Morgunblaðið - 27.10.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 292. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
KLASSAKONUR
TÍSKUTEYMI SI KLÆDDI STJÓRN-
MÁLAKONUR Í DRAGFÍN DRESS >> 34
ÓSKASTUND?
HITTI BALTASAR
KORMÁKUR KANNSKI Á
ÞJÓÐIN FJÖLMENNIR Í BÍÓ >> 60
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
ASÍ spáir umtalsvert meiri verð-
bólgu á næsta ári en greiningar-
deildir bankanna. Landsbankinn
gerir t.d. í endurskoðaðri spá sinni
ekki ráð fyrir verðbólgu á næsta ári
en hagdeild ASÍ gerir ráð fyrir í
nýrri spá sinni, sem kynnt var á árs-
fundi ASÍ í gær, að hún verði 4,2%.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, segir Seðlabankann hafa
lýst því með stýrivaxtahækkunum
sínum að hann hafi ekki trú á því
sem samningsaðilar og stjórnvöld
hafi gert í sumar og hafi þannig
skapað þær aðstæður að allar líkur
séu á því að krónan muni veikjast
þegar líða taki á næsta ár, og það
framkalli þá aftur meiri verðbólgu.
Þannig sé Seðlabankinn óbeint kom-
inn í hring.
Hagdeild ASÍ spáir því að stýri-
vextir Seðlabankans verði að með-
altali um 11,5% á næsta ári og að
þeir verði komnir niður í 6,5% á
árinu 2008.
ASÍ gerir í spá sinni ráð fyrir
hægt vaxandi atvinnuleysi á næstu
misserum og að það fari úr 1,5% í ár,
í 2,1% á næsta ári og í 2,4% árið
2008. Bent er á að um níu þúsund er-
lendir ríkisborgarar hafi verið starf-
andi hér í fyrra og á fimmta þúsund
hafi bæst við það sem af er þessu ári.
ASÍ gerir ráð fyrir
umtalsverðri verðbólgu
SJÁLFSTÆTT Skotland gæti verið
hluti af Breska eyjaráðinu og haft
jafnnána samvinnu við England og
Írland og nú er með Norðurlöndun-
um innan Norðurlandaráðs. Alex
Salmond, leiðtogi skoskra þjóðern-
issinna, SNP, kynnti þessa hugmynd
í gær.
Salmond lagði áherslu á, að Eng-
land, Skotland og Írland ættu að
taka sér til fyrirmyndar Norðmenn,
Íslendinga, Dani og Svía. Þjóðirnar
væru nátengdar sögulega og menn-
ingarlega en hefðu samt stigið það
heillaspor að vera sjálfstæðar. Sam-
vinna þeirra væri aftur á móti mikil
og náin og á jafnréttisgrundvelli.
Er þetta svar við því, sem fram
kom hjá Gordon Brown, fjármála-
ráðherra Bretlands, nýlega en þá
sagði hann, að yrði Skotland sjálf-
stætt myndi það hafa alvarlegar af-
leiðingar fyrir atvinnulífið, verslun
og viðskipti.
Leggur
til breskt
eyjaráð
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
BORGARRÁÐ hafnaði á fundi sín-
um í gær tveimur útfærslum á mis-
lægum gatnamótum á mótum Bú-
staðavegar og Reykjanesbrautar. Á
fundinum voru kynntar útfærslur
sameiginlegs starfshóps Vegagerð-
arinnar og framkvæmdasviðs
Reykjavíkurborgar sem unnar voru
með ráðgjöf frá Línuhönnun í sam-
ræmi við samþykkt aðalskipulag. Fól
fyrri tillagan í sér að beygjuakrein
frá Reykjanesbraut til vesturs að Bú-
staðavegi yrði lögð í undirgöng og
seinni tillagan að beygjuakreinin yrði
um brú yfir Reykjanesbrautina.
Að sögn Hrólfs Jónssonar, sviðs-
stjóra framkvæmdasviðs Reykjavík-
urborgar, gerði fyrri tillagan ráð fyr-
ir því að vestari kvísl Elliðaánna yrði
færð til á um 200 metra kafla til að
koma beygjurampi og undirgöngum
fyrir. Sagði hann að samkvæmt
seinni tillögunni yrði farvegur árinn-
ar óbreyttur, en gert væri ráð fyrir
að hún rynni undir beygjubrúna sem
myndi hvíla á þar til gerðum stöplum.
Sagði hann vegstæðið afar þröngt á
þessum stað og því gæti reynst bæði
erfitt og kostnaðarsamt að komast
niður á tillögu sem skerti Elliðaár-
dalinn sem allra minnst.
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
borgarráðs, sagði tillögunum hafa
verið hafnað sökum þess að borgar-
fulltrúum hefði ekki þótt ásættanlegt
að raska lífríki Elliðaánna. „Við telj-
um raunar að hefðbundið slaufu-
mannvirki á stað sem þessum gangi
ekki og teljum að huga verði að öðr-
um lausnum.“ Aðspurður segir Björn
Ingi hins vegar mikilvægt að fundin
verði lausn til frambúðar á fyrr-
greindum gatnamótum sem tryggi
umferðaröryggi vegfarenda og greiði
fyrir umferðinni. „Við teljum nauð-
synlegt að auka öryggi og draga úr
slysahættu á fjölförnustu gatnamót-
um. Hins vegar er ekki sama hvernig
það er gert,“ segir Björn Ingi og vís-
ar til þess að frá gatnamótunum sé
stutt í viðkvæmt útivistarsvæði.
Tillögu um flutning Elliðaáa
hafnað á fundi borgarráðs
Í HNOTSKURN
»Mislæg gatnamót á mótumBústaðavegar og Reykja-
nesbrautar eru á vegaáætlun
fyrir árið 2008.
»Borgarráð hafnaði í gærtveimur útfærslum á mis-
lægum gatnamótum á fyrr-
greindum stað þar sem ekki
þótti ásættanlegt að raska líf-
ríki Elliðaánna en önnur til-
lagan fól í sér flutning á vest-
ari árkvíslinni á um 200 metra
kafla.
Umferð og útivistarsvæði Tölvugerðar afstöðumyndir sem sýna annars vegar tillögu um undirgöng þar sem önnur kvísl Elliðaánna hefur verið færð á nokk-
uð löngum kafla og liggur samsíða veginum. Hins vegar er tillaga um brú yfir Reykjanesbrautina sem átti samkvæmt tillögunni að liggja yfir ánni að hluta.
Morgunblaðið/Einar Falur
Undirgöng eða brú? Séð yfir vesturkvísl Elliðaáa, á móts við Bústaðaveg.
♦♦♦
London. AFP. | Einn af auðugustu
kaupsýslumönnum Afríku, Mo Ibra-
him, kynnti í gær verðlaun sem
veita á fyrrverandi leiðtoga Afríku-
ríkis fyrir góða stjórnsýslu.
„Við þurfum að uppræta spill-
ingu og bæta stjórnunina,“ sagði
Ibrahim.
Verðlaunin verða veitt á hverju
ári og eru aðeins ætluð leiðtogum
sem afsala sér völdum með lýðræð-
islegum hætti og hafa stuðlað að
friði og framförum í löndum sínum.
Verðlaunahafinn fær fimm millj-
ónir dollara, sem svarar 340 millj-
ónum króna, á tíu árum. Að þeim
tíma liðnum fær hann 200.000 doll-
ara, eða 13,6 milljónir króna, á ári
til æviloka. Eru þetta mestu pen-
ingaverðlaun sem veitt eru í heim-
inum.
Góðir leiðtogar
verðlaunaðir