Morgunblaðið - 03.11.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 43
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Í nafni Guðs föður, sonar og heilags
anda. Amen.
Nú er ég klæddur og kominn á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gef þú mér
að ganga í dag svo líki þér.
Höf. ókunnur.
Kæri frelsari minn og eilífi lífgjafi,
Jesús Kristur! Þú ert minn Guð.
Takk fyrir lífið. Takk fyrir að
mega eiga þig að vini. Þess vegna vil
ég byrja daginn á að tala við þig í
bæn og leggja sjálfan mig, alla sem
mér eru kærir, samskipti mín við
samferðamenn, vonbrigði mín og all-
ar áhyggjur, drauma, væntingar og
þrár í þínar almáttugu hendur í
trausti þess að þú munir samkvæmt
fyrirheitum þínum vel fyrir sjá.
Blessaðu hugsanir mínar og öll
verk í dag. Hjálpaðu mér að taka eft-
ir náunga mínum, hlusta á hann,
koma auga á þarfir hans, koma hon-
um til hjálpar og reynast honum vel.
Hjálpaðu mér að hlusta á umhverfi
mitt, meta það og lesa í aðstæður.
Hjálpaðu mér að rasa ekki um ráð
fram, hlaupa ekki á mig, dæma ekki
og reiðast ekki. Hjálpaðu mér að
fyrirgefa, vera fljótur til sátta og
sýna fólki skilning og þolinmæði,
umburðarlyndi og kærleika.
Gefðu mér styrk til að takast á við
þau mál og verk-
efni sem deginum
fylgja. Hjálpaðu
mér að ganga já-
kvæður og glaður
til verks, ekki
með nöldri eða
neikvæðni, tor-
tryggni eða leið-
indum.
Opnaðu augu
mín og hjálpaðu
mér að nýta þau tækifæri sem í dag
gefast til að njóta lífsins og allrar
þeirrar fegurðar sem lífið hefur upp
á að bjóða. Hjálpaðu mér að lifa í
sannleika og í sátt við sjálfan mig,
þig, náttúruna og alla menn, í heið-
arleika og með góðri samvisku.
Leyfðu mér að ganga í skugga
vængja þinna, eilífi frelsari og sanni
vinur.
Þess leyfi ég mér að biðja, í Jesú
nafni. Amen.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Hallgrímur Pétursson
– Passíusálmur 44:19
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur og framkvæmdastjóri
Laugarneskirkju.
Bæn dagsins
Frá Sigurbirni Þorkelssyni:
Sigurbjörn
Þorkelsson
Í FÖSTUDAGSBLAÐI Morg-
unblaðsins gat að líta litla tilkynn-
ingu með fyrirsögninni: Mótmæli
fótaaðgerðafræðinga.
Þar sem mér er málið skylt, er
félagi í þessu félagi sem þar með
talar í mínu nafni, vil ég að eftirfar-
andi komi fram.
Snyrtiakademían í
Kópavogi er rekstr-
arfélag sem rekur 3
skóla þar með talinn
snyrtiskóla sem er
einkarekinn skóli á
framhaldsskólastigi
sem stefnir á það að
verða alþjóðlegur CI-
DESCO-skóli, og von-
andi þann fjórða ef vil-
yrði það sem
menntamálaráðuneytið
hefur gefið að upp-
fylltum nokkrum skil-
yrðum nær fram að
ganga.
Núna liggur fyrir í mennta-
málaráðuneytinu, heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu námsskrá til
samþykktar fyrir fótaaðgerðaskóla.
Mikil vinna hefur verið lögð í að
semja þessa námsskrá þannig að
hún uppfylli þá kröfu að kenna
sömu námsgreinar og Fodtera-
peutskolen í Kaupmannahöfn og
Norsk Fotterapeutskole í Krist-
jansand, en menntun frá þessum
skólum hefur verið viðurkennd á
Íslandi til löggildingar frá heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu.
Hluti af íslenskum fótaaðgerða-
fræðingum hefur komið frá þessum
skólum ásamt fótaaðgerðaskólanum
í Randers í Danmörku sem er
tækniskóli ásamt fleiri skólum sem
of langt mál er upp að telja. Aðlaga
þurfti svo þessa námsskrá íslensku
einingakerfi.
Fram til þessa hafa íslenskir
fótaaðgerðafræðingar þurft að
sækja sína menntun erlendis en
stór hluti þeirra hefur samt lært
fótaaðgerðafræði á íslenskum
snyrtistofum, sbr. snyrtistofunni á
Hótel Sögu og fleiri snyrtistofum.
Vitað er að til skamms tíma hafa
snyrtifræðingar fengið löggildingu
sem fótaaðgerðafræðingar eftir að
hafa eingöngu stundað nám á fóta-
aðgerðastofum á Íslandi.
Þetta er sama leið og aðrar
starfsgreinar sem hafa fengið lög-
gildingu hafa farið, vegna þeirra
sem starfað hafa við fagið án und-
anfarandi skólagöngu.
Nokkrar þeirra sem hafa farið
þessa leið hafa svo bætt við sig
kennsluréttindum og eru þá jafn-
framt snyrtifræðingar og hafa
kennt snyrtifræði ásamt því að
starfa sem snyrti- og fótaaðgerða-
fræðingar.
Fyrir rúmlega tveimur árum
þegar hugmyndin um að stofna
fótaaðgerðaskóla vakn-
aði, höfðu eigendur
Snyrtiakademíunnar
samband við stjórn
Félags fótaaðgerða-
fræðinga og þessir að-
ilar hittust. Rætt var
um að vinna saman að
því að stofna einkarek-
inn fótaaðgerðaskóla
þar sem ekkert hafði
gengið né rekið í því
að fá hið opinbera til
þess að stofna slíkan
skóla. Fundinum lauk í
mestu vinsemd þannig
að stjórnarmeðlimir Félags fótaað-
gerðafræðinga höfðu ekki áhuga á
samvinnu en sögðust halda áfram
að vinna að því að fá ríkisskóla á
háskólastigi sem er yfirlýst mark-
mið þeirra.
Eigendur Snyrtiakademíunnar
héldu því áfram að vinna að því að
fá leyfi hjá menntamálaráðuneytinu
fyrir rekstri einkarekins fótaað-
gerðaskóla á framhaldsskólastigi.
En þegar hér var komið sögu
voru um það bil 80 nemendur á bið-
lista, alls staðar af landinu, margar
konur á miðjum aldri sem hafa
starfað sem sjúkraliðar í mörg ár
en treystu sér ekki til að taka upp
fjölskyldu til að flytjast til útlanda
til náms í eitt og hálft til tvö ár.
Þegar bréf barst um vilyrði fyrir
rekstri fótaaðgerðaskólans var haf-
ist handa um að innrétta sérhannað
húsnæði teiknað af Ragnheiði
Sverrisdóttur arkitekt fyrir skólann
að Hjallabrekku 1 í Kópavogi en
KB banki kemur að fjármögnun
hans. Þar er ekkert til sparað til að
húsnæðið uppfylli allar ýtrustu
kröfur.
Á Íslandi búum við við það frelsi
að geta valið sjálf hvers konar
menntun við viljum stunda. Nem-
andi sem ætlar að læra við-
skiptafræði getur valið um að gera
það í ríkisháskóla eða einkaháskóla
og þá hvort það er Háskólinn í
Reykjavík eða Bifröst.
Þrátt fyrir yfirlýst markmið Fé-
lags fótaaðgerðafræðinga um rík-
isrekinn fótaaðgerðaskóla er stað-
reyndin samt sú að um allan heim
eru reknir bæði ríkis- og einka-
skólar sem eru á framhalds-
skólastigi og þeir verða áfram val-
kostur fyrir þá sem kjósa þá leið til
að mennta sig í fótaaðgerðafræð-
um.
Kennarar fótaaðgerðaskólans eru
menntaðir frá norskum og dönsk-
um skólum ásamt hjúkrunarfræð-
ingi og líffræðingi.
Æskilegt hefði verið að allir
kennarar skólans hefðu fullgild
kennsluréttindi, en slíka kennara,
þ.e. kennara með próf frá full-
gildum fótaaðgerðaskóla og kenn-
araréttindi, höfum við ekki fundið
enn, en stefnt er að því að kenn-
ararnir ljúki námi til kennslurétt-
inda hið fyrsta. Þar að auki munum
við reyna að fá gestakennara er-
lendis frá. Mikill hörgull er á fóta-
aðgerðafræðingum um allt land,
hækkandi lífaldur landsmanna,
sjúklingahópar svo sem hjartasjúkl-
ingar, sykursýkisjúklingar og gigt-
arsjúklingar þurfa meiri þjónustu
en þeir hafa núna.
Hjartaheill, landssamtök hjarta-
sjúklinga og Gigtarfélag Íslands
hafa lýst yfir áhuga á samstarfi við
fótaaðgerðaskólann.
Við Íslendingar höfum haft mik-
inn metnað í menntamálum okkar
og núna, þegar færi gefst á að
stunda nám í fótaaðgerðum hér
heima, þá er það ábyrgðarhluti að
skemma þann möguleika fyrir
fjölda kvenna um allt land.
Ég er afskaplega stolt yfir því að
mega vera með í uppbyggingu
Fótaaðgerðaskóla á Íslandi. Ég
barðist á sínum tíma fyrir því að
námið yrði lánshæft hjá LÍN og
var sú fyrsta sem fékk námslán til
náms í fótaaðgerðafræði. Þetta hef-
ur verið mitt hjartans mál og ég
veit að fleiri fótaaðgerðafræðingar
deila þessum draumi með mér.
Fótaaðgerðanám
Kristín Stefánsdóttir skrifar
svar við yfirlýsingu Félags ís-
lenskra fótaaðgerðafræðinga
»Mikil vinna hefurverið lögð í að semja
þessa námsskrá þannig
að hún uppfylli þá kröfu
að kenna sömu náms-
greinar og Fodtera-
peutskolen í Kaup-
mannahöfn og Norsk
Fotterapeutskole í
Kristjansand …
Kristín Stefánsdóttir
Höfundur er fótaaðgerðafræðingur
og verðandi skólastjóri Fótaaðgerða-
skólans.
UPPÁHALDSHÁLENDIÐ mitt
er horfið. Hreindýrin flúin, fugla-
kvak þagnað og gæsin
missir flug. Litlu foss-
arnir fögru í Kringilsá
gráta. Töfrafoss nær
ekki að hugga þá.
Ekki heldur mig sem
kvaddi Kringilsárrana
hinsta sinni í haust.
Þar get ég ekki leng-
ur setið með þriggja
jökla sýn af Sauða-
hnjúkum með Herðu-
breið í fjarska og
beinlínis heyrt þögn-
ina sem umvefur
mann hugarró.
Skyndilega var kyrrðin rofin með
svo hvellri röddu að undirtók í
jöklasalnum. „Hi, my name is Imp-
religio Alcoani, ættaður frá Sikil-
ey.“ „How do you like Island“,
hvíslaði ég án þess að líta upp. Svo
tók maðurinn til máls. Við ætlum
að reyna að fegra þennan útnára
með því að búa til voða fallegt og
rosalega stórt lón, eiginlega há-
lendishaf í staðinn fyrir þessar
gagnslausu freðmýrar ykkar. Þá
má segja að þið hafið sjó bæði inni
í ykkur og utan um. Bellissimo!
Annars er ég bara að mæla vatns-
hæðina svo ekki flæði út úr þessu
krummaskuði. Svo tók hann upp
stikur og stakk þeim í
svörðinn, blómabreið-
ur og lyngið grænt.
Þær klufu þjóðarsál-
ina og stungu hold
mitt eins og væru þeir
naglarnir á Golgata
forðum.
Ég heiti Þjóðleifur,
ættaður hér að austan,
þar sem amma mín
bjó, mamma mín
fæddist og ég var í
sveit. Sem betur fer
geyma þær í gröfum
sínum minningarnar um „dalinn
ljúfa í austurátt“.
Þeir eru búnir að skrúfa frá
gruggugu vatninu, aðvaraði hreint-
arfurinn. Hvar á ég nú að bíta,
pabbi, spurði hreinkálfurinn? Ég
er ekki syndur sagði fjalldrapinn,
ég kann ekki að kafa sagði grá-
mosinn, ég er hrædd við allt þetta
vatn sagði klófífan, ég vil ekki
drukkna sagði grávíðirinn. Þá
heyrðist rödd í gljúfurranni: Hark-
aðu af þér, litla blóm, við sjáumst
kannski seinna, svona eftir þúsund
ár. Þá erum við hvort sem er dáin í
Drottins nafni.
Við fórum á Sauðahnjúka þetta ár-
ið eins og svo oft áður. Þaðan er
þriggja jökla sýn og litfagrar
hreindýralendur, svo langt sem
augað eygir. Hvernig get ég nú
horfst í augu við hreinkálfana ungu
og sjálfan mig? Er nema von að
litli kálfurinn spyrði pabba sinn að
lokum: Hvers eigum við að gjalda
og fossarnir kliðandi, uppsprettur
logandi og lífið sjálft, sem hefur
verið í sátt og samlyndi öll þessi
ár? Af hverju gerir íslenska þjóðin
okkur þetta? Hún var ekki spurð,
ljúfurinn minn, svaraði pabbinn.
Öræfin óma samt ennþá í eyrum
mér. Kannski lærum við eitthvað
af mistökunum hér.
Syndafljóðið
Björn Þ. Guðmundsson
skrifar hugleiðingum um
hálendi Íslands
» Litlu fossarnir fögruí Kringilsá gráta.
Töfrafoss nær ekki að
hugga þá. Ekki heldur
mig sem kvaddi Kring-
ilsárrana hinsta sinni í
haust.
Björn Þ. Guðmundsson
Höfundur er prófessor emeritus
og öræfaunnandi.
vaxtaauki!
10%
Fullkomnaðu
verkið með
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
Þ
A
K
R
E
N
N
U
K
E
R
FI
á
öllhús
–
allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
Fréttir
í tölvupósti
Hjónarúm
Barnarúm
RÚM Í ÚRVALI
OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18
Unglingarúm
Komið og gerið góð kaup
Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40