Morgunblaðið - 27.10.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 11
!
"
Laugavegi 54,
sími 552 5201
50% afsláttur
* Gallabuxur
* Jakkar
* Úlpur
* Kjólar við buxur
* Toppar
* Peysur
og margt fleira
Póstsendum
af völdum
vörumFINNUR Árnason, forstjóri Hagahf., sendi frá sér eftirfarandi yfirlýs-ingu í gær:
„Í ljósi umfjöllunar í síðdegisút-
varpi og kvöldfréttum RÚV í gær,
þar sem rætt var við Guðbjörgu Kol-
beins, doktor í fjölmiðlafræði, um
rannsókn hennar vilja Hagar koma
eftirfarandi á framfæri.
Hagar reka m.a. átta fyrirtæki á
smásölumarkaði, sem starfa sjálf-
stætt, hafa náð góðum árangri og
lúta framkvæmdastjórn hæfileika-
ríkra einstaklinga. Fyrirtækin eru
rekin sem sjálfstæð fyrirtæki og
hafa sem slík ólík rekstrarform og
ólíka menningu. Á sviði auglýsinga
og markaðsmála hafa þessi fyrirtæki
einnig ólíkar þarfir.
Fyrirtæki Haga eru kaupendur
auglýsinga af nær öllum fyrirtækj-
um, sem starfa að rekstri almennra
fjölmiðla, þar með talið allra sjón-
varpsstöðva, dagblaða, útvarps-
stöðva og helstu netmiðla. Fyrirtæki
Haga auglýsa í nánast öllum fjöl-
miðlum, sem ná til þorra þjóðarinnar
og einnig í öllum héraðsblöðum, sem
starfa á þeim svæðum sem verslanir
Haga starfa á.
Í auglýsinga- og markaðsmálum
njóta fyrirtæki Haga þjónustu fjölda
fyrirtækja sem starfa á þeim mark-
aði, s.s. auglýsingastofa og birtinga-
fyrirtækja, sem m.a. sérhæfa sig í
ráðgjöf um hvar og hvenær best er
að birta auglýsingar fyrir hvert fyr-
irtæki. Ákvarðanir um ráðstöfun fjár
til auglýsinga byggja á hagkvæmn-
issjónarmiðum hvers fyrirtækis, þar
sem hvert fyrirtæki reynir að nýta
fjármuni sem best.
Magn auglýsinga á íslenskum
markaði hefur aukist, þar með talið
hjá Högum. Það er rétt að auglýs-
ingum frá fyrirtækjum Haga hefur
fjölgað í Fréttablaðinu á undanförn-
um árum. Í því sambandi skal árétt-
að að fyrirtæki Haga byrjuðu ekki að
auglýsa í Fréttablaðinu að ráði fyrr
en fjölmiðlakannanir IMG (nú Capa-
cent) staðfestu ítrekað mikinn lestur
á blaðinu. Hinn mikli lestur gerði
Fréttablaðið að hagkvæmasta aug-
lýsingakosti á dagblaðamarkaði.
Hagar, keppinautar Haga og velflest
fyrirtæki á Íslandi hafa því nýtt sér
Fréttablaðið sem hagkvæman aug-
lýsingakost undanfarin ár. Aukning
auglýsinga frá fyrirtækjum Haga í
Fréttablaðinu er í samræmi við
aukningu á auglýsingum annarra
fyrirtækja, þ.m.t. keppinauta í sama
blaði.
Líklega er óþarfi að upplýsa Guð-
björgu Kolbeins, doktor í fjölmiðla-
fræði, um að meðallestur Frétta-
blaðsins í mars 2002 var 44% skv.
fjölmiðlakönnun IMG (nú Capacent),
en meðallestur Morgunblaðsins var
þá 60%. Í októbermánuði sama ár
hafði meðallestur Fréttablaðsins
aukist í 52%, en Morgunblaðsins
minnkað í 57%. Í september í ár var
meðallestur Fréttablaðsins 69%, en
meðallestur Morgunblaðsins 50%.
Fréttablaðið hefur því á rannsókn-
artímabili Guðbjargar farið úr því að
vera næst mest lesna dagblað lands-
ins í mest lesna dagblað landsins.
Hagar fullyrða að þær ályktanir,
sem Guðbjörg Kolbeins, doktor í
fjölmiðlafræði, dregur af rannsókn
sinni og kynnti í síðdegisútvarpi og
kvöldfréttum RÚV í gær, standast
ekki ef viðurkenndar rannsóknarað-
ferðir eru notaðar.“
Yfirlýsing
frá Högum
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
TVÖ umferðaróhöpp urðu í Borg-
arnesi í gær. Í gærmorgun keyrði
ökumaður bíl sinn út af vegi við
Kleppjárnsreyki og er bíllinn ónýt-
ur. Ökumann sakaði ekki. Í seinna
skiptið varð árekstur innanbæjar,
þar lenti fólksbíll á hjólalyftara á
Vesturlandsvegi.
Ökumaður bílsins var fluttur á
heilsugæslustöð. Bíllinn er ónýtur
og lyftarinn skemmdist nokkuð.
Umferðaróhöpp
í Borgarnesi
♦♦♦