Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.10.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 11                                                   !    "       Laugavegi 54, sími 552 5201 50% afsláttur * Gallabuxur * Jakkar * Úlpur * Kjólar við buxur * Toppar * Peysur og margt fleira Póstsendum af völdum vörumFINNUR Árnason, forstjóri Hagahf., sendi frá sér eftirfarandi yfirlýs-ingu í gær: „Í ljósi umfjöllunar í síðdegisút- varpi og kvöldfréttum RÚV í gær, þar sem rætt var við Guðbjörgu Kol- beins, doktor í fjölmiðlafræði, um rannsókn hennar vilja Hagar koma eftirfarandi á framfæri. Hagar reka m.a. átta fyrirtæki á smásölumarkaði, sem starfa sjálf- stætt, hafa náð góðum árangri og lúta framkvæmdastjórn hæfileika- ríkra einstaklinga. Fyrirtækin eru rekin sem sjálfstæð fyrirtæki og hafa sem slík ólík rekstrarform og ólíka menningu. Á sviði auglýsinga og markaðsmála hafa þessi fyrirtæki einnig ólíkar þarfir. Fyrirtæki Haga eru kaupendur auglýsinga af nær öllum fyrirtækj- um, sem starfa að rekstri almennra fjölmiðla, þar með talið allra sjón- varpsstöðva, dagblaða, útvarps- stöðva og helstu netmiðla. Fyrirtæki Haga auglýsa í nánast öllum fjöl- miðlum, sem ná til þorra þjóðarinnar og einnig í öllum héraðsblöðum, sem starfa á þeim svæðum sem verslanir Haga starfa á. Í auglýsinga- og markaðsmálum njóta fyrirtæki Haga þjónustu fjölda fyrirtækja sem starfa á þeim mark- aði, s.s. auglýsingastofa og birtinga- fyrirtækja, sem m.a. sérhæfa sig í ráðgjöf um hvar og hvenær best er að birta auglýsingar fyrir hvert fyr- irtæki. Ákvarðanir um ráðstöfun fjár til auglýsinga byggja á hagkvæmn- issjónarmiðum hvers fyrirtækis, þar sem hvert fyrirtæki reynir að nýta fjármuni sem best. Magn auglýsinga á íslenskum markaði hefur aukist, þar með talið hjá Högum. Það er rétt að auglýs- ingum frá fyrirtækjum Haga hefur fjölgað í Fréttablaðinu á undanförn- um árum. Í því sambandi skal árétt- að að fyrirtæki Haga byrjuðu ekki að auglýsa í Fréttablaðinu að ráði fyrr en fjölmiðlakannanir IMG (nú Capa- cent) staðfestu ítrekað mikinn lestur á blaðinu. Hinn mikli lestur gerði Fréttablaðið að hagkvæmasta aug- lýsingakosti á dagblaðamarkaði. Hagar, keppinautar Haga og velflest fyrirtæki á Íslandi hafa því nýtt sér Fréttablaðið sem hagkvæman aug- lýsingakost undanfarin ár. Aukning auglýsinga frá fyrirtækjum Haga í Fréttablaðinu er í samræmi við aukningu á auglýsingum annarra fyrirtækja, þ.m.t. keppinauta í sama blaði. Líklega er óþarfi að upplýsa Guð- björgu Kolbeins, doktor í fjölmiðla- fræði, um að meðallestur Frétta- blaðsins í mars 2002 var 44% skv. fjölmiðlakönnun IMG (nú Capacent), en meðallestur Morgunblaðsins var þá 60%. Í októbermánuði sama ár hafði meðallestur Fréttablaðsins aukist í 52%, en Morgunblaðsins minnkað í 57%. Í september í ár var meðallestur Fréttablaðsins 69%, en meðallestur Morgunblaðsins 50%. Fréttablaðið hefur því á rannsókn- artímabili Guðbjargar farið úr því að vera næst mest lesna dagblað lands- ins í mest lesna dagblað landsins. Hagar fullyrða að þær ályktanir, sem Guðbjörg Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði, dregur af rannsókn sinni og kynnti í síðdegisútvarpi og kvöldfréttum RÚV í gær, standast ekki ef viðurkenndar rannsóknarað- ferðir eru notaðar.“ Yfirlýsing frá Högum Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn TVÖ umferðaróhöpp urðu í Borg- arnesi í gær. Í gærmorgun keyrði ökumaður bíl sinn út af vegi við Kleppjárnsreyki og er bíllinn ónýt- ur. Ökumann sakaði ekki. Í seinna skiptið varð árekstur innanbæjar, þar lenti fólksbíll á hjólalyftara á Vesturlandsvegi. Ökumaður bílsins var fluttur á heilsugæslustöð. Bíllinn er ónýtur og lyftarinn skemmdist nokkuð. Umferðaróhöpp í Borgarnesi ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.