Morgunblaðið - 03.11.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 37
Við Norðurlandabúarhöfum óverð-skuldað orðið þessaðnjótandi að fæð-
ast – flest hver – í þeim ríkj-
um veraldarinnar þar sem
jöfnuður og almenn velmegun
er mest. Í því er fólgin mikil
gæfa en það leggur okkur
líka miklar skyldur á herðar
– við okkur sjálf
og umheiminn.
Skyldan felst í
því að gera sí-
fellt betur og
gefa fleirum
hlutdeild í þeim
lífsgæðum sem
við teljum sjálf-
sögð.
Við erum
stolt af því sem
við köllum nor-
ræna módelið,
af norræna vel-
ferðarríkinu
sem byggist á
þeirri hugmyndafræði að það
sé verkefni lýðræðislega kjör-
inna stjórnvalda að stuðla að
þeirri jöfnun tækifæra og lífs-
gæða sem markaðurinn getur
ekki tryggt. Velferðarríkið á
að stuðla að hagvexti með því
að fjárfesta í mannauði,
menntun og grunngerð og
með vinnumarkaðsaðgerðum
sem tryggja öryggi launa-
fólks um leið og þær stuðla
að hreyfanleika á vinnumark-
aði og frumkvæði í atvinnu-
sköpun.
Okkur hefur tekist vel upp
í þessum efnum en við verð-
um að gæta þess að gleyma
okkur ekki í sjálfshólinu.
Til að fólk fái notið efn-
islegra gæða og þess sem líf-
ið hefur upp á að bjóða skipt-
ir verulegu máli að það búi
við öryggi í sínu daglega lífi.
Það gera ekki allir á Norð-
urlöndunum og þess eru
mörg dæmi að fólk – ekki síst
konur og börn – óttist um lík-
amlegt öryggi sitt.
Þrátt fyrir að með tölfræði
megi eflaust sýna fram á að
staða kvenna hafi heldur
vænkast á Norðurlöndunum á
sl. áratug þá hefur margt líka
færst til verri vegar. Kyn-
ferðisbrotum gegn konum og
börnum fjölgar, ekkert lát
virðist á heimilisofbeldi og
mansal, vændi og hvers kyns
sala á kynlífsþjónustu virðist
útbreiddari en áður. Kynlífs-
væðingin, þar sem konur og
börn eru þolendur og karlar
gerendur, hefur haldið inn-
reið sína í tónlistar- og
skemmtanaiðnaðinn, auglýs-
ingaiðnaðinn, fataiðnaðinn og
unglingamenninguna. Hún er
atlaga að mannhelgi okkar
allra og kynfrelsi og örygg-
iskennd kvenna og barna.
Hún dregur úr umhverf-
isgæðum, lífsgæðum og vel-
líðan í samfélaginu og er
þ.a.l. á skjön við markmið
velferðarsamfélagsins.
Grundvallarþáttur í hinu
norræna módeli er að draga
úr stéttaskiptingu og jafna
tækifæri fólks til fullrar þátt-
töku í samfélaginu. Mér sýn-
ist hins vegar margt benda til
þess að á Norðurlöndunum sé
að verða til ný undirstétt –
stétt fólks af erlendum upp-
runa sem hefur flust til okkar
frá öðrum menningar-
samfélögum og átt drjúgan
þátt í hagvexti umliðinna ára
og áratuga. Oftar en ekki
vinnur þetta fólk störf sem
bjóða upp á lítinn framgang
eða faglegt stolt. Það á fáa
fulltrúa í þeim stofnunum og
samtökum þar sem viðhorf og
stefna er mótuð, börn af er-
lendum uppruna skila sér
ekki í sama mæli inn í
menntastofnanir okkar,
menning þessa fólks er ekki
sýnileg í menningarstofn-
unum og aðgangur þess að
hinu almenna, óstofn-
anabundna félagskerfi okkar
er takmarkaður. Konur af er-
lendum uppruna eru jafn-
framt áberandi í hópi þeirra
kvenna sem hafa orðið fórn-
arlömb mansals og kynferð-
islegrar misnotk-
unar, sem
undirstikar veika
stöðu þeirra í
okkar sam-
félögum.
Ef norræna
módelið á að
standa undir
nafni er það
skylda okkar að
gera mun betur
en hingað til í að
vinna gegn kyn-
ferðislegu of-
beldi og tryggja
fullan aðgang
fólks af erlendum uppruna að
samfélögum okkar. Við verð-
um að koma í veg fyrir að
fjölmennir hópar þrói með
sér sjálfsmynd þess sem er
valdalaus á jaðri samfélags-
ins. Það vegur að grunngerð
samfélagsins og er gróðr-
arstía vanmetakenndar, reiði
og átaka.
Skylda okkar við umheim-
inn felst í því að leggja okkar
að mörkum á alþjóðavett-
vangi sem málsvarar jafn-
aðar, lýðræðis, mannréttinda
og umhverfisverndar. Við eig-
um að leggja áherslu á sam-
starf þjóða á jafnræð-
isgrundvelli en hafna
hugmyndum um rétt auðugra
og valdamikilla ríkja til að
ráða lögum og lofum. Norð-
urlöndin hafa staðið saman
og átt langt samstarf þar sem
jafnræði hefur ríkt án tillits
til stærðarmunar innbyrðis.
Þau hafa leyst öll sín ágrein-
ingsmál á grundvelli lýðræðis
þar sem samræður og samn-
ingar eru öflugustu tækin.
Þau hafa stutt hvert annað
og snúið bökum saman þegar
á hefur reynt, og í krafti
stærðar hefur ekkert þeirra
neytt aflsmunar. Þetta sam-
starf Norðurlandanna á miklu
fylgi að fagna meðal almenn-
ings eins og endurspeglast í
nýrri skoðanakönnun Norð-
urlandaráðs.
Norðurlönd hafa verið í
fararbroddi í heiminum hvað
varðar umhverfisvernd og í
hugtakinu um sjálfbæra þró-
un er að finna djúpa visku.
Til að þróun sé sjálfbær verð-
ur hún að hafa þrjár stoðir,
hina efnahagslegu, hina um-
hverfislegu og ekki síður hina
félagslegu. Hugtakið er líkt
og eldhúskollur á þremur fót-
um, til að jafnvægi ríki þurfa
allir fætur að vera jafn lang-
ir.
Sjónir heimsins hafa í lang-
an tíma beinst að fátækt og
stríðsátökum og nú á síðustu
misserum hafa menn vaxandi
áhyggjur af hlýnandi lofts-
lagi. Öll þessi atriði eru ná-
tengd. Breski hagfræðing-
urinn Sir Nicholas Stern birti
um helgina skýrslu sem sýnir
fram á ef alþjóðasamfélagið
grípi ekki þegar til aðgerða
muni hlýnun andrúmsloftsins
valda verulegum skaða á hag-
kerfi heimsins. Það er ekki
eftir neinu að bíða fyrir
Norðurlöndin – þarna eiga
þau að vera í fararbroddi.
Norðurlandaþjóðirnar hafa
flestar sett sér metnaðarfull
markmið í umhverfismálum
og í því sambandi vil ég sér-
staklega nefna Svía sem hafa
ákveðið að líta ekki á það
sem vandamál að draga úr
mengun, heldur sem tæki-
færi. Tækifæri til að þróa
nýjungar og leita nýrra og
betri leiða til að bæta kjör og
auka lífsgæði.
Íslendingar hafa verið öðr-
um fremri hvað varðar nýt-
ingu á vistvænni orku s.s. úr
vatnsafli og jarðvarma. Meðal
annars hefur sú græna orka
verið notuð til orkufreks iðn-
aðar með þeim rökum að það
sé betra í hnattrænu sam-
hengi en notkun kola eða
annarra mengandi orkugjafa.
Þeim fer þó fjölgandi á Ís-
landi sem telja að nú sé tíma-
bært að staldra við annars
vegar vegna þeirra fórna sem
virkjanir krefjast af óspilltri
náttúru landsins og hins veg-
ar vegna þeirrar mengunar
sem fylgir stóriðjunni. Því er
ég sammála enda er það mín
skoðun að Íslendingar megi
ekki fara fram úr þeim heim-
ildum sem þeir hafa und-
irgengist samkvæmt Kyoto-
bókuninni og framlag Íslend-
inga eigi fremur að vera
miðlun þekkingar á vistvænni
orku til fólks annars staðar í
heiminum þannig að það
komist upp úr hjólförum fá-
tæktar.
Ísland sækist nú eftir sæti
í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna og nýtur þar stuðnings
annarra Norðurlandaþjóða.
Nái Ísland kjöri skapast mik-
ilvægt tækifæri og vett-
vangur til þess að miðla
reynslu og þekkingu Norður-
landanna af friðsamlegri og
lýðræðislegri samvinnu og
lausn ágreiningsmála, þar
sem aflsmunar er ekki beitt
og hver einstök rödd skiptir
máli. Þetta gerir miklar kröf-
ur til íslenskra stjórnvalda
sem hafa oft verið hallari
undir hið bandaríska stór-
veldi en góðu hófi gegnir.
Norðurlöndin standa
frammi fyrir tvenns konar
áskorunum um þessar mund-
ir.
Annars vegar þurfa þau að
standa vörð um jafnaðarhug-
sjónina sem er grundvöllur
norræna velferðarmódelsins
þannig að ávinningur þess
glatist ekki og þróa hana
áfram í takt við nýja tíma.
Hins vegar felst áskorun
Norðurlandanna í að miðla
reynslu sinni meðvitað til
annarra þjóða og al-
þjóðastofnana. Hjálpa til við
að rjúfa vítahring fátæktar,
ófriðar og eyðileggingar með
reynslu okkar og þekkingu á
undirstöðum sjálfbærrar þró-
unar. Norræna samstarfs- og
samvinnumódelið hefur sann-
að að velferð þegna sam-
félagsins og frjáls markaður
geta farið saman. Okkur ber
skylda til að miðla þeirri
þekkingu og vísa öðrum veg-
inn.
Mikilvægi Norðurlanda
á tímum hnattvæðingar
Eftir Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur »Ef norrænamódelið á að
standa undir nafni
er það skylda okk-
ar að gera mun
betur en hingað til í
að vinna gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi
og tryggja fullan
aðgang fólks af er-
lendum uppruna
að samfélögum
okkar.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
ir þessu, enda sagði einn sovéski
sendiherrann á þeim árum er mitt
nafn bar á góma „Nú, er það hann
sem lítur á Sovétríkin sem erkióvin-
inn.“
Í ljósi þessa er undarlegt að sjá í
títtnefndri bók, Guldet fra Moskva, að
einn af fyrrum forystumönnum Sósíal-
istaflokksins hafi á árunum 1973 og
1974 beðið um peninga fyrir Þjóðvilj-
ann í Moskvu. Það er eina dæmið þar
sem ég á erfitt með að trúa gögnunum
sem birt eru í nefndri bók. Yrði ég
samt að kyngja því er hitt engu að síð-
ur víst að slík tilmæli voru ekki borin
fram að beiðni stjórnenda blaðsins og
án nokkurs umboðs frá þeim. Taflan
sem fyrr var vitnað til úr nýnefndri
bók sýnir líka að hin meintu tilmæli
skiluðu engum árangri.
Alþýðubandalaginu var breytt úr
kosningabandalagi í stjórnmálaflokk
árið 1968. Á fyrstu árunum þar á eftir
voru að sjálfsögðu til nokkrir menn
innan flokksins sem vildu að flokk-
urinn tæki upp álíka samskipti við
sovéska Kommúnistaflokkinn og tíðk-
ast höfðu hjá Sósíalistaflokknum. Þar
voru þó aðeins um að ræða lítinn
minnihluta sem aldrei varð neitt
ágengt.
Ég hef áður hvatt til þess í fjöl-
miðlum að opinberum fjármunum
verði varið til að ráða nokkra vandaða
sagnfræðinga í að rannsaka, svo sem
kostur er, öll tengsl íslenskra stjórn-
málamanna við stjórnvöld í Sovétríkj-
unum og Bandaríkjunum á árum
kalda stríðsins. Þar á engum að hlífa
en leit að sannleikanum að vera eina
markmiðið. Feluleikur hentar engum
og dylgjur eða áróðurskenndar út-
leggingar eiga ekki við. Menn ber að
dæma af verkum þeirra og að teknu
tilliti til þess hvílíkir tímarnir voru.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
síðastliðinn sunnudag er látið að því
liggja að fyrir sérstaka góðvild hafi
verið ætlunin að hlífa mér og mínum
líkum við upprifjunum frá fyrri tíð.
Við sem enn lifum og vorum í forystu-
sveit Sósíalistaflokksins og síðar í Al-
þýðubandalaginu höfum aldrei beðið
um slíka náð, enda höfum við ekkert
að fela. Gott væri hins vegar að um-
fjöllun um okkar fortíð fylgdi álíka
rækileg úttekt á samskiptum ís-
lenskra stjórnmálamanna við banda-
ríska sendiráðið á Íslandi og stjórn-
völd í Washington og þá ekki síst á
hinum víðtæku persónunjósnum sem
hér voru stundaðar í þágu CIA, leyni-
þjónustu Bandaríkjanna. Eða halda
menn virkilega að þar finnist hvergi
blettur né hrukka?
Þeir Einar Olgeirsson og Kristinn
E. Andrésson voru báðir afreksmenn
sem settu sterkan svip á stjórnmál og
menningu Íslendinga á 20. öld. Vitn-
eskjan um peningana frá Moskvu fell-
ir skugga á minningu þeirra en að
dæma þá út frá því einu væri álíka
fráleitt og að kveða upp allsherjardóm
yfir Bjarna Benediktssyni, fyrrum
formanni Sjálfstæðisflokksins, aðeins
út frá því að hann lét hlera símann hjá
mér og mörgum öðrum, eða dæma
Davíð Oddsson eingöngu út frá stuðn-
ingi hans við innrásina í Írak.
Við viljum líka sjá leyniskjölin
frá Washington
Eins og hér hefur komið fram leiða
niðurstöður bestu fyrirliggjandi rann-
sókna ekkert í ljós um umtalsverðan
stuðning frá Moskvu við rekstur Þjóð-
viljans eða flokksskrifstofu Sósíal-
istaflokksins. Einhver pappírssending
að austan mun þó hafa borist blaðinu
um 1950 og heimildir sýna að Einar
Olgeirsson ræddi alloft um fjárhags-
erfiðleika blaðsins við fulltrúa rúss-
neskra stjórnvalda. Taflan góða úr
bókinni Guldet fra Moskva, sem hér
var áður vitnað til, bendir þó eindreg-
ið til þess að Þjóðviljinn hafi sloppið
alveg eða nær alveg við óheillasend-
ingar úr austurátt. Um skrifstofur
Sósíalistaflokksins, þar sem starfs-
menn voru aldrei nema einn eða tveir
og á verkamannalaunum er sömu
sögu að segja. Fórnfýsi félítilla flokks-
manna og margra annarra stuðnings-
manna við að tryggja útkomu Þjóð-
viljans og fé í kosningasjóði voru hins
vegar lítil takmörk sett. Þetta var
hugsjónafólk sem trúði í einlægni á
málstaðinn. Fyrir hann vék það tíðum
sínum persónulegu hagsmunum til
hliðar.
Árið 1968 sleit stjórnmálahreyfing
íslenskra sósíalista öll flokksleg tengsl
við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna
og aðra flokka í Austur-Evrópu sem
staðið höfðu að innrásinni í Tékkóslóv-
akíu. Sú mikilvæga ákvörðun hagg-
aðist aldrei þaðan í frá og í varðstöð-
unni um hana munaði ekki síst um þá
menn í flokknum sem stundað höfðu
nám, flestir háskólanám, í Austur-
Evrópu á árunum 1954–1968. Sjálfur
fylgdist ég náið með fjármálum Þjóð-
viljans frá 1968 til 1983, ýmist sem
formaður útgáfufélags blaðsins eða
sem ritstjóri og stjórnarmaður í félag-
inu. Engin króna kom á þeim árum
frá Moskvu í rekstur Þjóðviljans, enda
get ég fullyrt að frá því ég tók við rit-
stjórn árið 1972 fyndist þar í ritstjórn-
arskrifum engin setning til stuðnings
Sovétstjórninni þó leitað væri með
logandi ljósi. Í augum uppi liggur að
sovésk stjórnvöld gerðu sér grein fyr-
70.000 dollarar,
listaflokksins
að ná hingað til
árum kalda stríðs-
stað, hús Máls og
gaveg. Brunabóta-
gar er nú kr.
nig sem reiknað er
in frá Moskvu
nokkrum hluta, all-
erðmæti eign-
t til að afsaka
Einars Olgeirs-
. Andréssonar við
skvu – sú viðleitni
leg – en sem flest-
minnið hver upp-
rs peningarnir
arf að taka fram
n hefur farið mjög
á vitorði örfárra
og Kristinn E.
ðir hugsjónamenn.
ættjarðarvinir en
sinnar að þeir gátu
starfa í flokki sem
ngsl við heims-
ku þeir út sína
r hinna bestu
nslóð gerðu sér
ska byltingin 1917
yltingar er létti
fólks um allan
s og tryggði stétt-
alla framtíð. Þeir
n og trúin leiddi þá
Einar Olgeirsson
ur að hann hélt sig
órnarherrana í
ut. Þessi barna-
a helst á skýr-
Gunnarsson rit-
tali sínu við Hitler,
m Noregs og Dan-
n hann taldi sig þá
ina Foringjanum
arinnar. Einar Ol-
ar jafnan vera
rt Rússum og hefði
misst höfuðið einna
éttarhalda hefði
endu valdi og
oru í Moskvu á ár-
gana frá Moskvu?
Höfundur er fyrrverandi ritstjóri og
fyrrverandi alþingismaður.
um að hlífa
sannleik-
eina mark-
kur hentar
gjur eða
dar útlegg-
ki við.
lykilhlutverki í
nni í Skógarhlíð sem
kuldaða athygli bæði
ndis. Í viðhorfs-
endurskoðun gerði
ra kemur fram
ða til fjarskipta-
g hvernig hún hefur
samræming-
Það er mat Rík-
ð þetta fyr-
ðlað að hagræðingu
öryggi almennings.
eglustjóra er í 10.
stofnana ríkis- og
efnisríkt innihald
sem forsætisráðu-
d íslenskra sveitar-
síðasta ári. Á vefn-
arit um sögu, þróun
ögreglunnar á ís-
lensku og ensku sem er aðgengilegt
og áhugavert efni (www.rls.is). Innri
vefur lögreglunnar veitir lög-
reglumönnum aðgang að ýmsum
reglum og leiðbeiningum auk annarra
upplýsinga sem varða lögreglustarfið.
Þar eru einnig fyrirmæli og reglur
sem ríkissaksóknari gefur út.
Um 91% svarenda í viðhorfs-
könnun Ríkisendurskoðunar meðal
lögreglustjóra var mjög eða frekar
sammála því að embætti ríkislög-
reglustjóra útvegaði embættunum
fullnægjandi búnað við störf sín og í
viðtölum við fulltrúa þeirra kom fram
mikil ánægja með að hafa þessa þjón-
ustu miðlægt hjá embættinu.
Innri málefnum lögreglunnar er
einnig sinnt hjá embættinu og má þar
nefna siðareglur sem gefnar hafa ver-
ið út fyrir lögregluna og rannsóknir á
heiðarleika og siðferði lögreglumanna.
Þá er á lokastigi viðamikil rannsókn
um ofbeldi gegn lögreglumönnum.
Starfsmannastefna lögreglunnar,
sem embættið hefur gefið út, stuðlar
að því að lögreglumenn sinni hlut-
verki sínu sem best.
Konum í lögreglunni hefur fjölgað
nokkuð eða úr 4,3% allra starfandi
lögreglumanna árið 1996 í 11,8% á
þessu ári.
Efling sérsveitar ríkislög-
reglustjóra er til öryggis fyrir al-
menning og hefur sveitin styrkt lög-
regluliðin á margvíslegan hátt. Auk
sérstakra verkefna sérsveitarinnar
sinna liðsmenn hennar almennum lög-
gæslustörfum.
Ríkislögreglustjóri hefur gefið út á
fimmta tug verklagsreglna og leið-
beininga fyrir lögregluliðin. Ríkisend-
urskoðun bendir á að settar hafi verið
reglur um svið löggæslunnar sem fáar
eða jafnvel engar formlegar reglur
hafi gilt um áður. Í sumum tilvikum
hafi þessar reglur bætt úr brýnni þörf
fyrir skýrar reglur og þannig stuðlað
að auknu réttaröryggi borgaranna.
Að lokum skulu nefnd viðfangsefni
eins og útgáfa heildstæðrar af-
brotatölfræði lögreglunnar, sem hefur
mikla þýðingu fyrir skipulag lög-
gæslumála, ýmsar fræðilegar rann-
sóknir og loks greiningu sem emb-
ættið hefur unnið að á síðustu
misserum á skipulagðri glæpastarf-
semi og hryðjuverkum.
f stjórnsýslu-
ni verður vik-
m atriðum
ósi á fjöl-
ngsefni emb-
greglustjóra.
Höfundur er ríkislögreglustjóri.