Morgunblaðið - 03.11.2006, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórey KristínGuðmundsdóttir
(Dóda) fæddist í
Reykjavík hinn 18.
október 1919. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Holtsbúð,
Garðabæ, 23. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guð-
mundur Jónsson
kaupmaður í
Reykjavík, f. 1.
september 1888, d.
18. júlí 1955, og Júl-
íana Sveinsdóttir, f. 30. júlí 1880 á
Vífilsmýrum í Önundarfirði, d. 4.
nóvember 1967. Foreldrar Krist-
ínar eignuðust fimm börn, en þau
eru, auk Kristínar: Ástríður Anna,
f. 7. mars 1917, Guðmundur Svav-
ar, f. 11. maí 1918, Aðalheiður
Jóna, f. 2. júní 1922, og Fanney
Lilja, f. 16. október 1923. Fyrir
átti Júlíana soninn Svein, f. 9.
október 1910, með Jóni Berg-
mann, og Guðmundur dótturina
Láru, f. 3. janúar 1915, með Lauf-
eyju Árnadóttur. Öll eru þau nú
börn þeirra Sindri Dagur, f. 10.
júní 2002, og Elín Lilja, f. 25. maí
2004. 2) Anna Margrét, f. 18. apríl
1946, d. 26. maí 1986, eiginmaður
Ómar Ingólfsson, f. 27. nóvember
1945, barn þeirra Jón Guðni, f. 2.
maí 1976, maki Brynja Baldurs-
dóttir, f. 4. mars 1976.
Annar eiginmaður Kristínar
var, 13. október 1950, Lárus Jóns-
son. Þau skildu barnlaus. Börn
Lárusar frá fyrra hjónabandi eru
Guðmundur J. Lárusson, f. 1.
ágúst 1942, og Anna Lárusdóttir,
f. 28. janúar 1944.
Þriðji eiginmaður Kristínar var,
1962, Ingibjartur Þorsteinsson, f.
27. nóvember 1921, d. 20. júlí
1988. Kjörsonur þeirra er Hugi R.
Ingibjartsson, f. 25. desember
1965. Hans synir eru Kristófer
Snær, f. 28. nóvember 1995, og
Ísak Tandri, f. 12. mars 2003.
Barn Ingibjarts frá fyrra hjóna-
bandi er Kristrún, f. 25. apríl
1951.
Kristín vann sem ung stúlka við
ýmis verk auk þess að afla sér
menntunar í kvöldskóla, en eftir
að hún gifti sig var hún lengst af
heimavinnandi húsmóðir. Þó vann
hún utan heimilis á árunum 1955
til 1962, lengst af á skrifstofu
Sölufélags Garðyrkjumanna.
Útför Kristínar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
látin nema Aðal-
heiður.
Kristín var þrígift.
Fyrsti eiginmaður
hennar var, 6. júní
1942, Björn Valdi-
mar Guðmundsson, f.
16. október 1914 á
Breiðabólstað á
Skógarströnd, d. 30.
mars 1948. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Halldórsson,
f. 26. febrúar 1871, d.
23. apríl 1945, og
Margrét Björns-
dóttir, f. 3. ágúst 1888, d. 7. nóv-
ember 1962. Björn Valdimar og
Kristín eignuðust tvö börn, en þau
eru: 1) Sveinn Haukur, f. 21. nóv-
ember 1942, eiginkona Elín María
Sigurðardóttir, f. 6. nóvember
1943. Börn þeirra eru: a) Björn
Valdimar, f. 18. júlí 1964, b) Mar-
grét Birna, f. 11. maí 1967, maki
Þorsteinn Siglaugsson, f. 8. maí
1967, sonur þeirra Björn Alexand-
er, f. 19. apríl 2000, c) Linda Krist-
ín, f. 24. nóvember 1977, maki
Sindri Reynisson, f. 13. maí 1978,
Nú í haust eru þrettán ár liðin síð-
an ég kynntist Kristínu Guðmunds-
dóttur. Kom ég oft á heimili hennar
þegar við Margrét, sonardóttir henn-
ar fórum að draga okkur saman.
Kristín bjó á þessum tíma í rúm-
góðri íbúð í Garðabæ. Þótt heilsu
hennar væri aðeins tekið að hraka
kom það síður en svo niður á mynd-
arskap hennar og annálaðri snyrti-
mennsku.
Það var alltaf gaman að spjalla við
Kristínu enda hafði hún vakandi
áhuga á þjóðmálum og menningu. Ég
minnist þess að Kristín hafði sérstak-
an áhuga á eilífðarmálunum, ekki síst
hinni sígildu spurningu um lífið eftir
dauðann.
Þessi áhugi hennar kann að hafa
markast af því, að líf hennar var ekki
áfallalaust.
Ung missti hún mann sinn frá
tveimur litlum börnum eftir aðeins
sex ára hjónaband. Á þeim árum var
líf ekkjunnar enginn dans á rósum.
En með dugnaði og einbeittum vilja
kom Kristín börnum sínum á legg og
tryggði þeim góða menntun, sem alls
ekki var sjálfsagt á þessum árum.
Kristín giftist aftur árið 1950, Lár-
usi Jónssyni og gekk syni hans, Guð-
mundi (Muggi), í móður stað.
Kristín og þriðji eiginmaður henn-
ar, Ingibjartur Þorsteinsson, tóku að
sér kjörson, Huga Ingibjartsson,
fæddan 1965. Honum reyndist Krist-
ín mikil stoð og stytta allt þar til yfir
lauk.
Kristín og Ingibjartur bjuggu sér
fallegt heimili í Garðabænum. Þar
fann Kristín sér farveg í garðyrkju
og var til þess tekið hve smekkvísi
hennar og natni var mikil í þeim efn-
um.
Árið 1986 lést Anna Margrét, dótt-
ir Kristínar, úr illvígu krabbameini,
frá eiginmanni og ungum syni. Það
varð móður hennar mikið áfall og
sorgin vegna dótturmissisins aldrei
langt undan þótt árin liðu, enda
höfðu þær mæðgur verið mjög sam-
rýndar.
Ingibjartur maður hennar lést svo
tveimur árum síðar.
Kristín Guðmundsdóttir lifði tím-
ana tvenna. Hún ólst upp í sveita-
þorpinu Reykjavík á tímum kreppu
og stríðs og eyddi efri árunum í alls-
nægtaþjóðfélagi nútímans, sem ekki
síst má þakka hennar kynslóð. Krist-
ín var dugnaðarforkur í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur, en um leið
hneigð til bóklesturs og íhugunar um
lífið og tilveruna. Kristín var greind
kona, glettin og viðræðugóð. Hún var
viljasterk, hreinskiptin og holl sín-
um.
Kristín Guðmundsdóttir er nú fall-
in frá í hárri elli. Við minnumst henn-
ar nú með þökk og virðingu. Starfs-
fólki á Holtsbúð í Garðabæ skulu
færðar þakkir fyrir frábæra umönn-
un síðustu æviárin.
Þorsteinn Siglaugsson.
Loksins fékk amma Dóda að fara
frá okkur. Hún hafði lengi beðið eftir
því ferðalagi og hlakkaði jafnvel til.
Síðustu árin voru henni erfið og ég er
viss um að hún er hvíldinni fegin.
Mamma tekur á móti henni opnum
örmum og við taka nýjar og betri
stundir.
Það var alltaf gaman að heimsækja
ömmu og Bjart afa í Espilundinn og
brallaði ég þar ýmislegt sem barn.
Garðurinn var stór og fjölbreyttur og
ýmislegt hægt að taka sér fyrir hend-
ur. Amma var alltaf með góðan mat í
hádeginu og eftir matinn fékk ég
gjarnan að leggja mig með Bjarti, við
misjafnar undirtektir hjá mömmu og
pabba, enda var þá erfitt að sofna á
kvöldin. Hugi var duglegur að finna
upp á leikjum með mér og dundaði ég
mér oft í herberginu hans við lestur
myndabóka eða í gaman slag við
stóra frænda. Amma tók alltaf höfð-
inglega á móti gestum og vildi allt
fyrir mig gera. Alltaf var sami kraft-
urinn í henni og minnist ég þess ekki
að hafa séð hana oft slaka á.
Miklar breytingar urðu í lífi ömmu
þegar mamma dó 1986 og Bjartur
stuttu seinna. Þær mæðgurnar höfðu
verið gríðarlega nánar og missti
amma því bæði dóttur og sinn traust-
asta vin. Ég var mjög ungur á þess-
um tíma og skynjaði ekki þau miklu
áhrif sem þetta hafði á aðra en sjálf-
an mig, hvað þá að ég hefði vit á að
veita ömmu stuðning. Ég hafði ekki
styrk fyrr en 15 árum seinna að ræða
um mömmu við hana en ég held að
það hafi þá hjálpað okkur báðum.
Það hjálpaði mér að skilja hvað ég
hafði misst og veitti henni vissa útrás
fyrir sorgina sem þó hvíldi á henni til
síðasta dags.
Kraftmikil er án vafa það orð sem
lýsir ömmu best. Gamla konan með
göngugrindina sem labbaði út um allt
var löngu orðin fræg í Garðabænum
og margir dáðust að dugnaðinum.
Áður fyrr fór mest af orkunni í að
sinna fjölskyldunni og heimilinu og
sinnti hún því vel. Allra síðustu árin,
eftir að fæturnir fóru að gefa sig,
eyddi hún flestum sínum stundum í
að hlusta á hljóðbækur og vildir
gjarnan fá krefjandi bækur. Bað hún
mig gjarnan um að panta fyrir sig
sögubækur eða heimsbókmenntir og
fussaðir og sveiaði yfir ástarsögum
og reyfurum. Hún vildi gjarnan lesa
bækur um framandi heima og forna
tíma. Það var einnig gaman að ræða
við ömmu um fortíðina og sjá hana
brosa þegar rifjaðar voru upp góðar
stundir.
Ég kveð nú elsku ömmu Dódu með
söknuði. Ég veit að hún mun njóta sín
vel á nýjum stað í góðum félagsskap.
Jón Guðni.
Leitt þykir mér að geta ekki fylgt
til grafar móðursystur minni, Þór-
eyju Kristínu Guðmundsdóttur. Þar
fer kona, sem hefur verið óaðskilj-
anlegur hluti lífs míns svo lengi sem
ég man og reyndar lengur – því að
hún og systur hennar, Aðalheiður og
Fanney, skiptust á að gæta þegar í
vöggu þessa fyrsta barns elstu syst-
ur þeirra, Önnu og fyrsta barnabarns
foreldranna, Júlíönu Sveinsdóttur og
Guðmundar Jónssonar. Má segja að
þær hafi síðan ekki sleppt af mér
hendi enda þótt megin þungi afskipt-
anna hafi síðar lent á Aðalheiði sem
tók mig til sín, þegar móðir mín lést
frá þrem börnum aðeins 26 ára að
aldri.
Bernskuminningar mínar eru að
stórum hluta tengdar heimili afa og
ömmu að Baugsvegi 29 í Skerjafirði,
líflegu og skemmtilegu heimili þar
sem alltaf var fullt af ungu fólki, ekki
aðeins systrunum fjórum og bræðr-
unum tveim, Guðmundi og Sveini,
heldur og vinum þeirra, unnustum og
mökum – og svo komu börnin þeirra
hvert af öðru.
Alls staðar blasir við huganum
myndin af Kristínu, frænku minni,
eins og hún var þá jafnan kölluð –
sjaldnast Þórey. Hún var hinum
systkinunum fremur gefin fyrir úti-
vist og íþróttir, stundaði t.d. skíði af
kappi á veturna. Í mínum huga varð
hún órjúfanlega tengd Jósefsdaln-
um, sem þá var vinsælt skíðasvæði og
alltaf bar hún með sér dugnað og
kappsemi, hvað sem hún tók sér fyrir
hendur.
Kristín giftist miklum ágætis-
manni, Birni Guðmundssyni og flutt-
ist með honum burt úr foreldrahús-
um, en ekki ýkja langt, því þau
settust að í húsinu nr. 7 við sömu
götu, merkilegu húsi því þar var, að
mig minnir, fyrsti barnaskóli Sker-
firðinga. Það var því skammt á milli
vina og stutt að skjótast milli húsa
fyrir drenginn hennar, Svein Hauk
og Mugg, bróður minn, sem voru
nánast sem bræður frá upphafi. Síð-
ar bættist í hópinn, Anna Margrét,
systir Sveins, sem fylgdi þeim ótrauð
eftir í leikjum.
Þetta eru ljúfar minningar um sól-
skinsdaga og samheldna stórfjöl-
skyldu, þar sem allir voru þátttak-
endur í gleði og sorgum hvers annars
– en eins og svo oft vill verða í þessu
lífi leið ekki á löngu áður en áföllin
dundu yfir. Móðir mín lést í febrúar
1944 eftir að hafa smitast af skarlats-
sótt á Landspítalanum þar sem hún
eignaðist sitt þriðja barn – og fáein-
um árum síðar andaðist Björn, mað-
ur Kristínar. Banamein hans var af-
leiðing sprungins botnlanga, sem
ekki var greindur fyrr en um seinan.
Fimm börn í fjölskyldunni urðu móð-
ur- eða föðurlaus, hinn saklausi
heimur þeirra hrundi og ekkert okk-
ar greri þessara sára sinna fyrr en
löngu, löngu seinna, sum sennilega
aldrei.
Upp frá þessu er minningin um
Kristínu tengd harðri lífsbaráttu
hennar við að koma börnum sínum til
manns, sinna skyldum sínum eins og
hún taldi best. Um það snerist líf
hennar, að mennta börnin sín – sem
tókst með ágætum, sonurinn lauk há-
skólaprófi í viðskiptafræði og dóttirin
kennaraprófi. Það var ekki fyrr en
hún löngu síðar kynntist Ingibjarti
Þorsteinssyni, pípulagningameist-
ara, sem hún fann tilfinningum sín-
um útrás með öðrum hætti. Þar eign-
aðist hún góðan lífsförunaut. Þeim
varð ekki barna auðið en ættleiddu
lítinn dreng, Huga, sem varð auga-
steinn þeirra og eftirlæti.
Ekki vildi þó lánið leika við hana of
lengi, hennar beið það óbærilega
áfall að missa einkadóttur sína, Önnu
Margréti kennara, úr krabbameini,
aðeins fertuga að aldri, yndislega
mannkostakonu, gædda margvísleg-
um hæfileikum; það var sem allt léki í
höndum hennar. Sorgin og söknuð-
urinn fylgdi Kristínu æ síðan enda
þótt hún ætti samt eftir að gleðjast
yfir mörgu, ekki síst velgengni og
lífshamingju sonar síns, dugnaði og
námsafrekum barnabarnanna og
langömmubörnunum, sem bættust í
hópinn hvert af öðru. Mestu skipti þó
fyrir hana, að öll voru þau góðar
manneskjur; hún hafði svipaða af-
stöðu til manna og menntunar og
móðir hennar á sínum tíma; að sá
sem ekki varð betri maður af mennt-
un sinni átti hana ekki skilið.
Fyrir mína hönd og dætra minna,
Önnu Heiðar og Emblu Eirar Odds-
dætra, sendi ég fjölskyldu Kristínar
innilegustu samúðarkveðjur vegna
fráfalls hennar. Við þökkum henni
jafnframt góðar stundir og nánar
samvistir þar sem við vorum nánast
sambýlingar árum saman, fyrst í
sama fjöleignahúsinu við Hjarðar-
haga í Reykjavík, þar sem Anna
Heiður var á bernskuárunum alltaf
velkomin hjá frænku sinni og börn-
unum – sem oft hlupu undir bagga
með að gæta hennar þegar foreldr-
arnir komust ekki frá vinnu; síðan í
Lundunum í Garðabæ, þar sem milli
okkar og þeirra Ingibjartar voru að-
eins örfá hús, heimili þeirra okkur
alltaf opið og yngri dóttur minni,
Emblu, ávallt tekið opnum örmum –
og loks í sama fjöleignahúsinu við
Hrísmóa í Garðabæ þar sem Kristín
bjó þangað til hún gat ekki lengur
séð um sig sjálf. Hún tók afar nærri
sér að yfirgefa þetta síðasta heimili
sitt, henni hraus hugur við að vera
upp á aðra komin og glata því frelsi
sem því fylgir að búa á eigin heimili.
Ekki verður þó annað sagt en að
henni hafi liðið vel á vistheimilinu við
Holtsbúð, húsinu sem kaþólskar
nunnur reistu á sínum tíma af mikilli
smekkvísi. Þaðan fór hún í göngu-
ferðir meðan fæturnir dugðu henni
og þar naut hún þess í næði, eftir að
sjónin fór að gefa sig, að hlusta á
meistaraverk íslenskra bókmennta
lesin af frábærum leikurum og öðr-
um sem kunnu að gæða þau lífi. Sjálf
hafði Kristín gott eyra fyrir hrynj-
andi íslenskrar tungu og fékkst svo-
lítið við ljóðagerð í laumi, sem var
ekki á margra vitorði. Hún hafði erft
hagmælsku föður síns, en lét þessa
gáfu því miður alltaf víkja fyrir öðr-
um verkum. Eins og svo margar kon-
ur hafa gert, íslenskar sem annarra
þjóða.
Enda þótt við kveðjum nú frænku
okkar, Kristínu, mun hún áfram lifa í
hugum okkar meðan við sjálf munum
og lifum.
Margrét Heinreksdóttir.
Í dag verður til moldar borin önd-
vegiskonan Þórey Kristín Guð-
mundsdóttir. Dóda, eins og fjölskyld-
an kallaði hana, átti langt líf. Hún ólst
upp á stóru menningarheimili í
Reykjavík, dóttir hjónanna Júlíönu
Sveinsdóttur, húsmóður og Guð-
mundar Jónssonar, trésmiðs sem
stofnaði og rak verslunina Brynju.
Fjölskyldan bjó gegnt Brynju á
Laugveginum en eftir að Aðalheiður
systir hennar lenti undir bíl ákváðu
hjónin að flytja úr bænum og byggðu
reisulegt hús sem enn stendur í
Þverholti. Þar var útsýnið eins og
fjólublár draumur. Sá kraftur sem
einkenndi Dódu kom strax fram í
æsku þegar hún veigraði sér ekki við
að spila fótbolta við strákana en að
sögn Aðalheiðar, einu eftirlifandi
systur hennar, var hún dálítill klaufi í
sundi. Guðmundur í Brynju var hag-
mæltur, kvað stundum vísur og á
meðan börnin voru að leik hljómuðu
ósjaldan sinfóníur Beethovens eða
Hollendingurinn fljúgandi eftir Wag-
ner af hljómplötum sem hann flutti
til landsins.
Í lífi Dódu skiptust á skin og skúr-
ir. Mér er í bernskuminni þegar hún,
ung ekkja eftir manninn sinn, Björn
Guðmundsson, var ævinlega á þön-
um til að sjá sér og börnunum, Sveini
Hauki og Önnu Margréti, farborða.
Bæði gengu þau menntaveginn,
Sveinn Haukur varð viðskiptafræð-
ingur og Anna Margrét virtur sér-
kennari. Gæfan brosti aftur við
Dódu. Hún gekk í hjónaband með
Ingibjarti Þorsteinssyni og bjuggu
þau á glæsilegu heimili í Garðabæ
með fóstursyninum Huga. Þar voru
haldin rausnarleg jólaboð þar sem öll
fjölskyldan kom saman. Ský dró fyrir
sólu í lífi allrar fjölskyldunnar þegar
Anna Gréta dóttir hennar veiktist og
lést í blóma lífsins. Dóda náði sér
aldrei að fullu eftir þetta áfall en
engu að síður var hún ætíð tilbúin að
rétta öðrum hjálparhönd.
Undirrituð og fjölskylda hennar
voru meðal þeirra sem nutu góðvild-
ar Dódu sem hjálpaði um tíma á
heimilinu á meðan börnin voru ung.
Snyrtimennskan var í fyrirrúmi hjá
Dódu og börnin nutu þess að hafa
hana hjá sér þótt þeim fyndist hún
stundum nota of mikinn handáburð!
Dóda tók ólátum hvolpsins Tryggs af
stakri ró. Henni fannst hann hinn
mesti óþekktarormur en allt var í röð
og reglu undir hennar stjórn.
Hin síðari ár fylgdist maður með
Dódu í göngutúr í nágrenninu og oft
kom hún í heimsókn til að kasta
mæðunni. Hún átti erfitt með gang
en lét það ekki aftra sér því að hún
hafði stálvilja og var engum lík.
Dóda talaði fallega íslensku og
hafði yndi af bókum á meðan hún gat
lesið. Hún var lagleg kona og stór-
brotin persóna eins og hið vestfirska
landslag sem umlykur æskustöðvar
móður hennar, Júlíönu. Blessuð sé
minning hennar.
Anna Júlíana Sveinsdóttir.
Látin er góð vinkona mín til
margra ára, Kristín Guðmundsdótt-
ir. Hún var mamma bestu vinkonu
minnar frá unglingsárum og er óhætt
að segja að Kristín lagði ýmislegt af
mörkum við uppeldi mitt.
Þær voru ófáar stundirnar sem við
Anna Gréta, dóttir hennar áttum
saman á Hjarðarhaganum á ung-
lingsárunum en þá var Kristín ein-
stæð móðir með tvo unglinga og vann
hörðum höndum við að koma þeim til
manns og mennta. Kristín var mikil
myndarhúsmóðir og bar heimilið vott
um smekkvísi og nægjusemi enda
ekki úr miklu að spila. Hún var líka
einstaklega skipulögð húsmóðir og
ég minnist þess oft þegar ungling-
urinn henti af sér úlpunni eða vett-
lingunum einhvers staðar þá var búið
að koma því fyrir samanbrotnu inni í
skáp þegar halda átti heim á leið.
Kristín gaf sér líka tíma til umræðna
um málefni líðandi stunda og var
ávallt létt, kát og hláturmild.
Það var Kristínu mikið áfall að
missa einkadóttur sína um fertugt og
má segja að hún hafi aldrei komist yf-
ir það áfall. Samband þeirra var náið
og hlýtt, umhyggjan ávallt í fyrir-
rúmi og því erfitt að sætta sig við að
fá ekki að njóta samvista lengur.
Kristín var gædd ýmsum góðum
eiginleikum og á seinni árum nutum
við þess oft að ræða saman um bók-
menntir en hún var mjög víðlesin og
átti gott safn bóka. Hún hafði ánægju
af fleiri listgreinum og aldrei skorti
okkur umræðuefni. Lífið var henni
oft erfitt og auk þess að missa einka-
dóttur sína í blóma lífsins þá þurfti
hún að sjá á eftir eiginmönnum á
besta aldri. En hún var sterk og þol-
góð, lét ekki bugast og sótti styrk í
trúna.
Síðustu árin dvaldi hún á heimili
fyrir aldraða í Garðabæ en heilsu
hennar hrakaði mjög undanfarna
mánuði. Ég vil með þessum fáu orð-
um þakka Kristínu fyrir vináttu og
þá umhyggju og áhuga sem hún
sýndi mér og mínum alla tíð. Blessuð
sé minning dugmikillar og merkrar
konu.
Ingibjörg Einarsdóttir.
Þórey Kristín
Guðmundsdóttir