Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 24
|föstudagur|3. 11. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Um leið og ég steig inn í skólann
fannst mér ég hafa fundið mína
hillu segir listakonan Guðrún
Halldórsdóttir. »30
skúlptúr
Steingrímur Sigurgeirsson
gagnrýnir veitingastaðinn
Ósushi sem býður gestum upp
á sushi á færibandi »30
sushi
Feðgarnir Helgi Már Hrafnkels-
son og Hrafnkell Sigtryggsson
leggja stund á vélhjólaíþróttir í
tómstundum sínum. »32
tómstundir
Einfaldar, fljótlegar og góðar er
hægt að segja um uppskrift-
irnar sem Heiða Björg Hilm-
isdóttir býður upp á í dag. »28
matur
Friðgeir Ingi Eiríksson keppir
fyrir hönd Íslands á hinni
heimsfrægu Bocuse d’Or-
matreiðslukeppni. »26
keppni
Sr. Sigurður Árni Þórðarson er ásamt sr.Halldóri Reynissyni að skipuleggjakyrrðardag sem verður haldinn á morg-un í Neskirkju.
Sigurður Árni byrjaði á sínum tíma með reglu-
lega kyrrðardaga í Skálholti en nú eru þar haldnir
kyrrðardagar mörgum sinnum í mánuði.
„Það hefur orðið vitundarvakning meðal fólks.
Það skynjar að með kyrrðardögunum hefur það
tæki til að sinna sínum innri manni og sumir eru
kannski að láta draum rætast um að ganga í
klaustur, ekki ævilangt heldur í skamman tíma.
Hugmyndin er að bjóða fólki að koma í einn dag
til okkar í Neskirkju og eyða þeim degi í þögn á
móti asanum og þeim rífandi drífanda sem er í
þjóðfélaginu. Fólk skoðar sinn innri mann, talar
við Guð og er í hópi fólks að íhuga. Við borðum
saman og förum í gönguferð. Áslaug Höskulds-
dóttir, jógakennari mun stýra slökun.“
Hvíld og slökun
Sigurður Árni segir að stressað fólk nái meiri
hvíld og slökun en á mörgum vikum á sólarströnd.
„Hinn innri maður fær allt í einu næði til að vera,
sækja í sálardjúp, gaumgæfa innri spurningar og
lífsmynstur sitt. Kyrrðardagar eru því tilefni og
tækifæri til að dekra við allt sem er hið innra.“
En hvernig ganga helgarnar fyrir sig hjá þjón-
andi presti í höfuðborginni?
„Auðvitað mótast helgarnar af preststarfinu
sem er að mínu mati forréttindastarf. Presturinn
fær tækifæri til að tala við fólk, skíra, gifta, messa
og sinna öllum þessum stórkostlegu stundum í lífi
fólks. Það eru vissulega líka erfiðar hliðar á starf-
inu sem felast í því að hlúa að syrgjandi fólki.“
Tvíburarnir halda okkur við efnið
Þegar starfinu sleppir. Hvað gerir þú um helgar
með þínum nánustu?
„Ég hef nóg fyrir stafni því við eigum liðlega
ársgamla tvíbura sem halda okkur við efnið.“
Hann segist vera mikill heimiliskarl og vill helst
hafa alla í kringum sig og mikla gleði og mikinn
hlátur. „Það má eiginlega segja að fjölskyldulífið
sé fjörmikið í Litlabæ þar sem ég bý ásamt kon-
unni minni, Elínu Sigrúnu, tvíburunum Ísaki og
Jóni Kristjáni og Þórði sem kominn er í mennta-
skóla.“
Sigurður segir að fjölskyldan nýti helgarnar
gjarnan til gönguferða og í fríum fari hún í athvarf
sem þau eigi í Svarfaðardal.
„Ég hef líka gaman af því að elda góðan mat fyr-
ir fólkið mitt og hef mikið af honum. Það eru
margir réttir sem ég gæti mælt með að fólk dund-
aði sér við að elda þegar tíminn er góður um helg-
ar. Til dæmis bendi ég á 40 geira kjúklingaréttinn
sem er á heimasíðunni minni en þar eru líka fjöl-
margir aðrir réttir sem fólk getur spreytt sig á.
Slóðina má nálgast með því að fara á www.nes-
kirkja.is og velja þar heimasíðuna mína. Þar er
síðan valinn matur og þá koma uppskriftirnar í
ljós.“ » Mælt með | 26
Mikill heimiliskarl
Morgunblaðið/Ásdís
Farið í Melabúðina eða Ostabúðina og kaupið góðmeti til helgarinnar
Takið frá tíma með börnunum ef um fjölskyldufólk er að ræða. Farið
til dæmis niður í fjöru við Ægisíðunna með þau.
Ekki fara í stórmarkaði heldur verið heimavið, farið í kirkju og
njótið samverunnar.
Eldið góðan mat. Sigurður mælir með 40 geira kjúklingi.
Sjá uppskrift á www.neskirkja.is og veljið þar heimasíðu
Sigurðar Árna
Gangið Gróttuhringinn
Sundlaugin á Seltjarnarnesi er frábær og eimbaðið líka í Sundlaug Vest-
urbæjar
Sigurður mælir með
Vöggudauði er versta martröðforeldra. Nú álíta tveirbandarískir vísindamenn að
hægt sé að sjá fyrirfram hvaða börn
eru í áhættu, en lykilorðið er seró-
tónín. Þetta kemur fram í vefritinu
forskning.no.
Vöggudauði er það kallað þegar
barnið er lagt til svefns og það
vaknar aldrei meir. Það veit í raun
enginn af hvaða orsökum vöggu-
dauði verður og skilgreiningin er
því yfirleitt bara skyndilegt dauðs-
fall sem ekki er hægt að skýra.
Vegna þess hversu óljósar orsakir
vöggudauða eru sitja foreldrar oft
eftir með sektartilfinningu.
Faraldursfræðilegar rannsóknir
sýna að eitthvert samband geti ver-
ið á milli vöggudauða og þess að
börn séu látin sofa á maganum.
Annað getur virkað fyrirbyggjandi,
t.d. að láta barnið sofa með snuð. Þó
er lítið vitað um líffræðilegar or-
sakir.
Vísindamenn á barnasjúkrahúsi í
Boston hafa rannsakað 31 barn sem
lést vöggudauða. Niðurstöðurnar
voru síðan bornar saman við nið-
urstöður úr rannsóknum á tíu börn-
um sem létust af öðrum orsökum.
Við rannsóknir á neðri heilastofni
(medulla oblongata) fannst nokkuð
sem vísindamönnunum fannst mjög
athyglisvert; óregla í taugafrumum
sem búa til og nota serótónín, sem
er eitt af 100 efnum í heilanum sem
yfirfæra upplýsingar frá frumu til
frumu. Serótónínið í heilastofninum
hjálpar til við að stýra margvíslegri
mikilvægri líkamsstarfsemi. Það er
mikilvægt í samhæfingu öndunar,
stýrir blóðþrýstingi og líkamshita,
hvort sem fólk er sofandi eða vak-
andi. Hlutverk serótóníns er líka
mikilvægt gagnvart koltvísýringi.
Þegar börn sofa á maganum eða
sængin fer yfir andlit þeirra má bú-
ast við að þau andi að sér koltvísýr-
ingi sem þau hafa þegar andað frá
sér. Flestum börnum er þetta ekki
vandamál því serótónín-kerfið í
heilastofninum skráir aukningu
koltvísýrings og segir litla kropp-
inum að eitthvað verði að gera í
málinu. Þá rumska börnin, snúa sér
og anda hraðar. Ef börn vantar
serótónín eru þau frekar í hættu.
Á grundvelli þessara upplýsinga
vona vísindamennirnir að takast
megi að þróa greiningartæki sem
geti sýnt fram á hvaða börn eru í
áhættuhópi. Jafnframt er vonast til
að fundið verði upp lyf og meðferð-
arform sem geta verndað gegn
þessu.
Hefur boðefni í heila áhrif gagnvart vöggudauða?
Morgunblaðið/Ásdís
Morgunblaðið/Ásdís
Faðirinn Sigurður ásamt tvíburunum sínum Ísaki og Jóni Kristjáni.