Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 16

Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BANDARÍSKI full- trúardeildarþingmaður- inn Bernie Sanders hefur svo öruggt forskot á repúblikanann Rich Tarrant um sæti Ver- montsríkis til setu í öld- ungadeildinni að aðeins skyndileg veikindi geta komið í veg fyrir sigur hans. Þetta er a.m.k. nið- urstaða umfjöllunar breska dagblaðsins Guardian um möguleika Sanders í gær. Þingkosningar fara fram vestanhafs á þriðjudag og segir blaðið, að næði hann kjöri yrði það í fyrsta sinn í sögunni sem yfirlýstur sósíalisti afrekaði slíkt. Íbúar Vermont horfa til Skandinavíu „Fyrir tuttugu árum þegar fólk leiddi hugann að sósíalisma hugsaði það um Sovét- ríkin,“ sagði Sanders í símaviðtali við Guardian. „Nú hugsar það um Skandinavíu.“ Sanders býður fram einn en hann hefur átta sinnum náð kjöri til fulltrúadeildarinn- ar. Hann hefur lítið fé fyrir framboðið sem blaðið segir einstakt í dag, en hans áherslur eru einkum jöfnuður og velferðarmál. Sósíalisti í forystu í Vermont Sanders Yrði sá fyrsti til að verða kjörinn í öldungadeildina Sameinuðu þjóðunum. AFP. | Gvatemala og Venesúela ákváðu í gær að hætta við að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og greiða þannig fyrir því að Pan- ama fái sætið. Diego Cordovez, sendiherra Ekvador hjá Sameinuðu þjóðunum, greindi frá þessu að loknum fundi með Gert Rosenthal, utanrík- isráðherra Gvatemala, og Nicolas Maduro, utanríkisráðherra Venesúela. Cordovez miðlaði málum og sagði að utanríkisráð- herrarnir hefðu sameinast um tvennt. Í fyrsta lagi að sækjast ekki eftir sæti í ráðinu og í öðru lagi að Gvatemala, Venesúela og Ekvador styddu Panama þess í stað. Um áramótin lýkur tveggja ára setu Arg- entínu í öryggisráðinu og hafa Gvatemala og Venesúela bitist um sæti Rómönsku-Am- eríku að undanförnu. Átökin hafa verið mjög hörð en í kosningum undanfarnar vik- ur hefur Gvatemala, sem Bandaríkin hafa stutt dyggilega, haft betur í öll skiptin nema eitt án þess að fá tilskilið atkvæðamagn. Gvatemala og Venesúela draga sig í hlé ♦♦♦ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STRÍÐANDI fylkingar í Sómalíu bjuggu sig í gær undir allsherjar- stríð í landinu eftir að friðarumleit- anir fóru út um þúfur. Óttast er að grannríkin Eþíópía og Erítrea dragist inn í stríðið með skelfileg- um afleiðingum fyrir þennan heimshluta. Útlit er fyrir að Sómalía verði orrustuvöllur í langvinnum deilum Eþíópíu og Erítreu sem hafa háð mannskætt stríð um landamæra- svæði. Hermt er að Eþíópíustjórn hafi sent þúsundir hermanna til Sómal- íu í því skyni að verja bráðabirgða- stjórn landsins sem hefur aðeins einn bæ á valdi sínu. Talið er að stjórn Erítreu hafi séð íslamistun- um í Sómalíu fyrir vopnum og sent þangað um 2.000 hermenn. Vopnaðar sveitir íslamista og herlið bráðabirgðastjórnar Sómal- íu bjuggu sig undir átök og sendi- maður Sameinuðu þjóðanna, Francois Fall, sagði hættu á mikl- um blóðsúthellingum. Friðarviðræður áttu að hefjast í grannríkinu Súdan í fyrradag en þeim var frestað um óákveðinn tíma. Sómalska bráðabirgðastjórn- in sagði að leiðtogar íslamistanna ættu sök á því að friðarumleitan- irnar fóru út um þúfur þar sem þeir hefðu krafist þess að eþíóp- ísku hermennirnir yrðu kallaðir heim frá Sómalíu. „Með því að setja þetta skilyrði fyrir viðræðum sýndu þeir að markmið þeirra er að gera Sómalíu að orrustuvelli,“ sagði Abdullah Ismail, aðalsamn- ingamaður bráðabirgðastjórnar- innar. Stjórn Eþíópíu sagði að stríð væri nú „óhjákvæmilegt vegna framgöngu íslamistanna“. Aðalsamningamaður íslamist- anna, Ibrahim Hassan Adow, kenndi á hinn bóginn bráðabirgða- stjórninni um og sagði að friðar- umleitanirnar hefðu farið út þúfur vegna þess að Eþíópumenn hefðu neitað að kalla hersveitir sínar heim. „Þeir ætla að ráðast á okkur og hernema land okkar,“ sagði Sharif Ahmed, leiðtogi íslamistanna. Stefnir í stríð í Sómalíu með þátttöku grannríkja A. Ismail Ibrahim Adow Friðarumleitanir fóru út um þúfur án þess að formlegar viðræður hæfust Í HNOTSKURN » Bráðabirgðastjórn Sóm-alíu var mynduð með hjálp Sameinuðu þjóðanna árið 2004. » Skálmöld hefur verið ílandinu frá 1991 þegar Mohamed Siad Barre ein- ræðisherra var steypt. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HÁTT í fimm hundruð þjóðernis- sinnar veifuðu breska þjóðfánanum og hrópuðu slagorð til stuðnings Nick Griffin, leiðtoga Breska þjóðar- flokksins (BNP), fyrir utan dómshús í Leeds á miðvikudag en þá hófust réttarhöld yfir honum vegna um- mæla um innflytjendur og íslam. Réttarhöldin halda áfram í dag en þau hafa vakið athygli sökum þess að þau bregða birtu á ólgu á meðal tiltekinna þjóðfélagshópa vegna inn- flytjendamála á Bretlandi. Stjórn Tony Blairs forsætisráð- herra ákvað nýlega að takmarka fjölda þess fólks frá Búlgaríu og Rúmeníu sem má koma til landsins í atvinnuleit þegar ríkin tvö ganga í Evrópusambandið í janúar 2007. Kom sú ákvörðun í kjölfar þess að miklu fleiri innflytjendur hafa streymt til landsins í kjölfar síðustu stækkunar ESB í maí 2004, eða 600.000 innflytjendur en ekki 13.000 líkt og stjórnin hafði ráðgert. Griffin hefur óspart fært sér þetta í nyt og sakað stjórn Blairs um að grafa undan bresku samfélagi og at- vinnuöryggi bresku millistéttar- innar með því að greiða götu fjöl- menns hóps innflytjenda til landsins. Líkir sér við stríðshetjur Þá setur Griffin sig gjarnan í hlut- verk píslarvottsins, sem hann og gerði fyrir utan dómshúsið á mið- vikudag þar sem hann líkti sjálfum sér við fallnar stríðshetjur í síðari heimsstyrjöldinni, sem hefðu rétt eins og hann viljað halda Bretlandi „frjálsu, kristnu og bresku“. Til átaka kom fyrir utan réttinn í kjölfar þess að Griffin yfirgaf dóms- salinn, þegar vinstrimönnum og stuðningsmönnum BNP lenti sam- an. Sakar Griffin þá fyrrnefndu iðu- lega um að vilja hefja á loft „svartan fána íslams“ í Bretlandi vegna þess að þeim hafi áður „mistekist að hefja á loft rautt flagg kommúnismans“. Má rekja réttarhöldin yfir Griffin og flokksbróður hans, Mark Collett, til ræða sem þeir fluttu í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna 2004, þar sem þeir fjölluðu á afar neikvæðan hátt um íslam. Er þeim gefið að sök að hafa með málflutningi sínum kynt undir kynþáttahatri en þeir telja báðir að íslam séu trúarbrögð kúg- unar og ofbeldis. Því heldur Griffin því fram að ákvörðun breskra stjórnvalda um að lögsækja hann séu „sýndarréttar- höld“ og tilraun til að afla fylgis á meðal þeirra fjölmörgu bresku múslíma sem séu óánægðir með utanríkisstefnu Blairs. Umrædd ummæli, sem féllu á kosningafundi í Keighley, vöktu mikinn óhug í Bretland þegar þau voru sýnd í heimildarmynd breska ríkisútvarpsins, BBC, og það kom því mörgum á óvart að flokkur Griff- ins skyldi hljóta afar góða kosningu í sveitastjórnarkosningunum í vor. „Þetta eru sýndarréttarhöld“ Réttað yfir formanni Breska þjóðarflokksins vegna niðrandi ummæla um íslam Reuters Þjóðernissinni Griffin með fylgis- mönnum sínum á miðvikudag. Seoul. AFP. | Oft er talað um „tísku- lögreglu“ í léttum tón og þá gjarnan vísað til tískuspjátrunga sem láta sig varða klæðaburð annarra. Yfir- völd í Suður-Kóreu tóku þessu hlut- verki á öllu alvarlegri hátt á áttunda áratugnum, þegar tískulögregla gekk um stræti og mældi pils kvenna. Var þetta gert í því skyni að skera úr um hvort þau væru of stutt. Reyndist svo vera voru konurnar ákærðar fyrir að gerast brotlegar við lögin. Nú hefur slíkum refsing- um hins vegar ekki verið beitt árum saman og því þótti við hæfi að leggja niður þennan sérkennilega minnis- varða um herstjórnina, sem einnig áskildi sér rétt til að stöðva hár- prúða menn á götu og klippa þá þeg- ar í stað þar sem þeir stóðu. Eftir að Suður-Kórea varð lýð- ræðisríki árið 1987 hefur slíkum bönnum að mestu verið aflétt, en áður lágu einnig viðurlög við óstjórn við skorsteinahreinsun í landinu. Leyfa stutt pils að nýju TALIÐ er að yfir 30.000 mótmælendur hafi komið saman í miðborg Bishkek, höfuðborgar Kyrgyzstan, í gær til að krefjast þess að Kurmanbek Bakiyev, for- seti landsins, segði af sér embætti. Má einkum rekja reiði mótmælenda til þess að Bakiyev hefur hafnað beiðni stjórnarandstöðunnar um að koma á stjórn- arskrárbreytingum sem hann lofaði kjósendum þeg- ar hann komst til valda í fyrra í kjölfar túlípana- byltingarinnar svokölluðu og ætlað var að draga úr völdum forsetans sem þykja mjög mikil. AP Krefjast afsagnar Bakiyev forseta Brussel. AFP. | Um 98% þeirra tug- þúsunda manna, sem hafa beðið bana af völdum klasasprengna, eru óbreyttir borgarar, að því er fram kemur í skýrslu samtakanna Hand- icap International. Klasasprengjur voru fyrst notað- ar í Víetnamstríðinu fyrir 30 árum og síðan þá hafa yfir 104.000 látið líf- ið eða særst af völdum þeirra, að sögn samtakanna. „Klasasprengjur eru ónákvæm vopn sem eru hönnuð til þess að gera árás á víðfeðm svæði,“ sagði Angelo Simonazzi, framkvæmda- stjóri Handicap International. Norska stjórnin fjármagnaði rannsóknina. Er þetta í fyrsta skipti sem ráðist er í rannsókn á áhrifum klasasprengna á íbúa allra þeirra 24 landa og landsvæða þar sem vitað er að þessi vopn hafi verið notuð. Klasasprengjur eru hannaðar þannig að þegar þær springa losnar um nokkur hundruð smásprengjur sem dreifast í allar áttir, margar þeirra án þess að springa strax. Samtökin segja að óbreyttum borg- urum stafi mikil hætta af sprengj- unum löngu eftir að átökum lýkur. Saklaust fólk 98% fórnar- lambanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.