Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 17

Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 17 Moskvu. AFP. | Talsmenn rússneska ol- íurisans Gazprom, sem er í ríkiseigu, tilkynntu í gær að fyrirtækið hefði í hyggju að tvö- falda verðið á gasi sem selt er til Georgíu eftir að ekki tókst að leysa úr ágreiningi ríkjanna á fundi þeirra í vikunni. Orðrómur um að Rússar myndu hækka verðið á gasi til Georgíu komst á kreik eftir að stjórnvöld í Tbilisi handtóku í september sl. fjóra rússneska herforingja og sökuðu þá um njósnir. Þrátt fyrir að fjórmenn- ingunum hefði síðan verið sleppt hafa rússnesk stjórnvöld komið á við- skiptaþvingunum gegn grannríki sínu, sem leggst ofan á nokkurra mánaða gamalt bann við innflutningi á georgísku víni og ölkelduvatni. Pútín gagnrýndur í Evrópu Gela Bezhuashvili, utanríkisráð- herra Georgíu, lýsti yfir vonbrigðum með fund sinn og rússnesks kollega síns, Sergei Lavrov, í Moskvu í fyrra- dag. Sagðist hann aðspurður „vona“ að Rússar myndu ekki loka fyrir flutning gass til landsins. Hann tók þó fram, að honum hefði verið heitið því að slíkt skref yrði ekki stigið. Verðhækkanir Rússa á orku sem þeir selja fyrrvernadi ríkjum Sovét- ríkjanna hafa verið gagnrýndar á Vesturlöndum. Vladimír Pútín Rúss- landsforseti hefur vísað þessu á bug og lagt til að Vesturlönd greiði mis- muninn á gamla og nýja verðinu. Pútín hitti nýlega Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að máli í Dres- den þar sem orkumál voru í brenni- depli og þótti sú staðreynd að kansl- arinn minntist lítið sem ekkert á mannréttindamál í Rússlandi til marks um mikilvægi orkunnar sem streymir frá gasleiðslum Gazprom. Hafa samskipti Moskvu og Tbilisi verið stirð frá kjöri Mikhail Saakas- hvili í embætti forseta sem vill efla samvinnu við Vesturlönd og ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO). Boða mikla hækkun á verði gass til Georgíu Bezhuashvili ósáttur við niðurstöðu fundar með Lavrov Í HNOTSKURN » Georgía flytur mikið afvörum til Rússlands og því munu viðskiptahöft hafa slæm áhrif á efnahag landsins. » Hátt olíuverð að und-anförnu hefur gert Rúss- um kleift að greiðar niður er- lendar skuldir í miklum mæli. Bezhuashvili DÓMSTÓLL í Georgíuríki í Banda- ríkjunum hefur dæmt Khalid Adem, þrítugan eþíópískan innflytjanda, í 10 ára fangelsi fyrir að hafa limlest tveggja ára dóttur sína með því að umskera hana með skærum fyrir fimm árum. Móðir stúlkunnar, Fortu- nate Adem, sagði að hún hefði ekki vitað af umskurðinum fyrr en nær tveimur árum eftir verknaðinn, en stúlkan staðfesti í vitnisburði á mynd- bandi, sem sýnt var dómnum, að fað- irinn hefði klippt kynfæri hennar. Adem sagði að brotið hefði verið gegn réttindum hennar sem barns, réttindum hennar sem konu og síðast en ekki síst réttindum hennar sem manneskju. Réttindasamtök segja þetta fyrsta skráða tilfelli slíkrar mis- þyrmingar vestanhafs. Í fangelsi fyrir umskurð Stokkhólmi. AFP. | Bandarísku mann- réttindasamtökin Human Rights Watch (HRW) gagnrýndu í fyrradag Carl Bildt, nýjan utanríkisráðherra Svíþjóðar, fyrir að eiga hlutabréf í sænska fyrirtækinu Lundin Petro- leum sem hefur haft umsvif í Súdan. „HRW birti fyrir tveimur árum umfangsmikla skýrslu um olíufram- leiðslu í Súdan og eitt fyrirtækið sem þar kom við sögu var Lundin Petro- leum,“ sagði Leslie Lefkow, rann- sakandi hjá samtökunum, í samtali við AFP-fréttastofuna. „Ég tel að með því að selja hlut sinn taki hann persónulega og ég ætla pólitíska ákvörðun en ég hygg að það sé nokk- uð sérkennilegt þegar ráðherra seg- ist styðja mannréttindi á sama tíma og hann á persónulegra hagsmuna að gæta í slíku fyrirtæki.“ Seldi bréfin í Vostok Nafta Bildt brást við ásökunum um óeðlilega eign hlutabréfa í fjárfest- ingarfélaginu Vostok Nafta, sem bindur 95 prósent af fé sínu í olíu- risanum Gazprom, með því að selja öll þau bréf. Hann hélt hins vegar eftir bréfum í LP að verðmæti 486.000 sænskra króna, eða sem svarar 4,6 milljónum ísl. króna. Gagnrýna hlutabréfaeign Bildts í sænsku fyrirtæki ÞESSI íkorni lét fara vel um sig er hann gæddi sér á hnetu á trjágrein í al- menningsgarði í Varsjá, höfuðborg Póllands, í gær. Fyrsti snjór vetrarins féll í vikunni, á sama tíma og öflugir vindar blésu á norðurströnd landsins. AP Fær sér snarl í kuldanum Heldur liðunum liðugum! Í Lið-Aktín Extra eru 666 mg af Glúkósamíni sem tryggir líkamanum upptöku á a.m.k. 500 mg. Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.