Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 28

Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 28
Flestir kannast við pæl-ingarnar þegar kvöld-maturinn nálgast oghugmyndir að máltíð fyrir fjölskylduna bara koma ekki. Ég er oft beðin um uppskriftir af einföldum, fljótlegum og góðum réttum sem hægt er að elda, oft á styttri tíma en það tæki að kaupa einhvern skyndibita. Trúið mér það eru margar slíkar uppskriftir til, oft er það einfaldasta best. Lax með þaki fyir 4 4 bitar lax, 800 g 4 msk. sólþurrkað tómatpestó (paté di pomadori) Setjið laxabitana í eldfast form eða á ofnplötu. Smyrjið sólþurrk- aða tómatmaukinu á laxabitana og látið í ofninn og bakið við 180°C í 15 mínútur eða þar til laxinn er rétt eldaður í gegn en ekki meira, kjarnhiti má vera um 55°C. Ilmandi gul hrísgrjón fyrir 4 4 dl hrísgrjón (gjarnan hýðis) 8 dl vatn 2 msk. túrmerik 2 kanilstangir 1 msk. límónuhýði Setjið allt í pott og sjóðið í 20 mínútur. Lesið alltaf leiðbeiningar á umbúðum um hrísgrjón þar sem að það er aðeins misjafnt eftir teg- undum hve mikið vatn á að setja og hve lengi á að sjóða hrís- grjónin. Kryddað cous cous 4 skammtar 1 fennika, skorið í geira 1 hvítlaukur, geirarnir heilir 3 dl heilhveiti cous cous 3 dl vatn 2 vorlaukar, smátt saxaðir 4 msk. ólífuolía ferskt timjan ½ msk. sítrónusafi Setjið fenniku og hvítlauksgeira í eldfast form, hellið ólífuolíu og stráið yfir salti. Bakið við 200°C í rúmar 30 mínútur. Hitið vatn að suðu og setjið cous cous út í og lát- ið standa á meðan fennikan bakast. Hrærið að síðustu öllu saman og bragðbætt með fersku timjan. Borðið eitt og sér eða til dæmis með kjötbollum fylltum með feta eða öðru góðgæti. Heilhveiti cous cous er bragð- gott og inniheldur meiri trefjar en cous cous úr hveiti. Kjötbollur fylltar með feta 4 skammtar 600 g hakk 1 laukur, smátt saxaður 1 tsk. salt smá pipar 2 msk. hveiti 3 egg 150 g fetaostur Hrærið saman hakki, smátt söx- uðum lauk, salti, pipar og eggjum. Formið í 8 bollur og setjið fetaost- bita inn í hverja þeirra. Steikið á pönnu við meðalhita þar til steikt í gegn. Köld gúrkusósa gúrka, rífið gróft 4 dl sýrður rjómi jurtasalt Rífið gúrkuna gróft og látið all- an umfram vökva renna af á sigti. Hrærið gúrkunni saman við sýrða rjómann og hrærið krydd útí og bragðbætið. Fiskur með speltþaki Þessi fiskréttur getur heitið Harry Potter fiskur eða risaeðlunammi, allt eftir hver áhugamáli og aldri matreiðslubarna eða matargesta. Ótrúlega auðveldur og góður rétt- ur fyrir alla aldurshópa.Berið fram með kartöflum. fyrir 4 600 g þorskflak, roð og bein- hreynsað 5 msk. matarolía 1⁄2 dl brauðmynsla 1 dl möndluflögur 2 dl speltflögur (morgunkorn úr spelti) 1⁄8 tsk. salt 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður Setjið fiskinn í ofnfast mót, blandið saman matarolíu, brauð- raspi, möndlum, kornflögum, salti og hvítlauk og stráið yfir fiskinn. Bakið við 225°C í 20 mín. Fljótlegt og gott á föstudegi Morgunblaðið/Kristinn Trefjaríkt Kryddað cous cous með girnilegu grænmeti. Hollur Fiskur með speltþaki.Ilmandi Lax með þaki og gulum hrísgrjónum. Það nenna ekki allir alltaf að leggja í flókna elda- mennsku í lok dags, og því miður verður skyndi- bitinn of oft fyrir valinu þegar tíminn er af skorn- um skammti. Heiða Björg Hilmisdóttir kann ráð við því. matur 28 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HVAR í Evrópu er hægt að kaupa ódýrustu vöruna? Aðeins er litið yf- ir verð í mismunandi borgum og sagt frá niðurstöðunum á aftenpost- en.no. Í Póllandi fást ódýrustu flatskjá- irnir, en ferðast þarf alla leið til Hellas í Grikklandi til að kaupa ódýrustu Diesel-buxurnar. Á stundum er verð þversagna- kennt og tekin sem dæmi Absolut- vodkaflaska sem kostar heilar 2.173 kr. íslenskar í Stokkhólmi en um 630 ísl. kr. í Berlín. Verðmunurinn er 244%. Það getur því borgað sig að fara í sérstakar verslunarferðir. Verð er mjög mismunandi eftir löndum og það getur valdið nokk- urri undrun ef litið er til þeirrar hugsunar sem er á bak við ESB. Þ.e. að flæði vöru, þjónustu og vinnuafls skuli vera frjálst. En svo er þó greinilega ekki. Að teknu til- liti til allra þátta er ljóst að Vilníus í Litháen er ódýrasta borgin, en þar er um 39% ódýrara að versla en að meðaltali í Evrópu. Ósló er dýrust, 68% yfir Evrópumeðaltalinu. Verðsamanburðurinn var gerður þannig að í hverri borg var farið í þrjár verslanir og athugað verð vöru sem fékkst í þeim öllum. Síðan var reiknað út meðalverð sem notað var til samanburðarins. Hvar í Evrópu er ódýrast? Ódýr Vilníus í Litháen reyndist ódýrasta borgin í könnuninni. Fjórðungur vinnandi fólks á Eng- landi hlustar á spilastokka eins og I-pod- og MP-3-spilara í allt að þremur klukkutímum á dag meðan á vinnu stendur. Yfirmenn banna í vaxandi mæli notkun spilastokka en það mælist misvel fyrir. Sálfræðingurinn Martin Corbett bendir á að spilastokkurinn sé oft nauðsynlegur til að starfsfólk í opnu rými geti einbeitt sér og feng- ið næði í annars erilsömu umhverfi. Tónlist hefur oft verið notuð til að auka afköst en spilastokkarnir eru nýjung að því leyti að þeir eru notaðir með heyrnartólum sem ein- angra starfsmenn frá umhverfi sínu. Samkvæmt frétt í netútgáfu Aftenposten er mögulegt að bann verði sett á notkun spilastokka á norskum vinnustöðum. Spilastokkar bannaðir Morgunblaðið/Árni Torfason Tónlist Umdeilt er hvort leyfa eigi notkun spilastokka í vinnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.