Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ENDURVEKJA á starf Torfusamtakanna og stefnt er að því að félagar í samtökunum verði fljótlega um 500 talsins, að sögn Þórðar Magn- ússonar tónlistarmanns, en hann er einn þeirra sem standa að endurvakningunni. Þórður segir að í þessum mánuði verði haldinn stór fundur á vegum Torfusamtakanna og stefnt sé að því að þau verði í framhaldinu virk í baráttu sinni fyr- ir varðveislu húsa í miðbænum. Margt fólk sé búið að fá sig fullsatt á því sem er að gerast í gamla borgarhlutanum, en algert stefnuleysi ríki í málum er snúa að vernd gamalla húsa. „Gamla byggðin í Reykjavík á sér eiginlega engan málsvara sem hefur einhver völd,“ segir Þórður sem segir nauðsynlegt að viðhalda gamalli byggð í miðbænum til þess að hafa tengingu við fortíð og sögu. Í flestum borgum í Evrópu stuðli borgaryfirvöld að minjavernd og fólk treysti á þau, en þannig sé því ekki háttað hér á landi. Minjavernd virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá yfirvöldum hér. Þórður segir mörg gömul hús í miðborginni hafa verið rifin eða skemmd á undanförnum ár- um og áratugum og til standi heilmikið rask í miðbænum. „Þetta er búin að vera sorgarsaga í Skuggahverfinu en í Þingholtunum þarf virki- lega að vera vakandi núna. Það er ekki langt síðan til stóð að byggja blokk í Bergstaða- strætinu en íbúasamtökum virðist rétt hafa tekist að koma í veg fyrir það,“ segir Þórður og bætir við að það mál sé ekki enn alveg í höfn. Hann segir að lóðareigendur í miðbænum herji sumir hverjir á borgaryfirvöld að fá að hækka þau hús sem á lóðunum eru og stækka þau. Á endanum fáist það gjarnan í gegn, en þá selji viðkomandi lóðirnar með hagnaði. Eins og vanti allt hugmyndaflug Á næstunni stendur til að flytja Gröndalshús við Vesturgötu á Árbæjarsafn og er Guðjón Friðriksson sagnfræðingur ekki hrifinn af þeim áformum. Guðjón hefur gert töluvert af því að ganga með hópa um miðbæinn og skoða söguslóðir þar. Hann segir að þegar hann gangi með fólk um gamla vesturbæinn fari hann ávallt að Gröndalshúsi en fólki finnist mjög skemmtilegt að uppgötva það. Benedikt Gröndal hafi verið merkilegur persónuleiki og eitt helsta skáld Íslendinga og húsið líti þannig út að engu líkara sé en að hann hafi gengið út úr því í gær. „Þegar verið er að tína í burtu svona kennileiti þá finnst mér gamli bærinn alltaf verða snautlegri og snautlegri. Ég er al- veg á móti því að láta flytja söguleg og falleg hús, sem setja mikinn svip á umverfið, í burtu,“ segir Guðjón. „Það er eins og vanti allt hug- myndaflug þegar verið er að endurskipuleggja gamla borgarhluta. Ekki virðist verið tekið til- lit til neins annars en peningasjónarmiða. Fyrir nokkrum áratugum hafi verið mikið í tísku að búa til sérstök húsasöfn á ákveðnum stöðum, líkt og Árbæjarsafn. „En ég held að þetta sé á undanhaldi úti um allan heim. Menn vilja frekar að húsin séu á sínum stað í gömlum borgarhverfum og fái að njóta sín þar,“ segir Guðjón. Reykvíkingar eigi til dæmis ekkert skáldahús, en á Akureyri séu þau þrjú; Grön- dalshús eigi að fá að standa áfram þar sem það hefur alltaf staðið. „Þó að húsin í Árbæjarsafni séu vel upp gerð er hætt við að þau missi þá sál sem þau höfðu á sínum upprunalega stað.“ Í samtali við Morgunblaðið á þriðjudag sagði Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminja- vörður að Gröndalshús hefði lengi verið á óska- lista Árbæjarsafns. Guðjón bendir á að borg- arminjavörður sé umsagnaraðili um niðurrif húsa og flutning þeirra. Segja megi að viss hagsmunaárekstur eigi sér stað vegna Grön- dalshúss, enda sé borgarminjavörður líka safn- stjóri Árbæjarsafns og „vilji safninu sem best og fá húsið í safnið sitt,“ segir hann, „en berst þá kannski síður fyrir að þau fái að standa áfram í sínu eðlilega umhverfi.“ Torfusamtökin efld á næstunni Það eru alls ekkert allir sáttir við að gömul hús eins og Grön- dalshúsið svonefnda séu flutt úr miðbænum eða þau rifin til að rýma fyrir nýjum. Í HNOTSKURN » Torfusamtökin voru stofnuð 1972til þess að berjast fyrir verndun Bernhöftstorfunnar í miðborginni. » Árið 1979 var ákveðið að Bernhöfts-torfan fengi að standa áfram og þá tóku Torfusamtökin húsin að sér. » Sjálfseignarstofnunin Minjaverndvar stofnuð upp úr Torfusamtök- unum. Morgunblaðið/Þorkell Torfusamtökin efld Torfusamtökin börðust á sínum tím fyrir því að Bernhöftstorfan yrði ekki rifin. Nú hyggjast samtökin efla starf sitt á nýjan leik. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KOSTNAÐUR við að hringja milli farsímakerfa hefur staðið í stað hér á landi en lækkað í öðrum Evr- ópulöndum undanfarin ár. Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) bendir ýmislegt til þess að verðið sé töluvert hærra en sem nemur raun- verulegum kostnaði Símans og Vodafone og hefur stofnunin lagt kvaðir á fyrirtækin um að þau lækki bæði heildsöluverðið í 7,49 krónur fyrir 1. júní 2008. Síminn og Vodafone leggja sama gjald ofan á mínútugjald sé hringt á milli kerfa og nemur það í báðum tilfellum 11 krónum. Venjulegt mín- útugjald hjá Símanum er 11,5 krón- ur og 10,90 krónur hjá Vodafone þannig að þegar símtal lendir í öðru kerfi verður það skyndilega um tvö- falt dýrara. Heildsöluverðið hjá Símanum er 8,56 krónur og 10,96 krónur hjá Vodafone. Sandra Franks, varaþingmaður Samfylkingarinnar, fjallaði um gjöld fyrir símtöl úr farsímum milli kerfa í aðsendri grein í Morg- unblaðinu í gær og sagði m.a. að það benti sterklega til verðsamráðs að Síminn og Vodafone tækju sama gjald fyrir þjónustuna. Sandra benti einnig á að víða er- lendis gæfu símafyrirtæki til kynna með hljóðmerki þegar mínútuverð snarhækkar við það að símtal flyst milli kerfa. Íslensku símafyrirtækin gerðu ekkert slíkt og engin laga- skylda væri heldur á þeim að gera það. Um þetta væri þegjandi sam- komulag hjá fyrirtækjunum sem miðaði að því að auka hagnað þeirra. Talsmenn beggja fyrirtækja hafna algjörlega að fyrirtækin hafi haft verðsamráð þegar þau ákváðu gjald fyrir símtöl milli kerfa. Af hálfu Símans var jafnframt bent á að Vodafone hefði um árabil tekið allt að 50% hærri gjöld fyrir símtöl sem enduðu í farsímaneti þeirra en með þessu hefðu viðskiptavinir Sím- ans í raun niðurgreitt símtöl við- skiptavina Vodafone milli kerfa. „Ásakanir um verðsamráð eru því úr lausu lofti gripnar,“ sagði Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Eva kemur hér inn á þá reglu sem gildir hérlendis um að sá sem hringir í annað farsímakerfi ber kostnaðinn af því. Gísli Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, sagði að verð á farsímaþjónustu hér væri með því lægsta sem þekktist, sérstaklega ef tekið væri tillit til afsláttarkjara. Gjald íslensku símafyrirtækjanna fyrir að hringja á milli kerfa er sett saman úr svonefndu lúkning- argjaldi, sem myndar stærstan hluta kostnaðarins og tengigjaldi sem nemur innan við einni krónu. Ekki virk samkeppni Í lögum um fjarskipti segir að þegar markaðsgreining Póst- og fjarskiptastofnunar gefi til kynna að skortur sé á virkri samkeppni geti stofnunin lagt kvaðir á fjarskipta- fyrirtæki um viðmið í gjaldskrá þeirra. Það var í krafti þessa ákvæð- is sem stofnunin ákvað í júní að Sím- inn og Vodafone yrðu að lækka gjaldskrá fyrir lúkningarverð niður í 7,49 krónur fyrir 1. júní 2008 og jafnframt að leggja skyldi tengi- gjaldið niður. Ákvörðunin hefur verið kærð til áfrýjunarnefndar póst- og fjarskiptamála. Í skýrslu sem ákvörðun PFS byggir á segir að svo virðist sem ekki ríki virk samkeppni milli Sím- ans og Vodafone á heildsölumarkaði fyrir símtöl milli kerfa. Bent er á að lúkningarverð Vodafone og forvera þess hafi hækkað um 14% frá 2001 en á sama tíma hafi Síminn lækkað verðið um 17,8%, einkum vegna kostnaðarlækkana og þrýstings frá PFS. Að mati stofnunarinnar var þessi verðmunur of mikill og ekki ásættanlegur fyrir fjarskiptafyr- irtæki sem þurfa að kaupa lúkningu af Vodafone. Í skýrslunni kemur einnig fram að talið sé að rekja megi hærri lúkn- ingargjöld til þeirrar reglu að sá sem hringir yfir í annað kerfi ber kostnaðinn, en ekki viðskiptavinur fyrirtækisins sem rukkar fyrir þau. Síminn eða Vodafone? Nú er hægt að færa farsíma- númer á milli kerfa þannig að ekki er lengur mögulegt að sjá það af símanúmerinu hvar viðkomandi er í viðskiptum. Það er reyndar ekki ómögulegt að sjá í hvaða kerfi til- tekið símanúmer er því þær upplýs- ingar má nálgast á vef Símans. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, sagði í samtali við Morgunblaðið, að lykilatriði í þessari umræðu væri hið mikla ógagnsæi gagnvart neyt- endum en þeir gætu illa séð í hvoru farsímanetinu símtal frá þeim lenti. PFS hefði rætt við símafyrirtækin um hugmyndir um hvernig hægt væri að láta neytendur vita þegar þeir færast á milli kerfa en fengið þau viðbrögð frá fyrirtækjunum að slíkt væri talsvert kostnaðarsamt. PFS hefði því ekki viljað gera kröfu um slíkt og stofnunin hefði heldur engar heimildir til að leggja slíkar kvaðir á fyrirtækin í fjarskiptalög- um. Spurður um þau orð Söndru Franks að vísbendingar væru um verðsamráð símafyrirtækja, sagði Hrafnkell að ef grunur væri um slíkt í verðlagningu á smásöluþjón- ustu yrði að beina því til Samkeppn- iseftirlitsins. Ákvörðun PFS hefði eingöngu tekið til heildsöluverðs og það yrði að koma í ljós hvort hún yrði til þess að smásöluverð myndi jafnast út. Spurður um hvaða kostnaður lægi að baki lúkningargjöldum sagði Hrafnkell að hafa yrði í huga muninn á heildsöluverði annars veg- ar og smásöluverði hins vegar. Heildsöluverð er það verð sem fyr- irtækin rukka hvort annað um, og eiga jafnframt að rukka sínar innri deildir fyrir sambærilega þjónustu. Smásöluverð væri á hinn bóginn eingöngu byggt á ákvörðun fyr- irtækjanna og þyrfti ekki að end- urspegla heildsöluverðið. Fyr- irtækin teldu sig geta ákveðið verðið m.a. í ljósi þess að þau teldu sig hafa tryggð viðskiptavina í krafti alls kyns pakkatilboða um af- slátt á símtölum til vina og vanda- manna. Vill einhver vita þegar gjald fyrir símtalið hækkar skyndilega um 100%? Fréttaskýring | Gjald fyrir að hringja á milli farsímakerfa hefur staðið í stað hér á landi undanfarin ár en lækkað annars staðar í Evrópu. Morgunblaðið/Þorkell 100% Það skiptir verulegu máli fyrir heimilisbókhaldið hvort hringt er inn- an farsímakerfis eða á milli kerfa. Munurinn er 11 krónur fyrir mínútuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.