Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 31 hverjir aðrir grípi alltaf þá bita sem maður hefur augastað á undan manni. Og það sem meira er – þetta get- ur bara verið afskaplega skemmti- leg og góð tilbreyting frá hinni hefðbundnu máltíð. Þar sem sushi er ferskvara skipt- ir miklu að ekki sé bætt meiru á færibandið en umferð gesta um staðinn þolir. Enginn vill fá bita sem hefur farið hring eftir hring á færi- bandinu í nokkra klukkutíma. Ósushi er ágætis útgáfa af þessu japanska konsepti sem hefur rutt sér til rúms í öllum helstu stór- borgum Vesturlanda á síðustu ár- um, en að sjálfsögðu telst Reykjavík til þeirra. Færibandið er hæfilega stórt og stundum jafnvel of lítið – það getur verið erfitt að fá sæti í há- deginu. Gott er að byrja á miso-súpu áður en maður ræðst á diskana sem eru í misjöfnum litum allt eftir því hvað bitarnir á þeim kosta. Algengt verð á disk er 250–350 krónur og yfirleit einn eða tveir bitar á diski. Á meðan setið er við færibandið má svo fylgj- ast með því hvernig nýir bitar eru búnir til og settir af stað í sína fyrstu og hinstu för. Þetta er ágætlega vandað sushi sem boðið er upp á – þéttir og góðir hrísgrjónakoddar sem molna ekki í sundur þegar prjónunum er læst um þá og hrámetið ferskt og bragð- gott, lax, hvítfiskur margskonar, humar og túnfiskur auk þess sem þarna er líka í boði bitar með kjöti og eggjaköku og jafnvel eftirrétt- akökubitar. Morgunblaðið/Golli RAUÐVÍNSUNNENDUR hafa nú tilefni til þess að skála. Alþjóðleg rannsókn vísindamanna, m.a. frá Harvard Uni- versity Medical School og University of Washington, hefur leitt í ljós að efni í rauðvíni gæti dregið úr afleiðingum mat- græðgi á heilsu fólks. Þegar tilraunamúsum var gefið rauð- vín bætti það heilsu þeirra og lengdi æviskeiðið en þær nið- urstöður eru andstæðar þeim sem venjulega fást þegar hitaeiningaríkur matur er gefinn músum í langan tíma. Á fréttavef BBC kemur fram að sameindin sem hefur þessi eftirsóknarverðu áhrif er kölluð resveratrol og telja vísindamennirnir að áður fram komnar vísbendingar um góð áhrif hóflegrar rauðvínsdrykkju á heilsu fólks séu tengdar henni. Fyrri rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að efnið hægir á öldrun í sumum lífverum og lengir æviskeið- ið, um allt að 60% í geri og fiski og um 30% í ormum og flugum. Til þess að rannsaka áhrif sameindarinnar á spendýr notuðu vísindamennirnir miðaldra tilraunamýs sem höfðu verið aldar á hitaeiningaríku fæði, þar sem 60% hitaeining- anna komu úr fitu. Í ljós kom að heilsufarsleg vandamál þessara músa voru ekki frábrugðin vandamálum manna sem voru á svipuðu mataræði. Þær hrjáði m.a. offita, insúl- ínóháð sykursýki og hjartasjúkdómar. Hinn athyglisverði munur á heilsufari kom hins vegar í ljós hjá þeim músum sem gefið var efnið resveratrol án þess að mataræðinu væri breytt að öðru leyti. Þyngdartap varð reyndar ekkert en blóðsykursgildi þeirra lækkaði, hjarta og lifur urðu heil- brigðari og hreyfifærni betri miðað við samanburðarhóp músa sem var á sama mataræði en fékk ekki bætiefnið. Gangið þó hægt um gleðinnar dyr því ekki er enn vitað hve stóra skammta af resveratrol mannslíkaminn þolir, það á eftir að rannsaka betur. Það gildir því sama reglan og áður: Skál í hófi! Rauðvín dregur úr afleið- ingum matgræðgi Rauðvín Þegar tilraunamúsum var gefið rauðvín bætti það heilsu þeirra og lengdi æviskeiðið viðurkenningar fyrir verkin mín og selt vel, en vestanhafs er listin mín til sölu hjá Galleríi Hrefnu Jónsdóttur í bænum Lambertville á mörkum New Jersey og Penn- sylvaníu.“ Verk Guðrúnar eru býsna fyrirferðarmikil, allt að ein- um og hálfum metra á hæð, en auk einstaklinga hafa fyrirtæki og stofnanir haft augastað á vestfirs- kættuðum verkunum. „Leirinn er mjög skemmtilegt listform. Ég leita mikið í náttúr- una við vinnu mína og hef til- einkað mér sérstaka brennsluað- ferð, sem ég kalla sagbrennslu. Fyrst brenni ég verkin í hefð- bundnum leirofni og keyri þau svo upp í sveit þar sem ég hef komið mér upp hlöðnum útiofni, sem ég fylli með sagi og öðrum brenn- anlegum efnum. Ég kveiki upp í þessu og leyfi verkunum að malla þarna í sólarhring eða svo. Við þetta fá þau fallegan náttúrublæ, en svo hef ég líka gert skúlptúra- seríur í sterkum litum með gam- ansömu ívafi,“ segir Guðrún. Þrátt fyrir að listakonan hafi komið sem gestur til Íslands á hverju ári meðan á sextán ára Bandaríkjadvöl stóð upplifir hún nú mikinn mun á þjóðfélaginu frá því sem var þegar hún flutti út. „Það er allur þessi hraði. Ég er ekki viss um að ég geti nokkuð vanist þessu enda var ósköp rólegt að vera á mínum slóðum, bæði fyrir vestan og vest- anhafs.“ Kona Kvenlíkaminn er vinsælt viðfangsefni hjá listakonunni. Endurfæðing Nýtt land rís úr öskustónni og verður til. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á list, en því miður voru fá tækifæri fyrir vest- an í þeim efnum. www.gudrunart.com •KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR •KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJUR•KILJURedda.is „Hittir beint í mark“ Dagbladet Margföld metsölubók í Noregi, vinsælli en Da Vinci lykilinn. „Mankell er meistari glæpasögunnar.“ The Telegraph Æsispennandi glæpasaga með Kurt Wallander í aðalhlutverki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.