Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 21 LANDIÐ PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Mjólkurþistill Styrkir og hreinsar lifrina ÓBORGANLEGAR GAMANSÖGUR! 1. Prentun uppselt 2. Prentun væntaleg Eftir Atla Vigfússon Tjörnes | „Ég hef alltaf haft áhuga á húsinu, en ég átti hvorki peninga né tíma til þess að gera það upp á mínum yngri árum. Þá var líka minna í tísku að gera upp gamlar byggingar,“ segir Jónas Bjarnason, bóndi á Héðinshöfða, sem nú er kominn langt með að laga gamla húsið sem Benedikt Sveinsson sýslumaður Þingeyinga lét byggja á jörðinni um 1880. „Ég fæddist 1932 og ólst upp í húsinu og bjó þar einnig með konu minni og börnum til ársins 1974 þá er við fluttum í nýtt. Það var oft þröngt meðan ég var að alast upp, en margt fólk bjó á Héðinshöfða og allt í sama húsi. Lengi vel var eldað í þremur eldhúsum í kjallaranum, en áður höfðu eldhúsin verið fjögur. Aðstæður voru ekki alltaf verið góð- ar, stundum var kalt og bera þurfti inn allt vatn og svo skólpið út. Þetta eru liðnir tímar, en húsið geymir margt sem gaman er að rifja upp og mér þykir vænt um það.“ Vann mikið með búskapnum Jónas hefur verið bóndi á Héð- inshöfða II alla sína ævi, en hann stundaði grásleppuveiðar og sjó- sókn í meira en fimmtíu ár. Þá var hann á sláturhúsinu í fimmtíu haust og lá á grenjum frá 17 ára aldri til sjötugs. Jónas bjó bæði með kindur og kýr, en lagði af mjólkurframleiðslu þegar tankvæðingin kom. „Það bjargaði mér mikið hvað pabbi var vinnufær lengi því hann vann mikið við búið þegar ég var að heiman,“ segir Jónas. „Í seinni tíð var það konan og börnin sem hjálp- uðu til, en það tók tíma að vera í grásleppunni á vorin því það bland- aðist saman við sauðburðinn. Þá var lítið sofið og stundum var ég að vitja um netin á daginn og tók svo vakt- irnar í húsunum á nóttunni. Við Bjarni bróðir minn keyptum trillu á árinu 1953 og um tíma höfðum við um hundrað net og þurftum að vitja um fimmtíu net á dag ef vel viðraði. Reyndar byggðust tekjur mínar mest á sjónum. Á sumrin þegar var óþurrkur var farið á handfæraveið- ar og ég gerði að fiskinum og lagði hann inn. Eitt haustið gat ég keypt Ferguson dráttarvél með ámokst- urstækjum án þess að taka lán og var það grásleppuvertíðinni að þakka. Sláturhúsið var líka tímafrekt. Eftir nokkur ár var ég farinn að kunna flest það sem þar var gert og ef fólk forfallaðist var ég settur á færibandið hvar svo sem það var, en ég var auðvitað mest í fláningunni. Það var félagsskapur í því að vera í sláturhúsinu og stundum fór ég á námskeið og það voru, að mér fannst, góðir skemmtitúrar.“ Jónas hefur alltaf verið heilsu- hraustur þrátt fyrir mikla vinnu, en hann segir að það hafi verið kulda- verk að liggja á grenjum svo tím- unum skipti. Þá var líka oft kalt á sjónum, en í þá daga voru menn miklu verr búnir en þeir eru í dag. „Það var aldrei talað um frí í bú- skapartíð okkar Valgerðar,“ segir Jónas. Ég vildi vinna og var nánast aldrei með umgangspestir og aldrei mikið veikur. Ég var reykingamað- ur og er enn, en líklega drepur reykurinn bakteríur sem sækja á mann. Ég fór að reykja rétt fyrir þrítugt og fannst reykingarnar skapa mér kraft. Þá var gott að grípa sígarettuna á stíminu út á grásleppumiðin og maður varð ró- legri. Nú er vinnan ekki eins mikil kvöð því þegar maður var að vinna fyrir sjö manna fjölskyldu fannst manni að aldrei mætti falla verk úr hendi. Börnin eru komin upp og bú- verkin hvíla ekki á mér. Ég er samt oft á dráttarvélinni heilu dagana þegar er þurrkur og hef af því mikla ánægju.“ Húsið á sér framtíð Gamla húsið á Héðinshöfða hefur vakið athygli vegfarenda enda ligg- ur mikið verk í því að skiptu um alla glugga, klæðningar og þak. Þá er búið að mynsturmúra norðurhlið hússins, mála og skipta um hurðir. „Nú á húsið hug minn allan,“ seg- ir Jónas og ætlar að gera það íbúð- arhæft og byrja að kynda það í vor. „Það er algerlega frágengið að utan og alveg gert samkvæmt ráðlegg- ingum Húsafriðunarnefndar. Gömlu gólfin ætla ég að nota og það kemur í ljós hvort þetta verður sumarhús stórfjölskyldunnar eða heilsársbústaður einhvers sem hér mun búa. Ég hef ekkert annað við tímann að gera en að dunda í húsinu og það er mjög gaman.“ Gaman að gera upp gamalt Morgunblaðið/Atli Vigfússon Höfðingjasetur Jónas Bjarnason vinnur að því að gera upp Héðins- höfðahúsið. Stefnt er að því að taka það í notkun á ný með vorinu. Í HNOTSKURN »Benedikt Sveinsson sýslu-maður bjó á Héðinshöfða 1876-1897. Hann gerði miklar umbætur á jörðinni. »Jörðin er landnámsjörð enskiptist nú í Héðinshöfða I og II. »Lundey á Skjálfanda til-heyrir Héðinshöfða og þar er lundavarp. Fyrr á árum var stundaður heyskapur í Lundey. Vestmannaeyjar | „Það má alveg segja það, að ég sé heltekinn af þessu,“ segir Þórður Svansson trésmíðameistari í Vest- mannaeyjum sem komið hefur upp vísi að Tyrkjaránssetri í Vest- mannaeyjum. Hann er formaður áhugamanna- félags sem stofnað hef- ur verið um þessa starf- semi og hefur að markmiði að byggja setrið upp. Þórður og Leikfélag Vestmannaeyja settu upp sýningu fyrir tveimur árum um Tyrkjaránið í Dala- búinu sem er gamalt bóndabýli í útjaðri Vestmannaeyjabæjar. Fléttað var saman leiklestri, skúlptúrum, hljóði og myndum og var þannig reynt koma til skila þeim hryllingi sem Vestmannaeyingar upplifðu í Tyrkjaráninu 1627. Sýningin var vel sótt og síðan hefur Þórður haldið þessari að- stöðu opinni og tekið á móti gestum. Áhugamannafélagið sem nú hefur verið stofnað og er opið öllum mun vinna að uppbyggingu Tyrkjaránsseturs á þessum stað og byggja á þeim grunni sem lagður hefur verið. „Það er mikill söguáhugi í þessum hópi. Hér í Vestmannaeyjum hefur svo margt gerst og þú finnur söguna við hvert fót- mál. Við finnum okkur knúin til að halda henni á lofti,“ segir Þórður. Þórður segir ýmsar hugmyndir í gangi. Nefnir að í kjallaranum mætti koma upp sögusýningu þar sem gestir geti gengið í gegn um Tyrkjaránið og alsírskum sal á efri hæðinni. Fyrir utan húsið er ætlunin að koma upp torgi í stíl við torgin þar sem þrælauppboðin fóru fram á. Þá hefur Þórður hug á að koma upp hátt á þriðja hundrað stólpum á túninu til minningar um þá Vestmannaeyinga sem hernumdir voru í Tyrkjaráninu eða drepnir. Félag byggir upp Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum Þórður Svansson AUSTURLAND Egilsstaðir | Fastlega er gert ráð fyrir að umhverfisráðherra leggi fyrir Alþingi tillögu um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á næstu vik- um. Á kynningarfundi sem haldinn var á Egilsstöðum á þriðjudag, sagði Skúli Björn Gunnarsson, fulltrúi sveitarfélaganna á Fljótsdalshéraði í ráðgjafarnefnd um þjóðgarðsstofn- unina, að nefndin væri í þann veginn að skila af sér. Gert er ráð fyrir að Vatnajökuls- þjóðgarður verði í framtíðinni sex- tán þúsund ferkílómetrar að stærð og nái yfir 16% af Íslandi, frá strönd til strandar í norðri og suðri. Hann yrði með stærri friðlöndum í heim- inum, stærsti þjóðgarður Evrópu og líklega tækur á heimsminjaskrá UNESCO. Áhersla á aðkomu heimamanna Stofnkostnaður er talinn vera um 1,2 milljarðar króna ef vegir eru undanskildir og yrði þjóðgarðurinn ríkisstofnun með sérstök lög. Árleg- ur rekstrarkostnaður væri 300–400 milljónir á ári. Ekki skal keypt land undir þjóðgarðinn heldur lagt til að gerðir verði samningar við landeig- endur. Skúli sagði nefndina leggja áherslu á aðkomu heimamanna að stjórnun þjóðgarðsins og yrði slíkt m.a. tryggt gegnum svæðisráð í fjór- skiptingu garðsins og lagt upp með að fulltrúar svæðanna ættu meiri- hluta í stjórn þjóðgarðsins. Skv. tillögum nefndarinnar á að byggja upp þjónustunet á 5 árum og bæta samgöngur innan þjóðgarðsins og að honum. Gert er ráð fyrir 6 þjóðgarðsmiðstöðvum við Ásbyrgi, Mývatn, Skriðuklaustur, Höfn, Skaftafell og á Kirkjubæjarklaustri, gestastofum og landvörslustöðvum. Lagt er til að sú landnýting sem er á svæðinu haldist áfram að lang- mestu leyti í upphafi og að heima- menn, ekki síst bændur, verði tengd- ir verkefnum innan þjóðgarðsins. 5% aukning ferðamanna Svæði þjóðgarðsins munu flokkast undir mismunandi verndarflokka (IUCN) en líklegt talið að hann falli í heild undir verndarflokk 2 sem þyk- ir hátt verndarstig og miðast við að 75% svæðisins falli þar undir. Horft er til þess að umframfjölgun ferða- manna til landsins vegna þjóðgarðs- ins nemi um 5%. Nefndin mun leggja til að greiddur verði aðgangs- eyrir að þjóðgarðinum þegar líður á og búið er að byggja upp þjónustu- net innan garðsins. Ferðaþjónusta og náttúrurannsóknaverkefni munu gegna mikilvægu hlutverki og horft er til sérmerktra landbúnaðarafurða frá svæðinu sem standi fyrir hrein- leika, auk minjagripaframleiðslu. Skúli Björn sagði í umræðum eftir kynningu sína að lögð hefði verið áhersla á það í ráðgjafarnefndinni og umhverfisráðuneytinu að ræða við landeigendur meðfram Jökulsá á Fjöllum í því augnamiði að reyna að ná ánni allri og landræmu meðfram henni inn í þjóðgarðinn. Þá kom fram að áhrifasvæði Kára- hnjúkavirkjunar myndi liggja utan þjóðgarðs og að þjóðgarðsmörk við Hálslón skyldu liggja u.þ.b. 5 km frá efstu lónstöðu. Fram kom í umræð- unum að stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs hlyti í raun að útiloka hug- myndir um heilsársveg frá suðvesturhorni landsins til norð- austurlands. Þetta tæki þó ekki fyrir hugmyndina um tengingu af Sprengisandsleið og norður fyrir Biskupaleið, mitt á milli Grímsstaða á Fjöllum og Mývatns. Skúli sagði fólk heima í héraði þurfa að hefja undirbúning vegna þjóðgarðsstofnunarinnar. Gangi hún eftir verði þjóðgarðurinn væntan- lega til með lögum á næsta ári og þá hugsanlega stofnaður formlega á árinu 2008. Yrði á meðal stærstu friðlanda jarðarinnar Morgunblaðið/RAX Þungamiðja Vatnajökulsþjóð- garður hinn víðfeðmi yrði mikið að- dráttarafl fyrir ferðamenn. Í HNOTSKURN » Undirbúningsskýrsla umstofnun Vatnajökuls- þjóðgarðs fer til umhverf- isráðherra innan skamms. » Samþykki Alþingi frum-varp um þjóðgarðinn gæti stofnun hans orðið árið 2008. » Mikil áhersla verður lögðá samstarf við heimamenn og landeigendur að þjóðgarðs- svæðinu í allri uppbyggingu og verkefnum. Tillaga um stofnun Vatnajökulsþjóð- garðs lögð fyrir Alþingi fljótlega Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.