Morgunblaðið - 03.11.2006, Page 26
matur
26 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kyrrðardagar í Neskirkju
Á morgun, laugardaginn 4. nóvember, geta
þeir sem vilja ná úr sér streitu og slaka aðeins
á í amstri dagsins lagt leið sína í Neskirkju og
tekið þátt í kyrrðardegi sem prestarnir sr.
Sigurður Árni Þórðarson og sr. Halldór Reyn-
isson hafa skipulagt. Dagskráin hefst kl. 10 ár-
degis og lýkur um 17.30. Dagskráin er blanda
íhugana, bænagerðar, gönguferða og slök-
unar. Máltíðir verða á kaffitorgi Neskirkju.
Áslaug Höskuldsdóttir jógakennari mun stýra
slökun. Kostnaður vegna kyrrðardags er 3.500
kr. og máltíðir innifaldar í því verði. Áhuga-
samir geta látið skrá sig í síma 511 1560 eða
með tölvupósti í neskirkja@neskirkja.is
Folaldasýning
Þeir sem eru í nágrenni við Blönduós ættu
endilega að gera sér ferð á folaldasýninguna
sem verður haldin í reiðhöllinni Arnargerði á
Blönduósi á laugardaginn klukkan 13.30. Hún
er haldin í samvinnu Hrossaræktenda í Vest-
ur-Húnavatnssýslu og Austur-Húnavatns-
sýslu. Kynbótadómarar munu lýsa folöldum
og velja álitlegsta ræktunargripinn.
Að rækta hugann
Það er margt að gerast á vettvangi hugvís-
inda á Íslandi og tilvalið að nota helgina til að
rækta hugann með því að bregða sér á Hug-
vísindaþing í aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Markmiðið með Hugvísindaþingi er að skapa
vettvang til að kynna það helsta sem á döfinni
er í hugvísindum á málstofum og fyrirlestrum
sem raðað verður lauslega saman á „hlaðborð“
eftir fræðigreinum. Er ekki komin tími til að
kynna sér tilviljanir innan sagnfræðinnar eða
áhrif biblíunnar í menningu og samfélagi?
www.hugvis.hi.is
Höll ævintýranna
Er ekki kominn tími til að drífa fjölskylduna
í leikhús? Höll ævintýranna, nýtt íslenskt
barnaleikrit í Möguleikhúsinu við Hlemm eftir
Bjarna Ingvarsson, er þá góður kostur. En
þar á sagnaþulur með sögur sínar og ævintýri
stefnumót við áhorfendur sem taka virkan
þátt í atburðarásinni.
www.moguleikhusid.is
Myndlist með boðskap
Hvernig væri að bregða sér á myndlistar-
sýningu um helgina og virða fyrir sér verk 45
vonarstjarna bandarískra samtímamyndlistar
á sýningunni Uncertain States of America sem
opnuð er í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur
á laugardag. Listamennirnir voru valdir af
einhverjum áhrifamestu sýningarstjórum í
hinum vestræna heimi, þeim Hans Ulrich
Obrist og Daniel Birnbaum en Gunnar Kvar-
an, fyrrum safnstjóri Listasafns Reykjavíkur
starfaði einnig með þeim og er markmið þrí-
menninganna að kortleggja viðfangsefni
ungra, upprennandi listamanna sem og að
varpa ljósi á þær gríðarlegu breytingar sem
bandarískt þjóðfélag hefur gengið í gegnum sl.
fimm ár.
mælt með
Morgunblaðið/Þorkell
Morgunblaðið/RAX
S
agan byrjar í raun árið 2001,“ segir
Friðgeir í upphafi og lítur til Phil-
ippe, eins og til staðfestingar.
Samtalið fer fram á ensku hinum
franska gesti og íslenska blaða-
manni til hægðarauka og það er ekki laust
við að enskan sem kemur úr munni Friðgeirs
beri franskan keim. „Hún hófst í veitingastað
Philippe, Domaine de Clairefontaine, í Lyon.
Ég var þar með Hákoni [sem tók þá þátt í
Bocuse d’Or fyrir hönd Íslands] og við vorum
að æfa fyrir keppnina.“ Friðgeir var það ár
aðstoðarmaður íslenska keppandans en
keppir nú sjálfur í fyrsta sinn með einn sér
til aðstoðar. Aðstoðarmaðurinn má ekki vera
eldri en 23 ára og verður að vera nemi. „Eftir
keppnina kom ég aftur heim til Íslands til að
ljúka náminu mínu og þegar ég var búinn
með það hringdi ég í Girardon og spurði
hann hvort ég gæti fengið vinnu,“ segir Frið-
geir. Svarið var augljóslega já því frá árinu
2002 hefur Friðgeir starfað á Domaine de
Clairefontaine við góðan orðstír.
Veitingastaður þessi er vel þekktur í
Frakklandi og orðsporið hefur borist víða,
hann hefur t.d. Michelin-stjörnu, sem ber
vitni um það hversu góður hann er. Girardon
þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hann
svarar spurningunni um af hverju hann hafi
viljað ráða Friðgeir til starfa: „Ég sá hann
vinna með Hákoni,“ segir hann, „og hann var
mjög einbeittur og ákveðinn. Þegar hann
spurði mig um vinnu var ég fljótur að svara:
já. Þurfti ekkert að hugsa mig um.“
Sótti um fyrir Ísland
Það getur ekki hver sem er ákveðið með
sjálfum sér að taka þátt í slíkri keppni sem
Bocuse d’Or er. „Það er sótt um að fá að
keppa,“ útskýrir Friðgeir. „Klúbbur mat-
reiðslumeistara stendur fyrir þessari keppni
á Íslandi. Hann velur kandídat á hverju ári
fyrir landið og ég var lengi búinn að hugsa
um að keppa. Við Girardon ákváðum svo að
vera tilbúnir fyrir árið 2007.“ Girardon sótti
um þátttöku fyrir Íslands hönd í keppninni á
sínum tíma þar sem hann er mikill áhuga-
maður um landið. Hann hefur þjálfað alla ís-
lensku keppendurna og hefur haft hönd í
bagga með Friðgeiri við undirbúninginn en
hugmyndirnar hafa fæðst í kolli Friðgeirs.
„Þær eru úr eldhúsinu á Domaine de Claire-
fontaine,“ segir Friðgeir og Girardon tekur
við. „Þetta er saga,“ segir hann. „Friðgeir
vildi sýna heiminum söguna um Ísland, vík-
ingana og já, bara alla söguna. Með uppstill-
ingunni á matnum er þannig sögð saga lands-
ins, sagan um Ísland. Mér finnst þetta
frábær saga, sem er skiljanlegt því mér þyk-
ir mjög vænt um Ísland. Friðgeir hefur
hannað þessa sögu, en þegar ég finn að hann
er að fara eitthvað af leið, beini ég honum
aftur á rétta braut. Þetta er samt sagan
hans,“ ítrekar Girardon „ekki mín.“
Samkeppnin í Bocuse d’Or er gríðarleg
enda koma þar saman bestu matreiðslumenn
í heimi og keppa sín á milli. 300.000 manns
koma til Lyon til að fylgjast með og stemn-
ingin er eins og á fjörugasta fótboltaleik.
„Friðgeir er tilbúinn andlega,“ segir Gir-
ardon þegar hann er spurður um möguleika
Morgunblaðið/Ómar
Meistarar Friðgeiri Inga og Philippe Girardon var klappað lof í lófa eftir kynningarmáltíðina á Hótel Holti.
Uppstillingin á matn-
um segir sögu Íslands
Bocuse d’Or er draumur margra
matreiðslumeistara. Nýlega var
boðið til kynningarmáltíðar á
Hótel Holti í tengslum við þessa
heimsfrægu matreiðslukeppni.
Sigrún Ásmundar smakkaði
frábærar kræsingar og spjallaði
við meistarana Friðgeir Inga Ei-
ríksson, sem keppir fyrir hönd
Íslands, og franskan lærimeist-
ara hans, Philippe Girardon.
Í HNOTSKURN
» Bocuse d’Or-keppnin var fyrst haldinárið 1987. Hún er haldin annað hvert
ár í Lyon í Frakklandi.
» Ísland tók fyrst þátt í keppninni árið1999.
» 24 lönd keppa. Einn dómari frá hverjulandi dæmir.
» Keppnin verður næst haldin 23.–24.janúar 2007.
»Löndin sem þá keppa eru: Suður-Afríka, Þýskaland, Argentína, Ástr-
alía, Austurríki, Belgía, Brasilía, Kanada,
Danmörk, Spánn, Bandaríkin, Frakkland,
Ísland, Ítalía, Japan, Lúxemborg, Mexíkó,
Noregur, Kína, Bretland, Rússland,
Singapúr, Svíþjóð, Sviss.