Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
föstudagur 3. 11. 2006
íþróttir mbl.isíþróttir
Jose Mourinho er ánægður með sína menn hjá Chelsea >> 4
SAMNINGSLAUS
ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR HAFNAÐI TILBOÐI FRÁ
LINKÖPING OG ÓLJÓST HVAÐ HÚN GERIR >> 4
Svo virtist sem Alfreð ætlaði að reyna
að hvíla einhverja af lykilmönnum
sínum í gær og hvorki Guðjón Valur
Sigurðsson né Róbert Gunnarsson
voru í byrjunarliði Gummersbach.
Framarar nýttu sér það og fyrstu
mínútur leiksins skiptust liðin á um
að skora og það jafnvel þótt Fram-
arar yrðu einum leikmenni færri
vegna rangrar skiptingar snemma í
leiknum. Þeir komust í fyrsta sinn yf-
ir 6:5 og síðan 6:9 og þá tók Alfreð
leikhlé og messaði yfir sínum mönn-
um.
Framarar bættu við marki og voru
því komnir fjórum mörkum yfir, 10:6
þegar 13 mínútur voru liðnar af leikn-
um. Þá kom Guðjón Valur inn á í
stöðu leikstjórnanda og Róbert fljót-
lega eftir það á línuna. Vörninni var
breytt úr 6-0 í 5-1 og gekk það mun
betur hjá Gummersbach sem náði að
jafna 12:12 og síðan var staðan 14:14.
Þá kom slæmur kafli hjá Fram þar
sem leikmenn flýttu sér fullmikið í
sókninni og fengu það snarlega í bak-
ið því Gummersbach gerði sex síðustu
mörkin í fyrri hálfleik og hafði 19:14
yfir þegar flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikur þróaðist ekki
ósvipað þeim fyrri svona framan af.
Jafnræði með liðunum í upphafi hans
en Fram tókst að koma muninum nið-
ur í þrjú mörk, 25:23. Þá gerði Guðjón
Valur þrjú mörk úr hraðaupphlaup-
um á rúmri mínútu og heimamenn
bættu síðan við einu marki til viðbótar
og komu sér í þægilega stöðu á ný,
29:22. Síðan bættu þeir heldur við og
sigruðu með níu marka mun og mun-
aði þar mest um þessa tvo slæmu
kafla hjá Fram sem áður er getið um.
Framan af leik nýttu Framarar
bæði hornin mjög vel, Stefán Stefáns-
son gerði fjögur mörk úr vinstra
horninu og Þorri Gunnarsson fjögur
úr því hægra. Alferð lokaði á þennan
þátt í síðari hálfleik auk þess sem
Stefán tognaði undir lok fyrri hálf-
leiks. Björgvin Páll Gústavsson átti
fínan leik í marki Fram, varði 18 skot
og þar af eitt vítakast og mörk þess-
ara skota voru af erfiðari tegundinni.
Jóhann Gunnar Einarsson átti fínan
leik, var stöðugt ógnandi, bæði með
fínum skotum og góðum sendingum á
félaga sína. Einnig örugg vítaskytta.
Andri Berg Haraldsson átti fínan
leik, sérstaklega og Einar Ingi
Hrafnsson á eftir að styrkja liðið mik-
ið en hann lék þarna sinn fyrsta leik
með Fram í vetur.
Fram tapaði
í Þýskalandi
FRAM tapaði fimmta leik sínum í
Meistaradeild Evrópu í handknatt-
leik í gærkvöldi þegar liðið mætti
Alfreð Gíslasyni og lærisveina hans
á heimavelli sínum í Gummersbach.
Jafnræði var með liðunum framan
af leik en heimamenn nýttu sér vel
öll mistök Framara og lokatölur
urðu 38:29 eftir að staðan í leikhléi
hafði verið 19:14. Gummersbach er
með fullt hús stiga í riðlinum en
Framarar, sem léku löngum stund-
um ágætlega, eru án stiga.
Þaulæft lið Alfreðs Gíslasonar leyfir
engin mistök hjá mótherjum sínum
JÓST er að Eiður Smári
uðjohnsen leikur ekki með
arcelona gegn Deportivo La
oruna í spænsku 1. deildinni
knattspyrnu á morgun. Eftir
æknisskoðun í gær ákvað
rank Rijkaard, þjálfari
arcelona, að tefla ekki á
ær hættur með Eið sem
eiddist á vinstri ökkla í leik
egn Chelsea í Meistaradeild
vrópu á Camp Nou á þriðju-
agskvöldið. Í fyrstu var talið
við skoðun
í fyrradag
kom fram
að svo væri
ekki.
Javier
Saviola
tekur stöð
Eiðs
Smára í
fremstu
víglínu í leiknum.
Auk Eiðs er einnig ljóst að
verður heldur ekki með
Barcelona í heimsókninni til
La Coruna þar sem hann
glímir einnig við meiðsli. Xavi
hefur leikið afar vel upp á síð-
kastið og var til að mynda
besti leikmaður liðsins gegn
Recretivo Huelva á Camp
Nou á síðasta laugardags-
kvöldi. Reiknað er með að
Xavi verði frá keppni í allt að
tíu daga, en hann var einnig
fyrir meiðslum í fyrrgreind-
Eiður Smári
Eiður Smári fer ekki með
Barcelona til La Coruna
STARFSMENN æfinga-
svæðisins Bása við Grafar-
holtsvöll verða önnum kafnir í
dag þegar ný tegund af æf-
ingaboltum verður sett í sölu-
kerfi Bása. Æfingasvæðið
verður því lokað í dag, en opn-
að verður á ný á morgun og
verða þá 80.000 nýir boltar til
reiðu fyrir kylfinga en æf-
ingasvæðið er opið öllum.
Frá því að Básar voru tekn-
ir í notkun um miðjan júní ár-
Pinnacle gerð verið notaðir.
Gunnar Leví Haraldsson um-
sjónarmaður Bása segir að nú
verði boltar af gerðinni Srixon
teknir í notkun.
„Við erum með um 80.000
bolta í gangi í einu á okkar
kerfi og ég held að við séum
með um 70.000 bolta í gangi
þessa stundina. Það er því bú-
ið að týna 10.000 boltum en
við höfum verið frekar heppn-
ir með veðurfarið í haust og
halda boltunum ofanjarðar.
Þeir eiga það til að grafast of-
aní jörðina og týnast ef það er
hlýtt og blautt yfir vetrartím-
ann,“ sagði Gunnar Leví, sem
telur að Srixon boltarnir séu
jafn góðir og þeir sem fyrir
voru. „Það er ætlunin að selja
gömlu boltana sem við erum
að skipta út og vonandi getum
við losnað við þá.“
Þess má geta að á þessu ári
hafa 6,3 millj. boltar farið á
Skipt um 80.000 golfbolta
á æfingasvæðinu í Básum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
gegn Sigurður Á. Þorvaldsson, leikmaður Snæfells, er hér kominn í gegn um vörn ÍR í leik liðanna í gærkvöldi.
föstudagur 3. 11. 2006
bílar mbl.isbílar
Range Rover með TDV8 dísilvél » 2
AFLMEIRI TOYOTA HILUX
HILUX REYNSLUEKIÐ Í ZULULANDI
KOMINN MEÐ 3JA L DÍSILVÉL >> 6
SLENSKIR bílaáhugamenn kann-
ast sumir við vefsíðuna Cardomain
en þar er hægt að senda inn myndir
af eigin bílum og hella sér í umræð-
ur við fólk út um allan heim um út-
it bíla og breytingar á þeim.
Á síðunni eru margir íslenskir
bílar en einn þeirra, Ford Mustang
Fastback 2+2 frá árinu 1966 hefur
vakið meiri athygli en allir aðrir
bílar síðunnar því hann vann í vik-
unni vinsældakosninguna The Sho-
woff of the Year Award 2006, eða
sýningarbíll ársins 2006, en þetta
var tilkynnt á SEMA bílasýning-
unni vestan hafs á miðvikudaginn.
Bíllinn sem hefur fengið heitið
MIB, Mustang in Black, hefur aug-
ljóslega heillað fleiri en bara Ís-
lendinganna því til að bera sigur úr
býtum varð hann að vinna netkosn-
ingu á Cardomain, en þar eru
skráðir rúmlega 1,7 milljón not-
endur og rúmlega 460 þúsund bílar.
Eigandi bílsins er Sigfús B.
Sverrisson sem er þekktur bíla-
áhugamaður og er MIB Mustanginn
ekki eini dýrgripurinn í hans eigu.
Sigur Íslenskur Mustang hefur borið sigur úr býtum í vinsældakosningu á vefsíðunni Cardomain.
„Íslenskur“ Mustang flottastur
!
""
Jólahlaðborð
03.11.06
Yf ir l i t
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 38
Staksteinar 8 Umræðan 38/43
Veður 8 Bréf 43
Viðskipti 14 Minningar 44/54
Úr verinu 15 Leikhús 62
Erlent 16/17 Af listum
Menning 18/19, 58/64 Myndasögur 64
Höfuðborgin 20 Dagbók 65/69
Akureyri 20 Staður og stund 66
Landið 21 Víkverji 68
Austurland 21 Velvakandi 68
Daglegt líf 24/33 Bíó 66/69
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 70
* * *
Innlent
Hvalur 9 er hættur hvalveiðum í
haust og er ástæðan minnkandi birta
og versnandi veður. Búið er að veiða
sjö langreyðar en kvóti var gefinn út
fyrir níu dýr. » Baksíða
Gríðarleg neysla er á örvandi
vímuefnum á Íslandi og er hún í
stöðugri sókn. Miðað við útreikninga
á neyslu og verði á hverjum skammti
má reikna út að landsmenn kaupi
amfetamín fyrir rúma 2,6 milljarða á
hverju ári. » Forsíða
Takmörk eru sett á unga öku-
menn svo þeir mega ekki aka bíl á
ákveðnum tíma sólarhringsins ef Al-
þingi samþykkir breytingafrumvarp
samgönguráðherra á umferðar-
lögum. Þar eru einnig settar tak-
markanir á fjölda farþega og hversu
kraftmikla bíla ungir ökumenn mega
keyra. » Baksíða
Endurvekja á starfsemi Torfu-
samtakanna og er stefnt að því að
meðlimir verði orðnir 500 innan tíð-
ar. Haldinn verður fundur á vegum
samtakanna í þessum mánuði. » 10
Viðskipti
Bankastjórn Seðlabankans ákvað
í gær að breyta ekki stýrivöxtum
bankans og þeir verða því áfram
14,0%. » 14
Erlent
Nánast engir fiskstofnar verða
eftir til að veiða í heimshöfunum um
miðja öldina ef svo fer fram sem
horfir, samkvæmt viðamikilli rann-
sókn sem vísindatímaritið Science
birtir í dag. Rannsóknarmennirnir
segja þó að enn sé hægt að snúa þró-
uninni við og bjarga þeim fisk-
stofnum sem hafa ekki hrunið nú
þegar. » 1
Allsherjarstríð virðist yfirvof-
andi í Afríkuríkinu Sómalíu eftir að
friðarumleitanir fóru út um þúfur.
Óttast er að grannríkin Eþíópía og
Erítrea dragist inn í átökin. » 16
Olíurisinn Gazprom í Rússlandi
hyggst tvöfalda verð á gasi sem selt
er til Georgíu vegna þess að ekki
tókst að jafna ágreining ríkjanna á
samningafundi í vikunni. » 17
FRUMRANNSÓKN rannsóknar-
nefndar flugslysa (RNF) á flugatviki
þegar þota Continental Airlines ósk-
aði eftir að koma til öryggislending-
ar á Keflavíkurflugvelli hinn 25.
október sl. er lokið.
Í frumniðurstöðum RNF vegna
málsins kemur fram að hreyflar þot-
unnar hafi aldrei misst afl en við boð-
un björgunaraðila kom fram að
drepist hefði á öðrum hreyfli þotunn-
ar og á tímabili var tilkynnt að hinn
hreyfillinn hökti. RNF segir að
áhöfnin hafi fengið misvísandi skila-
boð frá upplýsingabúnaði flugvélar-
innar um ástand hreyflnanna en
áhöfnin hafi haft samband við við-
haldsstjórnstöð flugrekandans og
fengið tilmæli um að slökkva á tölvu-
stýribúnaði fyrir báða hreyfla. Við
það hafi ástandið orðið eðlilegt á ný.
Í tilkynningu frá viðbragðsaðilum
kemur fram að unnið hafi verið að
boðun viðbragðsaðila samkvæmt
flugslysaáætlun Keflavíkurflugvall-
ar og þau viðbrögð fari eftir umfangi
og alvarleika atviksins.
Ákvörðun um umfang aðgerða
velti á þeim upplýsingum sem fyrir
liggi á hverjum tíma. Þær upplýs-
ingar sem borist hafi í þessu tilviki
hafi gefið til kynna að flugvél væri í
neyð, ástandið væri alvarlegt og
fjöldi fólks í hættu.
„Síðar kom í ljós að ástand flugvél-
arinnar var ekki eins alvarlegt og
kom fram í samskiptum við flug-
stjóra hennar. Þessar upplýsingar
komu fram við rannsókn atviksins
eftir að flugvélin var lent. Ekki er
hægt að meta umfang viðbragða eða
réttmæti út frá upplýsingum sem
fást úr rannsókn eftir að atvikið er
afstaðið heldur verður að meta þessi
atriði út frá þeim upplýsingum sem
liggja fyrir þegar gripið er til að-
gerða,“ segir í tilkynningunni.
„Það er mat þeirra sem tóku þátt í
aðgerðum 25. október að viðbrögðin
sem gripið var til hafi verið í sam-
ræmi við þær upplýsingar sem lágu
fyrir og aðgerðir hafi gengið vel.“
Hreyflar misstu aldrei afl
Viðbrögð í samræmi við upplýsingar
sem lágu fyrir, segja viðbragðsaðilar
Morgunblaðið/ÞÖK
Tölvubilun Hreyflar þotu Continental-þotunnar misstu aldrei afl heldur
var um tölvubilun að ræða samkvæmt niðurstöðum frumrannsóknar.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ICELANDAIR hefur afturkallað
uppsagnir 35 flugmanna sem áttu að
hætta störfum í nóvember og desem-
ber, að því er fram kemur á fréttavef
Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Einnig hefur Icelandair auglýst eftir
fleiri flugmönnum til starfa í vor.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, sagði afturköllun
uppsagnanna vera í samræmi við
það sem gefið var út á sínum tíma.
„Þessar uppsagnir byggjast á árs-
tíðasveiflu í starfseminni. Þörfin fyr-
ir flugmenn er yfirleitt minni yfir
vetrarmánuðina. Þegar uppsagnirn-
ar voru ákveðnar í haust sögðum við
einnig að verkefnastaðan væri óljós
og að við vonuðum að til uppsagn-
anna þyrfti ekki að koma, nema þá
að óverulegu leyti. Nú hefur allt
gengið eftir sem menn sögðu og
hugsuðu þá,“ sagði Guðjón.
Um nýliðin mánaðamót áttu nítján
flugmenn að hætta hjá félaginu og
aðrir sextán um næstu mánaðamót.
Aukin verkefni í leiguflugi hjá Loft-
leiðum munu vera meginástæða þess
að uppsagnirnar voru afturkallaðar.
Fjörutíu og fimm flugmenn
verða ráðnir í vor
Í vor sem leið voru 25 flugmenn
ráðnir tímabundið til starfa yfir sum-
arið. Guðjón sagði að vegna aukn-
ingar í áætlunarflugi næsta vor væri
gert ráð fyrir að þessi hópur yrði þá
endurráðinn og um 20 flugmenn
ráðnir til viðbótar. Því væri útlit fyr-
ir að flugmönnum hjá Icelandair
fjölgaði um 45 næsta sumar.
Þegar tilkynnt var um uppsagnir í
ágúst sl. kom fram að flugmönnum
Icelandair hafði fjölgað mjög vegna
aukinna umsvifa. Þá störfuðu tæp-
lega 300 flugmenn hjá félaginu og
hafði fjölgað um nálægt 100 á und-
anförnum þremur árum.
Icelandair afturkallar
uppsagnir flugmanna
Í HNOTSKURN
»Í ágúst sl. var 44 flug-mönnum Icelandair sagt
upp, þar af voru 19 fastráðnir.
Allir áttu skamman starfs-
aldur að baki og skyldu upp-
sagnir taka gildi næstu mán-
uði.
» Icelandair kynnti nýleganýtt leiðakerfi. Boðið verð-
ur m.a. upp á morgunflug til
Bandaríkjanna og morgunflug
frá Norðurlöndum til Íslands.
Bergen, Gautaborg og Halifax
verða nýir áfangastaðir.
ÞEIR, sem stunda sjóinn, verða að hafa veiðarfærin í
lagi og þessi maður var nú á dögunum að gera að net-
um eða trolli við Reykjavíkurhöfn í fallegri haustbirtu
og vægu frosti. Kunni hann augljóslega að fara með
netanálina, vissi bæði skil á síðu og hálfum, en svo er þó
komið fyrir þessari mikilvægu iðngrein hér áður fyrr
að bráðum má líklega telja þá á fingrum annarrar
handar sem hafa full réttindi í faginu. Netaverkstæð-
unum hefur fækkað og sennilega er ekki sama þörfin
og áður fyrir lærða netagerðarmenn til sjós.
Morgunblaðið/ÞÖK
Dyttað að veiðarfærunum
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var
handtekinn fyrir að stela gínu úr
verslun í miðbæ Reykjavíkur á mið-
vikudag. Þegar lögregla spurði hann
út í gínustuldinn sagðist hann ein-
faldlega vera kvenmannslaus og gín-
an hefði átt að bæta úr því. Í fórum
mannsins fannst meira af varningi
sem hann gat ekki gert grein fyrir.
Annar maður, talsvert yngri, var
handtekinn í fyrrinótt við fyrirtæki í
austurbæ Reykjavíkur, en þegar
lögregla kom að honum var hann
með verkfæri í höndunum og hafði
átt við glugga í húsi fyrirtækisins.
Við leit á manninum fann lögreglan
nokkuð af peningum, og átti maður-
inn erfitt með að gera grein fyrir því
hvaðan peningarnir væru komnir.
Rannsókn málsins heldur áfram.
Þjófar voru víðar á ferli í Reykja-
vík í gær, tölvubúnaði var stolið á
tveimur stöðum, vinnuvélar var
saknað úr austurbænum og bensín-
þjófur var á ferli.
Einmana
rændi gínu