Morgunblaðið - 03.11.2006, Side 49
að Siggi þarf ekki að kveljast leng-
ur. Hjartans þakkir fyrir allt. Guð
veri með ykkur.
Valbjörg Jónsdóttir
Í nokkrum orðum langar mig að
minnast Sigurðar, vinar míns, á
Höskuldsstöðum sem nú hefur játað
sig sigraðan í baráttu við erfið veik-
indi. Sigurði kynntist ég fyrir um 16
árum er ég fluttist í Eyjafjörð. Með
okkur tókst fljótt mikil vinátta enda
var Siggi tíður gestur á heimili
tengdaforeldra minna og var þá
mikið talað um hross. Fljótlega fór
ég að njóta afraksturs hans í
hrossaræktinni með því að fá að
temja fyrir hann og þá lærði maður
fljót hversu hestamennskan var
honum kær, því vel var fylgst með
manni og þá oftast úr hæfilegri fjar-
lægð úr „pikkanum“. Siggi var ör-
látur á sitt og ófáa gladdi hann með
höfðinglegum gjöfum á gæðingsefn-
um og lét hann sig ávallt varða um,
hvernig aðrir hefðu það. Alltaf var
Siggi snemma á fótum og ósjaldan
sá maður „rauða pikkan“ niður á
hólnum fyrir allar aldir en þar gat
hann fylgst með stóði sínu á flat-
anum. Einnig mátti maður eiga von
á honum í kaffi eða í það minnsta
símtali frá honum árla morguns og
hér áður fyrr var oft fyrsta spurn-
ingin; „lentirðu nokkuð í Sjálfsæðis-
húsinu í gærkvöldi?“ Þeir sem
þekktu Sigga kynntust glettni hans
og húmor. Og þrátt fyrir erfið veik-
indi var ávallt stutt í hlátur og grín
og reyndi maður ávalt að luma á
einni góðri sögu ef maður heyrði í
honum, og fá hann til að slá sér á
lær og segja; „Óttalegur glópur get-
urðu verið drengur!“
Fyrst eftir að ég fluttist aftur í
Skagafjörðinn heyrðumst við meira
í síma og skiptumst þá á fréttum.
Eins var það fastur liður hjá mér að
mæta ásamt nokkrum félögum í
hrossasmölun á Garðsárdal. Í þeim
félagsskap var ávallt viðhafður sá
húmor sem tilheyrði Sigga og skipt-
umst við félagarnir á að herma eftir
kallinum og fara með fleygar setn-
ingar eftir honum. Síðustu tvö haust
hafði ég þó ekki gefið mér tíma í
þetta þar sem ég taldi mig vera
ómissandi í öðru, svo er maður
minntur á það að það er ekkert gef-
ið í því að maður fái að upplifa þetta
seinna. Siggi hafði verið á sjúkra-
húsinu í nokkra daga og eftir að
hafa talað við hann tvisvar í síma og
fundið fyrir veikri von hjá honum
um að fá að fara heim yfir helgina
ákvað ég að eftirláta öðrum minn
hversdagsleika og mætta í smölun í
þeirri von að upplifa þetta einu sinni
enn með honum. Sú von mín rættist
og Siggi var mættur á „Pikkanum“
og fylgdist með þegar komið var
með stóðið niður. Daginn eftir
fylgdist hann með réttarstörfum og
áttum við gott tal saman. Áður en
ég hélt svo heim þá kom ég við í eld-
húsinu á Höskuldsstöðum, þar sem
bóndinn snæddi steik með félögun-
um, sem höfðu í leiðinni matreitt
eina góða sögu um mig, sem kominn
var í fleyga setningu, sem bóndinn
lét vaða á mig og hló mikið og sló
sér á lær. Setning, sem mun ábyggi-
lega lifa eins og fleiri slíkar, með
minningu þessa góða manns. Svona
vil ég muna hann Sigga á Höskulds-
stöðum og er þakklátur að hafa
fengið að vera honum samferða og
vona að minning hans muni lifa.
Ég votta Rósu og börnum þeirra
og fjölskyldum, samúð mína.
Ágúst Andrésson.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, sem fengu að
kynnast þér.
Ingibj. Sig.
Yndisleg fjölskylda hefur misst
mikið, Siggi gamli, eins og svo
margir kölluðu hann, lét undan í
baráttunni og lagði upp í hið mikla
ferðalag. Siggi var frábær maður,
persónuleikinn var svo yndislegur
að allir vildu kynnast þessum manni
betur. Ég kynntist fjölskyldunni
fyrir rúmum 5 árum, en þá voru
mamma og Snæbjörn að skjóta
saman rótum, öll fjölskyldan tók
mér, mömmu og bræðrum mínum
ótrúlega vel og við erum alltaf vel-
komin inn á Hösk. Ég komst fljótt
að því að allir þekktu gamla, enda
frægur fyrir hilux-ferðina, já þú
varst aldrei að flýta þér neitt. Mér
fannst hárið á þér alltaf svo flott.
Eftir fyrstu heimsóknina okkar á
Höskuldsstaði töluðum við Ingi
bróðir mikið um hárið á þér. Ingi
skildi ekki hvernig þessar bylgjur
kæmu, þú sagðir alltaf við mig að
það yxi bara svona, en dætur þínar
og Freyr sögðu mér sannleikann
um daginn.
Einhvern veginn varð allt svo
áhugavert þegar þú sagðir mér frá
hinum ýmsu hlutum, jafnvel þó svo
að ég hefði engan áhuga á sumum
málefnum og alltaf þegar ég kom
inn á Hösk og þú sast í horninu þínu
við eldhúsborðið sagðir þú: komdu
hérna, blómarós, og segðu mér
fréttir úr bænum.
Þó svo að það hafi verið 51 ár á
milli okkar í aldri höfðum við oft
húmor fyrir sömu hlutunum. Mörg
bestu samtölin áttum við í sjopp-
unni þegar þú mættir á svæðið til að
kaupa Winston light í mjúku og eld-
stokk. Þú varst fastakúnninn okkar
og allir niður í vinnu töluðu um þig;
gamli maðurinn sem er alltaf á
rauða pallbílnum og tilbúinn með
aurinn. Þú hlóst lengi þegar ég
sagði þér að tóbakið hefði hækkað
en þú værir enn að borga gamla
verðið og eftir það spurðir þú oft
hvort það væri gamla eða nýja verð-
ið í dag. Okkur fannst báðum gam-
an að skjóta á mömmu með hestana
og við áttum mikið af bröndurum en
enginn skilur nema við; jólapakkinn
í fyrra, hestaævintýrin, hárbrand-
ararnir, þegar ég sagði þér að ég
væri ófrísk og margt fleira.
Í dag kveðjum við sannkallaðan
gullmola, mann sem margir þekktu
og litu upp til. Ég veit þér líður bet-
ur núna og fylgist með okkur sem
eftir eru.
Elsku Rósa, börn, tengdabörn,
barnabörn, aðrir aðstandendur og
vinir, ég sendi ykkur mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur og bið Guð að
halda utan um ykkur á þessum erf-
iðu tímum. Siggi, ég lofa að hvetja
mömmu í hestunum og ætla að
muna það sem þú sagðir við mig
einhvern daginn þegar ég var pirr-
uð, að ég ætti að gleðjast yfir því
góða en gleyma því slæma.
Sigríður Elísabet (Sigga Beta).
Það er komið að kveðjustund,
Sigurður á Höskuldsstöðum er lát-
inn, og þó ég hafi vitað í hvað
stefndi fylltist ég söknuði og eftir-
sjá.
Siggi var heimilisvinur á heimili
foreldra minna og þegar ég fór að
búa sjálf varð Siggi heimilisvinur á
mínu heimili líka.
Samband Sigga við foreldra mína
og okkar systkinin einkenndist af
mikilli vináttu og væntumþykju.
Ein af mínum fyrstu minningum
er af Sigga við eldhúsborðið heima í
Grundargerði þar sem hann sat og
talaði við foreldra mína um hesta og
hestamennsku, oft sat ég og hlust-
aði á þau tala, því Siggi hafði góðan
húmor og kunni að segja skemmti-
lega frá.
Faðir minn var tamningarmaður
hjá Sigga þegar ég var lítil og að
koma í Höskuldsstaði til Rósu og
Sigga var sannkallað ævintýri og
alltaf var sjálfsagt að ég fengi að
skottast með.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar ég minnist Sigga.
Stærsti draumur minn sem barn
var að eignast hund, og það skildi
Siggi mjög vel, því Siggi hafði sér-
stakt dálæti á hundum og oftar en
ekki fylgdu þeir honum eftir hvert
sem hann fór. Þegar við pabbi vor-
um eitt sinn að fara frá Höskulds-
stöðum, kom Siggi með lítinn hvolp
í fanginu sem hann rétti mér. Sam-
an földum við hann í bílnum svo
pabbi yrði ekki var við hann fyrr en
við værum komin heim.
Snemma byrjaði ég að keppa á
hestum, og þegar pabbi bað Sigga
um að lána mér besta hestinn sinn,
hann Þorra, var það alveg sjálfsagt.
Þegar við Þorri vorum að keppa
kom Siggi oft á bílnum sínum og
horfði á, það þótti mér vænt um og
oftar en ekki hrósaði hann mér eða
sagði mér hvað mætti betur fara.
Á mínum unglingsárum missti ég
gráskjóttan hest sem mér þótti
mjög vænt um. Nokkrum árum
seinna, þegar ég var stödd sem oft-
ar á Höskuldsstöðum, kallaði Siggi í
mig og spurði mig hvort mér litist
ekki vel á þann gráskjótta sem stóð
á básnum. Hann sagðist vita að mig
langaði í gráskjóttan hest í staðinn
fyrir hestinn sem ég hafði misst og
gaf mér hestinn.
Þegar ég og maðurinn minn,
Ágúst, fórum að búa gerðist hann
tamningarmaður hjá Sigga eins og
faðir minn hafði verið, og Siggi varð
tíður gestur á okkar litla heimili.
Mér er minnistætt þegar Rakel Rós
dóttir okkar kom hlaupandi inn í
eldhús og kallaði Sigga afa, hann
bara brosti og sagði, ég skal alveg
vera afi þinn eins og mömmu þinnar
þegar hún var lítil.
Ég er búin að minnast Sigga hér
með nokkrum orðum en til eru mun
fleiri sögur um góðvild hans.
Elsku Siggi, við Gústi komum í
hrossasmölunina í haust og mikið
vorum við hissa að sjá þig koma
keyrandi niður að réttinni á Gamla
Rauð, því við vissum hve veikur þú
varst orðinn. En þarna sastu í bíln-
um þínum og kvaddir bæði menn og
hesta.
Elsku Siggi, bernska mín hefði
ekki verið söm ef ég hafði ekki feng-
ið að kynnast þér og Höskuldsstöð-
um og fyrir það er ég þakklátt. Vin-
skapur þinn við foreldra mína og
systkini var einstakur.
Við vorum búin að kveðjast og
það er mér mikilvægt.
Rósu og fjölskyldunni frá Hösk-
uldsstöðum sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Minningin um Sigga mun lifa með
mér alla tíð.
Guðbjörg Ragnarsdóttir.
Það haustar að. Blóm og grös
fölna, máttur sumarsins má sín lítils
gegn hrímkulda og hraglanda
haustsins. Hver árstíð tekur við af
annarri og við fylgjum með, getum
ekki annað. Óháð dagatalinu viljum
við halda í sumarið og góða veðrið
sem lengst. Við vanmáttugar mann-
verur viljum að það besta snúist
okkur í hag, en við ráðum oftast
litlu um þá framvindu. Við fáum
litlu ráðið um hver verða næstu
skref.
Þess minnist ég nú þegar ég kveð
vin minn Sigurð á Höskuldsstöðum
með fáeinum orðum við fráfall hans
á þessum haustdögum.
Við hittumst í Laugaskóla fyrir
meir en hálfri öld. Með okkur tókst
kunningsskapur sem varð að vin-
áttu, sem haldist hefur síðan. Þótt
vegalengd væri kannski ekki löng á
milli okkar voru samskiptastundirn-
ar því miður allt of fáar en við
fylgdumst þó allvel hvor með öðr-
um.
Minningarnar frá skóladögunum
eru bjartar og ljúfar. Með Sigurði
fylgdi ferskleiki, bjartsýni og vilja-
styrkur. Hann ætlaði sér mikla
hluti, í brjósti hans svall eldmóður
þess unga manns sem ætlaði sér að
ná árangri með verkum sínum til
framdráttar sínu fólki og samferða-
mönnum öllum.
Margs góðs er að minnast úr leik
og starfi á Laugum. Mörg afrek
voru unnin en þó misjafnlega metin
af þeim sem þekktu þau, enda fá á
lands- eða heimsmælikvarða en lifa
þeim mun lengur hjá þeim sem af-
rekin unnu.
Sigurður var í smíðadeild skólans
og má fullyrða að það nám varð
honum notadrjúgt á lífsgöngunni.
Hugur hans hneigðist snemma til
margs konar framkvæmda og rækt-
unarstarfa. Það hafði hann vissu-
lega alist upp við á æskuheimili
sínu, höfðingjasetrinu Grund í
Eyjafirði og er hann fór þaðan hef-
ur hann ávaxtað sitt pund á vett-
vangi búskapar með elju, ósérhlífni
og dugnaði.
Hans mikla gæfuspor á lífsleið-
inni var þegar hann gekk að eiga
sína mikilhæfu konu Rósu Árna-
dóttur. Saman hafa þau unnið stór-
virki með uppbyggingu og ræktun á
Höskuldsstöðum, þar sem allt var
byggt frá grunni á fáum árum, sam-
hliða fjölbreyttri ræktun jarðar og
búfénaðar. Bæði komu þau mikið
við sögu sveitar sinnar og samfélags
á margvíslegan hátt, voru sómi
sinnar sveitar í víðtækum skilningi.
Öllum má ljóst vera að starfsdag-
urinn var langur, heimilið mann-
margt en annálað fyrir gestrisni og
myndarskap. Lítil takmörk voru
fyrir þeim verkefnum er þangað
söfnuðust. Sigurður var greiðvikinn
og taldi ekki eftir sér að rétta ná-
grannanum hjálparhönd hvort sem
það var við búskap eða byggingar
og kom sér þá vel hve verkhagur
hann var og vanur byggingamaður.
Því miður var lífshlaupið ekki
alltaf dans á rósum og var hann bú-
inn að lenda í ýmsum áföllum og
sjúkdómum sem fáum er gefið að
bregðast við á líkan hátt og hann
gerði með dugnaði, kjarki og æðru-
leysi. Síðasta samverustund okkar
var á sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir
um tveimur árum þar sem hann
rakti í stuttu máli hluta af sinni
sjúkrasögu. Það var ótrúleg
reynslusaga.
Þekktastur var Sigurður fyrir
hestamennsku sína og ræktunar-
sögu margra gæðinga sem hafa sett
sitt mark á spjöld sögunnar fyrir af-
rek sín og áhrif á kynbótastarfið.
Þar eru aðrir mér færari að færa til
bókar en þó verðugt verkefni.
Í anda þinna mörgu starfa, Siggi,
með „þarfasta þjóninn“ finnst mér
tilheyra að fylgi þér eitt erindi úr
Fákum“ eftir Einar Benediktsson:
Hesturinn, skaparans meistaramynd
er mátturinn, steyptur í hold og blóð, –
sá sami, sem bærir vog og vind
og vakir í listanna heilögu glóð.
– Mundin sem hvílir á meitli og skafti,
mannsandans draumur í orðsins hafti,
augans leit gegnum litanna sjóð,
– allt er lífsins þrá eftir hreyfing og
krafti.
Að endingu sendum við Ása okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur til
Rósu, barnanna og fjölskyldna
þeirra og biðjum góðan Guð að
milda tregann, en ykkar er miss-
irinn mestur.
Sveinn Jónsson.
Sigurður Snæbjörnsson, Hösk-
uldsstöðum í Eyjafirði, er látinn.
Mig langar að minnast hans í fáein-
um orðum. Ég kynntist Sigga í jan-
úar 1991 þegar ég kom á Höskulds-
staði til að vinna sem
tamningarmaður. Siggi var mikill
hestamaður og stórræktandi og
vann ég hjá honum í þrjá vetur.
Ég tel mig afar lánsaman að hafa
fengið að kynnast Sigga og Rósu.
Siggi var mikill höfðingi heim að
sækja í alla staði og vinamargur að
sama skapi. Oft á tíðum minntu
Höskuldsstaðir mig á fimm stjörnu
hótel því matseldin hennar Rósu og
léttleikandi húmor Sigga gerðu það
að verkum að öllum leið vel í kring-
um þau. Við Siggi héldum góðu
sambandi í gegnum síma eftir að ég
vann hjá honum og umræðuefnið
oftar en ekki um hross. Ég kom á
hverju hausti norður til þeirra
hjóna til þess að vera í smala-
mennsku og stóðréttum. Núna í
haust voru það okkar síðustu stund-
ir saman. Siggi var búinn að vera
mikið veikur og var á spítala þegar
ég kom norður á föstudegi og var
það mitt fyrsta verk að fara að
heimsækja hann. Hann var sjálfum
sér líkur, ræddi um hross og reitti
af sér brandarana. Á laugardegin-
um var Siggi svo mættur á Rauð
gamla (Hilux) og fylgdist með stóð-
inu koma niður af fjalli, það var
engu líkara en að hann hafi fengið
aukinn kraft á meðan á réttunum
stóð. Sem fyrr fékk maður höfð-
inglegar móttökur með stórkost-
legri matseld Rósu og húmorinn
hans Sigga beint í æð.
Kæri vinur, hvíl í friði. Elsku
Rósa, börn, tengdabörn, barnabörn
og aðrir aðstandendur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð og bið
guð að styrkja ykkur á erfiðri
stundu
Baldur Rúnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 49
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur,
PÁLL ÞÓRÐARSON,
Flétturima 11,
Reykjavík,
lést 30. október og verður jarðsunginn frá Grafar-
vogskirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 13.00.
Þórður Pálsson,
Elín Þórðardóttir, Reinhold Kristjánsson,
Steinunn Þórðardóttir, Hrafn Bachmann,
Aðalsteinn Þórðarson, Guðrún Jóhannesdóttir,
Kjartan Þórðarson, Helga Einarsdóttir,
Gunnar Þórðarson, Hafdís Kjartansdóttir.
Ástkær amma okkar,
STEINUNN JAKÓBÍNA THORARENSEN,
lést á heimili sínu, Hátúni 6, þriðjudaginn
31. október.
Kristinn Thorarensen,
Haukur Steinn Hilmarsson.