Morgunblaðið - 03.11.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2006 51
✝ Margrét Jó-hannesdóttir,
fæddist á Hofs-
stöðum í Skagafirði
21. júní 1916. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jóhannes
Björnsson bóndi og
hreppstjóri á Hofs-
stöðum, síðar verk-
stjóri í Reykjavík, f.
1887, d. 1967, og
Kristrún Jósefs-
dóttir, f. 1887, d.
1978. Systkini Mar-
grétar eru: Una, f.
1913, d. 2000, gift Birni Sigurðs-
syni, lækni og forstöðumanni Til-
raunastöðvarinnar á Keldum, f.
1913, d. 1959; Björn jarðvegsverk-
fræðingur, f. 1914, d. 1990; Hólm-
fríður, f. 1919, gift Gísla Ólafssyni
ritstjóra, f. 1912, d. 1995; Jón Jósef
íslenskufræðingur, f. 1921, d.
1981; Sigurður forstöðumaður, f.
Ólafi Bjarnasyni lækni (f. 1914, d.
2004), síðar prófessor og forstöðu-
manni Rannsóknastofu háskólans í
meinafræði og helgaði sig eftir
það heimilisstörfum. Margrét og
Ólafur áttu heimili í Reykjavík
alla tíð að undanskildum nokkrum
árum erlendis.
Margrét tók virkan þátt í kven-
félagi Grensássóknar og var hún
ein af stofnfélögum þess og sat í
stjórn fyrstu árin. Hún tók einnig
þátt í starfi Rauða kross Íslands,
sem sjúkravinur á nokkrum
sjúkrastofnunum í mörg ár. Um
tíma rak hún bókabúð í Grímsbæ í
Fossvogi ásamt systur sinni Hólm-
fríði og mágkonu hennar Þor-
björgu Ólafsdóttur.
Dætur Margrétar og Ólafs eru:
Elín, f. 1939, lífefnafræðingur og
læknir, maki Leó Kristjánsson
jarðeðlisfræðingur, Kristrún, f.
1941, sagnfræðingur og yfirlíf-
eindafræðingur, maki Skúli Páls-
son hæstaréttarlögmaður, og
Birna, f. 1945, jarðeðlisfræðingur
í Uppsölum í Svíþjóð, maki Fred-
rik Ros jarðfræðingur.
Útför Margrétar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
1925, kvæntur Þór-
höllu Gunnarsdóttur,
f. 1923; Einar, yfir-
læknir í Svíþjóð, f.
1927, d. 1996, kvænt-
ur Marianne Jóhann-
esson, f. 1936.
Fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur
haustið 1932 og bjó
lengst af í Þingholts-
stræti 31. Margrét
stundaði nám í Verzl-
unarskóla Íslands, en
hélt síðan til Skot-
lands og var þar við
nám í „Commercial College of
Glasgow“ veturinn 1934–35. Að
námi loknu starfaði hún sem ritari
og aðstoðarmaður í bókhaldi, fyrst
hjá móðurbróður sínum Hólmjárn
J. Hólmjárn iðnrekanda en síðar
sem bókari hjá Skipaútgerð ríkis-
ins.
Sumarið 1939 giftist Margrét
Heiðurshjónunum Margréti Jó-
hannesdóttur og Ólafi Bjarnasyni
kynntist ég fyrst veturinn 1968–69 á
einstaklega smekklegu og vel búnu
heimili þeirra við Brekkugerði í
Reykjavík. Ég minnist ekki síst
þeirrar yfirvegunar og virðuleika,
sem einkenndi heimilishaldið. Á þess-
um árum var Ólafur prófessor við
læknadeild Háskóla Íslands og sinnti
auk þess mikilvægum trúnaðarstörf-
um innan vísinda og fræða, bæði á
innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Það viðmót sem mætti gestum end-
urspeglaði sömu atriðin og farsælt
hjónaband Margrétar og Ólafs
grundvallaðist á, það er jákvætt lífs-
viðhorf þeirra beggja og einstakir
hæfileikar hennar sem húsmóður.
Hún óx upp í foreldrahúsum og voru
innrættar þær kvenlegu dygðir sem
miklu vörðuðu þá. Kristrún Jósefs-
dóttir móðir hennar kvaðst í blaða-
viðtali 1977 telja móður-, eiginkonu-
og húsmóðurstarf vera mikilvægasta
hlutverkið í lífinu.
Foreldrar Margrétar fluttust með
sjö börn sín til Reykjavíkur 1932,
ekki síst til þess að börnin ættu hæg-
ara með að leita sér menntunar. Mar-
grét nam verslunarfræði í Reykjavík
og Glasgow og starfaði svo nokkur ár
á því sviði hér í Reykjavík. Í hjóna-
bandi þeirra Ólafs sá hún um heim-
ilishald og uppeldi dætranna þriggja,
og fylgdust þau að til dvalar við fram-
haldsnám hans og rannsóknir, m.a. í
Stokkhólmi 1945–46 og Lundúnum
1949–50. Ferðir erlendis héldu áfram,
einkum í tengslum við starf Ólafs,
bæði til heimsborga og sögustaða, og
kunni Margrét góð skil á tungum og
menningu nágrannaþjóðanna.
Margréti Jóhannesdóttur má lýsa
sem glæsilegum heimsborgara, en
henni voru fjölskyldan og umhverfið
á Íslandi einnig mjög kær. Hún stóð
fyrir óviðjafnanlegum veislum á
heimili þeirra hjóna, bæði á stórhátíð-
um ársins og við mörg önnur tæki-
færi, fyrir ættingja og vini, innlenda
sem erlenda. Undir borðum var oft
farið á kostum í umræðu um málefni
líðandi stundar eða í upprifjun minn-
inga frá fyrri tíð. Hún fetaði þar í spor
foreldra sinna sem voru þekkt fyrir
gestrisni og höfðingsskap. Jafnframt
tók hún þátt í félagslífi og störfum ut-
an heimilisins eftir að dæturnar
höfðu vaxið úr grasi. Afþreyingar frá
önnum dagsins nutu þau hjónin með-
al annars við spilamennsku og í ár-
vissum laxveiðiferðum með vinum og
vandamönnum, m.a. í Borgarfirði.
Margrét lét sér umhugað um
barnabörnin, og veitti þeim margvís-
lega fræðslu, stuðning og hvatningu
gegnum tíðina. Litlu langömmustúlk-
urnar hændust einnig að henni og
glöddu með sínum barnslegu tiltækj-
um. Margrét var ættfróð, minnug á
fólk og atburði, áhugasöm um hvað-
eina í þjóðlífinu fram á síðustu daga,
ræðin og skemmtileg.
Árið 1993 fluttu þau Margrét og
Ólafur á Sléttuveg, þar sem sama
smekkvísin og góði andinn ríkti og í
Brekkugerði. Þau áttu þar allmörg
góð ár, en veikindi fóru síðan að
sækja á og fyrir um fjórum árum
fluttu þau á hjúkrunarheimilið í Sól-
túni. Þar mætti þeim einstaklega
hlýtt viðmót starfsfólks sem lagði sig
fram um að gera síðustu æviárin sem
ánægjulegust. Ég þakka tengdamóð-
ur minni góða samfylgd sem aldrei
bar skugga á. Blessuð sé minning
hennar.
Leó Kristjánsson.
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast tengdamóður minnar, Margrétar
Jóhannesdóttur, sem andaðist hinn
22. október sl. Það eru rúmlega 40 ár
síðan ég kynntist Margréti og eigin-
manni hennar, Ólafi Bjarnasyni. All-
an þann tíma hef ég notið gestrisni
hennar, en hún var höfðingi heima að
sækja og jóla- og nýársboðin ógleym-
anleg svo og annað samneyti við hana
og Ólaf. Margrét helgaði sig að mestu
heimili sínu og lagði mikinn metnað í
að þar væri allt fágað og fínt. Þá vildi
hún veg afkomendanna sem mestan
og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti.
Margrét var stórvel gefin kona, eins
og systkini hennar öll. Ættfræði var
henni mjög hugleikin og minni henn-
ar á því sviði, sem öðrum, ótrúlega
gott nær fram á síðustu stund. Mar-
grét var fríð kona og bar sig vel, enda
mjög annt um útlit sitt og fas, höfð-
ingleg í framkomu. Síðustu árin urðu
henni nokkuð þungbær, heilsan bilaði
og var hún bundin við hjólastól síð-
ustu árin, en ekki var slegið af kröf-
um um góðan og fágaðan klæðaburð
og höfðingsskap allan. Minnist ég
Margrétar, tengdamóður minnar
með þakklæti og virðingu. Blessuð sé
minning hennar.
Skúli Pálsson.
Nú árið er liðið í aldanna skaut
og aldrei það kemur til baka.
Þessar línur Valdimars Briem
sungum við frá barnæsku um hver
áramót hjá ömmu og afa við undirleik
Ríkisútvarpsins. Eftir því sem fleiri
ár liðu í aldanna skaut og meira vit
færðist í kollinn þá kom yfir mann á
þessum stundum tregi og söknuður
sem tengdust þessu óstöðvandi flæði
tímans – tímans sem líður áfram á
eigin forsendum og enginn fær við
ráðið.
Í þetta skiptið kveðjum við ekki ár-
ið heldur hana ömmu okkar. Nú
gengin er sérhver hennar gleði og
þraut og óhjákvæmilega hellist yfir
tregi og söknuður – tíminn líður og öll
verðum við að lokum að kveðja þetta
líf. Þó er okkur líka þakklæti ofarlega
í huga, þakklæti til ömmu okkar fyrir
það sem hún gaf okkur og til almætt-
isins fyrir að geta deilt með henni svo
stórum hluta af langri, viðburðaríkri
og farsælli ævi.
Sem börn þekktum við ömmu og
afa á annan hátt en margir aðrir. Við
vorum aðeins að litlu leyti vitni að
þeirra daglega amstri, að samskipt-
um þeirra við vini og samstarfsmenn
og þeirra rómuðu veisluhöldum, þeg-
ar frá eru taldar fjölskyldusamkomur
á stórhátíðum sem ávallt einkenndust
af miklum virðuleik og hátíðarbrag. Í
staðinn fengum við þeirra tíma fyrir
okkur, tíma til að tefla, spila svarta-
pétur og marías eða sitja við glugga í
stofunni og ræða gang heimsins. Á
heimili þeirra upplifðum við fyrst og
fremst hlýju, öryggi og ró.
Amma Margrét fylgdist ávallt vel
með því sem við tókum okkur fyrir
hendur og hafði oftar en ekki á því
ákveðnar skoðanir, sérstaklega eftir
að kom fram á unglingsárin. Á hinn
bóginn var líka oft stutt í glettnina og
hló hún þá allra helst innilega að
sjálfri sér. Undanfarin ár höfum við
systkinin að miklu leyti búið erlendis
og fækkaði samverustundunum því
töluvert. Tók amma alltaf sérstaklega
vel á móti okkur hér heima þegar
tækifæri gafst og fylgdist áfram með
lífi okkar og störfum af áhuga.
Henni ömmu okkar var fátt óvið-
komandi og fram á síðustu vikur var
hægt að koma til hennar í Sóltúnið og
ræða um nýjustu fréttir innlendar
sem erlendar. Þrátt fyrir að hafa lifað
nær heila öld gat hún haft brennandi
áhuga á málefnum samtímans. Alla
tíð gat hún furðað sig á fréttum af
óheiðarleika í samskiptum fólks á
milli enda mætti hún sjálf heiminum
virðuleg, stolt og heiðarleg, allt fram
á síðustu daga.
Elsku amma, við sendum þér okk-
ar hinstu kveðju – en minning þín víst
skal þó vaka.
Kristján og Margrét.
Í dag fylgjum við höfðingjanum,
henni ömmu okkar, til grafar. Við
minnumst ömmu Margrétar sem gáf-
aðrar og sterkrar konu. Hún hafði
mikla skaphöfn og traustan metnað
fyrir hönd allra ættingja sinna og
sýndi fjölskyldu sinni alla tíð mikla
ræktarsemi og trúmennsku. Á sama
tíma innrætti hún okkur barnabörn-
um sínum mikilvægi þess að bera
virðingu fyrir sjálfum okkur og öðru
fólki.
Amma vildi hafa reglu á hlutunum
og brýndi fyrir okkur staðfestu og
reglusemi, sérstaklega hvað nám og
menntun varðaði. Þrátt fyrir að við
breyttum ekki alltaf samkvæmt vilja
hennar í þeim efnum, vissum við að á
bak við metnað hennar fyrir okkar
hönd bjó einlæg ósk um að við kæm-
um ár okkar vel fyrir borð í lífinu.
Með þeim hætti vildi hún að við end-
urspegluðum lífsgildi hennar, því
amma lagði mikið upp úr menntun,
vinnusemi og heiðarleika.
Amma Margrét var stálminnug á
menn og málefni og kunni til hlítar þá
fornu list, að rekja ættir Íslendinga
og ekki aðeins þeirra sem voru fædd-
ir Skagfirðingar líkt og hún sjálf. Allt
fram á síðasta dag fylgdist hún einnig
grannt með þjóðmálaumræðunni og
reyndist oft upplýstari en margur
yngri maðurinn um gang heimsmála.
Amma hélt því reyndar stundum
fram á síðustu árum að heimurinn
væri á hraðri niðurleið, en gat að
sama skapi verið snögg að skipta um
skoðun og sjá hlutina í jákvæðara
ljósi. Þótt líkaminn hafi verið farinn
að gefa sig hin síðustu ár var ævin-
lega stutt í glettnina og leiftrandi
kímnigáfuna sem við munum svo vel
frá fyrri tíð. Við minnumst ömmu í
Brekkugerði fyrir myndarskapinn,
myndugleikann og reisnina sem setti
svip sinn á heimili hennar og allt um-
hverfi. Við minnumst ömmu fyrir
elsku hennar og hvatningu. Gæska
hennar og styrkur verður með okkur
alla tíð. Blessuð sé minning hennar.
Ólafur og Ragnheiður.
Það var mannvænlegur systkina-
hópur, sem óx úr grasi á Hofsstöðum
í Viðvíkursveit í Skagafirði á öðrum
og þriðja tug síðustu aldar. Merkis-
hjónunum Jóhannesi Björnssyni,
óðalsbónda og hreppstjóra og konu
hans Kristrúnu Jósefsdóttur Björns-
sonar, skólastjóra á Hólum og alþing-
ismanns, fæddust þar sjö börn á 14
árum. Margrét, sem borin er til graf-
ar í dag, var þriðja í röðinni og sú
fimmta í systkinahópnum, sem kveð-
ur.
Heimilið á Hofsstöðum var mann-
margt menningar- og myndarheimili
enda bæði hjónin vel menntuð og
sigld. Börnin gengu menntaveginn
þegar þau komust á legg og foreldr-
arnir fluttu til Reykjavíkur þegar
sýnt var að þar gætu þau sinnt börn-
unum betur þegar fram í sótti. Hofs-
staðaheimilið flutti í Þingholtsstrætið
þar sem það stóð næstu áratugina op-
ið afkomendum og tengdabörnum
Hofsstaðahjónanna og vinum þeirra.
Í endurminningunni er húsið mjög
stórt og það iðaði einatt af lífi og fjöri,
jafnframt því sem agi, virðing og trú á
hið góða í manninum og almættið var
aldrei langt undan. Böndin, sem
þarna bundust voru það sterk að okk-
ur barnabörnunum fannst stundum
að við værum sem systkini fremur en
frændsystkini.
Hún Margrét móðursystir mín var
vel gerð og vönduð kona. Hún giftist
ung Ólafi Bjarnasyni lækni, miklum
sómamanni frá Akranesi, sem síðar
varð háskólakennari í meinafræði og
forstöðumaður Rannsóknastofu Há-
skólans við Barónsstíg en hann var
einnig forystumaður í Krabbameins-
félagi Íslands og sinnti því meðan
honum entist heilsa. Þau Margrét og
Ólafur voru afar samhent hjón og
sópaði að þeim, hvar sem þau fóru og
þau voru vinamörg. Heimilið, sem
þau bjuggu sér og dætrum sínum
þremur var ákaflega fallegt í víðasta
skilningi þess orðs.
Margrét fékk gott veganesti frá
ástríkum foreldrum og nýtti hún það
vel á sinni löngu ævi. Hún var ákveðin
kona, tók virkan þátt í hverri um-
ræðu, hvort sem rætt var um þjóð-
félagsmál, menningarmál eða listir.
Hún var afar vandvirk og var svo lán-
söm að erfa rithöndina hans föður
síns, sem var listafögur en það gerðu
reyndar systkinin flest.
Ég minnist Margrétar frænku
minnar með virðingu og þakklæti.
Dætrum hennar, þeim Elínu, Krist-
rúnu og Birnu ásamt fjölskyldum
þeirra, votta ég innilega samúð.
Sigurður Björnsson.
Mig langar með örfáum orðum að
minnast æskuvinkonu minnar, Mar-
grétar Jóhannesdóttur, sem er nýlát-
in níræð að aldri. Við Magga, eins og
ég ætíð kallaði hana, höfðum verið
vinkonur í meira en 70 ár.
Ég er stundum að hugsa um hve
lánsöm ég var að kynnast Möggu og
að einskær tilviljun réð því að leiðir
okkar lágu saman.
Við vorum aldar upp við mjög ólík-
ar aðstæður, hún bóndadóttir úr
Skagafirði en ég fædd og uppalin í
Reykjavík. Foreldrar hennar Jó-
hannes Björnsson og Kristrún Jós-
efsdóttir höfðu búið rausnarbúi á
Hofsstöðum í Skagafirði en fluttu til
Reykjavíkur árið 1932 með börnin sín
sjö til þess að þau gætu gengið
menntaveginn.
Þá hóf Magga nám við Verzlunar-
skólann en ég var aftur á móti í
Menntaskólanum í Reykjavík. Það
vildi svo heppilega til að bernskuvin-
kona mín Laufey Thorarensen og
Magga urðu bekkjarsystur í Verzlun-
arskólanum og þannig kynntumst
við. Við Magga tengdumst fljótt sér-
stökum vináttuböndum, sem aldrei
rofnuðu. Laufey þurfti einhvern veg-
inn að aðgreina okkur vinkonurnar
og kallaði okkur Möggu Thor og
Möggu Jóh. Í fjölskyldunni minni
hefur hún síðan alltaf verið kölluð
Magga Jóh.
Foreldrar Möggu keyptu húsið að
Þingholtsstræti 31 og minnist ég þess
heimilis með sérstakri hlýju. Krist-
rún móðir Margrétar var mikill kven-
skörungur og auk þess að sinna sínu
stóra heimili, tók hún marga náms-
menn utan af landi í fæði, sem kost-
gangara eins og það var kallað, og
urðu sumir þeirra síðar þekktir borg-
arar. Man ég t.d. eftir Halldóri Páls-
syni búnaðarmálastjóra og Benedikt
Sigurjónssyni hæstaréttardómara.
Magga var mjög falleg kona og
gædd miklum persónutöfrum, bráð-
greind og skemmtileg og umfram allt
mikið tryggðatröll. Á unglingsárum
hittumst við oft daglega og áttum
mörg sameiginleg áhugamál. Við
höfðum til dæmis báðar mjög gaman
af að spila bridge og vorum lengi
saman í spilaklúbb.
Eftir að við gengum báðar í hjóna-
band og eignuðumst stórar fjölskyld-
ur fækkaði samverustundum en þeg-
ar við hittumst var alltaf eins og við
hefðum hist seinast í gær.
Margrét giftist árið 1939 öðlingn-
um Ólafi Bjarnasyni lækni og síðar
prófessor, og voru þau hjón einkar
samrýnd, máttu varla hvort af öðru
sjá. Heimili þeirra var mjög hlýlegt
og smekklegt og virtust þau hafa
mikla ánægju af að taka á móti gest-
um og nutum við Einar oft gestrisni
þeirra. Ólafur lést fyrir tveimur og
hálfu ári síðan og var öllum harm-
dauði, enda var hann sérstaklega ljúf-
ur og indæll maður.
Ég minnist sérstaklega níræðis-
afmælis Möggu í júní í sumar. Þó hún
væri komin í hjólastól, var alltaf jafn
mikil reisn yfir henni, svipurinn
bjartur og hún ung í anda og
skemmtileg. Þannig vil ég muna
hana.
Það fylgir því mikill söknuður að
sjá á bak æskuvinkonu eftir sjötíu ára
vináttu en minningarnar eru allar
bjartar.
Ég votta dætrum hennar Elínu,
Kristrúnu og Birnu og þeirra fjöl-
skyldum innilega samúð. Blessuð sé
minning Margrétar Jóhannesdóttur.
Margrét Thoroddsen.
Margrét
Jóhannesdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
frá Svínafelli í Öræfum,
til heimilis á
Heilbrigðisstofnun Suðausturlands,
Höfn í Hornafirði,
verður jarðsett frá Hofskirkju í Öræfum laugardaginn 4. nóvember
kl. 14.00.
Guðlaugur Gunnarsson,
Þuríður Gunnarsdóttir,
Pálína Gunnarsdóttir, Svavar Magnússon,
Jón Ólafur Gunnarsson, Inger Ipsen,
Halla Þuríður Gunnarsdóttir,
Jóhanna Gunnarsdóttir,
Kjartan Gunnarsson, Anna María Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.