkir Reykjavíkur
Þóroddur Bjarnason prófessor
bendir m.a. réttilega á í merkri
grein í Vikudegi hinn 12. október sl.
að hlutfall fjárveitinga til háskóla á
landsbyggðinni í fjár-
lagafrumvarpi næsta
árs er ekki í neinu sam-
hengi við þann fjölda
nýstúdenta sem út-
skrifast úr framhalds-
skólum á landsbyggð-
inni. Tölur eru sláandi,
þannig útskrifast 36%
nýstúdenta úr fram-
haldsskólum á lands-
byggðinni en aðeins
19% útgjalda til há-
skólanáms samkvæmt
fjárlagafrumvarpi
næsta árs renna til há-
skóla utan Reykjavík-
ur.
Væri fullt samræmi
þarna á milli væri fjár-
magnið nær 100%
hærra til háskólanna
utan Reykjavíkur eða
sem nemur aukningu
um tæplega tvo millj-
arða kr. Þá gætu skól-
arnir tekið við fleiri
nemendum og tryggt
að hlutfall nýstúdenta á
landsbyggðinni yrði
svipað og hlutfall há-
skólanema á lands-
byggðinni. Væru slík
skref stigin mætti
draga úr fjárstreymi
frá landsbyggðinni til höfuðborg-
arsvæðisins.
Þannig er hægt að skoða fleiri
þætti byggðamála. Heilbrigðisstofn-
anir á landsbyggðinni hafa mátt þola
fjárhagslegar þrengingar í langan
tíma. Meðan samgönguverkefnum á
landsbyggðinni er frestað vegna
þenslu á höfuðborgarsvæðinu boðar
forsætisráðherra sérstakt átak í
samgöngumálum á þenslusvæðinu.
Það er ekki nóg að semja af og til
byggðaáætlun með fögrum fyr-
irheitum ef ekkert samhengi er með
áætluninni og fjárlagafrumvarpi rík-
isstjórnarinnar. Það eru fjárlög sem
segja til um hver stefna stjórnvalda
er í raun og veru.
Samhengi hlutanna
Einar Már Sigurðarson fjallar
um byggðamál
Einar Már Sigurðarson
»Meðan sam-gönguverk-
efnum á lands-
byggðinni er
frestað vegna
þenslu á höf-
uðborgarsvæð-
inu boðar for-
sætisráðherra
sérstakt átak í
samgöngu-
málum á þenslu-
svæðinu.
Höfundur er alþingismaður Samfylk-
ingarinnar í Norðausturkjördæmi og
situr í fjárlaga- og menntamálanefnd
Alþingis.
Fréttir á SMS