Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN J ógvan á Lakjuni, sam- starfsráðherra Færeyja, er víst ævareiður út í Rannveigu Guðmunds- dóttur. Hann segir hana hafa móðgað færeysku þjóðina á þingi Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn. Ég þurfti nú að láta segja mér það tvisvar að íslenskur þingmaður – og það Rannveig Guðmundsdóttir – hefði tekið upp á þeirri ósvinnu að móðga vini okkar Færeyinga. En svo kom skýringin: Rannveig hóf máls á réttindum samkynhneigðra í Færeyjum, eða öllu heldur rétt- indaskorti. Auðvitað var hún ekki að móðga færeysku þjóðina með þessum athugasemdum. Vinur er sá er til vamms segir. Í Færeyjum er staðan eins og hún var fyrir um 20–30 árum hér á landi. Samkynhneigðir eru ósýni- legir, en það er að sjálfsögðu ekki vegna þess að þar sé samkynhneigð óþekkt, heldur vegna þess að sam- kynhneigðir Færeyingar eru ýmist í felum, eða fluttir úr landi. Þeim er ekki vært í eigin landi vegna for- dóma. Samstarfsráðherrann taldi illa vegið að heimalandi sínu á þingi Norðurlandaráðs og dró fram Nor- rænu tölfræðiárbókina 2006. Þann- ig sýndi hann fram á að aðstæður í Færeyjum væru að mörgu leyti betri en í öðrum ríkjum Norð- urlanda, meðal annars væru þar sjálfsmorð og skilnaðir fátíðari, glæpatíðni lægri og fæðingartíðni hærri. Hvernig þessar upplýsingar eiga að sýna fram á að ekki sé gengið á mannréttindi samkynhneigðra í Færeyjum er mér hulin ráðgáta. Líklega er svokölluð smjörklípuað- ferð ekki bundin við íslensk stjórn- mál. Og þegar ráðherrann lá enn und- ir ámæli vegna þess að ekki er bannað með lögum í Færeyjum að mismuna fólki eftir kynhneigð, þá var svar hans eitthvað á þá leið að í löggjöf annarra norræna ríkja um bann við mismunun væru t.d. fatl- aðir ekki sérstaklega nefndir en þar með væri ekki sagt að mismunun gagnvart þeim væri í lagi. Líklega hefur þessi ráðherra náð langt í lífinu þrátt fyrir rökhugs- unina, en ekki vegna hennar. Færeyjar hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að ég fór þangað með konu minni og vinkon- um okkar árið 1998. Fólkið er ynd- islegt og landið undurfagurt. En það er ekki hægt að horfa framhjá því að réttindi samkynhneigðra hafa algjörlega setið á hakanum. Færeyska þingið hefur dregið lapp- irnar og þannig sent þau skilaboð, að mismunun í garð samkyn- hneigðra sé eðlileg. Mörgum Færeyingnum hnykkti við fyrir rúmum mánuði þegar ráð- ist var á færeyskan tónlistarmann, Rasmus Rasmussen, á skemmtistað í Þórshöfn, fyrir það eitt að vera hommi. Fjórir menn réðust að hon- um, fleiri hópuðust að og umsáturs- ástand myndaðist þegar æstur skríllinn reyndi að ryðjast inn í hús- ið. Lögreglunni tókst loksins að sundra hópnum og koma Rasmus til síns heima. Rasmus ákvað að fara í opinskátt viðtal við dagblaðið Dimmalætting, en í kjölfarið bárust honum lífláts- hótanir. Eftir allt þetta fékk hann taugaáfall og var lagður inn á sjúkrahús. Þetta er veruleikinn í Færeyjum. Þar eru tillögur um að vernd minni- hlutahópa samkvæmt hegning- arlögunum skuli einnig ná til sam- kynhneigðra, felldar æ ofan í æ. Skilaboðin til landsmanna eru skýr. Lögreglan nemur líka þessi skila- boð, a.m.k. var haft eftir aðstoð- arlögreglustjóranum í Þórshöfn að lögreglan hefði ekki sérstakar laga- heimildir til að vernda og verja samkynhneigða þegna landsins ef að þeim væri sótt með hótunum og ofsóknum. Er hægt að skilja um- mælin á annan veg en þann, að sam- kynhneigðir Færeyingar njóti minni réttar en aðrir landsmenn? Nú hefur enn verið lögð fram til- laga á færeyska þinginu um að bannað verði að mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar. Sama til- laga var felld í fyrra með 20 ákvæð- um gegn 12. Það er til marks um hversu skammt á veg Færeyingar eru komnir, að í athugasemdum með tillögunni er talin ástæða til að mótmæla þeim sérstaklega, sem vilja leggja samkynhneigða og barnaníðinga að jöfnu. Tillöguhöf- undar segja réttilega að það sé bæði frumstætt og niðurlægjandi að setja samkynhneigða og barna- níðinga undir sama hatt. Rannveig Guðmundsdóttir hefur að sjálfsögðu ekki móðgað fær- eysku þjóðina. Hún hefur hins veg- ar látið brýnt mannréttindamál til sín taka og ýtt duglega við fær- eyskum stjórnmálamönnum. Einu sinni þurftu íslenskir stjórn- málamenn dálítið spark í afturend- ann til að taka af skarið og tryggja samkynhneigðum mannréttindi. Þá var staðan hér á landi afskaplega lík þeirri sem uppi er í Færeyjum. Við snerum við blaðinu svo um munaði og það geta Færeyingar líka gert. Mig grunar að almenningur í Færeyjum sé kominn miklu lengra en sumir stjórnmálamennirnir þar í landi halda. Að minnsta kosti var ánægjulegt að skoða færeyskar bloggsíður í gær, þar sem hver Færeyingurinn á fætur öðrum kvaðst skammast sín fyrir fram- göngu stjórnmálamannanna: „Eisni haldi eg at tað er fúl skom at polit- tikarni i Føroyum standa fram og siga tað er loyvt at diskriminera samkynd!!!“ Og svona að lokum: Íslenzk- Føroysk orðabók, sem gefin var út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi á síðasta ári, þýðir orðið samkyn- hneigð sem samkynd. Til að ekkert fari nú milli mála hvað átt er við með íslenska orðinu er orðið „kyn- villa“ látið fylgja með. Kynvilla? Ár- ið 2005? Ætli viðhorf sumra fær- eyskra stjórnmálamanna hafi fengið að ráða orðavalinu? Vinur er sá er til vamms segir »Einu sinni þurftu íslenskir stjórnmálamenndálítið spark í afturendann til að taka af skar- ið og tryggja samkynhneigðum mannréttindi. Þá var staðan hér á landi afskaplega lík þeirri sem uppi er í Færeyjum. rsv@mbl.is VIÐHORF Ragnhildur Sverrisdóttir STYRK stjórn efnahagsmála og lækkun skulda ríkissjóðs hefur gert ríkisstjórninni kleift að fylgja eftir áherslum sínum á mörgum svið- um með markvissum hætti. Nýleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matvælaverð í landinu er dæmi um það. Ný hugsun og ný viðmið í málefnum eldri borgara eru eitt brýnasta verkefnið sem bíður stjórnvalda á næstu árum. Þjóðin eldist hratt, viðmið breytast og við því þarf að bregðast. Meðal þeirra mála sem eru aðkall- andi um þessar mundir er að veita eldri borgurum aukið valfrelsi í þjón- ustu, fleiri möguleika í ýmiskonar af- þreyingu og meiri möguleika að taka þátt í atvinnulífinu ef þeir óska þess sjálfir. Á síðasta landsfundi Sjálfstæð- isflokksins voru eldri borgarar og fundarmenn almennt með miklar efasemdir um réttmæti þess að skerða bætur eldri borgara ef þeir hafa tekjur umfram bætur. Þar sem fjármagn ríkissjóðs er takmarkað er eðlilegt að bætt kjör þeirra sem minnst hafa séu sett í forgang. Þessi hugsun má samt ekki snúast upp í andstæðu sína í formi fjötra eða fátæktargildru. Það er ekki eðlilegt ef eldri borgurum finnst að þeim sé refsað af hálfu stjórnvalda ef þeir taka að sér starf, oft hluta- starf, eftir að hafa lokið hefðbundinni starfsævi. Miklu eðlilegra er að fólk fái að njóta ávaxt- anna ef það hefur heilsu og vilja til þess að bæta kjör sín og auðga til- veruna á sama tíma. Eðlilegast er að tekjur sem eldri borgarar hafa af atvinnuþátttöku leiði ekki til skerðingar bóta. Í fyrr- greindu samkomulagi ríkis og eldri borgara er stigið ákveðið skref í þessa veru. Það kemur í raun öllum til góða ef atvinnutekjur eldri borg- ara leiða ekki til skerðingar. Eldri borgarar fá tækifæri til þess að bæta kjör sín, ríkissjóður fær tekjur af at- vinnuþátttökunni og aðgerðin fæli í sér ákveðna forvörn sem aftur myndi draga úr kostnaði ríkisins. At- vinnurekendur myndu væntanlega taka slíkri kerfisbreytingu fagnandi þar sem mikil eftirspurn er eftir starfsfólki og síðast en ekki síst myndi slík breyting leiða til já- kvæðra áhrifa í hagstjórninni. Ef ég hlýt brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi hinn 11. nóvember heiti ég því að eitt af mínum aðaláherslu- málum verður að bæta afkomu og þjónustu við eldri borgara. Veitum eldri borgurum svigrúm til tekjuöflunar án skerðingar bóta Ármann Kr. Ólafsson fjallar um málefni eldri borgara »Eðlilegast er aðtekjur sem eldri borgarar hafa af at- vinnuþátttöku leiði ekki til skerðingar bóta. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. AÐALFUNDUR Byaverksamhet i Finland, sem eru landssamtök svipaðra heildarsamtaka og Lands- byggðin lifi, LBL, á Íslandi, var haldinn í Jämijärvi dagana 15. og 16. september 2006. Í tengslum við þann fund var haldinn fundur hjá Hela Norden ska leva, HNSL, sem eru heildarsamtök norrænna lands- félaga og LBL er aðili að. Í fyrsta skipti eiga samtökin Lands- byggðin lifi landskjör- inn fulltrúa til að gegna erlendum sam- skiptum, þ.e undirrit- aða. Hún var send á fundinn. Annað hvert ár gera Finnar meira úr sínum landsfundi og halda byggðaþing í leiðinni. Er þá ýmsum fyr- irmönnum boðið til ræðuhalda. Finnar leggja mikla áherslu á hvers konar heimilisiðnað og góða hönnun. Á byggðaþinginu í Jämijärvi var útbúið sérstakt byggðatorg fyrir fé- lagsmenn til að geta sýnt afrakstur verkefna sinna og/eða afurðir sínar. Sala á ýmsu heimatilbúnu fór þar líka fram. Þannig er byggðaþingið hápunktur starfsemi frjálsra fé- lagasamtaka, sem hafa það á stefnuskrá sinni að styðja og efla byggð um land allt og læra hver af öðrum. Finnar reyna að vera sjálfum sér samkvæmir og velja fundarstað í hinum dreifðu byggðum landsins. Jämijärvi er um fimm tíma akstur frá Helsinki. Þar fer fram kennsla í flughern- aði. Hermenn, klæddir búningum í felulitum, fallbyssur og flugvélar voru þarna á meðal okkar. Meira að segja í matsalnum hékk flugvél yfir matnum. Yrði manni litið upp frá diskinum við morgunverðinn bar fyrir augu mynd af flugvél, sem eflaust hefur hæft skotmarkið, en splundraðist sjálf í leiðinni. Maður leit fljótt aftur niður á diskinn sinn og það vöknuðu áleitn- ar spurningar. Hvers vegna er verið að fara í stríð? Hver græðir á eyðileggingu? Finnar sýndu íslenska fulltrúan- um sérstaka virðingu. Ég er frumkvöðull að stofnun landssamtakanna Landsbyggðin lifi og vinn málefnalega, en það líkar Finnum. Á fund HNSL voru mættir virk- ustu aðilar viðkomandi lands- samtaka, fólk sem er á kafi í ýmiss konar verkefnum og þyrstir því í að fá tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Sumt af þessu fólki hafði í raun varla misst úr fund hjá HNSL allt frá árinu 1996 og er því vel ljóst til hvers er ætlast af því. Segja má að skipta megi fundarsókn hjá HNSL í tvo þætti. Fyrri þátturinn er kvöldið sem fund- argesti ber að garði en sá síðari er hinn form- legi fundur daginn eft- ir. Á kvöldfundinum ber margt á góma. Þá leyfist mönnum að fara um víðan völl og láta andann og frelsið njóta sín. Þá er líka slegið á léttari strengi, hlegið að eigin mistökum og glaðst saman yfir því sem vel hefur tekist. Öðru máli gegnir um síðari þátt- inn, hinn formlega stjórnarfund HNSL. Á þeim fundi verða aðilar að vita hvers vegna þeir eru þarna, vera gagnorðir og trúir sínu landsfélagi, tala máli þess. Í byrjun fundar HNSL fór há- skólastúdent í félagsfræði yfir stöðu byggðamála í Finnlandi á afar hlut- lausan og fróðlegan hátt. Var þetta mjög góður inngangur fyrir okkar fund. Svo bar við að formaður LBL hafði sent fundinum skýrslu LBL, sem lítið var við að bæta. Vildu þá fundarmenn fá að heyra um verkefnið Unglingalýðræði í sveit og bæ, sem allir vissu að ég hafði skipulagt og stjórnað á um- liðnum árum, þó að vísu undir dálít- ið mismunandi formerkjum. Reyndar finnst félögum í HNSL að þeir eigi dálítið í þessu verkefni vegna þess að upprunalega hug- myndin að því er tilkomin vegna þátttöku minnar í svipuðum verk- efnum á vegum HNSL, allt frá árinu 1996. Að vísu hefur verkefnið tekið ár- lega nokkrum breytingum í takt við reynslu og tímann, eins og vera ber fyrir lifandi verkefni. Að mati fundarmanna þótti verk- efnið hið áhugaverðasta og mæltust Svíar til þess að fá það þýtt yfir á annað mál, jafnvel ensku. Ég tók vel í það. Sú hugmynd kom fram, að ég héldi fyrirlestur um verkefnið á næsta byggðaþingi, sem haldið verður í Noregi 28. og 29. október 2006, og þá undir nafninu Lokal demokrati og ungdom i Island. Verkefnið fellur vel að því sem verður efst á baugi á byggðaþingi Norðmanna, sem er heimabyggðin og samvinna ásamt verðmæta- sköpun innifalinni í uppbyggingu einstaklingsins í heimabyggð. Í verkefninu, Unglingar, lýðræði og heimabyggðin, eins og verkefnið heitir í vetur, er komið inn á alla þessa þætti og gott betur. Reyndar er þetta verkefni í aðalhlutverki hjá LBVRN, sem er Reykjavíkurdeild LBL. Hugmynd að nýju sporti á Íslandi Við, norrænu gestirnir, dvöld- umst í fallegu og vel búnu timb- urhúsi, rétt við „Skibanen“, skíða- göngin í Jämijärvi, enda er húsið ætlað gestum sem leggja stund á skíðagöngu en þeim fer æ fjölgandi. Það merkilega er að þessi vin- sæla íþrótt er iðkuð þarna árið um kring, óháð árstíð og veðurfari. Gæti það ekki verið góð hugmynd að koma upp slíkum lokuðum skíða- göngum og nýju sporti á Íslandi? Byggðaþing Finna sótt heim Fríða Vala Ásbjörnsdóttir segir frá norrænu byggðaþingi » Verkefnið fellur vel að því sem verður efst á baugi á byggðaþingi Norð- manna … Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landsbyggð- arvina í Reykjavík og nágrenni, LBVRN, og fulltrúi erlendra sam- skipta í samtökunum, Landsbyggðin lifi, LBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.